Leita í fréttum mbl.is

Fór aðeins aftur í tímann.....

boston_1

Ákvað aðeins að fara aftur í tíman með ykkur og ákvað að fara til Boston í nóvember'04 þegar Þuríður mín fór í aðgerðina sína, ég var við sumum myndum.  Ath ekki fyrir viðkvæma.

Fyrsta myndin er af henni Þuríði minni uppá barnaspítalanum í Boston, þarna er hún komin í tónlistartíma á spítalanum.  Það sem þið sjáið á höfðinu hennar er vegna þess hún var nýbúin í heilalínuriti og það var verið að bíða eftir fyrsta krampanum hennar en það var fyrsti undirbúningurinn fyrir aðgerðina sem hún fór í.  5 mín eftir að ég tók þessa mynd fékk hún stóran krampa og þá kom allt liðið á spítalanum hlaupandi inn til að sprauta einhverju í hana og hún fór beint í myndatökur.

boston_2

Hérna er verið að taka heilaritið, var ekkert svakalega þægilegt fyrir hetjuna mína en mikið var hún fegin að losna við þetta og við líka reyndar.  Hún þurfti að burðast með bakpoka á meðan hún var með þetta á höfðinu og það var ekkert svakalega skemmtilegt og komst heldur ekkert langt frá rúminu sínu.

boston_3

Hérna er hún komin á gjörgæsluna eftir aðgerðina, shit hvað það var erfitt að sjá hana þarna og geta ekkert gert nema henni gefið morfín.  Þarna fékk hún sýkingu, mikin hita, þurfti að fá blóðgjöf og þetta voru rosalega erfiðir dagar hjá okkur Skara með henni.  Grátið mikið.  En hún svaf mest allan tíman sem hún var á gjörgæslu sem betur fer eiginlega.

boston_4

Komin af gjörgæslu og var fljót að bólgna upp en ég ákvað að setja ekki verstu myndina af henni en hérna lítur hún bara vel út miða við þegar hún var með mestu bólguna.  Æjhi greyjið, hún gat ekki opnað augun og grét mikið, sársaukinn var svo mikið.  Hún sætti sig samt bara við það að geta hlustað á Latabæ, flottasta hetjan mín.

boston_5

Hérna sjáiði skurðinn hjá henni, ekkert smá stór skurður enda er æxlið líka mjög stórt.  Ætla ekki að birta fleiri myndir bara leyfa ykkur aðeins upplifa þennan litla skammt sem hún hefur þurft að þola litla fallega hetjan mín.  Mikið lagt á lítinn kropp.

fraendsystkinin_sept

Svo í lokin langaði mig að setja mynd af hinum tveimur börnunum mínum ástamt Evu sætu músinni minni sem var tekin núna um miðjan september. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Almáttugur minn hvað það er lagt á litla elsku barnið, skil þetta bara ekki, hver er tilgangurinn eiginlega, lítið saklaust barn. Elsku fallega Þuríður Arna það er mín æðsta ósk að þú verðir frísk litla hjarta. Kveðja

ókunnug móðir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 14:40

2 identicon

elsku litla skottan. hún er duglegust.

knús á línuna

auður

auður (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 14:45

3 identicon

Æææææææææ ég get nú bara ekki annað en haldið áfram að taka þessa duglegu snúllu meir inn í mitt hjarta ,hún allveg bræðir mig að innstu hjartastöðvum fyrir dugnað og ekki spillir BROSIÐ sem alltaf er,knúsi knús.

Hrönn (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 16:04

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.10.2007 kl. 17:16

5 identicon

Æææææ ekkert smá búið að leggja á litla prinsessu og engin vandi að tárast þegar maður sér svona myndir,en hún Þuríður og þið öll eruð hetjur

Ellen (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 18:17

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég táraðist og þá hef ég bara skoðað nokkrar myndir.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.10.2007 kl. 18:24

7 identicon

Kæra Áslaug.Takk fyir að deila þessu með okkur.Ég er búin að fylgjast með ykkur í mjög langan tíma og dáist alltaf jafn mikið af hugrekki ykkar og dugnaði,þið eruð einstök.Gangi ykkur vel með framhaldið,þessa litla kona er ekkert smá dugleg.Kveðja frá Hellu.

Lóa(ókunnug) (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 18:32

8 identicon

ÆÆ elsku litla (stóra) hetjan,þú ert DUGLEGUST.Takk að leyfa okkur að sjá.Megi komandi helgi vera öllum hér þar og allstaðar sem best.kveðjur.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 20:41

9 identicon

Það er ekki að spyrja að hetjunum sem búa í ykkar húsi. Þar eru stöðugar hetjudáðir í gangi. Að þú getir farið í "gömlu" erfiðu myndirnar og sýnt okkur segir allt sem segja þarf.

Treysti því að allt sé eins gott og það getur verið í húsinu, helst auðvitað MIKLU betra.

með kærri kveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 21:16

10 Smámynd: Svandís Rós

Úff það sem lagt er á þennan litla kropp.

Ég fór á myndina sem þú hvattir lesendur til að sjá, A lion in the house... Ég skil miklu betur hvað þið eruð að ganga í gegnum þó ég muni aldrei skilja það til fulls. Það er mikið á ykkur lagt og ég þakka þér enn og aftur fyrir að opna heimili ykkar svona upp á gátt.

Þið eruð hetjur, öll sem eitt. 

Svandís Rós, 11.10.2007 kl. 21:45

11 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

æi svo segir maður "litla hetjan"  hún er náttúrulega bara STÓR HETJA og þið öll svo  miklar hetjur.

Guð gefi ykkur öllum góða nótt kæra Áslaug mín 

Guðrún Jóhannesdóttir, 11.10.2007 kl. 22:50

12 identicon

úffff......snökkt...snökkt.....erfitt að sjá þetta litla skinn.

Ég get ekki ýmindað mér hvernig er að ganga í gegnum svona lagað....maður verður eitthvað svo hjálparvana....getur ekkert gert

Þú ert ein af mínum hetjum Áslaug og ég reyni alltaf að þakka fyrir það sem ég hef þegar ég les um ykkar raunir.....maður er ekki að fatta allt þetta sem manni finnst svo sjálfsagt eins og að eiga heilbrigt barn......það eru ekki allir svo heppnir.

Ég hrópa húrra fyrir þér og samstöðu ykkar hjóna sem maður les úr blogginu þínu....það er líka gott að muna að gera eitthvað fyrir sjálfan sig til að hlaða batteríin svo maður hafi meiri orku í bardagann og því sem honum fylgir.

KNÚS á þessa flottu fjölskyldu Kveðja Katrín.

Katrín (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 08:34

13 Smámynd: Ragnheiður

Æj ósköp er að sjá þetta..litla skottið. Hún er ótrúlega duglegt barn

Ragnheiður , 12.10.2007 kl. 08:51

14 identicon

Hún er svo mikil heltja, litla sæta frænka mín

Gaman að fá mynd (fyrir hönd Evu Natalíu) á síðuna

Hlökkum til að fara með ykkur í badminton á sunnudaginn

Knússssssssss á línuna

Oddný sys (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 09:24

15 identicon

Sæl,

Augu mín fyllast af tárum við að lesa bloggið þitt og sjá brot af því sem hún litla fallega stúlkan ykkar hefur þurft að þola, þvílík hetja og þið öll. 

Takk fyrir að minna okkur á hvað heilsan er mikilvæg, það er öllum hollt að staldra við í amstri dagsins og þakka fyrir heilsuna og það sem maður á og hefur.

Hugur minn er hjá ykkur og takk fyrir að vera svona einlæg og leyfa okkur að fylgjast með.

Með bestu kveðju,

Margrét (ókunnug)

Margrét (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 10:03

16 identicon

Elsku Ásluag óskar, og börn,

                                                við vonum að þið hafið það gott.Mikið er þetta litla hetjan búin að ganga í gegnum mergt,þetta er erfitt að horfa á svona litla engill þjást svona.Við heldum áfram að biðja til guðs að hún fáir stóran kraftaverk og að hún náir bata fyrir rest hún er ótúlega dúgleg.Gott hjá þér að fara í heilsuræktinna þú ert frábært ,ég ætti kannski að taka mið af þessu og fara að hreyfa mig meira ,ég er í átak og gengur ágætlega .Eigðu frábært helgi og mundu að lavendur er efni sem hjálpar með að láta folk slaka á ,kannski heit bað með smá lavendur salt myndi hjálpa þér með svefninn bara hugmynd ,hafið það sem best ,Kær kveðja Dee

Dolores Mary (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 10:10

17 identicon

ooo þetta er ekki venjulegt hvað lagt er á ykkur elskulega fjölskylda..... öll samúð mín er hjá ykkur......... smá skilaboð til mömmu þinnar hún lítur alltaf jafn vel út og er alltaf svo sæt ..... ég nefninlega hitti hana og sætu ömmu þína og hana frænku þína Oddnýju alltaf í leikfimi..... segðu þeim að vera duglegar að mæta........

knús til ykkar allra

Rakel

rakel (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 13:01

18 identicon

Ég fylgist með hérna reglulega en vildi bara segja að ég dáist að henni Þuríði ,hún er nú meiri hetjan þessi stelpa og bara öll ykkar fjölskylda þetta getur nú ekki verið auðvelt að vera með 3 börn og eitt svona veikt... Þannig að þið eruð öll hetjur í mínum augum og þið eruð í bænum mínum á hverju kvöldi.

p.s. mikið svakalega eigið þið  falleg börn :)

Begga ókunnug (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 13:47

19 identicon

Elsku fallega fjölskylda!

Ég verð hreinlega orðlaus yfir þessum myndum og augun fyllast af tárum - það hefur reyndar oft gerst þegar ég les bloggið þitt Áslaug, því þú ert svo einlæg í skrifum þínum. Það er með ólíkindum hvað hægt er að leggja á elsku litlu fallegu stúlkuna ykkar. Þið eruð öll þvílíkar hetjur í mínum augum.

Eigið yndislega helgi....

Hafdís (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 16:24

20 Smámynd: Helga Linnet

Það er ekki gott að rifja svona upp....í alvöru... ég á svona myndir af minni dóttur....þær eru upp í skáp og ég tek þær ekki fram því það er svo erfitt að rifja upp fortíðina.

mér finnst þú huguð að gera þetta  Samt sætust  Takk fyrir að deila þessum myndum

Helga Linnet, 13.10.2007 kl. 14:57

21 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elsku fjölskylda þegar maður sér svona viðkvæmar myndir og les um svona erfið veikindi þá getur maður ekki annað en grátið, tilfinningarnar verða svo yfirþyrmandi af sorg og  yfir því hve lagt er  mikið á lítin líkama og þið sem foreldrar eruð hetjur,þið megið vera stolt af hve dugleg þið eruð og stúlkan ykkar er algjör engill og eins yngri systkinin eru yndisleg,ég sendi ykkur mínar bænir um styrk og hlýju.kv.linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.10.2007 kl. 22:36

22 identicon

Langaði bara að kvitta fyrir mig þar sem ég skoða síðuna ykkar reglulega og hef lært mikið af því. Þuríður er algjör hetja og ég dáist að ykkur fjölskyldunni að leifa okkur að fylgjast með baráttu ykkar.

Gangi ykkur sem best

kv Katla sem þekkir systur hans Óskars

Katla Guðlaugs (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 23:03

23 Smámynd: Sólrún

Mikið sem litla snúllan þín hefur þurft að ganga í gegnum og þola Hún er svo ótrúlega dugleg, og þið öll.  Þið eruð hetjur *knús*

Sólrún, 14.10.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband