Leita í fréttum mbl.is

Þessi ljóti krabbaheimur

Þetta er erfiður dagur, ég hef ekki fengið góðar fréttir alltof lengi hvort sem það er af Þuríði minni eða einhverjum öðrum sem tengjast okkur í þessum ljóta krabbabaráttu.  Fékk erfiðar fréttir í morgun sem hafa tekið virkilega á.   Þetta er algjörlega að fara með mig, ég skelf alveg af sorg og reiði.  Þessa fréttir tengjast ekki Þuríði minni svo það sé engin misskilingur en tengist okkur samt, erfitt að útskýra sem mig langar ekki að fara nánar útí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn Eva

æj elsku Áslaug mín... það á ekki af ykkur af ganga.. :(

sendi þér stórt baráttu knús...

þín vinkona

Þórunn Eva , 21.8.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

æ elsku stelpan mín, vildi að ég gæti gert eitthvað til að ykkur liðið öllum betur.

Ég ætla bara að minna gestina þína á kertasíðuna hennar Þuríðar okkar.

Guð veri með ykkur öllum Áslaug mín.

Gunna Skagakella 

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.8.2007 kl. 15:48

3 identicon

Sæl kæra Áslaug og fjölskylda

Sendi ykkur alla þá hlýjustu kærleiksstrauma sem til eru. Guð veri mér þér og þínum. Bið um bata fyrir Þuríði Örnu. Kveðja fridabjarna

Fríða (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 16:01

4 identicon

Elsku Áslaug ,Óskar og börn,

                                              mér þykkar mjög leitt að heyra að það er erfiðar tímar ennþá hjá ykkar.Það vill svo oft vera þannig að maður er rétt að komast yfir eina hjalla þegar næsta dynur á og ennþá verra en hinn var ,það virðist vera svona stundum.Guð verið með ykkar og ég vona að þetta fer að ganga betur sem fyrst .Kveðja Dee

Dolores Mary (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 17:33

5 identicon

Elsku Áslaug mín..mér þykir leitt að heyra að þið hafið fengið erfiðar fréttir.Ég skil svo vel hvað þú ert að hugsa og skil reiðina og sársaukann,þar sem við í þessum krabbaheimi þekkjum óneitanlega mikið af fólki sem er að berjast.Eina sem ég get gert er að biðja fyrir ykkur og litlu hetjunni ykkar og senda ykkur fullt af kærleika og knúsum..gangi ykkur vel elskurnar

Björk töffari (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 19:15

6 identicon

Baráttu,kærleikskveðjur til allra sem standa í veikindastríði hverskonar.Megi ljós og friður skína sem mest.Guð veri með öllum.Kær kveðja.Halldór

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 20:12

7 identicon

Elsku Áslaug og fjölskyldan öll, mér þykir hörmulegt að heyra að enn bætist á þig sorg og reiði, þú ert þó sannarlega með fullfermi af þeim tilfinningum. Gott að það er ekki Þuríður þín, en það getur verið alveg óbærilega erfitt samt.

Megi allar góðar vættir umvefja ykkur fjölskylduna.

með kærleikskveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 08:33

8 identicon

Já þessu krabbaheimur er ljótur, ég tek sko heldur betur undir það. Baráttukveðja til ykkar allra.

p.s. En ofsalega áttu nú falleg börn

Ingibjörg (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 12:48

9 Smámynd: Valgerður Ólafsdóttir

Hæ Áslaug mín,þú mannst kannski ekki eftir mér,en ég var að vinna með þér í hollt og gott,Ég fylgist með blogginu þínu á hverjum degi.Og ég hugsa til ykkar allra

Og ég tek undir með Þórunni,það á ekki af ykkur að ganga,vonandi fara hlutirnir að verða betri,í mínum huga eruð þið öll hetjur og ég sendi ykkur hlýja strauma því þið eigið allt það besta skilið,ég kveikti á kerti fyrir Þuríði örnu um daginn,og ég held áfram að fylgjast með blogginu

baráttukveðjur

vallý(mollý)

Valgerður Ólafsdóttir, 22.8.2007 kl. 19:59

10 identicon

Æ elsku Áslaug mín. Það er svo sárt að vita af ykkur í þessari baráttu og geta ekkert gert til að létta á. En þú mátt vita að hugur svo margra liggja hjá ykkur á hverjum degi og í bænum á kvöldin og vonandi fer einhver að hlusta á okkur öll og gera eitthvað. Endalaust knús og kossar til ykkar með von um kraftaverk. Kv. Kristín Amelía.

Kristin Amelía (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 20:48

11 Smámynd: Þórunn Eva

hæ fallegust....

voanndi er þér farið að líða aðeins betur... hugsa til þín skvís....

koss og knús.... þín vinkona

Þórunn Eva , 23.8.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband