Leita í fréttum mbl.is

Og ef ég segi eins og er, þá ertu hetjan mín

Já áfram Þuríður, -þú sigrar og ég veit
þú stendur af þér veðrin öll sem fyrr.
Já litla Þuríður, þú sáir í þinn reit
og sérð þér standa opnar fleiri dyr.
Henni lýkur að lokum þinni leit
og lífið mun brosa við þér.
Já áfram Þuríður! 

Þú hefur alltaf barist áfram

og ætíð höfuð borið hátt.
Þó lítil sé, þá lít ég upp til þín...
 
...og tek að ofan fyrir þér,
í dag sem endranær.

Já áfram Þuríður.

Þessi texti er eftir hann Stebba Hilmars nema ég breytti í "áfram Þuríður" en þar var "áfram systir" vonandi var honum sama að ég "stal" texta hans og breytti honum aðeins?  Fannst þetta bara passa svo vel við Þuríði mína.

Mér líður einsog 6 ára gömlu barni að byrja minn fyrsta skóldag eheh, ég er svo hrikalega spennt fyrir því að byrja í skólanum að hálfa væri miklu meir en nóg.  Er frekar fúl yfir því að Skari er ekkert að vilja taka myndir af mér með nýju töskuna mína og í nýju skólafötunum mínum einsog mamma gerði í denn þegar ég var að fara í 6 ára bekk ehehe!!  Fékk mitt fyrsta mail í morgun frá kennaranum mínum, var að segja okkur fjarnámsfólkinu að fara undirbúa okkur fyrir þessa tvo daga sem við eigum að mæta í skóla, dööö heldur hann virkilega að ég sé ekki farin að undirbúa mig ég verð ö-a búin með eina skólabókina þegar ég fæ loksins að mæta í skólann og fæ námsáætlunina mhohoho!!  Fór í morgun í Eymundsson og keypti mér enn eina bókina sem mér var sagt að kaupa og er fletta henni núna, verst að ég mest kvíðin fyrir þeirri grein en ég veit samt að það eru engu að kvíða því ég er svo hrikalega klár.

Fólk er að spurja mig um meðferðina hennar Þuríðar minnar sem hún á væntanlega að byrja í eftir myndatökurnar í næstu viku, hún á víst eða okkur var síðast sagt að það væri töflumeðferð en það er ekki sú meðferð sem okkur var sagt frá þeim í Washington þessi sem annahvort virkar einsog kraftaverk eða bara virka ekki shit.  Þannig það er ekkert skrýtið að þið verðið líka rugluð í þessu meðferðartali því ég fer alveg í hringi með tillhögur á næstu meðferð hjá hetjunni minni.  Þessi tilhaga af þessari meðferð kemur frá okkar læknum héðan af klakanum.

Spennan eykst fyrir helginni, oh boy!!  Segi ykkur frá því á morgun, verður reyndar ekki mikið um svefn (sko um helgina)en við ætlum í staðin að njóta þess að vera saman (sko við Skari ehe) og gera fullt af skemmtilegum hlutum, meira um það á morgun.

Áfram Þuríður!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, Áfram Þuríður!

Og frábært að þið eigið helgi fyrir ykkur framundan. 

Ljós&kærleikur af Skaga... 

SigrúnSveitó, 28.8.2007 kl. 16:35

2 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Ég trúi því að þú sért spennt að byrja aftur í skóla.  Mér finnst það alveg frá bært hjá þér að skella þér í meira nám.

Æðislegt að þið Óskar fáið helgina fyrir ykkur

Bergdís Rósantsdóttir, 28.8.2007 kl. 17:19

3 Smámynd: Þórunn Eva

hæ sætust :)

ohhh það er svooo gaman að lesa þegar að þú ert svoooona ánægð... :) þú hefur svooo gott af því að drífa þig í skólann :)

hlakka til að heyra í þér næst... :)

p.s skari plís veiltu taka eina mynd af henni í nýju fötunum með skólatöskuna henni mun líða mun betur með að geta sett hana á netið hehehehehehe

kisses and hugs....

Þórunn Eva , 28.8.2007 kl. 18:44

4 identicon

hæ elskurnar =Ö)

 ohh þú verður að hætta að segja ÉG SEGJI YKKUR ÞAÐ Á MORGUN eða ég segji ykkur það seinna ÉG ER SVO FORVITIN AÐ það hálfa væri alveg HELLINGUR ........................ ÞAÐ ER ALLTAF SVONA too bee continued ( kann ekki að skrifa það ) á blogginu .........

æði að þið kæróparið ætlið að gera einhvað ein um helgina BARA HOLLT =ö)

jæja elskan bara að kvitta þú veist hvað þú gerir mér ef þú segir þetta SEGI YKKUR SEINNA þá er ég komin með forvitnishnút í magan SKOOO

KV Lára

Lára k (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 20:04

5 identicon

Já áfram Þuríður og ekki síður áfram Áslaug og Óskar.

Sé þið alveg fyrir mér með töskuna, en í hvað ertu að fara? ertu að klára stúdentinn? eða ertu að fara í framhald? Þarft að segja okkur frá því sem ekki þekkjum alveg til. Kannski ertu búin að því en ég hef þá misst af því.

Ætla rétt að vona að ekkert komi í veg fyrir HELGINA ykkar Skara.

Með kærri kveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 21:11

6 identicon

 Já áfram Þuríður.Langar Skara ekki bara í tösku líka og skóla(KR)búning???  Klára stelpa megi skólagangan vera sem skemmtilegust og sem vítamínssprauta fyrir þig.Áskorun til Skara..... taktu mynd.Áfram KR-hetjur.Kveðja   

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 21:46

7 identicon

Sæl Áslaug

Já áfram Þuríður... mikið er þetta frábær texti og á svo vel við hana Þuríði, hún er svo frábær stelpa og svo æðrulaus í veikindunum sínum sem er þó svo mikil. Það er von að við verðum dálítið ringluð í öllum meðferðarplönunum, fyrst þið farið í hringi. Það er þó ekki aðalmálið heldur að Þuríður fái bata og það góðan bata. Til hamingju með skólagönguna. Mér finnst að Skari eigi endilega að taka myndir af þér með allar "græjurnar" á leið í skólann, já og setja hérna á bloggið svo við getum dáðst að þér. Ég bíð þolinmóð eftir að leyndarmálið mikla verði upplýst. Guð blessi ykkur öll, gangi þér vel í skólanum og góða helgi með Skara þínum. Kveðja Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 00:18

8 Smámynd: Guðný Linda Óladóttir

Áfram Þuríður

Guðný Linda Óladóttir, 29.8.2007 kl. 08:30

9 Smámynd: Elsa Nielsen

Áfram Þuríður!!

ÓMÆ - það verður stuð að byrja í skólanum ... þú átt eftir að rúlla þessu upp með annari ;)

Ég er ekkert smá spennt að heyra hvað þið Óskar ætlið að gera um helgina - það er nauðsynlegt að "vökva" hjónabandið reglulega.

KNÚÚÚÚS

Elsa Nielsen, 29.8.2007 kl. 13:04

10 identicon

Gangi þér vel í skólanumog ég er orðin annsi spennt að vita leyndóiðog hafið það gott um helgina

Brynja í vesturberginu (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband