Leita í fréttum mbl.is

Líf og sjúkdómatryggingar

Mig langar aðeins að tala um líf-og sjúkdómatryggingar útfrá því að Heimir Karlsson á Bylgjunni fékk það í gegn að fá tryggingar fyrir golfmenn. Gott að geta heitið Heimir Karlsson og vinna á Bylgjunni.  Pælið í því?  Ef ég er stödd á golfvellinum fæ golfkúlu í hausinn og fæ einhvern skaða af því er ég tryggð, jújú það er kanski fínt mál. 

En þá langar mig líka að tala um líf og sjúkdómatryggingar sem snúast að Þuríði minni.

Þegar ég og Óskar fórum að búa þá hringdi maður frá einhverju tryggingafélaginu og bauð okkur þessar tryggingar og okkur fannst það nú frekar tilgangslaust að vera eyða einhverjum þúsund köllum á ári í þessa vitleysu enda veikjumst við ekkert eða börnin okkar.  Áttum heldur ekkert mikið á milli handanna og vildum nú frekar eyða þeim pening í bleyjur fyrir Þuríði okkar (var ólétt þegar okkur var boðið þetta) heldur en að eyða þeim í svona vitleysu.

Í dag erum við reyndar tryggð útí gegn og með hæstu tryggingar sem við möguleika getum fengið fyrir okkur og okkar börn, við getum líka veikst og börnin okkar en það er oft gott að vera vitur eftir á því verr og miður.

Afhverju er ég að tala um þetta?  Jú því Þuríður mín getur aldrei tryggt sig, þegar hún verður búin að vinna þennan fjanda, orðin frú og komin með fjölskyldu getur hún aldrei tryggt sig.   Því hún er búin að veikjast þá fær hún engar tryggingar.  Jú alltílagi að hún getur ekki tryggt sig ef æxlið kæmi aftur eða myndi veikjast meira útfrá því, það skiptir engu máli hvernig veik hún sé, hún fær bara aldrei að tryggja sig.  Hvað ef Þuríður mín myndi brenna 50% af líkama sínum þegar hún væri eldri eða fengi annan sjúkdóm þá er það bara leiðinlegt fyrir hana.  Hvursu asnalegt kerfi er þetta?  Þetta gildir fyrir alla einstaklinga sem veikjast alvarlega þegar þeir eru ungir, engan rétt eiga þau?  Þetta er algjörlega fáranlegt fyrir unga veika einstaklinga í dag.

Svona er Ísland í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta með tryggingarnar eru bara til skammar. 

Bryndís R (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 20:53

2 identicon

Sæl Áslaug mín.

Hef ekki kommentað lengi,hef átt pínu erfitt með að skrifa comment hjá fólki þar sem mágkona mín greindist í fimmta sinn í sumar með krabbamein undir holhendinni og í nýrnahettunum. Þetta krabbamein er alltof algengt,því miður.

Eftir að hafa lesið tryggingarfærsluna þína að þá er ég hálfreið. Mér finnst eins og sé verið að refsa þessu fallega veika barni. Fyrir að hafa verið svona óheppin að veikjast. Fáranlegt að hún komi aldrei til með að geta tryggt sig. Hversu lágt er hægt að leggjast. Þegar ég greindist með æxli inni í mænugöngunum og kannaði mína möguleika, var ágætlega tryggð kom í ljós að ég átti engann rétt nema svo óheppilega hefði viljað til að ég yrði lömuð eða óvinnufær. Sem betur fór kom ekki til þess.

Læt þetta duga, þó ég commenti ekki er hugur minn hjá ykkur á hverjum degi og les ég alltaf bloggið þitt. Bestu kveðjur til þín,Skara og fallegu englanna þinna. Sigga Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 21:20

3 identicon

Þekki tvíbura það sem annar hefur fengið krabbamein, en sigrast á því.  Hinn má ekki tryggja sig???  Þetta þykir mér ákaflega asnalegt.  Og svarið sem hann fékk frá tryggingunum var að þar sem þeir væru tvíbbar, þá væru svo miklir möguleikar á því að hann veiktist líka?  Þeir eru tvíeggja tvíburar og því ekki meira "skildir" en venjuleg systkini og þessi tegund af krabba sem hinn fékk er ekki ættgeng eða neitt þannig... undarlegt hvernig þessar tryggingar vinna.

Annars vildi ég segja þér að ég les bloggið þitt reglulega og sendi ykkur öllum baráttukveðjur.

Ókunnug (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 21:38

4 identicon

Sæl Áslaug, ég þekki ekki til þín en skoða stundum síðuna þína til að fylgjast með fréttum af fallegu stúlkunni þinni.

Mig langaði aðeins til að leggja orð í  belg varðandi tryggingarnar. Það er alveg ótrúlegt að þeir sem eru í áhættu á að lenda í einhverju fái ekki að tryggja sig heldur bara hinir sem eru ekki í áhættuhóp. Það er ekki furða að tryggingafélögin græði segi ég nú  bara þegar  bara þeir sem eru nokkuð öruggir með að fá ekki sjúkdóma fá að sjúkdómatryggja sig, þvílík hneisa.

Það er löngu þarft að koma með þessa umræðu upp á yfirborðið.

Dísa (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 23:24

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tryggingar eru skrýtið fyrirbæri og ekki allra, reyndar bara fárra að botna í þeim. Vonandi verður þó búið að breyta reglunum þegar Þuríður verður orðin fullorðin svo hún og hennar líkar njóti þessara réttinda eins og annað fólk. Góða nóttgeyspi  Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.10.2007 kl. 01:02

6 Smámynd: Helga Linnet

Ég lenti í nákvæmlega sama pakkanum, ekki fyrir mjög löngu síðan. Við vildum endilega fá einhvern tryggingaráðgjafa til að koma með góðar hugmyndir en hugmyndin hans var að tryggja alla NEMA þessa sem hafði EINHVERNTÍMAN glímt við krabbamein! Ekki bara það, þá gátum við ekki tryggt okkur nema að skrifa undir það að tryggingin gilti fyrir allt NEMA ef einhver fengi sama sjúkdóm og barnið þá er sá sjúkdómur undanskilinn bótum!!!!

Ef þetta er ekki fáránlegt....þá er EKKERT fáránlegt

Helga Linnet, 9.10.2007 kl. 09:12

7 Smámynd: Fjóla Æ.

Það er eitt enn sem er svolítið athugavert við þessi tryggingarmál öllsömul. Þegar Huginn fæddist þá var ég með einhverja tryggingu (man ekki hvað hún heitir) sem tryggir alla fjölskylduna vegna slysa og sjúkdóma. Ég fór og talaði við tryggingarfélagið mitt og viti menn, þar sem barnið mitt fæddist með þennan sjúkdóm og greindist fyrir 3 mánaða aldur þá vorum við ekki tryggð.

Annars hef ég líka heyrt um að fólk í áhættuflokkum geti tryggt sig en það þarf að greiða miklu hærri iðgjöld en þeir sem ekki eru í áhættuhóp. Hef reyndar ekki 100% heimildir en minnir að einhver fulltrúi frá einhverju tryggingarfélaginu hafi sagt þetta í Reykjavík síðdegis.

Fjóla Æ., 9.10.2007 kl. 11:46

8 identicon

Það er rétt sem Fjóla segir, nýfædd börn - 3ja mánaða aldurs eru ótryggð sama hversu vel tryggð við erum, ég komst að því þegar ég fór að kanna mín mál þegar Kristjana mín greindist, en hún greinist yngst Williams barna hér á landi eða 2ja mánaða gömul. Í reynd hefði ég átt að segja við læknirinn, ekki greina hana fyrr en eftir 3ja mánaða aldur. Finnst ykkur þetta ekki hræðileg skilaboð út til verðandi foreldra?

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 14:15

9 identicon

Ég er sssssvvvvvoooooooooo sammála. Ég td get ekki tryggt mig aftví að ég er með sykursýki.

María (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 14:39

10 identicon

Sæl,

Það væri áhugavert ef eitthvert af íslensku tryggingarfélögunum myndi hér leggja orð í belg til að fá báðar hliðar málsins. 

Þetta er auðvitað bara með eindæmum sorglegt ef rétt er.

Margrét (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 17:13

11 identicon

Ja hérna.....þetta er fáránlegt og vert að athuga þetta......þetta eru bara mennréttindabrot að mínu mati.

Hipp hipp fyrir ykkur flotta famelía.

Kv Katrín.

Katrín (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 17:48

12 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ sæta :)

já ég er sko sammála þessu trygginga kjaftaði og p.s þar sem að ég er tvíbbi og önnur okkar myndi veikjast myndi hin þá gjalda fyrir það ??? er ekki nóg að tvíbbinn mann veikist en svo fær maður svona í ofanálag... arrgghhhh nú er ég ekki sátt.....

en annars hlakka til að sjá þig á laugardaginn sæta mín.... koss og knús á þig og þína.....

Þórunn Eva , 9.10.2007 kl. 20:11

13 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Þetta er bara til háborinnar skammar.  Það þarf nú að fara að taka þessi tryggingarmál öll og stokka þau upp.  Hvort sem það séu iðntryggingar eða almannatryggingar. 

Bergdís Rósantsdóttir, 9.10.2007 kl. 22:28

14 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Ég tek undir það með þér að þetta eru skrýtin mál. Móðir mín lést úr brjóstakrabbameini fyrir rúmum 30 árum og ef ég ætla að fá tryggingu þarf ég að borga miklu hærra iðgjald en aðrir! Gangi ykkur allt í haginn!

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 9.10.2007 kl. 23:53

15 identicon

Auðvitað er þetta blóðugt, en tryggingafélögum ber engin skylda til að tryggja fólk.  Þetta er bara pjúra bisniss og þeir bara ráða þessu alveg sjálfir, þeir eru bara að hugsa um sinn hag og sinn gróða eins og flest önnur fyrirtæki. Súrt.

Ókunnug (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 09:39

16 identicon

Já, Áslaug það er alveg ömurlegt að litlu skruddurnar okkar sem veikjast á unga aldri skulu ekki eiga kost á því að tryggja sig þegar þær verða lausar við krabbann. Alveg til skammar svo það er ekki skrítið þá maður verði reiður. Það er svoltið eins og verið sé að henda þessum einstaklingum út í kuldann og nóg hefur nú verið lagt á þá samt!!

             Kveðja frá Þórshöfn

                 Sóley og Vala

Sóley Ind. (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 11:37

17 identicon

Rósalega er þetta ósanngjarnt,

                                                    hvaða kjáni býr til reglur í þessi tryggingakerfi?Ég er svo aldeilis hissa .Það ætti að taka þetta lið fyrir og segja hingað og ekki lengra Dj  full getur maður orðin pirruð úti svona vitleysa ,en sjálfsagt er þau bara að hugsa um að græða sem mest og borga út sem minnst svona er það nú stundum,Ég verð að segja ég er ný komin frá því að gefa blóð ,ég var að keyra framhjá bókasafnið á Selfossi og sá blóðbankabíllinn og hugsaði núna eða aldrei , viti menn það er orðin 5 ár h umm síðan ég gaf blóð síðast ,ég verð að taka mig á .Ég er bara illa við blóð því miður en það sem ég ætla að segja var ,það var tróðfullt af Selfossingum og stokkseyringum ,erbekkingum og svo framvegis að bíða eftir að gefa blóð mikið líður mér vel að sjá svona samstöðu.Til hamnigju með þetta folk gott að vita að folkið er að hjálpa til.Ég vona svo innilega að þetta fáranlegt lög verði breytt og að þegar Þúríður er orðin komin með eigin fjölskylda hún verð tryggð líka.Guð verið með ykkur og eigðu frábær dag.Kælr kveðja Dee

Dolores Mary (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 12:39

18 identicon

Þetta er sorgarsaga og leiðinlegt þegar fólk/börn fá ekki tryggingar en það er með sjúkdóma og líftryggingar eins og aðrar tryggingar "maður tryggir ekki eftir á".

Iðgjald trygginga er reiknað út frá líkum, t.d. líkum á sjúkdómum sem eru bótaskyldir í viðkomandi tryggingu og við þessa útreikninga er notast við tölfræði m.a. frá norðurlöndunum. Ef tryggingafélög tryggðu alla sem sæktu um væri iðgjald allra miklu hærra því þá væri tíðni bótagreiðsla miklu hærri. Tryggingafélögin nota áhættumat til þessa meta umsóknir, áhættumatið sigtar út þá sem eru í áhættuhóp, bíður öðrum tryggingu með álagi á iðgjald eða samþykir umsóknina.

Mikil hætta er á því að börn veikist á fyrstu þremur mánuðum ævinnar og því undanskilja flestar (eða allar þekki það ekki alveg) tryggingar börn á þessum aldri. Ef ekki myndi iðgjaldið hækka all verulega.

Eins og ég hóf svar mitt á er þetta sorgarsaga en tryggingafélögin eru fyrirtæki rekin til að skila hagnaði, fólk velur hvort það sækir um líf/sjúkdómatryggingar og félögin velja hverja þau vilja tryggja.

Gangi ykkur vel, G

G (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband