Leita í fréttum mbl.is

Að rækta líkama og sál

Fyrir sirka tveimur vikum fannst mér tími til komin að gera eitthvað fyrir sjálfan mig, manni líður svo oft svakalega illa vegna aðstæðna, oft svo niðurdregin því það er svo erfitt að horfa á Þuríði mína þegar henni líður illa.  Ég meina maður er búin að lifa og hrærast í veikindum í þrjú ár eftir nákvæmlega 6 daga, algjörlega kippt úr öllu og það tekur ofsalega á og oft langar manni bara að liggja uppí rúmi og fara ekki á fætur.  Þetta er búin að vera svo mikill rússíbani með hana Þuríði mína, einn mánuðinn er hún nánast rúmliggjandi, annan er hún krampandi stanslaust þannig maður er eltandi hana svo maður geti gripið hana þegar hún fengi krampa, oft er hún jú hress einsog hún er þessa dagana en það hefur oftast ekki varið lengi en alltaf vonar maður og trúir að hún sé að lagast en svo kemur bakslagið og þá leggst maður niður og vill helst ekki standa upp aftur.  En alltaf held ég í vonina og trúi á kraftaverk, hún er svo svakalega sterk og ætlar sér sko ekki að fara frá okkur.

Einsog ég sagði en fyrir tveimur vikum ákvað ég að fara í ræktina, reyndar hef ég alveg verið í henni en bara mætt lala því ég hef ekki haft orku í hana en núna sagði ég bara stopp.  Síðustu tvær vikur hef ég verið að mæta 5x í vikum og er ótrúlega stollt af sjálfri mér, finn þvílíkan mun.  Búin að breyta algjörlega um mataræði, kókið og nammið farið nema um helgar, eintómir ávextir inní ísskáp sem ég leita til þegar mig langar í eitthvað til að narta í. 

Reyndar er svefn vandamálið ennþá til staðar, ég er með svo mikin kvíða, er svo hrædd við framtíðina og mér fannst eiginlega líka komin tími til að ræða við læknana og biðja þá um eitthvað fyrir mig.  Ég get ekki verið svona lengur, oh mæ god!!  Í þessi þrjú ár sem Þuríður mín hefur verið veik hef ég aldrei tekið neitt inn, hef bara ekki viljað það kanski hrædd um að maður verði háður þeim.  Ég fór og ræddi við lækninn hennar Þuríðar minnar og hann ákvað að skrifa uppá lyf fyrir mig sem ég tek alltaf fyrir svefninn, engin ávanabindandi lyf en þau eru svona slakandi en það tekur víst tvær vikur að þær fari að virka.  Í kvöld ætla ég að byrja taka þau og vonandi virka þau eitthvað á mig, mér finnst ég ekki geta verið svona lengur.  Ég þrái svo að geta slakað á á nóttinni, mig langar svo að geta sofið en ég veit líka að þetta mun heldur ekkert endilega virka á mig BINGO og allar áhyggjur horfnar því ég veit að þær hverfa ekkert við að taka einhver slakandi lyf en kanski sef ég betur?

Ég vildi líka að maður hefði þessa löngun að hafa sig til, fara í kringluna og kaupa mér fullt af fötum þar að segja ef ég ætti fullt af peningum eheh!!  En þessi löngun hefur ekki verið til staðar endalaust lengi einsog mig langar að hafa þessa löngun.  Þoli t.d. ekki fín boð og þá þarf maður að finna sig til og ég á ENGIN föt, aaargghh!!  Vonandi verður þetta komið fyrir jól og mín kemst í kjólinn fyrir jólinTounge

Helgin framundan, allir hressir á heimilinu.  Badmintonæfing hjá krökkunum um helgina, ö-a farið í sund, ætli við Skari höfum ekki partý fyrir börnin annað kvöldið og tökum dínurnar framm í stofu og liggjum þar einsog skötur, horfum á imbann og borðum eitthvað gúmmílaði.  Þau elska þegar við tökum dínurnar fram og þau fá að hoppa og skoppa á þeim, við reyndar líka eheh!!

Eigið góða helgu kæru lesendur, vonandi eigiði góða helgi einsog við ætlum að gera.
Knús til ykkar og takk fyrir öll kommentin einsog ég hef oft sagt áður þá gera þau endalaust fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís tinna

Njótið helgarinnar elskurnar

Þórdís tinna, 19.10.2007 kl. 09:15

2 identicon

Það er svo endalaust gott að Þuríður þín er góð þessa dagana, en svo vont en 100% skiljanlegt að þér líði samt ekki nógu vel. Þessi endalausa barátta er ekki á neinn leggjandi en er samt gert, ótrúglega ósanngjarnt og hræðilegt.

Mér finnst að allir eigi að vera frískir og þó sérstaklega litlu börnin.

Hafið það frábært á dýnuni, badmintoninu og hverju því sem þið sýslið við um helgina.

kær kveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 09:36

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 09:55

4 identicon

Ég skil svo vel þessa löngun í breytt ástand...ég held að allir þurfi breik og hvað þá þið sem eruð endalaust með áhyggjur af litlu hetjunni ykkar.En ég vona svo sannarlega að þið eigið yndislega helgi með fallegu börnunum ykkar..knús á línuna

Björk töffari (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 10:44

5 identicon

Snillingar eruð þið, taka dýnurnar fram í stofu, auðvitað nýtta þessa gæða gripi í botn :) Djös... dugnarður er þetta x5 í viku ert ekki að grínast, ég rétt drattast tvisvar, þarf greinilega að taka mig á

Sömuleiðis eigið góða helgi

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 11:22

6 Smámynd: Elsa Nielsen

Algjör sælutilfinning að sjá Þuríði Örnu brosa svona fallega í gær :) Góða helgi Áslaug mín - kíktu svo bráðum í heimsókn á okkur Söru... ég skal hafa eitthvað hollt í ískápnum :) KNÚS

Elsa Nielsen, 19.10.2007 kl. 11:30

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er að byrja ða læra Bowen meðferð og var á námskeiði alla síðustu helgi. Þar heyrði ég eitt sem vakti mikla undrun hjá mér og reyndar öllum á námskeiðinu. Að sjúga eitthvað í svona klukkutíma á dag (snuð er fínt) örvar framleiðslu á boðefni í heilanum sem vinnur gegn depurð. Það er eitthvað í hreyfingum munnsins þegar sogið er, sem gerir virkar á eitthvað uppi í höfðinu og kemur þessari framleiðslu af stað. Ég man ekki nafnið á boðefninu, en Bowen kennarinn sagði okkur þetta. Ég ætla að prófa þetta.

Frábært þetta með ræktina og ávextina, það  gerir þér gott. Guð blessi ykkur öll og gefi Þuríði góðann bata og þér góðann svefn Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.10.2007 kl. 13:41

8 identicon

hæ dúllur vildi bara senda stórt KNÚS TIL YKKAR =)

Lára og Binni (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 14:12

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ylfa Mist Helgadóttir, 19.10.2007 kl. 18:14

10 identicon

Sæl öll ég get svo tekið undir hvað það væri gaman að hafa löngun í hverstagslega hluti eins og að hafa sig til sofa um nætur en hugurinn er hjá okkar nánustu og stundum kemst ekker annað að en svo man maður eftir því sem mestu máli skiptir hún ég og lífið mitt ( börnin) gangi ykkur og líði vel

lilja (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 19:27

11 identicon

Halló.....

Já haltu bara áfram í ræktinni þá færðu löngun í fötin....bíddu bara;o)

Gangi ykkur allt í haginn og hafið það gott um helgina.

Kveðja Katrín.

Katrín (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 19:52

12 identicon

Kæra 'Aslaug,  ofboðslegur dugnaður er þetta, fara 5 sinnum í viku í ræktina, ætti að taka þig til fyrirmyndar  Stórt knús til ykkar og hafið það gott um helgina  kveðja úr vesturberginu

Brynja í vesturberginu (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 21:44

13 identicon

Sæl mín kæra

Mér finnst frábært að þú skulir vera komin á fullt í ræktina. Það gerir þér svo margt gott og ekki síður undir þessum kringumstæðum. Ég ef sjálf lagt sérstaka áherslu á hreyfingu á erfiðari skeiðum lífsins en ég hef aldrei staðið frammi fyrir þvílíkri raun eins og að eiga alvarlega veikt barn. Þú getur sko verið stolt af sjálfri þér fyrir að afreka 5 skipti í ræktinni í viku miðað við kringumstæður.

Þetta með svefninn; ég vona svo innilega að lyfið virki fyrir þig. Það skiptir náttúrulega gífurlega miklu máli að ná sinni næturhvíld undir svona álagi og líka mjög skiljanlegt að kvíðinn læðist að þegar um hægist á kvöldin.

Óska ykkur annars alls hins besta. Njótið helgarinnar kæra fjölskylda

Ólöf (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 22:28

14 identicon

Hæ hæ elsku fjölskylda.

Mikið finn ég til með ykkar eftir að hafa lesið það sem læknirinn sagði. Úff. Mér finnst frábært hvað þið eruð dugleg að gera hitt og  þetta með börnunum ykkar og það er mun betra heldur en að  liggja upp í rúmi og hafa lífið ónormalt. Þið eruð bara ofsalega dugleg og heppin að eiga hvort annað að og vera svona góðir vinir. Endalaust knús og kossar til ykkar allra. Kv. Kristín Amelía.

Kristín Amelía (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 01:01

15 identicon

Góða helgi kæra fjölskylda

Dagrún (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 16:34

16 identicon

Mikið finnst mér þú dugleg kona Áslaug og haltu áfram að hugsa um sjálfa þig og hlúa að þér því það gefur þér styrk og úthald á þessu erfiðu tímum.  Ég lít alltaf inn öðru hvoru inná bloggsíðuna þína og fylgist með líðan litlu dóttur þinnar og fjölskyldunnar sem ég hef í bænum mínum.  Kraftaverkin gerast á hverjum degi um víða veröld og aldrei láta segja ykkur neitt annað.   Megi allt gott vera með ykkur fallega fjölskylda. Eigið góða helgi -   Hjh

Ókunnug 4 barna mamma í Reykjavík (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 22:30

17 identicon

Hæ. Njótið helgarinnar og chillið með krökkunun. Það gerðum við minnsta mús í dag og skemmtum okkur í Kolaportinu  og Bæjarins bestu bara gaman. Dáist af ykkur og þið eruð bara frábær. Knús á ömmu Oddný og lamgar að fara hiita hana :) Knús Katla. Það væri líka gaman að sjá myndir af liðinu er með eitthvað  gamalt lykilorð. Kv. K.

katla (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 22:45

18 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sunnudagur til sælu fyrir þig

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.10.2007 kl. 10:36

19 identicon

Sæl Áslaug
Fylgist reglulega með blogginu þínu og dáist af dugnaði ykkar og hugrekki. Óska ykkur alls hins besta í nútíð og framtíð.
Kveðja,
Ólöf Kr.

Ólöf Kr. (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband