Leita í fréttum mbl.is

Fyndið!!

Við Skari erum aðeins að taka til í fjármálunum sem er kanski ekki frásögufærandi nema hvað, fyrsta skrefið var að segja upp Sýn sem og ég gerði í gærmorgun.  Alltílagi konan á símanum tilkynnti mér það að við gætum horft á sýn frammí miðjan nóvember því ég var búin að borga núna um mánaðarmótin sem var bara fínt mál.  Hvað haldiði sem mér finnst fyndnast í heimi, síminn hringir hjá mér í gærkveldi og þar var kona sem kynnti sig sem einhverjar frá 365 og var að bjóða mér áskrift af Sýn.  Ég hélt að ég yrði ekki eldri, whhhaaaat?  Þá var hún alveg ólm í að bjóða mér einhverja afslætti, einhvern silfurklúbb og þá fæ ég einhvern 20% afslátt af þessu sem ég reyndar ekki man því ég var með hugan við eitthvað annað þar sem ég var eiginlega frekar hissa af þessu símtali.  Ég afþakkaði pent tilboðið hennar enda ekki að ástæðulausu sem ég hætti áskrift ehe!!

Ég fattaði samt eftir þetta símtal að það er alltaf best að vera ekki áskrifandi í marga marga mánuði hjá sama fyrirtækinu því ég veit ef ég segði upp stöð 2 þá fengi ég strax betra tilboð frá þeim á morgun og þá myndi ég græða.  Hmmm kanski ætti ég að gera það?

Statusinn á heimilinu er sæmilegur þessa dagana, Þuríður mín er að "meika" það á leikskólanum og hefur aðeins meiri orku en venjulega sem er best í heimi.  Ég er aftur á móti andlaus, loftlaus, svefnlaus og svo lengi mætti telja, sef ekkert á næturnar.  Eitthvað stress í gangi.  Er að reyna byrja í ræktinni á fullu, fór í tíma í gær og er með harðsperrur í hverjum einasta vöðva í líkamanum.  Oh mæ god!!  Samt ætla ég að mæta aftur á eftir heehe, þetta er minn sálfræðingur það er að mæta reglulega í ræktina og reyna hugsa aðeins um sjálfan mig.  Hef nefnilega ekkert verið að mæta reglulega síðan í vor þannig það er tími til komin að taka sjálfan sig í gegn ásamt mataræðinu.  Kókið fæ ég bara um helgar og ég er alveg að deyja mig langar svo í kók núna, dóóhh!!  Alltaf erfiðast að byrja en ég finn strax hvað mér líður betur við að mæta svona.

Hetjan mín eitthvað að fíflastHappy

9


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.10.2007 kl. 16:13

2 Smámynd: Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

Sæl Áslaug

Ég vildi bara kvitta fyrir mig en ég les alltaf bloggið þitt, takk fyrir fallegar kveðjur á blogginu okkar.

Ég hef engin orð yfir færslunni hér fyrir neðan, þvílík lítilsvirðing gagnvart veiku fólki að það geti ekki tryggt sig. Þess þó heldur eftir veikindi.

Gangi ykkur vel áfram, þið eruð ótrúlega sterk fjölskylda sem reynið að hafa lífið eins ,,eðlilegt" og hægt er.  Það er ótrúlega mikils virði.

Baráttukveðjur,

Freyja Haralds

Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 10.10.2007 kl. 18:15

3 identicon

Sæl
Já það er alltaf gott að taka til í fjármálum sínum sem og mataræði, nema hvað það er alltaf frekar erfitt. En ég er mikill kókisti og fyrir tveimur mánuðum hætti ég að drekka kók, og mikið rosalega var það erfiður tími fyrir mig heheheh  En það er til mjög góður staðgengill vúhúu!! Í Maður lifandi selja þau "kók" sem er náttúrulegt og alveg óvenju gott. Það kemur reyndar bara í litlum flöskum sem eru dýrar (mig minnir að 0,25 l flaska kosti um 140). Heitir Naturfrisk Classic, og það eru til nokkrar aðrar bragðtegundir sem eru góðar líka. En þetta hjálpaði mér mikið.... kók er nefnilega alls ekki gott fyrir líkaman og ég fann hvernig líkaminn breyttist bara við það eina að hætta að drekka elsku kókið  Svo geta börnin líka drukkið þetta án þess að foreldrarnir fái samviskubit!!

En já, ég blaðraði aðeins meira en ég ætlaði mér.... langaði bara að benda þér á þetta. Hef lesið skrif þín í marga mánuði og eins og öllum finnst mér þið vera miklar hetjur!!

Birna (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 19:54

4 Smámynd: Ásta María H Jensen

Það er ekki að ástæðulausu sem maður hættir áskrift, samt vilja þeir halda í mann.  Ég las síðustu færslu hjá þér og er að hugsa um að taka til í tryggingarmálum, þeir eru sko ekki að borga þegar loksins maður heldur að maður sé tryggður, og ef þeir borga þá er sjálfsábyrgðin svo há að það tekur ekki að rukka nema ef eitthvað meiriháttar skeður.

Ásta María H Jensen, 11.10.2007 kl. 08:14

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

gott að taka kókið út, einhverra hluta vegna hætti ég að drekka kók (veit sannarlega ekki af hverju) en ég finn mikin mun á mér, var búin að vera grátlega slæm í fótum, en tataradamm!  miiiiklu betri. Koffínið fæ ég svo bara úr einum góðum kaffibolla og svo er kalt vatn í ískápnum :)

Gaman að heyra að hetja litla er svona góð þessa daga, sendi henni og ykkur kærleiksljós og kraft.

Skagakveðja 

Guðrún Jóhannesdóttir, 11.10.2007 kl. 12:18

6 identicon

vá fallegust.. guð hvað hún er mikil hetja og Áslaug og Skari ég gleymi ykkur aldrei í bænum mínum.. endalaust stolt af þessari stóru/litlu hetju

Bergrún Ósk ( Viggu vinkona) (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband