Leita í fréttum mbl.is

Zzzzzzzzzz

Ohh ég nenni ekki lengur að þykjast vera miklu sterkari en ég er, ótrúlega erfitt og tekur mikla meira á en að vera bara ÉG.  Fór til doktorsins áðan og að sjálfsögðu brotnaði ég niður, ég á svo hrikalega erfitt með að tala um sjálfan mig og hvernig mér líður og blablabla.  Finnst nógu erfitt að hugsa um Þuríði mína þar að segja hvernig henni líður og svo framvegis.  Hún er nefnilega ekki vön að segja það, kemur allavega mjög sjaldan fyrir.  Ég hef samt smá áhyggjur af henni, hún var ekki með sjálfri sér í gær.  Hún er svo fljót að æsast upp og verða reið og þá meina ég virkilega reið, hún öskrar og verður alveg trítilóð sem við erum ekki vön að sjá hjá henni.  Kanski er hún bara að fá sínar tilfinningar aftur sem ég vona bara, en svo verður maður hræddur að eitthvað sé að ske hjá henni.  Veit ekki hvernig lyfin virka hjá henni, kanski eru þetta eitt af aukaverkunum af þeim?  Veit það ekki?  Er að bíða eftir næsta tíma hjá doktorunum svo ég get spurt þá spjörunum úr, ég hélt nú að það ætti að vera búið að hafa samband við okkur því það átti að stækka krabbaskammtinn hennar?  Þeir eru víst of bissí til að sinna öllum sjúklinginum sínum og gleyma sér bara.  Sniðugt?

Jebb einsog ég sagði fór ég til læknis áðan, nenni ekki alltaf að bögga doktorana hennar Þuríðar minnar.  Hann gaf mér eitthvað til að hjálpa mér með svefninn, einhver væg lyf og ætli ég skreppi í apótekið á eftir og taki fyrstu pilluna í kvöld.  Vonandi mun þetta eitthvað virka annars veit ég ekki hvað?  Hef alltof miklar áhyggjur af ÖLLU.

Við fjölskyldan áttum góða helgi.  Við Skari fórum með börnin snemma á laugardaginn uppá Skaga í dekur og áttum daginn fyrir okkur og svo um kvöldið var árshátíð hjá Styrktarfélaginu sem var ótrúlega gaman.  Það skemmtilegasta sem mér fannst var að sjá London-hópinn saman, þetta þjappaði hópnum svo vel saman (sko að fara til London) sem er ofsalega nauðsynlegt í svona baráttu.  Daginn eftir var svo krökkunum í styrktarfélaginu boðið á Kringlukránna og í leikhús að sjá Gosa, oh mæ god hvað stelpurnar skemmtu sér vel.  Þuríður var sko ekki komið nóg eftir sýninguna og heimtaði að fara í bíó eheh!!  Þannig mamman lofaði stelpuferð í bíó næstu helgi, svakalega glaðar með þaðKissing.

Of þreytt til að skrifa meir....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bið Guð að senda þér svefn  hvíld . Mikið af öllu þessu. Ekki að þykjast vera sterk  þegar þú ert gráti nær og hrædd. Guð blessi þig og varðveitiFríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.10.2007 kl. 11:36

2 Smámynd: lady

sæl þú hefur svo margt að gefa,en mátt ekki gleyma þér það er svo mikið lettir að geta grátið og hreinsað  það sem maður hefur brynjað ég bið fyrir ykkur  takk að leyfa mér að fylgjast með ykkur já maður gleymir að vera þakklát fyrir það sem maður er í dag ,elsku vinan láttu bara grátin koma út  óska ykkur að þið eigið góðan dag í dag kv ÓLöf

lady, 29.10.2007 kl. 12:11

3 identicon

Kveðjur.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 12:57

4 identicon

Gangi ykkur sem allra best í þessu erfiða veikindastríði. Megi guð og englarnir vaka yfir ykkur á nóttu sem degi

Bestu kveðjur, Bryndís

Bryndís (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 13:38

5 identicon

Vonandi nærðu að sofa vært og rótt í nótt. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur.

Hugheilar baráttukveðjur, Ragna

Ragna (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 17:16

6 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Bergdís Rósantsdóttir, 29.10.2007 kl. 18:17

7 identicon

Heyrðu ég er nú farin að hafa áhyggjur af þessum svefni þínum kona..... Þegar ég leggst á koddan í kvöld skal ég senda þér  ró, frið og góða strauma!!!

og eitt knús.

Kolbrún (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 18:43

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ástarkveðjur stór faðmur af ást og hlýju og megi guð og guðsenglar vaka og ykkur vernda dag sem nótt..kv.linda og fjölsk.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.10.2007 kl. 19:55

9 identicon

Kæra Áslaug,

Ég varð nú bara að skrifa til þin núna til að senda þér minn styrk og kraft. Þið hjónin eruð algjörar hetjur þvi þetta er nú er nú ekki auðveld ganga sem þið gangið i gegnum. Þuríður er auðvitað aðal hetjan en það er samt svo gott að sja að þið gleymið ekki að hugsa um ykkur. Reyndu að finna þer tima fyrir þig eina lika, fara i langt bað með ipod i eyrum og kerta ljos, það gefur manni agætis slökun, eða kikja a kaffihus með goðri vinkonu.

Gangi ykkur vel i barattunni, þið faið allan minn styrk og kraft sem eg get sent ykkur.

Kv. Lilja

Lilja Björk (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 20:18

10 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guð veri með ykkur stelpan mín 

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.10.2007 kl. 00:22

11 identicon

Elsku Áslaug, mikið er ég ánægð með að þú hafir farið til læknisins og ætlir að sækja lyfin þín, nú er að drífa þau í sig þú bara verður.

Ég er nærri viss um að svona langvarandi álag og angist að viðbættu svefnleysi geti verið hættulegt ekki bara að það geti valdið stóru taugaáfalli heldur líka líkamlegum sjúkdómum. Þess vegna máttu til að reyna að sofa þó þú þurfir svefnlyf, álaginu getur þú hins vegar ekki breytt.

Frábært að þið áttuð góða helgi og frábært að þið skulið geta notið, þið eruð reyndar alveg einstök. Mundu svo að taka svefntöfluna þína og kannski þarf Skari líka eina.

Kær kveðja í húsið frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 08:49

12 identicon

Má til með að senda ykkur hlýja strauma og baráttukveðjur, hef fylgst með síðunni ykkar reglulega og fæ alltaf tár í augun og kökk í hálsinn, þið eruð alveg ótrúlegt fólk, ættuð að fá heiðursverðlaun fyrir að vera frábærir foreldrar. Hef hitt ykkur einu sinni (í Kringlunni) en það var þegar Þuríður var lítil, en eldri stelpan okkar er jafngömul henni. Óskar og Ingi maðurinn minn voru saman  í ÍKÍ á Laugarvatni.

Vona að þú lokir ekki síðunni þinni því bloggið þitt er einstakt, þú skrifar af svo mikilli einlægni og væri synd ef einhverjir sem hugsa ekki áður en þeir skrifa fara að eyðileggja það.

Baráttukveðjur Eyja og co.

Eyja (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband