19.9.2007 | 11:09
Afsakið hlé
Bara rétt að láta vita af mér, mikið að gera á stóru heimili eða svona hjá frúnni á heimilinu. Komum heim í gærkveldi frá Legolandi, erfið en skemmtileg ferð. Set inn nokkrar myndir við tækifæri. Er á fullu að koma mér inní lærdóminn, Þuríður mín að byrja í nýju meðferðinni sinni á morgun eða allavega undirbúningur fyrir hana á morgun. Er búin að vera á "fullu" að undirbúa London-ferðina fyrir foreldrana í styrktarfélaginu sem ég var búin að segja ykkur frá þannig það er frekar lítill tími fyrir skriftir en vonandi get ég gefið mér tíma á næstu dögum.
Mig langar annars að þakka henni Fríðu diggum aðdáenda mínum fyrir ljóðið sem hún sendi mer, veit ekki hvort margir lesa kommentin til mín en svona hljóðaði það:
Augun ljóma og er þar von
Ástarbros um varir
Á gæjann, Óskar Guðbrandsson
Glæsikonan starir.
Hún sendi mér það við síðustu færslu, en þá langar mig líka að nefna að mér finnst svakalega gaman að fá svona ljóð sérstaklega þegar þau eru samin beint til mín. Sjálf er ég mikil ljóða kona og samdi mikið þegar ég var yngri en lítill tími hefur verið fyrir það síðustu ár, einsog þegar ég var yngri þá fékk ég oft ljóð frá afa mínum Steina skrifuð í afmæliskortin og þau voru samin beint til mín en það voru gjafirnar sem mér þótti vænst um og geymi vel. Það þurfti sko ekkert að gefa mér einhvern pakka, það var nóg fyrir mig að fá ljóð frá afa mínum þó ung ég var.
Lærdómurinn kallar og húsverkin sem er mitt helsta áhugamal þessa dagana eða ekki.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því miður kann ég ekki að semja ljóð en ef ég kinni það myndi ég semja eitt fyrir ykkurkv. Brynja
Brynja í vesturberginu (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 12:19
Velkomin heim aftur elskurnar og vona að allt gangi sem best á morgun.Hugsa til ykkar og verð með ykkur í huganum.Ég trúi því að einsdags ferð út hafi verið erfið,en örugglega þess virði..baráttukveðjur og knús
Björk töffari (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 16:46
Velkomin heim! Ég vildi að ég kynni að yrkja, en ég verð að láta öðrum mér fremri það eftir :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 19.9.2007 kl. 17:19
Dugnaðarstúlkur.Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 19:46
Gott að heyra að þið hafið skemmt ykkur vel. Ég er alveg sammála þér með ljóðin, þetta er eitt það skemmtilegasta sem maður fær
Bergdís Rósantsdóttir, 19.9.2007 kl. 20:30
Mikið er ég glöð að þér skuli hafa líka vel við litlu vísuna mína. Ég er svo heppin að Guð gaf mér færni til að gera vísur, setja saman ritað mál og koma sæmilega fyrir mig orði. Það er ekki alltaf sem við kunnum að meta það sem okkur er fært og ekki mörg ár síðan ég var að öfundast yfir þessu og hinu sem aðrir gátu en ég ekki.
Já það er mikið að gera á stóru heimili, sérstaklega þegar ein og sama konan leikur mörgum skjöldum. Njóttu þess að vera til og vasast í öllum þínum verkefnum. Guð blessi ykkur öll Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 00:40
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.9.2007 kl. 06:20
ÚFFFFF betra að þessi kona er í formi, fer þá trúlega í form í annríkinu, ef ekki.
Gott að allt er í fínu bara hlé annríkisins.
kær kveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.