Leita í fréttum mbl.is

"Ertu nokkuð á leiðinni til Bandaríkjanna?"

Þetta spurði doktorinn minn að þegar ég sagði honum að lyfin sem hann ætlaði að láta mig fá væru hætt að koma hingað til landsins.  Hann varð náttúrlega gapandi því þetta eru mjög vinsæl lyf sérstaklega fyrir börn enda ekki ávanabindandi.  Þessi sérstöku lyf sem ég átti að fá vegna svefnleysis og allt þetta sem er að hrjá mig þessar vikurnar sem tengist að sjálfsögðu allt Þuríði minni er ekki hægt að fá hér á landi og þá er bara að fá eitthvað sljóvgandi og gera enn verra fyrir mig.  Ég sef ekki hálftíma yfir næturnar ef ég fæ ekki svefnlyf og ég er samt að taka þau bara svo ég sofi en þau fara svakalega illa í mig, ég held að ég fái allar aukaverkanir af því og líður helmingi verr andlega ö-a bara vegna þeirra.  Ekki það að mér hafi liðið eitthvað vel áður en ég byrjaði að taka þau en þetta bara versnar og það er alveg að fara með mig.  Ömurlegt!! 

Þannig það er bara eitt í stöðunni ég þarf að komast til Ameríku til að fá þessa plebba lyf.  Hvort er betra að eyða hundrað kalli og kaupa tugi tafla svo mér fari að líða betur eða halda áfram að líða svona andskoti illa og taka þessi svefnlyf.  Þetta er alveg óþolandi ástand. Ég verð nefnilega að taka einhver lyf svo ég sofi, prufa svona eina og eina nótt að taka ekkert inn en þá ligg ég bara andvaka og hugurinn hringsnýst um veikindi hetjunnar minnar.

Þuríði minni líður alveg ágætlega þessa dagana einsog ég hef oft sagt áður en mér finnst hún samt vera farin að sýna meiri þreytu en venjulega.  Hafði ekki orku í kvöld að bíða eftir kvöldmatnum, vildi bara fara uppí rúm að sofa og það þýddi ekkert að pína hana til að vaka lengur.  Hún er að sjálfsögðu ofsalega orkulítil, þarf ekki mikið til að hún sé búin á því enda á miklum lyfjum og þessi krabbalyf sem hún verður líka ennþá þreyttari af.  Hún er samt farin að sýna meiri framfarir í sjúkraþjálfuninni sem er æðislegt, farin að klifra meira, sýna meiri kraft held líka að badmintonæfingarnar sem hún er að mæta í aukalega hjálpi mikið til. 

Vika í myndatökur, er að reyna vera bjartsýn en kvíður svakalega mikið fyrir þeim.  Er svo hrædd við vondar fréttir, þetta er einsog ég sagði þetta er algjörlega að fara með mann.  Andlega hliðin mín er gjörsamlega í molum.  Ég finn að ég er alveg að gefast uppá því að reyna vera kát innan um fólk því ég er ekkert kát og svo er oft að fólk skilji það ekki afhverju ég er ekki alltaf kát?

Núna er ég alveg að springa..........og ekki langt í það að það komi hvellur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Ég veit að þetta hjálpar þér kannski ekki en mér finnst stundum gott að fara út úr húsi og keyra á afskektan stað og öskra og gráta þegar mér finnst ég vera að bugast.

Sendi ykkur kraft og orku. ( og líka svolítið af þessari syfju sem sækir svona að mér)

Knús og kram

Bergdís Rósantsdóttir, 5.11.2007 kl. 22:24

2 identicon

Hurðu gæskan, ég á hér upp í skáp hjá mér töflur sem ég keypti í henni Ameríku s.l. vor Melatonin 5 mg. þetta er lyf sem ég hélt að ég myndi fara að nota þar sem svefninn hjá mér var í messi, en er í lagi í dag. Flugfólk notar þetta mikið og er ekki ávanabindandi. Það var umræða einhverntíman um dagin að það ætti að leyfa þetta hér á landi en veit ekki hver niðurstaðan var. Koddu og fáðu þetta hjá mér,,,, það hjálpar þér að sofna. Mailið hjá mér er: maggao@mi.is

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 22:24

3 identicon

RISA KNÚS !!

Sendi þér stórt búnt af orku.

Baráttukveðjur Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 22:25

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er ekki helst að tala við einhvern sem er að fljúga. Ég bið Almættið að senda þér ró og frið, að senda þér heilunarorku og ljós, mikið af ljósi. Mikið vildi ég geta sent þér nokkra gáma af svefni, ég get nefnilega sofið alveg fullt ef svo ber undir. Guð blessi þig og hjálpi þér á alla lund.Fríða

Það er ekki hægt að gera þá kröfu að einhver sé kátur alltaf.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.11.2007 kl. 00:04

5 identicon

sæl Áslaug ég vildi bara segja þér frá einu lyfi sem heitir tafil ritard og er mjög gott fyrir kvíða, vínkona mín á eina litla stelpu sem er mjög veik og hún var í sömusporum og þú að geta ekki sofið,borðað og annað og þetta lyf hefur hjálpað henni mjög mikið, prófaðu að tala við læknir um þetta lyf.

ég hugsa mikið til ykkar og ég vona að allt verði gott hjá ykkur

kv Bryndís (ókunn )

Bryndis (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 00:04

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 6.11.2007 kl. 00:22

7 identicon

Elsku Áslaug...sendi þér baráttukveðjur og bið guð að passa ykkur...knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 00:42

8 identicon

Kæra

hm (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 01:23

9 identicon

Sæl Áslaug, skil vel þína líðan.  Langar að benda þér á eitt.  Þú mátt alveg vera ekki gleiðbrosandi og ofsakát þegar þú hittir fólk.  Og alveg ótrúlegt hvað þú hefur getað og getur í þessum aðstæðum. sendi þér orku og faðmlag

Kveðja

Guðrún

Guðrún Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 08:37

10 identicon

Að þú getir einhvern tímann verið glöð en eitt kraftaverkið Áslaug mín, því álagið á ykkur hjónin er eitt það allra versta og mesta álag sem nokkur hjón geta lent í. Það segja, að ég held allir að þeir séu tilbúnir að gera allt fyrir börnin sín. Ykkar barn er í verstu stöðu barns, mjög alvarlega veikt en þið getið bara ekkert gert annað en að hugsa um hana af bestu getu og svo bara engst sundur og saman af vanmætti og kvíða.

Þetta er svo ÓENDANLEGA ósanngjörn staða.

Þetta með lyfið er MJÖG slæmt, ég þekki lyf sem heitir Amilín og hefur verið gefið fólki sem á erfitt með svefn ég fékk þetta sjálf á erfiðum tíma í mínu lífi þetta er ekki svefnlyf, en eitthvert gamalt geðlyf held ég, en trúlega hefur þetta einhverjar óæskilegar aukaverkanir. Ég las einhverntímann lyfjabókina svona í testi og það var alveg sama hvaða lyf ég skoðaði aukaverkanir voru nær alltaf mögulega svo miklar að manni datt í hug, hvort er verra veikindin eða lyfið? Og voru þetta engin eitruð lyf, jafnvel bara venjuleg verkjalyf sem maður kaupir í Apó ef maður er vondur í hausnum.

Eins og alltaf sendi ég ykkur fallegu fjölskyldunni mínar allra bestu kærleikskveðjur og bið Guð og englana að vera allt í kring um ykkur.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 08:45

11 identicon

Ég get sagt að ég skilji þig en auðvitað skil ég þig ekki neitt.  Ég hef aldrei þurft að ganga í gegnum þessar vítiskvalir sem þú ert að ganga í gegnum.  Ég veit ekki hvað ég get sagt til að hugga eða gleðja.  Það eru engin orð sem megna það.  Mig langar samt svo mikið að geta sagt ´réttu orðin, eða getað komið með töfrasprotann sem mundi lækna allt og gera allt gott hjá ykkur yndislega fjölskylda.

Guð blessi ykkur öll,

Hanna (ein ókunnug) (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 09:49

12 identicon

Sendi þér alla mínar hlýjustu hugsanir og alla þá orku sem ég get, risaknús frá okkur mæðginum sem fylgjumst vel með ykkur

Berglind Elva (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 10:45

13 identicon

Elsku Áslaug ,Óskar og börn,

                                             þið eru með í bænum okkar og ég vona að þið fáið bara góð fréttir næst úr myndtökunni.Það er vonandi líka að þú fáir að hvílast vel og það sem fyrst.Það er ekkert nema von að þú finnur fyrir allt þetta álag endan ekki smá dugleg að sinni þetta allt og alltaf með bros á vör .Guð geymi þig og hetjan ykkar.Kær kveðja Dee

dolores (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 11:00

14 identicon

Hæ, hæ ég er að fara til usa í næstu viku (og þekki líka nokkurð margar sem fara í hverji viku) ef það er hægt að kaupa þetta tiltekna svefnlyf án þess að hafa lyfseðil þ.e. í svokölluðum "drögga" þá get ég örugglega hjálpað þér. þú getur haft samband við mig á netfangið sem ég setti hérna að ofan ef þú vilt.

bkv

amý 

amý (ókunnug) (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 13:53

15 identicon

Úff þetta er ekki gott, ég les oft bloggið þitt of finnst þið standa ykkur rosalega vel en auðvitað er fúllt að þú getir ekki fengið þessi lyf sem gætu hjálpað þér að sofa og hlaða batterýin. Ég bý í USA og ef ég get á einhvern hátt aðstoðað við að redda þessu lyfi fyrir þig þá máttu alveg senda mér mail.

Kveðja,

Guðrún.

Guðrún (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 13:57

16 identicon

Æji það er ferlega ósanngjörn staða:( Það væri óskanndi að það væri hægt að gera eitthvað róttækt fyrir þig Áslaug......Algjört krútt hún Guðrún sem bauðst til að redda þér þessum lyfjum frá USA. Annars sendi þér orku og bið til míns æðri máttar að allt fari vel og hetjunni ykkar líði vel. Knúsi knús til ykkar allra. Kær kveðja Þórunn(ókunnug)

Þórunn(ókunnug) (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 14:30

17 identicon

Sæl,

Mundu alltaf að þú ert frábær móðir og börnin þín lánsöm að eiga þið að og líðan þín er fullkomlega eðlileg miðað við aðstæður.

Ég er á leiðinni til Ameríku í desember og kem aftur 29. desember, ef ég get eitthvað hjálpað þér varðandi lyfin þá endilega láttu mig vita, það væri mér heiður að fá að hjálpa en auðvitað er svolítið langt þangað til.  Ef þú ert með e-mail sem ég get sent á þig þá endilega nefndu það hér og ég sendi þér mína e-mail adressu.

Minn hugur er hjá ykkur!

Margrét (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 15:19

18 identicon

Þú verður að hvílast sjálf hvernig sem þú ferð að því. Það hljóta einhverjir að geta bjargað þessum lyfjum fyrir þig elskuleg. Ef ég get eitthvað hjálpað þá er síminn minn 824844. Er vel tengd læknum og Ameríku og er öll af vilja gerð.

Hún er falleg dóttir þín sem sefur svona fallega ofan í myndina sína. Mamman þarf líka að sofa. Ekki gleyma því ofur- kona!!

Guð veri með ykkur,

kveðja,

Jónína Ben 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 16:11

19 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ sætust :)

langar bara að senda þér stórt knús... love ya...

Þórunn Eva , 6.11.2007 kl. 18:22

20 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elsku Áslaug mín ég er að fara til Boston 26,nóv og kem heim 11,des ef ég get eitthvað gert fyrir þig þá endilega láttu mig vita,það er minnsta mál og vita máttu að þú ert yndisleg átt yndisleg börn yndislegan mann og vil ég senda þér stórt faðmlag af hlýju og kærleik og von um bjartan dag,megi guðsenglar umvefja ykkur ást og hlýju,Ástarkveðja.linda og co.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.11.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband