Leita í fréttum mbl.is

"mamma viltu fara í pils?"

Oddný mín Erla er svo mikil snúlla og ef hún fengi að ráða þá væri hún í pilsi eða kjólum alla daga og er oft fúl á morgnanna ef hún fær ekki að fara í pils í leikskólann ehe!!  Hún veit alveg hvað hún vill, veit hverju hún vill klæðast.  Einsog í gærmorgun vorum við fara að gera okkur til í leikskólann, hún fékk að velja fötin á sig sjálf og ég sagði svo að klæða sig í úlpu og fara í kuldaskónna sína.  Þá heyrist í minni "nei mamma þeir passa ekki við".  Byrjar snemma! ehe!!  Hún er meira að segja farin að reyna stjórna því hverju móðir sín eigi að klæða sig í, vill að ég sé í pilsi alla daga og biður mig oft að fara frekar í pils en vera í buxum.  Ótrúleg!  Þuríði minni er nánast sama í hverju hún fer á leikskólann en um leið og við komum heim vill hún fara í prinsessukjólinn sinn eða dressa sig í einhver pils.  Flottastar.

Gærdagurinn var sá besti hinga til hjá mér, held að það hafi hjálpað að byrja morguninn að mæta í ræktina sem er mín besta hjálp að lifa daginn af þar að segja eins best á kosið.  Var þvílíkt hress kanski vegna þess að ég fékk svo mörg mail og sá hvað margir hugsa fallega til mín og okkar, veit það ekki?  Ætlaði svo að byrja daginn í dag að mæta í ræktina en ég er vön að mæta á miðvikudögum seinni partinn en meikaði það enganveginn því verr og miður.  Ég var gjörsamlega máttlaus af þreytu, hélt ekki augunum uppi þannig ég leyfði mér að leggja mig í morgun en vanalega geri ég það ekki.  Hafði enga orku í að læra en er orðin hressari núna eftir að fengið nettan blund og ætlaði að fara læra en viti menn reikningstölvan ónýt þannig ég verð að skjótast útí búð að kaupa nýja.

Er að fara ná í lyfin mín sem koma alla leið frá Boston, jiiiih hvað ég er spennt að prufa þau og hef fulla trú á því að þau gera sitt og oft dugar það baraSmile.

Eigum að stækka krabbaskammtinn hennar Þuríðar minnar á morgun eða fyrramálið og svo verður séð til þanga til á þriðjudaginn þegar hún fer í blóðprufur og myndatökurnar hvort það verði stækkað enn meira.  Hún er ofsalega kát þessa dagana þó hún hafi kanski ekki mikla orku en þá finn ég mikin mun á henni og fyrir kanski tveim mánuðum.  Yndislegt.

Jiiiih ég var að átta mig á því að ég er að verða búin með önnina í skólanum og er að rúlla þessu feitt upp.  Held að ég verði búin í skólanum í lok nóv byrjun des og ég er þegar farin að vera spennt að fá einkunnirnar eheh og er ekki einu sinni búin að taka prófin mhoho!!  Veit bara að ég verð svo stollt af einkunnunm mínum að hálfa væri miklu meir en nóg.  Ætli ég hengi þær ekki upp hérna í stigaganginum í blokkinni minni, thíhí!

Farin útí búð að kaupa reiknistölvu svo ég get haldið áfram að læra........
Hasta la vista.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er yndislegt að lesa bloggið þitt núnakæra Áslaug. Ég hef verið eitthvað í neðri mörkum í morgun og þú bara sviptir mér upp á augnablikinu. Frábært að þú ert farin áð leyfa þér að lúra  á morgnana og hvíla þig. Ég á eina ömmustelpu í Noregi sem er svona pylsadama. Mamma hennar gerði við hana samning um að skólafötin væru ákveðin kvöldið áður í samræmi við veðurspá morgundagsins og þá loksins var hægt að klæða sig nokkurn vegin vandræðalaust að morgni. Daman er að verða 10 ára í vetur og ég veit ekki hvort þessi samningur er enn í gildi, en hann gerði sitt gagn þegar hún var svona 6 og 7 ára. Lyfið þitt að koma í dag jybbý og Þuríður hress og dugleg jybbý jybbýjybbý. Guð blessi ykkur öll yndislega fjölskyldaEitt hjarta á mann Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.11.2007 kl. 14:24

2 identicon

Fallega fjölskylda

Gott að lesa að allt gengur vel og Áslaug hugsaðu vel um sjálfa þig! Sendi ykkur fullt af hjörtum og helling af góðum hugsunum

 Þið eruð hetjur hversdagsleikans og allar mínar óskir myndi ég gefa ykkur!

Guð gefi ykkur styrk og krafta 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 16:27

3 identicon

Þetta eru nú meiri pæjurnar sem þú átt og gott að heyra að þú hafir getað lagt þig í gær. Já og takk fyrir upplýsingarnar um pillurnar, ætla að tékka á þessu.

Fullt af góðum hugsunum frá USA ,

bestu kveðjur, Gudrún

Gudrun (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 16:49

4 identicon

Frábært að lesa svona póst frá þér þar sem maður hreinlega bara finnur það hvað þér líður betur. 

Vona innilega að lyfin frá Boston hjálpi þér með svefninn og þú getir mætt í ræktina reglulega sem gerir þér greinilega svo gott.

Ótrúlega dugleg að vera í skóla með þessu öllu saman og hlakka til að fara í prófin, ég veit ekki um marga sem gera það.  Þú ert einstök.

Margrét (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 17:23

5 identicon

Frábært hvað þú og þínir eruð dugleg Áslaug.

Knús og kram og ég veit þú munt alveg brillera í prófunum.  Gott gengi með Þuríði....   Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 19:23

6 identicon

Æ hvað það er gott að lesa að þú hafir átt góðan dag í gær Hugsa mikið til ykkar þó ég þekki ykkur ekki neitt...þið eruð svo dugleg og mættu margir taka ykkur til fyrirmyndar

Ég sendi ykkur allar mínar góðu hugsanir og góða strauma

Kveðja, Guðrún H

Guðrún H (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 19:47

7 identicon

Elsku Áslaug..gott að lesa það sem þú skrifar í dag,eins og ávallt,en ég verð svo glöð í hjartanu þegar þér og ykkur líður þokkalega.Það er rosalega gott að eiga dálítið af unaðslegum dögum.Pils...gott hjá henni hún er með kvenlegt innsæi og ég veit að margur karlmaðurinn er henni sammála ....hihihi en ég sendi ykkur orkuknús elskurnar og vona að allt verið svona gott á morgun líka..baráttukveðjur

Björk töffari (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 23:47

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

  yndislegt að fá þessar fréttir af þér vinan. Knús á fjölskylduna

SkagaGunna 

Guðrún Jóhannesdóttir, 8.11.2007 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband