Leita í fréttum mbl.is

Vá vá vá vááááááá

Þvílíkur kærleikur hjá fólki og hvað margir eru tilbúnir að hjálpa ókunnugri konu útí bæ, ég er gjörsamlega orðlaus.  Viðbrögðin frá ykkur af færslunni minni í gær lýsir því hvað Íslendingar eru æðislegir, yndislegir, frábærir og svo lengi mætti telja.  Þið viljið gera allt til að hjálpa mér að láta mér líða vel og ég er gjörsamlega ORÐLAUS.  Tölvupósturinn minn fylltist í dag frá fólki útí bæ sem er á leiðinni til Ameríku, hefur einhver tengsli þangað, býr þar eða nánast flýgur þangað fyrir mig bara til að nálgast þessi ákveðnu lyf fyrir mig.  Ég get tautað um þetta endalaust því ég er svo hissa en samt ekki því sjálf myndi ég reyna gera hið sama ef ég gæti það fyrir einhvern, ég veit hvað það þarf lítið til að gleðja náungann.  Ég mun ekki svara þessum mailum persónulega því það tæki heila eilífð þannig mig langar bara að gera það hérna opinberlega og vonandi verði þið ekkert sár en ég er ofsalega þakklát fyrir öll þessi viðbrögð frá ykkur.  VÁÁÁÁÁVHH!!

Já ég fékk mjööööög mörg mail í dag og allir tilbúnir að hjálpa mér.  Vitiði hvað?  Ég fæ þessi lyf Á MORGUN.  Svona án gríns!!  Þau eru slakandi, ekki ávanabindandi og eru náttúru lyf.  Hérna þarf maður lyfseðil til að nálgast þau þar að segja þegar var hægt að fá þau en úti getur maður bara labbað inn í næsta apótek og keypt þau.  Veit reyndar ekkert hvað þau kosta enda finnst mér það aukaatriði bara að mér fari að líða betur og fari að sofa, ömurlegt að líða svona, allt svo ómögulegt, þreytan endalaus og maður vill bara liggja uppí rúmi og sofa en það er víst ekki í boði fyrir þriggja barna móðir og þá verð ég líka að reyna hugsa betur um mig.  Ég veit, ég get og ég skal.  Jebbs það var sem sagt ágæt kona útí Boston sem ætlar að senda mér þessi lyf en maðurinn hennar kemur til landins á morgunGrin og þá mun ég skjótast til hans og ná í þau.  Þvílíkur kærleikur!!  Svo fólk viti það, þá met ég þetta ofsalega mikið og þetta er að og mun vonandi gefa mikið fyrir mig.  ÞAKKLÆTI, ÞAKKLÆTI, ÞAKKLÆTI.

Stóóóóórt knús til ykkar allra.

Ég hef kynnst ofsalega góðum hjörtum í kringum veikindin hennar Þuríðar minnar, leiðinlegt að maður þurfi að kynnast þessu í gegnum svona baráttu.  Fékk ofsalega fallegt mail í síðustu viku frá konu útí bæ sem ég þekki EKKERT og hún gaf okkur ofsalega fallega gjöf sem gladdi mig ótrúlega mikið.  Fólk útí bæ að gleðja mann svona er bara ómetanlegt og manni finnst dáltið leiðinlegt að maður þarf að kynnast kærleika frá ókunnugum sérstaklega í svona baráttu en ég veit það að ég er ofsalega heppin með lesendur mína hvað allir eru tilbúnir að gera hina og þessa hluti fyrir mann.  Þið eruð ÆÐISLEG!!

Váááávvvhhh hvað ég get ekki hætt að þakka ykkur fyrir bara að vera til, vildi að ég gæti knúsað ykkur ÖLL með tölu.  Þið eruð best, flottust, yndislegust, æðislegust og svo lengi mætti telja.  Stóóóórt knús til ykkar allra elsku bestu lesendur, ég er farin að knúsa börnin mín og kanski ég gefi Skara mínum nett knús þegar kemur heim í kvöld úr vinnunni.

Kv.
Áslaug orðlausa en sú þakklátasta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Æðislegar fréttir stórt knús til ykkar allra

bestu kveðjur Ingigerður. 

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 6.11.2007 kl. 19:12

2 identicon

Frábært að heyra,megi þau gera mikið fyrir þig og þá ykkur öll.Guð blessi alla..Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 19:24

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er ég glöð að þú sért búin að fá lyfið þitt nánast í hendurnar. Við bíðum ekki boðana þegar hægt er að gera eitthvað til að létta ykkur lífið, ekki veitir nú af. Þú veist ekki hvað það er erfitt stundum að lesa bloggið þitt og geta ekkert gert nema að skrifa einhver falleg orð á tölvuna sína. Það er svo eðlilegt að margir hafa nú gripið tækifærið.

Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar og þakkarorðin sem þú sendir okkur. Bið Guð um góða útkomu úr myndunum af henni Þuríði. Guð blessi ykkur öll og knúsaðu fjölskylduna frá mér. Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.11.2007 kl. 20:26

4 identicon

Ég vona að þú sért búin að fá lyfið þitt, eða alveg að því komið. Svo þú getir nú farið að hlaða batteríið aðeins.

Ég fylgist daglega með ykkur, og get ekki annað en dáðst af þessum sérstöku hæfileikum þínum að geta staðist allt þetta álag og geta svo deilt þessari lífsreynslu út til okkar hinna.

Þú ert bara sérstök. Og það er litla gullið dóttir ykkar líka.

'eg bið fyrir ykkur daglega. Risa knús frá einni ókunnugri

Gunna (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 21:49

5 identicon

Risaknús til ykkar allra og mér finnst ekkert skrýtið Áslaug mín að fólk sýni viðbrögð,þar sem þú hefur gefið okkur svo svakalega mikið með þínum skrifum og þú ert æðisleg og Þuríður alltaf sama hetjan..knús

Björk Andersen (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 22:52

6 Smámynd: Elsa Nielsen

Glæsó :) Áslaug mín - þú ert alveg einstök og átt allt það besta skilið! Knús til ykkar allra ... og takk fyrir síðast ;)

Elsa Nielsen, 6.11.2007 kl. 23:04

7 identicon

Frábært að heyra að það er búið að redda þessu ,

Sendi ykkur alla mína strauma og ofurkrafta þið eru oft í huga mínum

Risaknús til ykkar allra

kv Dagrún

Dagrún (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 23:15

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Gott að það er búið að bjarga lyfjamálunum þínum vinan. Sendi kærleiksljós og heitar bænir ykkur til handa.

Knús frá Gunnu á Skaganum 

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.11.2007 kl. 00:20

9 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ sæta :) gott að heyra að það er búið að redda þessu annars hefði ég getað það var einmitt að reyna að hringja í þig í gær :) hafðu það gott sæta og vonandi gerir þetta helling fyrir þig... ætla að fara að pakka niður... við verðum bara að panta okkur ferð saman þegar að þú ert farin að sofa betur og betur upp lögð í ferðalög sæta.....

koss og knús þín vinkona

Þórunn Eva , 7.11.2007 kl. 10:17

10 identicon

 Frábært svona eiga hlutirnir að ganga fyrir sig. Þetta eflir trú manns á mannfólkið

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband