Leita í fréttum mbl.is

"jeij það er komin snjór" (ATH breytt færsla/neðst)

Þetta sönglaði Þuríður mín þegar við fórum útí gærmorgun, kátínan var endalaus mikil og svo stakk hún höndunum ofan í snjóinn einsog hún hefði séð gull.  Það þarf ekki mikið til, til að kæta þetta kraftaverk?  Þegar ég náði svo í systkinin í leikskólann seinni partinn urðu systurnar að fara í kuldagallana sína heim, ö-a hræddar um að geta ekki notað hann í marga daga eheh svo það erum að gera nýta þá!!  Svo var farið beint útí snjóinn að leika, vávh þau voru svo glöð og Oddný mín perla vildi sko ekki vera með vettlingana því hún vildi finna fyrir snjónum og eiga auðvelt með að borða hann.  Snillingur!!

Allan gærdag snjóaði þvílíkum hlussum og það minnti mig svakalega mikið á jólin, ég er hrikalega mikið jólabarn og var svo heppin að næla mér einn svoleiðis karl.Halo Lucky me!!  Þannig ég fór að hugsa er ég farin að hlakka til jólanna eða kvíður mig fyrir þeim, það eru nefnilega blendnar tilfinngar.  Oddný mín Erla er farin að tala svakalega mikið um jólin það líður ekki sá dagur að hún talar ekki um þá hátíð.  Hvað henni langar í jólagjöf, hvar fær hún að halda jólin, hvað ætli hún að gera meira, hvenær fær hún að hitta jólasveinana, hvenær má hún setja skóinn í glugga, hvernig jólakjól mun hún fá, hvenær þá? og svo lengi mætti telja og barnið er nú bara þriggja ára  Hún er meira að segja farin að biðja mig um að setja dvd-jólasveinadisk í eheh og auðvidað geri ég það þá verða þau líka orðin eldklár í des að syngja jólalögin.Happy.

Já mig bæði hlakkar til jólana og kvíður fyrir þeim.  Ég á svo slæmar minningar með veikindin hennar Þuríðar minnar að gera sem tengjast jólunum.  Svona án gríns en þá hefur hún alltaf verið verst um jólin, krampa mikið, uppdópuð og varla vitað hvað hún héti.  Í fyrra var desember búin að vera hræðilegur, endalausir krampar, lömunin mikil en svo var loksins ákveðið að senda hana í geislana og viti menn "búúúmmm" viku fyrir jól fór hún að byrja vera uppá við og aðfangadagur var sá besti hingað til.  Hún naut sín í botn að gera allt sem henni langaði að gera sérstaklega á aðgangadag.  ÆÐI!!  Nema eitt ehe sem ég gleymi aldrei, ég var að fara klæða þær systur í jólafötin og þetta árið ákvað ég að hafa pils og boli á þær en ekki kjóla einsog alltaf.  Hmmm það var víst ekki góð hugmynd hjá húsmóðirinni, Þuríður trylltist þegar hún sá að það var engin "prinsessu"kjóll, hún vildi fá kjólinn sinn en ekkert hel.... pils.  Dóóhh!!  Þannig héðan í frá munu þær fá kjóla því þeim finnst ekkert passa annað en kjólar um jólin.

Ég er bara svo hrædd um að Þuríður mín verður slæm um jólin, hún er búin að vera svo góð í marga daga og það hlýtur að fara koma að þeim degi sem hún verður slæm?  Maður er alltaf að bíða eftir því versta en að sjálfsögðu vonar það besta.  Hrikalega erfitt!!

Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ég hef ekki efni á að kaupa jólagjafir því ég er ein af þeim sem byrjar að versla þær í jan/feb því ég veit að ég mun ekki hafa efni á þeim í desember og afhverju þá ekki að dreifa þessu yfir árið.   Fólk verður svakalega hneykslað á mér að gera þetta, "vóvh róleg Áslaug það eru nú x margir mánuðir til jóla".  Eru allir svona ríkir að geta keypt þetta allt saman í des?  Ég get það því miður ekki, fyrsta skipti er ég búin að kaupa jólagjafirnar handa börnunum mínum svona snemma.  Maður á að sjálfsögðu að nýta útsölur og þess háttar og opnunartilboð eheh og skammast mín ekkert fyrir að segja það.  Þannig núna verð ég bara með tærnar útí loft í des, nýt þess að leika mér í snjónum með krökkunum mínum, hlæ að ykkur hinum því ég er búin með mín kaup.  Trallalalala!!

Statusinn á minni er svipaður og venjulega, nema ég er farin að finna fyrir smá ógleði líka þegar ég er að borða, get borðað minna en áður sem er kanski ekkert svo slæmt eheh en ekkert þægileg tilfinning og svo er kvíðin farin að aukast.  Jamm kanski er best að fara hitta doktor sála aftur, æjhi mér finnst bara leiðinlegt að grenja hjá einhverjum karli sem ég þekki ekki neitt og getur ekki sett sig í mín spor en reynir samt að gefa mér góða ráð.  Hver er tilgangurinn?  Get nú bara grenja í fanginu hjá SKara mínum enda veit hann líka fullkomnlega hvernig mér líður því honum líður oft svipað.

Var næstum því búin að gleyma þó sé skömm að segja frá því þá langar mig að minna ykkur á jólakortin sem eru núna til sölu hjá styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.  Kortin getiði séð á www.skb.is Ofsalega falleg kort og gott málefni til að styrkja.  Kortin eru 10 í pakka og kosta aðeins 1000kr og ath ef fyrirtæki vilja kaupa er auðvelt að láta skrifa inní þau, SKB sér um að senda það í prentun fyrir þá sem vilja en að sjálfsögðu kostar það aukalega.  Ef þið viljið kaupa kort getiði haft samband við mig í aslaugosk@simnet.is og að sjálfsögðu mun ég koma með kortin til ykkar þar að segja ef þið eruð á Reykjavíkur-svæðinu annars er ekki svo erfitt að senda þau í pósti :)  Þið getið líka haft samband með kaup á kortum á mailið skb@skb.is sem er beint til þeirra.
Endilega styrkið gott málefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Áslaug að fylgjast með ykkur hérna á netinu í þónokkurn tíma, frábært að hún Þuríður litla kraftaverk er hress þessa dagana vona að guð gefi svo að það verði þannig um ókomna tíð. langaði bara að skilja eftir smá spor eftir mig kíki hérna daglega og er allt of löt við að kvitta. En Áslaug mín þú verður að fara vel með þig vinan, þú þarft að hafa kraft til að hugsa um fjölskylduna þína og ekki síst sjálfa þig.

... (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 14:16

2 identicon

Hæ elsku Áslaug mín

ooo ég dáist af þér þú ert ótrúleg.......... svo dugleg að það nær engu lagi.......... en þú verður að hugsa vel um þig og reyna að sofa það er það sem máli skiptir... hægara sagt en gert en samt knús til þín og reyndu að vera dugleg að koma í leikfimina held þú hafir gott af því þegar þú hefur krafta til..... Didda er nú allveg frábær

hlakka til að hitta þig næst sterka stelpa knúsa þig næst þegar ég sé þig..

Rakel

rakel (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 15:27

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er gott að Þuríður er kát og glöð þessa dagana. Hún er það líka oftast eftir því sem móðirin segir humm. Og ekki má gleyma Oddnýu og Theodór þau eru líka svo mikil dásemdarbörn. Ég hef mikla trú á að Þuríður verði hress og glöð um jólin. Henni hefur farið svo mikið fram í heilsu núna á þessu ári og liður svo miklu betur en fyrir ári. Vongleðin er svo dýrmæt og það er svo mikilvægt að trúa á batann og allt þetta góða. Ég trúi ekki þeirri gömlu "bábliju" að manni hefnist fyrir góða daga, hvort sem er í heilsu, veðri eða hverju sem er. Það má ekki eyðileggja góðu dagana með áhyggjum yfir því sem kemur seinna. Þetta er auðvitað erfiður skóli, en til þess er þessi klisja "einn dag í einu". Og það er svo skrítið að hún virkar bara þónokkuð vel.

Ekki meira tuð í bili. Auðvitað fá prisnessur sína prinsessukjóla um jólin og hana nú. Njóttu jólanna með gleði í hjartanu. Guð blessi ykkur öll og sendi Þuríði meiri meiri bataFríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.10.2007 kl. 15:38

4 identicon

Elsku Áslaug mín guð verið með ykkur

 Reiðin og tárin gera bara gott

því svefn og hvíld verða allir að fá

Þú sendur svo mörgum gleði glott

og góðum boðskap þér tekst að sá

að þekkja þig og finna til með þér

sorgina í þínu hjarta enginn sér

en við vitum að þú ert svo sterk

þó þú stundum færð mikin verk

og bænir okkar verða alltaf hjá ykkur

kveðja

Asa

að þú sofir

við hliðin á þeim sem þér er kært

asa (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 16:00

5 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ sætust :) vonandi fara jólin betur fram þetta árið en hin.... :) ég er  akkúrat með sömu pælingar í gangi núna... JS hefur alltaf verið veikur um jólin og jólin hafa alltaf verið að hluta til inná barnaspítala.. en núna erum við að fara út og kvíðir mig pínu fyrir að þurfa kannski að vera með hann veikan í útlöndum... en ég er samt að vona svo innilega að hann verði hress og óska þess svooooo heitt að ég held að það rætist já eða ég heimta það heheheheh 

ég er alla vegana að reyna að vera bjartsýn á þetta allt og á meðan ég geri það er undirbúningurinn fyrir jólin aðeins léttari hehehehe :) þó svo að sú hugsun læðist að manni öðru hvoru reyni ég bara að ýta henni frá mér jafn óðum...

þykir endalaust vænt um þig sæta :)

koss og knús þín vinkona

Þórunn Eva , 30.10.2007 kl. 16:07

6 identicon

Elsku Áslaug...gott að heyra að Þuríði líður nokkuð vel.Þetta skal ekki vera lognið á undan storminum,það verður bara logn áfram.En mikið er ég fegin að það eru fleiri en ég sem byrja á jólagjafakaupum í jan.ég segi eins og þú ég gæfi engar gjafir ef ég ætlaði að kaupa þær allar á sama tíma,það er nokkuð ljóst.Enég sendi þér og þínum endalausar baráttukveðjur og megi guð vaka yfir ykkur..knúsí,knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 18:09

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Gaman að uppgötva að ég er ekki ein svona "skrítin" að byrja að huga að jólagjöfunum í jan/feb!! 

Ljós&kærleikur af Skaganum...

SigrúnSveitó, 30.10.2007 kl. 19:42

8 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Alltaf gott að heyra af fleirum sem eru jafn "skítnir" og ég að byrja fljótlega að hugsa um jólagjafirnar.  Maðurinn minn segir alltaf " er ekki sniðugra að klára þessi jól áður en þú byrjar að kaupa fyrir næstu" þegar ég fer að spá í janúarútsölurnar.  Skil þig alveg með áhyggjurnar en vittu til jólin verða góð hvernig sem er svo lengi sem þið eruð saman.

knús og kram.

Bergdís Rósantsdóttir, 30.10.2007 kl. 22:27

9 identicon

hæ elskuleg fjölskylda sem ég þekki ekki neitt en hef aðeins fylgst með ykkur hér. Mig langar að koma með eina kreisí hugmynd og biðst fyrirfram afsökunar ef þér finnst þetta frekt af mér að skrifa hér án þess að þekkja ykkur, en væri ekki hægt að halda svona einka fjölskyldu jól fyrir ykkur ein , einhverntíman fljótlega þegar elsku litla Þurýður á góðan dag(a) og svo ef henni líður vel á jólunum þá er það bara extra bónus fyrir alla.

Guð veri með ykkur

Herdís ókunnug.

herdís (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 23:33

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Elska snjóinn og að fylgjast með ykkur

Einar Bragi Bragason., 30.10.2007 kl. 23:54

11 identicon

Sæl,

Ég finn mikið til með þér og þínum. 

Mér finnst þetta frábær hugmynd hjá þér að kaupa gjafir allt árið og nota tilboð og annað.  Ég myndi gefa mikið fyrir að vera svona fyrirhyggjusöm.   Ætla alltaf að gera þetta svona en enda í öllum látunum með öllu tilheyrandi.

Á einmitt eina fimm ára sem elskar snjóinn eins og þín, dásamlegt að sjá hvað þau gleðjast þegar hann kemur.

Ég veit að það er þrautinni þyngri en reyndu að taka einn dag í einu og njóta þess þegar Þuríði líður vel og gleðst eins og yfir snjónum, þetta litla og smáa er svo mikilvægt.  

Hugur minn er hjá ykkur!

Margrét (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband