Leita í fréttum mbl.is

Þrjú ár í dag.

25. október 2004 mun ég seint gleyma fyrirutan það að amma Jó átti afmæli þennan dag og var þá fullfrísk og hress að vanda en í dag er hún að hvíla sig hjá englunum einsog stelpurnar mínar segja.  Þennan dagi fyrir þremur árum byrjaði hetjan mín hún Þuríður Arna að veikjast og aldrei hefði okkur dottið í hug að þetta yrði svona alvarlegt. 

Fyrst var haldið að hún væri "bara" með svokallað störuflog en svo kom annað í ljós.  Fyrstu dagana eftir að hún veiktist vöktum við yfir henni á næturnar til að leyfa henni að finna að við værum hjá henni þegar hún var að krampa en þá krampaði hún nokkra mínútunna fresti.  Nokkrum dögum eftir þennan eftirminnilega dag var hún uppdópuð uppá spítala og vissi ekkert í sinn haus, var einsog ungabarn.  Hélt ekki höfði, gat varla talað en samt reyndi hún svo mikið, svo mikil hetja.  Það er svo skrýtið þegar ég er að rifja upp þessa daga en þá var okkur aldrei sagt að hún væri með æxli í höfðinu, alltaf var sagt við okkur einhverjar blöðrur.  En einn daginn þegar einn doktorinn mætti inn til okkar uppá spítala þá fór hann alltíeinu að tala um æxli í höfði og auðvidað komum við af fjöllum, nei dóttir okkar er ekki með neitt æxli. Skrýtið að okkur var alltaf sagt að þetta væru "bara" einhverjar blöðrur? ´

Ég ætla nú ekkert að fara eitthvað djúpt í veikindin hennar enda vita flestir hvernig þau hafa þróast og þið getið líka lesið um þau hérna til hliðar ef þið klikkið á mig.

En það sem okkur hefur funndið sérstakt við veikindin hennar Þuríðar minnar hvað þau hafa tengst mikið ömmu heitin Jó.  Þuríður mín veiktist á afmælisdaginn hennar og ári síðar þegar við fórum til Boston fórum við að kveðja hana deginum á undan sem við fórum.  Við vissum að hún ætti ekki langt eftir en það sem var sérstakt við þessa kveðju að hún spurði okkur hvort hún mætti koma með okkur til Boston og að sjálfsögðu sögðum við já.  Tíu mínútum áður en við fórum í loftið kvaddi amma Jó þennan heim, hún ætlaði sér að fara með okkur til Boston og hjálpa okkur í gegnum þetta.  Sérstakt!! 

Ég var ólétt af Theodóri á þessum tíma og amma var uppá spítala á gjörgæslu og þá var búið að segja að hún ætti ö-a ekki langt eftir en hún lifði að mig minnir fjórum mánuðum lengur.  Áður en ég fór við í tuttugu vikna sónarinn sögðu við hana að hún fengi nöfnu ef þetta yrði stelpa en svo var raunin reyndar ekki.  En svo það var mikil tilviljun að það var sami prestur sem sinnti henni og er að vinna uppá barnaspítala og við komumst af því einn daginn eftir að hún kvaddi þegar við vorum að ræða við prestinn og þá mundi hann svo vel eftir því hvað hún var glöð þegar við sögðum henni að hún fengi nöfnu ef þetta yrði stelpa en hún nefndi það við prestinn án þess að við vissum þessi deili.

Þessi þrjú ár hafa verið hrikalega erfið, hefði ekki getað ímyndað mér hvað þetta gæti verið erfitt.  Einsog við Skari vorum að ræða í dag þá kæmi alltaf erfiðasti tíminn þegar Þuríði minni liði svona vel einsog henni líður í dag.  Þá kemur mesta þreytan, maður fer að hugsa frammí tíman, verð leið og þá er einsog maður hafi tíma til að hugsa um hitt og þetta.  Það er einsog maður þurfi mest á hvíldinni að halda þegar henni fer að líða vel.  Skrýtið eða ekki?

Við Skari reynum alltaf að hafa eitthvað til að hlakka til í þessari veikindasúpu, maður verður að hafa eitthvað til að hlakka til, við lifum á því.  Við erum einmitt búin að ákveða að senda börnin í pössun uppá Skaga eftir tvær vikur og þar ætla þau að vera í tvær nætur og kanski er ljótt að segja það en okkur hlakkar mikið til að vera tvö saman og gera það sem okkur langar til eða bara sofa og hafa það rólegt.  Erum með hugmyndirHappy.  Megið samt alveg koma með fleiri hugmyndir ehe.

Er ennþá með hrikalegan svima, hausverk og þreytu.  Sef hrikalega illa, þoli það ekki einsog mér finnst gott að sofa og liggja undir fjagra fjaðra sænginni minni ehe.  Damn!!  Hef ekki verið dugleg að læra þessa vikuna en ég hef engar áhyggjur því ég veit að ég næ að skila fyrir sunnudaginn eða þá bið ég bara um frest í einn dag eða svo en það hefur aldrei komið fyrir í vetur.  Fæ nánast tíu fyrir öll skil mín en ekki hvaðWink.

Læt fylgja eina mynd af hetjunni minni þegar hún var að veikjast fyrir þremur árum og svo aðra tveimur árum síðar þegar Þuríður mín var í sterku meðferðinni sinni:
veikindi

boston_6

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já mikið hefur á dagan drifið og margir sigrar unnist. Langvarandi þreyta kemur ekki á einum degi og fer keldur ekki á einum degi.  Þegar Þuríður verður orðin frísk þá verðið þið örugglega með þreytueftirköst í einhvern tíma.  Gott að þið fáið smá frí bráðum og þið þurfið að fá slík frí með reglulegu millibili hvernig sem það verður framkvæmt. Guð sendi ykkur ró og slökun og Þuríði meiri bataFríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.10.2007 kl. 21:03

2 identicon

Hafið þið ekki hug á að skreppa úr (stress)borginni?KNÚÚÚS.Slökunarkveðjur

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 21:58

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Mínar bestu, sterkustu og innilegustu kveðjur til ykkar allra, beint úr Kópavoginum

Kjartan Pálmarsson, 26.10.2007 kl. 01:47

4 identicon

Elsku Áslaug,farðu nú vel með þig og reyndu eins og þú getur að hvíla þig..Mæli mjög með því að fá sér nýja sæng Og nei, maður þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að senda börnin í pössun og fá "kærustupars-tíma", í raun þvert á móti. Sendum ykkur öllum kærar kveðjur, þið standið ykkur öll eins og hetjur.

Hildigunnur (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 06:53

5 identicon

Elsku Áslaug mín...það er hollt fyrir alla foreldra líka þá sem eiga frísk börn að fá svona gæðatíma saman og það er ekkert til þess að fá samviskubit yfir.Þið þurfið öll á þessu að halda,ég segi oft að það er líka hollt fyrir börnin að vera laus við okkur endrum og eins.Vona að þið eigið yndislega helgi framundan og ég bið guð á hverjum degi að leiða ykkur áfram...baráttukveðjur og knús á línuna

Björk töffari (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 08:13

6 identicon

Mér finnst alveg hörmulegt að heyra þetta með svefnin eða réttara sagt svefnleysið, ég er reyndar alveg viss um að þetta er vegna streitunnar sem er svo mikil í þínu lífi. Finnst þér ekki komi til greina að prófa hálfa svefntöflu?

Reynið að fá eins oft pass fyrir hópinn eins og mögulegt er til að geta verið tvö ein ykkur til heilsubótar og ekki síður nú þegar allt virðist vera betra með Þuríði ykkar því nú er hægt að passa hana, og enga samvisku út af því það er ekki síður skemmtilegt og gott fyrir þau að fara í pass hjá fólkinu sínu, en fyrir ykkur að fá hvíldina.

Ég held að þeir sem standa í svona erfiðleikum séu einmitt oft þreyttastir þegar vel gengur því þá kemur spennufall og þá þreytan og hugsanirnar allt í einni gusu.

Megið þið svo njóta helgarinnar sem allra best, fallega einstaka fjölskylda.

með kærri kveðju frá Sólveigu

kemur spennufall og þá kemur þreytan og hugsanirnar allt í einni gusu.

Megið þið svo njóta helgarinnar sem allra best, fallega einstaka fjölskylda.

með kærri kveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 09:32

7 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Óendanlega falleg hún Þuríður.

gerður rósa gunnarsdóttir, 26.10.2007 kl. 14:59

8 identicon

Gullfalleg stelpa sem þið eigið

Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband