Leita í fréttum mbl.is

Alls ENGU bloggstuði

Jámm það eru þessir dagar en mig langar samt að birta örfáar myndir frá helginni sem hefur verið ansi viðburðarík hjá okkur fjölskyldunni.  Reyndar gleymdum við myndavélinni þegar við fórum í afmælisveisluna hjá Kaupþing en gvvuuuð minn góður hvað þeir hljóta að séð eftir peningunum sínum að hafa fengið Stuðmenn á tónleikana.  Ég hef alltaf verið Stuðmannamanneskja en þarna voru þeir hræðilegastir en í fyrstu hélt ég að þetta væri eitthvað djók en svo héldu þeir bara áfram þessu djóki.  Ohh mæ god!!

P8185602
Við byrjuðum morguninn á laugardeginum að hvetja okkar lið í maraþoninu eða þá sem styrktu okkur þar að segja SKB sem voru víst ansi margir og að sjálfsögðu er það ómetanlegt fyrir félagið.  Þarna er ODdný Erla í stuði með allar græjur í stuðningsliðinu, systkinin stóðu sig vel í að hvetja ásamt öllum hinum sem voru með okkur.

P8185734
Jason Ólafsson "ex-handboltakappi" hljóp að sjálfsögðu fyrir félagið og hljóp heilt maraþon, púúffh ef ég gæti bara hlaupið 10 km eheh!!

P8185798
Við kíktum í bæinn og sáum maraþon-liðið koma í mark og borðuðum popp á meðan.

P8185814
Þuríður mín hitti Höllu vinkonu sína Hrekkjusvín þegar þær voru að fara taka þátt í Latabæjarhlaupinu, vávh hvað hún var glöð að hitta hana.  Ég veit samt ekki alveg hvort var glaðari að hitta hvora eheh og hvor vildi ekki sleppa knúsinu eheh!!  Æjhi það er alltaf svo gaman að sjá Þuríði mína þegar hún hittir hana enda mikil dýrkun í gangi.

P8185827
Þuríður mín þurfti að segja Höllu svoooo mikið enda frekar langt síðan þær vinkonur hittust síðast.

P8185842
Að sjálfsögðu fékk Oddný mín Erla líka mynd af sér með Höllu sinni og var svakalega kát með það.

P8185889
Við kíktum uppá Skaga um kvöldið í grillveislu og fórum aðeins útá tún og lékum okkur þar sem krökkunum fannst ekki leiðinlegt.  En þarna eru systkinin í stuði á einum bagganum.  Víííí!!

Læt þetta duga í bili, við ætluðum í hjólreiðatúr og berjamó í dag en veðrið bíður því miður ekki uppá það þannig við "neyðumst" til að taka til í sveitinni sem var kanski tími til komin.
Vonandi áttu þið svona góða helgi einsog við og sumir líka alveg búnir á því eftir helgina enda mikið sprell og mikið gaman.
Knúúúúússssss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.8.2007 kl. 11:18

2 identicon

Sæl Áslaug

Það er þetta með stuðið. Við erum ekki alltaf í stuði til að gera þetta og hitt og þá er það bara svoleiðis. Mikið er ég glöð að heyra að margir studdu SKB í maraþoninu, ekki veitir nú af. Það hefði kannski verið nær fyrir Kaupþing að styðja SKB en moka peningum í Stuðmenn. Þá skiptir ekki máli hvort stuðmenn eru góðir eða eða lélegir. Mikið eru myndirnar af dúllunum ykkar fínar. Frábært að Þuríður hitti vinkonu sína Höllu Hrekkjusvín sem er örugglega gott hrekkjusvín. Bið Guð að blessa ykkur öll. Kveðja Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 21:36

3 identicon

Ég skil þig svo mæta vel Áslaug mín,,það er ekkert endalaust hægt að vera í einhverju stuði,koma dagar þar sem maður hefur ekki orku í eitt né neitt,svo þetta er bara eðlilegt.Ég hef t.d.ekkert getað bloggað núna,líður bara þannig.En myndirnar af dúllunum ykkar eru æði og alltaf gaman að fylgjast með ykkur og yndislegt að fólk sé að hlaupa til að styrkja félagið,ekki veitir af...en ég sendi ykkur fullt af kærleik og mörg knús..

Björk töffari (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 23:31

4 Smámynd: Þórunn Eva

bara flott helgi hjá ykkur.....

júbbs við höfðum það svakalega flott líka enda vorum við í stykkishólmi á dönskum dögum... :)

koss og knús á línuna.....

Þórunn Eva , 20.8.2007 kl. 11:05

5 identicon

úff hvað ég kannast við það að vera ekki í svona bloggstuði... það er eins og hvert orð sem að maður skrifar þvælist fyrir manni.

En langaði að segja að mikið eru þetta fallegar myndir en þó sérstaklega þessi síðasta þarna af dúllunum... sjá himininn á bakvið. Mig kitlaði að fá þessi mynd til að lagfæra aðeins og stækka, hehehe.

En annars stórt netknús á ykkur 

kveðja Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 14:21

6 Smámynd: Guðný Linda Óladóttir

Falleg börn sem þú átt

Guðný Linda Óladóttir, 20.8.2007 kl. 14:30

7 identicon

Flottar myndir :) Gaman að vita til þess hvað þið skemmtuð ykkur vel um helgina!!

Unnur B. Johnsen (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 16:47

8 Smámynd: Elsa Nielsen

Sammála með Stuðmenn - hræðilegt!!

En ofsalega eru þetta fallegar myndir af dúllunum þínum ;)

Knúúús

Elsa Nielsen, 20.8.2007 kl. 17:30

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Fallegar myndir! Sá einmitt Stuðmenn. Agalegt. Hlýtur eitthvað að hafa klikkað verulega. Þú þarft ekkert að skrifa neitt voða blogg alltaf ef þú ert ekki í stuði:o)

Við aðdáendurnir sættum okkur fyllilega við smákveðju bara.... :o)

Guð blessi ykkur.

Ylfa Mist Helgadóttir, 20.8.2007 kl. 18:32

10 identicon

þær klikka sko ekki myndirnar af barnabörnunum okkar Badda gamlaalltaf eruð þau yndislegusten þetta með fallegan himinn þá vil ég bara koma því á framfæri að hann er ALLTAF svona fallegur á Skaganumknús, knús,tengdó

tengdó (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 20:52

11 identicon

Það gott blogg að sjá svona fallegar myndir af börnunum þínum Áslaug og myndir segja oft meira en þúsund orð.

Stuðmenn voru ekki stuðmenn allra landsmanna á þessum tónleikum.

Hugsa til þin.

kv Unnur

Unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband