Leita í fréttum mbl.is

Helgin og fleira

Helgin var einu orði sagt frábær.  Það var svo æðislega gaman að sjá hvað allir voru glaðir og þakklátir að komast svona í burtu, gott að hitta fólk í svipuðum sporum og maður sjálfur.  Æjhi það var bara svo yndislegt að sjá hvað allir skemmtu sér og reyndu að gleyma sér aðeins.  Bara gaman!!  Allir sem vildu var boðið á Westham-Arsenal og þvílík og önnur eins stemmning upplifir maður ekki oft á ævinni þó maður sé ekki mikið fyrir enska boltann, söngurinn í stuðningsmönnum og stemmarinn þegar Arsenal skoraði.  Vávh!!  Öllum var líka boðið út að borða og það var æði.  Þetta væri eitthvað sem ég vildi gera aftur og gleðja fleiri foreldra, endalaus gleði!!

Ég og Skari höfðum það líka hrikalega gott, sváfum svakalega mikið, röltum um London, borðuðum góðan mat og höfðum það bara gott saman.  Þvílík hleðsla!!

Þuríður mín var reyndar dáltið slöpp um helgina, lá mikið fyrir en hafði það samt rosalega gott í dekri hjá Lindu frænku og ömmu Oddný, reyndar finnst mér svakalega erfitt að vera svona frá henni þegar hún er svona slöppFrown.  Þannig maður átti líka smá erfitt úti og vera ekki hjá henni að knúsa hana en ég vissi að hún var í góðum höndum en samt er það erfitt. Hún kvartaði dálítið við mig í gær þegar ég var búin að sækja hana að henni væri svo illt í tönnunum og svo grét ofsalega sárt þannig á morgun þegar ég mæti með hana uppá spítala þarf ég að láta ath það.  Kanski eru þetta fylgikvillar, ég veit það ekki?  Þessi krabbalyf fara ekkert ofsalega vel í hana, vaknaði reyndar hress í morgun en er fljót að slappast niður.  Hún verður væntanlega mikið heima næstu daga/vikur/mánuði ég veit ekki hvernig þessi meðferð mun þróast hjá henni en þá þarf mín líka að vera mjög skipulögð með námið því það er ofsalega erfitt að læra með hana heima svona slappa því þá vill hún bara kúra hjá mömmu sinni ekki það að mér finnist það eitthvað slæmt, elska að hafa þau liggjandi í hálsakoti.Grin

Þuríður talaði um alla helgina að henni langaði svo í ný náttföt sem ég reyndar skyldi mjög vel enda orðin einsog strekkt brúða öllum náttfötunum sínum.  Hún sagði við Lindu sína að mamma sín ætlaði að kaupa náttföt handa sér í London og auðvidað gerði ég það fyrir hetjuna mína og Oddný pantaði Dóru dúkku og Theodór er líka farinn að panta dót sem er buggy byggi sem er Bubby byggir ehe.  Auðvidað gleður maður þessi kríli með smá gjöf þegar maður kemur heim og það sem þau panta reyndir maður að uppfylla.

Oh mæ god hvað hann litli pungur var glaður að sjá mömmu sína og passar svona líka vel uppá mig ehe, liggur fastur hjá mér og passar að engi komi nálægt mér ehhe!!  Eitthvað hræddur um að mamma sín skreppi í burtu aftur.

Frí í leikskólanum í dag, reyndar í gær líka en þá eyddu þau deginum hjá ömmu Oddný.  Reyndar er ég eiginlega fegin að það er frí þá fær maður líka svona extra dag með þeim, búin að vera svo lengi í burtu, ok bara þrjár nætur en samt svo lengi.

Oddný að biðja mig um að gera sig fína þannig mín þarf að finna burtsa og teygju, bið að heilsaaaaaaa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er það gott að helgarferðin tókst vel. Það mætti segja mér að þessi ferð verði eins og góður gullmoli í minningu þeirra sem í hana fóru. Það er svo mikill stuðningur fólginn í samveru og hvíld.

Og litlu demantarnir þínir höfðu það gott. Þau eru svo heppin að eiga svona frábæra mömmu og frábæran pabba, svo það er ekki nema von að þau séu glöð að fá ykkur heim. Þuríður hefur það aðeins betra, er það ekki?? Guð blessi ykkur öllFríða 

Fríða (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 10:43

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Yndislegt að þið gátuð notið ykkar, þrátt fyrir að það væri erfitt að vera burtu.  Það er líklega bara ekkert yndislegra en að kúra með ungana sína í hálsakoti, það get ég sannarlega tekið undir.  Og þegar þessir litlu pungar gleðjast af einlægni þegar maður kemur heim...já, það er sko mikið meira en yndislegt.

Sendi ykkur ljós&kærleika yfir flóann... 

SigrúnSveitó, 2.10.2007 kl. 10:44

3 Smámynd: Valgerður Ólafsdóttir

Velkomin heim og æðislegt hvað var gaman hjá ykkur öllum

ég hugsa alltaf til ykkar og les hverja færslu hjá þér þó ég kommenti ekki alltaf,ég sendi ykkur sterka strauma og þvílíkar baráttukveðjur

Valgerður Ólafsdóttir, 2.10.2007 kl. 10:47

4 identicon

Æ, frábært að heyra hvað þetta tókst vel. Og ég held að þið getið bara verið 200% viss um að þessi hvíld ykkar skilar sér beint til barnanna ykkar. Reynið bara að hlaða batteríin ykkar sem oftast!!! Það þurfa allir á því að halda.

Bestu kveðjur frá ókunnri mömmu útí bæ :)

Binna (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 13:26

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Stuðningur frá ættingjum og vinum er ómetanlegur.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.10.2007 kl. 13:32

6 Smámynd: Helga Linnet

Frábært að heyra að þið gátuð hlaðið batteríin ykkar...ekki veitir af á síðustu og verstu tímum.

Vonandi er þetta bara stutt tímabil í þreytu og verkjum hjá Þuríði.

Baráttukveðjur

Helga Linnet, 2.10.2007 kl. 13:54

7 identicon

Hæ hæ og velkomin heim, Áslaug og Óskar.  Mikið gaman að heyra hvað allir nutu sín úti.  Líka gott fyrir börnin ykkar að vera aðeins hjá öðrum ættingjum, það elska þau allir og njóta samvista við þau.  Ætla að kveikja á kerti fyrir Þuríði Örnu og vona að verkirnir minnki hjá henni, stelpurófunni og hetjunni ykkar.    Bestu kveðjur,  Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 15:09

8 identicon

Hæ elskurnar og velkomin heim.Mikið er gaman að heyra að allt gekk svona glimrandi vel og allir eru ánægðir.Ég er klár á því að þetta er lífsnauðsynlegt fyrir alla foreldra að gera af og til,koma sér burtu frá öllu og njóta þess að vera til og ég held að þið hafið ekkert of mikinn tíma fyrir ykkur sjálf,þannig að gott að þið nutuð ykkar,þrátt fyrir söknuð til barnanna sem er ofureðlilegt.Vonandi fer hetjunni að líða betur,það hlýtur að vera hræðilegt að horfa á börnin sín svona veik og finna vanmáttinn.En ég bið fyrir ykkur og kveiki á kerti fyrir hetjuna.Baráttukveðjur

Björk töffari (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 15:24

9 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Frábært að þið gátuð notið helgarinnar. 

Bergdís Rósantsdóttir, 2.10.2007 kl. 20:25

10 Smámynd: Þórunn Eva

awww það er sko ekkert betra enn að finna hvað þau eru háð manni eftir langan tíma í burtu frá þeim og stórt knús er sko bara toppurinn.....

koss og knús á þig sæta mín

Þórunn Eva , 2.10.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband