Leita í fréttum mbl.is

Lion in the house

Hetjan mín dugði ekki lengi á leikskólanum í dag eða sirka tvo tíma en fannst samt gott að hún gat verið svona lengi.  Hún var dáltið þreytuleg þegar ég fór með hana í morgun og vildi heldur ekki fara í leikskólann og það reynir mjög á mömmuhjartað þegar hún grætur.  Hún hefur kvartað mjög mikið í morgun vegna hausverks og verkja í tönnunumFrown.  Grét mjög sárt í bílnum á leiðinni heim úr leikskólanum því henni var svo illt þannig það var ekkert annað að gera í stöðunni en að gefa stúlkunni verkjastyllandi og lagðist svo með henni í rúmið og þar liggur hún núna mjög vel vafinn í pabbasæng og sefur vært.

Ég og Þuríður mín eru svakalega sængjakonur eheh, við elskum að liggja vel vafnar inní hana well reyndar það sem er eftir að minni sæng sem eru nokkrar fjaðrir thíhí!!  Elska hana samt!!  Sængin mín er líka komin vel á aldur sirka 20 ára gömul þannig hún er vel nýtt, kanski komin á nýja?  Hmmm!! 

Áttum að mæta uppá spítala í morgun en því var seinkað þanga til á morgun og þá þarf að ath afhverju hún er með svona mikla verki í tönnunum?  Ég vona bara svo heitt og innilega að það eru "bara" fylgikvillar, aaaaarghhh!!

Annars fórum við Skari á myndina "Lion in the house" sem er verið að sýna á kvikmyndadögum í Regnboganum.  Fjagra klukkutíma mynd sem sýnir sex ár hjá fjölskyldum og barna þeirra sem eru að berjast við þennan fjanda (krabbamein), alveg frá því það er að veikjast og þanga til þau vinna þessa baráttu og líka þanga til þau tapa.  Þrjú af þessum börnum töpuðu þessari baráttu og mikið svakalega var erfitt að horfa á þetta og hvað fjölskyldurnar voru hugrakkar að leyfa myndavélunum að fylgja sér allan þennan tíma, vávh!!

Ég mæli eindregið með því að þið farið á þessa mynd, hún tekur mjög á, held að flestir í salnum hafi grátið eitthvað á myndinni enda allt raunveruleikinn.  Ég myndi sérstaklega mæla með því að mínir vinir og ættingjar myndu fjölmenna á þessa mynd og sjá inní líf okkar sem eru að berjast, þið vitið ekkert allt þó þið séuð tengd okkur.  Það er margt sem þið vitið ekki og getið ekki ímyndað hvað þetta tekur á enda ekkert sjálfsagt að hjónabönd haldist í svona baráttu svona án gríns.  Þó við skari höfum bara orðið sterkari að hafa fengið þetta verkefni til okkar en þá er það ekkert sjálfgefið og þetta reynir miklar meir á en fólk heldur þó það sé mjög tengt okkur og haldi að það viti allt.

Það var einn strákur þarna sem hafði barist í 10 ár en því miður tapaði hann að lokum, vávh hvað það var erfitt að horfa uppá alla í kringum hann og hvað foreldrarnir (voru skilin) voru sannfærðir að vinna þessa baráttu og hættu ALDREI.  Enda hvað gerir maður ekki fyrir barnið sitt og hvað þau voru dugleg að berjast saman og voru uppá spítala dag og nótt.

Það var þarna svo ein önnur hetjan sem minnti mig dáltið á Þuríði mína en eitt skiptið var sagt við foreldrana að fara bara undirbúa jarðaför því þetta væri búið.  Stúlkan sannaði sig og hætti sko ekki að berjast og lifði í 18 mánuði í viðbót eftir að læknarnir voru búnir að segja að þetta væri búið.  Svo var hún svo glöð að komast heim til sín hún grét að kæti "ég er svo hamingjusöm, ég er að fara heim til mín" og svo hágrét hún.  Stuttu síðar tapaði hún.  Svoooo ósanngjarnt.

Þessi stelpa átti 5 ára systir þegar hún dó og þetta hefur tekið svakalega mikið á hana síðustu ár, þó hún hafi verið þetta ung.  Hún hefur átt erfitt (en leikstjórarnir voru með umræður eftir myndina og segja frá fjölsk. hvað þau eru að gera í dag), við höfum líka verið mjög meðvituð um hvað þetta getur gert okkar börnum þó þau séu þetta ung.  Þetta hefur tekið rosalega á Perluna mína hana Oddnýju, hún á oft mjög erfitt.  Held að fólk átti sig ekki á því hvað þetta tekur líka á hin börnin þó þau séu þetta ung og þurfa meiri athygli en börn heilbrigðra systkina.

Þegar læknarnir sögðu við þessa foreldara að fara bara undirbúa jarðaför því hún ætti ekki langt eftir rifjaðist upp fyrir mér fundurinn okkar Skara með okkar læknum þegar þeir tilkynntum okkur það að æxlið væri orðið illkynja.  Ég hef reyndar aldrei sagt frá þeim fundi því sumt finnst mér bara koma mér og Skara við og höfum það bara útaf fyrir okkur, sumt finnst mér líka óþægilegt að ræða við aðra en Skara og sumir ættingja minna finnst óþægilegt þegar maður er að tala um ákveðna hluti og langar ekki að hlusta á mann sem er kanski sannleikurinn.  Svona er lífið!!  Ég ætla kanski ekkert að fara mjög náið útí þann fund en læknarnir okkar sögðu okkur þá að Þuríður ætti ekki langt eftir en það myndi kanski ekki gerast á næstu vikum en það tæki einhverja mánuði en meðaltalið er sirka 2 ár.  Þá átti maður að hafa það í huga hvernig maður vildi leyfa barninu sína deyja, hafa hana heima, uppá spítala?  Hvernig haldiði fyrir mann að hlusta á svona, þetta er svo fjarlægt og eitthvað sem maður ætlar ALDREI að upplifa.  Manni langar að sjálfsögðu ekki að hlusta á svona en þau eru að sjálfsögðu bara að reyna undirbúa mann sem er kanski ekki hægt, ég var líka svakalega reið eftir fundinn að þeim skyldi detta í hug að segja þetta við okkur.  Það er margt sem maður sættir sig ekki við þó það væri sannleikur en þið sjáið samt hetjuna mína í dag tæpir ellevu mánuðir síðan æxlið breyttist og ennþá er hún hjá okkur þó hún ætti ekki að vera það.  Kraftaverkin gerast!!

Eitt lokin með myndina en þá mæli ég líka með því að fólk fari á þessa mynd sem eru ættingjar eða aðstandendur fjölskyldna sem hafa misst börnin sín.  Það getur engin ímynda sér hvernig er að missa barnið sitt og hvað þá hvernig foreldrarnir kveljast eftir á.  Þó þessi barátta var búin hjá þeim en þá hefst bara önnur barátta að reyna lifa án litlu hetjunnar, halda fjölskyldunni saman og svo lengi mætti telja.  En við fengum líka að sjá inní líf fjölskyldunnar þriggja eftir að þau misstu börnin sín, hvernig þeim gekk að halda lífinu gangandi.  Díssess hvað þetta var erfið mynd.  Ég mæli hiklaust að þið farið á hana, helst þið kæru vinir og ættingjar.

Ég veit alveg að allir mínir vinir og ættingjar vita að lífið hjá okkur er alls ekki svo auðvelt en vita samt ekki hvað þetta tekur mjööööööög mikið á taugarnar, það getur engin ímyndað sér þó það sé náskylt nema hafa lent í þessu sjálft.  Maður á svakalega oft erfitt, nánast daglega enda horfum við á hetjuna okkar þjást og geta ekkert gert nema gefa henni krabbalyfin og verkjastyllandi.  Ömurlegt!!  Það er heldur ekki bara veikindin sem taka á, það er svo fullt meira sem maður þarf að hafa áhyggjur af sem tengjast að sjálfsögðu.

Orðin þvílík langloka, þið eruð ö-a hætt að lesa þannig ég ætla bara að hætta líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærleikskveðja.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 13:02

2 Smámynd: Dísa Dóra

sendi ykkur bænir mínar

Dísa Dóra, 3.10.2007 kl. 13:15

3 identicon

Fallega móðir!

Þó að þú skrifir 3 síður hættum við ekki að lesa.  Takk fyrir þessa færslu, veit að þú finnur til í þínu fallega hjarta og erfitt fyrir þig að skirfa svona færslu til okkar hinna sem eins og þú bendir á skiljum ekki alveg hvað þið eruð að ganga í gegnum.  Æ ég vildi ég gæti gert eitthvað fyrir ykkur !

ALLIR ! Við skulum halda áfram að kveikja ljós fyrir litlu snúlluna hana Þuríði, hún þarf á því að halda. 

Guð gefi henni betri daga! með kærleik 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 13:44

4 identicon

Stórt faðmlag til þín fyrir skrifin, mindi lesa 10 síður þú ert svo gefandi og þroskuð í hugsun vekur aðra til umhugsunar um allt það góða,slæma ,vonda,í lífinu það er ekkert eins erfitt og að upplifa veikindi og varnarleysi hjá börnum manns eilífar áhyggjur en gleði líka ,ææ ég finn svo til með ykkur,en get bara kveikt á kertum og beðið fyrir ykkur,megi allir verndarenglar GUÐS fylgjast áfram með ykkur.Kv og knús.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 15:00

5 identicon

Kærleiksknús til ykkar þið eruð algjörar hetjur og já það getur engin nema sem hefur reynt það skilið það sem þið eruð að ganga í gegnum.   Held áfram að kveikja á kertum og biðja fyrir ykkur öllum.

kær kveðja Guðrún ( Boston )

Boston( Guðrún ) (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 15:57

6 Smámynd: Þórunn Eva

nei ert að grínast ég las sko alla leið sæta mín... þykir endalaust vænt um þig eins og ég hef svo oft sagt og held því áfram því þú átt svo skilið að heyra það sæta mín... :) hlakka til að heyra í þér og hvað er betra enn að vera vafin inn í góða sæng ha??? sérstaklega sæng frá þeim sem manni þykir vænst um :)

hafið það sem allra best, koss og knús

Þórunn Eva , 3.10.2007 kl. 16:28

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.10.2007 kl. 16:46

8 Smámynd: lady

gaman að heyra að þú varst ánægð með bíómyndina og takk að láta vita,af henni ,en yndislegt að fá að fylgjast með ykkur og hvað dóttir þín er falleg og yndisleg ,hugsa hlýlega til ykkar og fjlölsk ykkar kv ólöf Jónsd

lady, 3.10.2007 kl. 17:34

9 identicon

Elsku Áslaug og Óskar.

Það er sko alveg rétt að maður hefur ekki hugmynd um hverngi er að lifa í svona þjáningum eins og þið gerið, þó að það séu líka gleðistundir. Eina sem maður getur kannski gert að er reyna að gefa ykkur hlýju og styrk og biðja fyrir ykkur. Endalaust knús og kossar. Kristín Amelía.

Kristín Amelía (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 18:01

10 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Knús til ykkar

Bergdís Rósantsdóttir, 3.10.2007 kl. 18:10

11 identicon

Það er nú löngu komin tími á að skrif hjá þér skvís. Það er alveg satt maður hefur ekki hugmynd um allt sem er að gerast hjá ykkur og hvernig ykkur líður með þetta allt saman. Maður þakkar kannski bara fyrir það að vita það ekki, því annars væri maður í sömu sporum og þið og það ókskar maður engum.

En hvað segir þú um smá hitting um helgina, bíó eða kaffi, Andrea er alltaf að spyrja um stelpurnar, sérstaklega efir að hún sá þær í TV í tivoli

Luv Magga k

Magga K (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 19:31

12 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 3.10.2007 kl. 20:22

13 identicon

Takk fyrir þetta Áslaug, nei ég get ekki ímyndað mér hvað þið þurfið að þola, ekki grunað það einu sinni. Það er líka óþolandi að sitja hjá og geta ekki tekið af ykkur eitthvað af þessari byrði ykkar og létt á ykkur þó ekki væri nema í smá tíma. Borið smá þunga því það er léttara sem margir deila. Við sitjum hjá og kveljumst í fjarlægð og getum ekkert gert nema beðið til guðs og vonað það besta. Gangi ykkur vel.

kv Sigga móðir og bráðum amma 

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 20:38

14 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Knús og knús og knús  eitt kerti fyrir hvert ykkar.

Hlýir straumar til ykkar úr Kópavogi

Kjartan Pálmarsson, 3.10.2007 kl. 22:35

15 identicon

Kæra Áslaug

Þekki þig ekki nema hér á blogginu.. Ég vildi bara að þú vissir að ég  dáist endalaust að þér/ykkur og hugsa til litlu hetjunnar þinnar á hverjum degi.     Þið eruð að ganga í gegnum erfiðari hluti en nokkur getur ímyndað sér og ég veit að ég myndi ekki höndla þetta svona vel ef ég væri í þínum sporum.   Vona að þú hættir samt aldrei að trúa á að Þuríður geti sigrað þessa baráttu- Læknar vita ekki allt eins og þú hefur sjálf sagt!   Bið fyrir ykkur

Sigga (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 22:41

16 Smámynd: Ragnheiður

Ég las alla leiðina. Þetta hefur verið áhugaverð mynd, sérstaklega áhugavert hvernig fólk nær að lifa eftir missinn. Það er einmitt það sem ég er að reyna að læra núna, hvernig lifir móðir barnið sitt ?

Knús á ykkur öll og ég ætla að skreppa í kertaleiðangur

Ragnheiður , 3.10.2007 kl. 22:52

17 identicon

Kæru hjón. Mikið er sorglegt að lesa bloggið ykkar núna og mikið er á ykkur lagt. Þetta er eins og gera gægjugat á fenntan glugga og hríðin geisar út. Maður telur sig skynja veðrið, en sér þó í raun ekki neitt. Það skilur enginn nema lenda í þessum aðstæðum. Bið Guð að styrkja ykkur og styðja. Bið Guð að lækna hana Þuríði gefa henni langt Sendi ykkur faðmlag. Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 00:47

18 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég segi það líka, það er ekki hægt að þreitast á að hlusta á þig skrifa, maður lærir svo mikið af tilfinningum á meðan. Þú gefur helling af þér með skrifum þínum og ég þakka fyrir mig.. Ég sendi þér hughreystikveðju og megi Guð geyma ykkur fallega fjölskylda.

Ásta María H Jensen, 4.10.2007 kl. 03:23

19 identicon

Bestu kveðjur í baráttunni - þið eruð svo dugleg og ég veit að það er langt frá því að maður skilji fyllilega hvað þið eruð að ganga í gegnum en eitt veit ég  og það er að þetta er svo sárt, mér verkjar í hjartað við tilhugsunina eð eitthvað komi fyrir barnið manns. 

Þið eruð svo oft í huga mér og ég vona að ég sé að senda ykkur einhvern styrk

kveðja

Berglind Elva

Berglind Elva (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 16:01

20 identicon

fór og gaf blóð í dag.... hvet aðra til að gera það sama!   og sendi ykkur famelíunni baráttukveðjur....berjast!!!!!!!

villi (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 18:48

21 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Já þessa mynd ætti maður að horfa á. Ég er svo mikil væluskjóða að ég grenja nú bara yfir lýsingunni þinni á myndinni. Mér yrði líklega vísað út úr bíóinu ef ég færi á hana!!! :) Ég á ekki von á henni hingað vestur svo að ég verð bara að reyna að stela henni af netinu.

Guð blessi ykkur, vona að Þuríði líði betur í tönnunum sínum og að allt gangi vel.

Ylfa Mist Helgadóttir, 4.10.2007 kl. 21:09

22 identicon

Knús úr Firðinum C",)  

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 22:40

23 identicon

Sæl Áslaug.

Ég ætlaði að drífa mig á myndina en komst þá að því að hún er bara sýnd á laugardaginn og þá er ég að vinna. Nú finnst mér að í ljósi þeirrar umræðu um langveik börn þá ætti félag Krabbameinssjúkra barna að krefjast þess að Rúv kaupi myndina og sýni hana hér..þar sem ég veit að þú og þinn maður eru óþreytandi í baráttunni langar mig að biðja ykkur um að senda þeim bréf og biðja þá um það. Ég hef þá trú að þið hafið meira að segja um þetta heldur en ein kona út í bæ.Ég skal skrifa undir og safna undirstkriftum ef þess þarf til að allir íslendingar fái að sjá hvernig svona líf er þá kannski lærir fólk betur að meta heilbrigðu börnin sín. Vinkona mín fór á myndina og hún hringdi í mig og sagði bara þú verður að sjá hana..hún er enn að gráta og sagðist bara vera í sjokki..við sem erum svo heppin að þurfa ekki að standa í svona baráttu við skiljum ekki alveg hvernig þetta er..þú hefur sýnt okkur með skrifum þínum inn í þennan heim en það er nú bara svo að það þarf að sýna okkur hlutina eins og þeir koma.

Takk fyrir skrifin þín  og gangi ykkur vel..ég kveiki á kertum fyrir hetjunni ykkar daglega og bið fyrir ykkur.

Móðir

Sigríður Guðnadóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 12:14

24 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

Sigríður B Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 20:32

25 identicon

Kæra fallega fjölskylda kveiki á kertum eitt fyrir hvert ykkar og bið góðan Guð að gefa ykkur fagrar minningar og tækifæri að lifa lífinu til hins ýtrasta, það er engin leið að setja sig í spor ykkar enda eruð þið að sýna og sanna að það er hægt að takast á við viðfangsefni sem hún gullfallega Þuríður ykkar þarf að takast á við á þroskaðan, hugrakkan og hreint út sagt fyrirmyndar hátt:) Megi almættið sem verndar okkur öll gefa ykkur minn tíma til að snúllunni líði betur.

kveðjur af netinu

Dóra Björk

Dóra Björk (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband