16.10.2007 | 18:24
Var að spá....
Jámm maður er alltaf að spá og spegulera en fór aðeins að spá meira eftir að hetjan mín fór útí TBR um helgina. Ég var nefnilega með smá "kennslu" útí TBR á laugardaginn (ótrúlega gaman alltaf að hitta fólkið sitt) og þangað komu að sjálfsögðu börnin mín enda elska þau þennan stað. Ég hitti mikið af góðu og skemmtilegu fólki sem að sjálfsögðu voru að spurja mann spjörunum úr með statusinn á hetjunni minni, gamlir kúnnar og "gamlir" spilarar. Fólkið hitti að sjálfsögðu hetjuna mína, þeim fannst doltið sérstakt hvað hún liti vel út og hvað hún væri hress að sjá, þau voru öll svo hissa að sjá hana hlaupandi um allt hressa og káta. Það var svo skrýtið að upplifa andrúmsloftið hjá þeim þegar það var búið að hitta hana því ég held að allir haldi að hún lýti mjög illa út og sé ekkert hlaupandi og trallandi um allt.
Ég var þess vegna að spá hvernig þú lesandi góður héldi að hún væri eiginlega? Haldiði að hún sé bara rúmliggjandi og geti varla talað? ...eða hvernig? Veit ekki alveg hvernig þið upplifið að hún sé án þess að hafa séð hana? Fór ekkert að pæla í þessu fyrr en ég hitti þetta góða fólk um helgina sem hélt greinilega annað með hana.
Jú oft á tíðum er hún algjörlega rúmliggjandi, en alltaf getur hún talað þó það sé oft erfitt að skilja hana, oft hefur hún verið lömuð algjörlega hægra megin en það hefur dregist tilbaka sem betur fer allavega eftir geislana þannig þeir hafa gert gott fyrir hana. Hún lítur að sjálfsögðu misvel út, uppdópuð einn daginn en aðra daga ekki eins dópuð. Stundum þarf hún að leggja sig nokkrum sinnum á dag en minnst einu sinni.
En mig langar samt að segja ykkur það í dag er hún ofsalega hress, hún er svo eitthvað svo glöð, geislar í augum hennar, hún er farin að njóta sín að leika sér meira en venjulega, hún er þvílíkt að dunda sér hérna heima sem hefur ekkert gerst í ár og daga. Hún er greinilega farin að venjast krabbalyfjunum sínum sem hún varð algjörlega útur kú fyrir ekki svo mörgum dögum, hún þarf reyndar ennþá að leggja sig einu sinni yfir daginn sem hún hefur reyndar aldrei hætt eftir að hún veiktist. Aftur á móti verður hún mjöööög ofvirk, hvatvís og svo lengi mætti telja, ég lít ekki mínútu af henni en þannig vil ég frekar hafa hana en uppdópað uppá spítala. Við tökum bara einn dag í einu og njótum hvers dags því við vitum aldrei hvenær/hvort henni fari að hraka. Það er alveg yndislegt að sjá hana í dag og þið mynduð ekki geta ímyndað ykkur ef þið þekktuð hana ekki að hún væri mjög veik.
Mig langar að taka fram eitt í lokin en áður en hún veiktist þá var hún tveggja og hálfs árs þá púslaði hún 25 púsl á mínútu og fór létt með það en í dag getur hún varla púslað fimm púslum. Hún var mjög á undan í þroska þegar hún veiktist og það er það sem hefur hjálpað henni í gegnum þetta allt saman en alltaf er hún á við þriggja ára gamalt barn ef ekki yngra. Maður miðar oft við systir hennar sem er kanski ekki hægt því hún er aðeins á undan, litla konan mín. Farin að reka mig úr tölvunni því henni langar að skrifa eheh. Snillingur!!
Þuríði minni líður sem sagt ágætlega í dag og hefur ekkert kvartað undan hausverk í tæpar tvær vikur sem er snilld þannig engar verkjatöflur á meðan. Draumur í dós!!
Hérna er hetjan mín á góðri stundu hjá Brosbörnum, alltaf gaman í baði ehe!!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
252 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Áslaug mín..já það er alveg rétt hjá þér að það sést ekki alltaf utan á manni að það séu veikindi að herja á mann,en þessu mæti ég daglega.....þú lítur svo vel út,ertu ekki bara orðin hress????en innra með manni lítur það kannski ekki svo vel út,en þetta er eitthvað sem venst.En Þuríður er alveg ótrúlega dugleg og ég held að börn séu alltaf duglegri en við fullorðna fólkið þegar upp er staðið.Ánægjulegt að heyra að henni líður aðeins betur og að höfuðverkurinn er ekki að angra hana endalaust.Guð gefi ykkur styrk áfram...baráttukveðjur
Björk töffari (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 20:00
hæ hæ sæta pæ jiii ég get einmitt skoðað þessar myndir stanslaust :) elska þessar myndir af þeim út í eitt.... :)
koss og knús á þig sæta mín
Þórunn Eva , 16.10.2007 kl. 21:00
Ég hef aldrei haldið að hún væri rúmliggjandi eða neitt svoleiðis. Ég veit að hún er stelpa sem tekur þátt í lífinu af fullum krafti og hefur hraustlegt útlit.
Mér finnst hún vera frísk stelpa sem tekur þetta verkefni ekki of alvarlega og það er ástæðan fyrir því hvað hún er hraustleg. Hún ætlar að verða alveg frísk og það skiptir svo miklu máli.
Ég er líka viss um að henni tekst að verða alveg frísk og að hún lifir lengi enn. Guð blessi ykkur
Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.10.2007 kl. 21:02
Takk fyrir þetta /knús
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.10.2007 kl. 06:35
Sæl Áslaug.
Það er mjög gott að fá smá innsýn á því hvernig hetjan ykkar er í dag og maður gleðst yfir því að vita hvað hún er hress.
Ég trúi á kraftaverk og hún Þuríður er nefnilega bara eitt stórt kraftaverk
sem á eftir að sigra þennann illvíga sjúkdóm, því trúi ég.
Knús á línuna
Kveðja Silla Karen
Silla Karen (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 07:34
Sæl Áslaug.
Já þetta er allveg rétt hjá þér,stundum er hugsunin svolítið brengluð hjá manni.
Ég sjálf fékk úthlutað sjúkdómi (flogaveiki) og veit að á líkamnlegri líðan og útliti er dagamunur, stundum verra stundum betra.
Satt að segja hef ég bara ekki spáð í dagslíðanina hjá dóttur þinni.
Hef alltaf litið þannig á, "hún er sterk bæði á andlegu-og líkamlegu sviði og því fær hún þetta verkefni"
Með bænum, ljósi og lit, í Guðs friði
Fanney (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 08:49
Mér finnst þú koma svo vel til skila hvernig daman hefur það dag frá degi. Það finnst mér gefa manni innsýn inn í hvernig lífið hennar er. Mér finnst þið taka á þessu með svo mikilli stóískri ró og svo rökrétt að það er ekki annað hægt en að lesa allt spjaldanna á milli.
Ég skil líka vel þreytuna sem er í gangi. Batteríið er gal tómt en það gengur enn á þrjóskunni. Þannig verður þetta áfram.
Ég verð alltaf svo glöð þegar ég sé hvað Þuríði líður vel en verð voða niðurdregin þegar henni líður illa. Ég veit að margir eru svoleiðis líka og ef við hin gætum tekið, þó það væri ekki nema 1% af þinni þreytu, hvort sem það er andleg eða líkamleg, þá værir þú ekki þreytt í dag því það eru svo margir sem finna til samkenndar.
Takk fyrir að deila þinni sögu dag frá degi.
Helga Linnet, 17.10.2007 kl. 10:30
Ég sé Þuríði og reyndar hin börnin fyrir mér eins og þú lýsir þeim sem þú gerir mjög vel. Mér finnst aldrei erfitt að sjá hvernig Þuríði líður eða hefur það dag frá degi, þú segir okkur frá því og þótt þú dragir stundum eitthvað undan held ég að við sem erum vön að lesa hér sjum það á milli línanna
Dóttir þín er fullgildur meðlimur í þessu þjóðfélagi og þessi kellingar herfa sem þú hittir um daginn hefur engann og alls engann rétt til að álikta neitta annað eða gefa það í skyn. Skammast mín fyrir hana og bið þig að afsaka hvernig hún hagaði sér. Nei ég þekki hana ekki baun en hún er kynsystir mín og samlandi og það dugar til að ég beri ábyrgð. Ég veit þú gefst ekki upp...............
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.