24.10.2007 | 17:11
Álag og aftur álag
Líkaminn er alveg að segja stopp. Í morgun var ég algjörlega orkulaus eftir nóttina því ég svaf nánast ekkert vegna svima, hausverks og ímyndunarveikis. Þannig ég sagði bara stopp sjálf og fór uppá bráðamóttöku eða doktorinn hennar Þuríðar minnar sagði mér að fara þangað í tjékk. Lenti á stofu með manni er algjörlega búinn að skemma sig vegna drykkju og lyfja, hann var upp dópaður og óskaði þess svo innilega við læknana að hann fengi að lifa. Hann öskraði og grenjaði til skiptis, hann var hrikalega reiður við læknana að reyna hjálpa sér en samt óskaði hann þess að hann fengi að lifa. Ég var hriklega reið og sorgmædd að hlusta á þennan mann, ég var ekki að höndla það að vera með honum á stofu (það var tjald á milli) þannig ég brotnaði niður og sagði við lækninn að ég væri ekki að höndla að vera með þessum manni á stofu en það var ekkert annað í boði. Að sjálfsögðu hefur þetta byrjað sem fikt hjá manninum án þess að ég viti það og hefur þetta leitt úr einu í annað og í dag er þessi maður "aumingi" afsakið orðbragðið en ég er svo hrikalega leið við að hugsa um þennan mann en hann hafði val en það hefur Þuríður mín ekki. Sjálfsagt mun þessi maður deyja vegna lyfja og vitleysu, hann var mjög illa haldinn en hann var biðjandi læknanna um eitthvað róandi handa sér en að sjálfsögðu fékk hann það ekki.
Ég þekki ansi marga sem hafa verið alkahólismi eða prufað einhver önnur sterkari lyf, leiddust útá vitlausa braut en eru í góði standi í dag og er ofsalega gott fólk. Þannig ég er ekkert að tala illa um neina veika einstaklinga en þegar maður verður vitni af svona mönnum verður maður sorgmæddur Þuríðar minnar því ekki getur hún breytt sínu ástandi. Ömurlegt!!
Ég skalf að hræðslu að vera þarna inni með þessum ákveðna manni, algjörlega útur heiminum og brjálaður í skapinu. Eitt skiptið þurfti Óskar að kalla á starfsmennina þegar hann var skilinn eftir í nokkra mínútur en þá reyndi hann að standa upp og reyna gera eitthvað sem hann sjálfsögðu gat ekki vegna dópneyslu. Samt finnur maður til með þessum mönnum þó ég sé reið og sorgmædd útí hann, æjhi erfitt að útskýra. Þetta var allavega erfið upplifun sem mig langar ekki að upplifa aftur.
Ég er ofsalega brothætt enda hefur mér ekkert liðið svakalega vel síðustu daga/vikur/mánuði/3ár á morgun og finn ekki neitt til að laga það. Ég fór sem sagt uppá bráðamóttöku í morgun og eyddi þar nokkrum klukkutímum í rannsóknir og í ljós kom að þetta er bara álag sem lýsir sér svona einsog mér hefur liðið. ....og hvernig er hægt að laga það? Held að það sé ekkert hægt að laga það nema Þuríði minni lagist og verður heilbrigð aftur, læknirinn sagði mér að fara útí göngutúr eða hreyfa mig. Hmmm ég er á fullu að hreyfa mig, miklu meira en venjulega en þetta bara versnar. Jú mér líður vel að hreyfa mig en samt er álagið til staðar, var kanski að vonast til að læknirinn myndi segja við mig "hmm þú VERÐUR að fara til sólarlanda með manninum þínum í viku og slappa þar af" eheh þá hefði mín verið glöð og hefði góða ástæðu fyrir því að hækka lánið í bankanum ehe en það var ekki svo gott.
Þuríði minni líður ágætlega þessa dagana og ö-a betur ef eitthvað er en á móti verð ég svo kvíðin og kvíði því að henni fari að hraka. Hún fer í myndatökur 13.nóvember og maður verður að vera bjartsýn þanga til einsog það er erfitt að bíða svona lengi. Magapína magapína!!
Svona í lokin langar mig að segja ykkur hvað ég á góðar vinkonur, stelpurnar í badmintoni eða þær sem ég var að spila með í "gamla" daga eru æði. Forsprakkinn á þessu á heiður skilið. Þetta eru stelpur sem ég er ekkert endilega í daglegu sambandi við í dag en samt gefa þær sér tíma (skiptast á) að koma til okkar fjölskyldunnar sirka einu sinni í viku og elda fyrir okkur. Hvursu yndislegar eru þær? Maður veit nú hvernig þjóðfélagið er í dag, allir rosalega bissí, vinna mikið, sinna fjölskyldu sinni og svo lengi mætti telja en samt gefa þær sér tíma til að koma til okkar til að gleðja okkur óendanlega mikið með heimsóknum einsog þessum. Held að þær viti ekki hvað við erum þakklát, hvað þetta gefur okkur mikið þó ég sé alltaf að segja það við þær ehe. Þið eruð æði stelpur, er einmitt að fá eina svona heimsókn á eftir frá einni af þeim. Víííí!! Hlökkum mikið til!!
Ætla að ath hvort ég geti lagst aðeins uppí sófa með tærnar utí loftið áður en kokkurinn kemur.
Hérna er perlan mín hún Oddný, hún er farin að heimta mömmu-dag og líka Londonferð með mömmu sinni ehe! Ekki seinna vænna en henni langar svo að fara í búðirnar með mér, skoða glingrið, fötin, dótið og bara vera ein með mömmu sinni. Farin að þrá svoleiðis athygli og vonandi fer að koma að þeim degi og einhverntíman getum við farið saman til London.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er rosalega erfitt að reyna að finna leiðir til að losna við álagsþreytu þegar maður er fastur í aðstæðum sem í raun valda þessu. Ég hef engin ráð en vildi samt skrifa svo þú sæir að ég -í það minnsta- hugsa hlýlega til þín eins og allra í þinni fjölskyldu.
Ragnheiður , 24.10.2007 kl. 17:31
Það er frábært að eiga svona góða vini
Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.10.2007 kl. 18:36
æi knús á línunafrábærar vinkonur sem þú átt en líkur sækir líkan heim.....
Guðrún (boston) (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 19:08
SigrúnSveitó, 24.10.2007 kl. 19:34
Sendi þér orkustrauma. Yndislegt að heyra að vinirnir standa svona með ykkur. knús og kram
Bergdís Rósantsdóttir, 24.10.2007 kl. 20:11
Já það er best í heimi að eiga góða vini að, sérstaklega þegar tímar eru erfiðir. Vildi ég gæti sent þér fullt af orku beint í æð. Hugsa allavega alveg ofsalega mikið og hlýlega til ykkar því þið erum svo miklar hetjur í mínum augum. Gangi ykkur sem best - ætíð og alltaf
Villa (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 20:33
Fyrst langar mér að senda þér RISA KNÚS svo langaði mér að segja ykkur hvað okkur finnst þið vera ótrúlega sterk og það væri bara skrítið ef álagið segði ekki aðeins til sín og ég vona svo innilega að þið finnið ykkur einhverja leið til að minnka álagið og svona í lokin ofboðslega áttu góðar vinkonur knús úr vesturberginu.
Brynja í vesturberginu (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 21:31
Frábært kvöld í kvöld, gaman að koma til ykkar! Hlakka til að sjá ykkur sem fyrst aftur :) Knús úr Breiðholtinu, Oddný
Oddný (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 21:52
Kokkur bara heim,klassi.KNÚS, KLEMM og þið eruð frábær.Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 22:16
Nú eru málin farin að verða alvarleg með þig kona góð. Mér finnst að þig vanti fyrst og fremst slökun og meiri slökun. Það er hægara um að tala en í að komast að vera með veikt lítið barn, en samt það verður að finnast ráð til að þú getir slakað á og hvílst. Bið Guð að senda þér hugarró og hvíld Bið Guð að senda Þuríði bata og blessa ykkur öll. Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.10.2007 kl. 22:29
sendi þér alla mína orku en mjög gott að fara út að hlaupa og bara argggggga með það er mjög streytulosandi en elsku Áslaug reyndu að finna þér leið til að slaka á,ekki dónalegt að fá kokk í heimsendigu
hef ykkur öll í mínum bænum Ellen
Ellen (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 22:48
Elsku Áslaug. Vildi að ég gæti gefið þér smá orku og svefn í poka... svona stórum ruslapoka ...nei höfum það bara gám!! ;)
Hlakka til að koma í heimsókn aftur og kokka - þið eigið allt það besta skilið!!
KNÚÚÚS
Elsa Nielsen, 24.10.2007 kl. 23:25
Æi elsku Áslaug mín,það er ekki gott að vera undir svona miklu álagi,en ég hef oft sagt þér áður að þið eruð algjörar hetjur í þinni fallegu fjölskyldu og ég bið guð að gefa Þuríði bata og senda þér slökun í líkamann.Vona að allt fari á besta veg....baráttukveðjur og risaknús
Björk töffari (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 23:29
Þú ert greinilega ofboðslega dugleg og sterk manneskja. Mundu að rækta sjálfa þig, því ef þú bognar og hefur ekkert að gefa þá mun það verða þér erfitt. Hvíldu þig og hugaði að þinni heilsu, það er nauðsyn.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 01:55
Mikið áttu góðar vinkonur sem koma og elda fyrir ykkur
Finn mikið til með þér að vera undir þessu álagi, ekkert grín. Sjálfri finnst mér dagarnir vera eilíf hlaup til og frá vinnu, ræktinni,sækja keyra börnin og versla. En sem betur fer eru engin veikindi eins og þið þurfið að glíma við og er það engin smá viðbót ofan á allt. Og vera stöðugt áhyggjufullur. Þú þarft bara að huga vel að þér, reyna að ná tíma fyrir þig einhv.staðar þarna inná milli. Las einhv. staðar í bloggi þínu að þú ferð 5x viku í ræktina, held það sé of mikið. Farðu í nudd, andlitsbað eða eitthv. slakandi. Auðv. kostar það peninga en...
Kærleikskveðja til ykkar fjölskyldunnar
M (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 10:51
Ég vildi óska þess að ég gæti gefið þér svona helminginn af minni orku. Ég hlakka annars rosa mikið til að koma í næstu viku til ykkar þið fjölskylan eruð svo yndisleg öll saman.
Unnur Ylfa (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 11:09
Kæra Áslaug, þú og fjölskylda þín eigið allt það besta skilið. Mikið vildi ég að hægt væri að yfirfæra orku til þess sem á þarf að halda - þangað til verð ég að notast við að skrifa nokkur fátækleg orð til þín. Þú (og Óskar) eru fólk sem ég virkilega lít upp til - bjartsýnin og óeigingirnin eru e-ð sem fleiri gætu tekið sér til fyrirmyndar. Þið eruð frábær. Gríptu þvi hér kemur fullt fang af orku
Sigrún (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 11:28
Kæra Áslaug, ég þekki þig ekki neitt en langar að segja að það þekkir enginn þessa líðan nema sá sem hefu lent í henni. Biddu læknirinn að skaffa þér zoloft eða eitthvað sambærilegt það er það eina sem virkar trúðu mér: Tekur nokkrar vikur að virka fullkomlega,en þér fer strax að líða betur,það virkar ekki neitt að fara út að labba eða fá góðar kveðjur frá fólki þó að það séæðislega gott út af fyrir sig en það dregur ekki úr kvíðanum.Síðan getur líka verið gott að nota sobril kvíðastillandi töflur manni líður svo miklu miklu betur.vonandi getur þú nýtt þér þessar upplýsingar.
Tinna (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 14:37
sendi þér stóra orkustrauma og knús , þetta er erfitt og það veit engin nema hafa lent í svona miklum erfileikum , farðu vel með þig og þið öll sömuleiðis , frábært að eiga svona góða vini sem kokka fyrir mann njótið þess í botn :)
bestu kveðju
Dagrún
Dagrún (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 18:30
Þið eruð sannar hetjur nútímans. Það verður ekki af ykkur tekið. Ég les allt sem þú skrifar, en oft á ég ekki til orð til að skilja eftir handa þér.
Ég dáist að orku ykkar og festu, og ég bið fyrir ykkur daglega. Megi góður Guð styrkja ykkur í baráttunni.
Knús á ykkur kæra fjölskylda. Þið eruð ótrúlega dugleg.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.