14.11.2007 | 16:20
Ég er uppí skýjunum og ég svíf....
Ég er í orðsins fyllstu merkingu svífandi hér í sveitinni, hver sagði að maður þyrfti vængi til þess? Ohh mæ god hvað er létt yfir manni. Bestasta jólagjöfin sem ég gat hugsað mér og ég þarf sko ekki neina aðra jólagjöf. Við fengum þá verstu í fyrra þegar okkur var tilkynnt að hetjan mín ætti bara nokkra mánuði ólifað en hún hefur sýnt það og sannað að kraftaverkin gerast og maður á ALDREI að hætta trúa á þau. Þetta kraftaverk skal endast alla eilífð og Þuríður mín ætlar að sjá um okkur Skara í ellinni en ekki hvað?
Læknirinn hringdi í mig áðan en hann var að skoða myndirnar aðeins betur og það er þvílík breyting og ég held að þeir skilji bara ekkert í þessu. Sem betur fer er ekki alltaf að marka þessi læknavísindi og þessi þarna uppi hefur ekki bara verið að bora í nefið, hann hefur verið greinlega hlustað á bænina mína og margra aðra og það væri óskandi að hann myndi gera það fyrir fleiri. Fengum nefnilega líka slæmar fréttir í gær af annarri hetju sem er mjög veikur og mig langar að biðja ykkur að biðja fyrir honum og hans fjölskyldu.
Læknirinn okkar í Boston (þessi sem gerði aðgerðina á henni) hefur ekkert viljað gera eða reyna vinna úr myndunum fyrr en hann fengi þessar myndir sem voru teknar í gær í hendurnar. Þannig næsta skref okkar lækna er að senda þær út og ath hvað hann hefur að segja, það væri óskandi að það væri hægt að gera meira fyrir hana eða þeir segji bara að það er ekki hægt að gera meir því það er svo góða staða á þessu? Bara ef ég ætti eina ósk sem myndi rætast.
Þuríður mín fór í öll tjekk fyrir myndatökurnar og þá kom í ljós að hún er búin að léttast um 1 og hálft kíló síðan í haust (og lengjast um 0,5cm)og það er ekki gott og við ekki alveg glöð með en það er í lagi einsog staðan er í dag því hún hafði smá utan á sér sem hún "mátti missa" en ekki meira en það. Lyfin fara nefnilega ekkert svakalega vel í hana þó hún sé að taka ógleðistöflur með en ætli við bætum þá kanski ekki við þeirri þriðju á dag svo hún fari að borða almennilega. Lystin hennar hefur nefnilega minnkað ansi mikið síðan hún byrjaði í þessari meðferð, þessi kíló hefðu alveg mátt hverfa af mér ehehe en ekki henni. Annars á að bíða með að stækka krabbaskammtinn hennar þanga til hún er búin að venjast síðustu stækkun því þetta fer dáltið í hana og hún verður mjöööög þreytt en við viljum einsog læknirinn hennar að hún lifi sem eðlilegasta lífi og geti mætt í leikskólann en ekki liggja bara uppí rúmi og vita varla í sinn haus.
Hérna er mynd af hetjunni minni uppá vöknun í gærdag, dáltið óskýr enda tekin á símann.
Það var mömmudagur hjá mér og hinni hetjunni minni henni Oddnýju Erlu sem hefur átt dáltið bágt enda finnur hún líka hvernig mér hefur liðið. Við höfum átt yndislegan dag, kíktum í þriggja og hálfs árs skoðun sem hún stóðst einsog 6 ára gamalt barn ehe nema hvað hún þarf að fara til augnlæknis og kíkja betur á augun, vona samt ekki að hún þurfi gleraugu en það er nú ekki að versta sem kemur fyrir mann. Fórum til tannlæknis og hefði nú getað bara byrjað að starfa þarna enda stóð hún sig FRÁBÆRLEGA. Að sjálfsögðu enduðum við daginn og kíktum í Toys'r us og þar benti hún mér á ALLA hlutina sem henni langar í jólagjöf og það var nánast hálf búðin eheh!! Henni fannst ótrúlega gaman að skoða allt dótið og fékk að velja jólagjöf handa henni Þuríði sinni, reyndar vildi hún líka fá svoleiðis eheh en það var ekki í boði.
Er búin að lofa henni öðru svona mömmudegi og Þuríði minni líka en það verður víst ekki fyrr en eftir 3.-5.des þegar ég verð búin í prófum. Fékk mikið hrós frá hjúkkunni uppá heilsugæslu með að hafa svona mömmudag, alltaf gaman að fá hrós.
Elsku bestu lesendur takk æðislega fyrir ÖLL kommentin, þau gera svo ofsalega mikið og ég les alltaf hvert einasta komment sem ég fæ. Endalausar þakkir, þið eruð æðisleg og þið hafið hjálpað mér mjööööög mikið í gegnum þetta veikindastríð og vonandi fariði ekki að hætta því enda er þessi brátta ekki búin þó við fengum bestustu jólagjöf ever.
Einsog Hemmi Gunn segir veriði hress, ekkert stress, bless bless.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju
Bestu kveðjur Ingigerður
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 14.11.2007 kl. 16:28
Þetta eru góðar fréttir til hamingju. Gott að þú nærð að sinna hinni hetjunni þinni líka. Þú stendur þig ótrúlega vel.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.11.2007 kl. 16:33
Yndislegar fréttir.
Hugheilar baráttukveðjur, gangi ykkur allt í haginn.
Ragna (ókunn) (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 16:39
Frábærar fréttir, til hamingju.
Ragga (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 17:03
Innilega til hamingju fallega fjölskylda. Er búin að fylgjast með ykkur lengi og hoppaði af gleði þegar ég sá færsluna hjá þér í gær. Gangi ykkur allt í hagin.
Helga (ókunnug)
Helga (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 17:03
Nú fór ég bara að gráta....yndislega Þuríður hetja :) auðvita platar hún þessa lækna...ohhh hvað ég elska þessa litlu snúllu þó ég þekki hana ekki neitt :) knús
Sigga (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 17:34
Sæl Áslaug
Ég er búin að fylgjast með skirfum þínum lengi og er farin að skammast mín fyrir að hafa ekki kvittað hjá þér.
Frábærar fréttir af dömuni þinni og svakalega sniðugt að hafa svona mömmudag, gangi ykkur vel. Ég sendi ykkur alla þá góðu hugsanir sem ég á til.
Jóhanna (ókunnug)
Jóhanna Ragnars (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 17:56
bara senda litla kveðju og segja þér að ég er afar afar glöð fyrir ykkar allra hönd. Guð veri með ykkur og blessi.
ykkar Gunna á Skaganum :*
Guðrún Jóhannesdóttir, 14.11.2007 kl. 18:37
Bænirnar hjálpa, ekki spurning, Þuríður Arna og þið fjölskylda eruð ávallt í bænum mínum. Eigið góða daga
Sæunn ókunnug (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 19:03
Innilega til hamingju með þessar góðu fréttir Það sannast að vonin og trúin hjálpa svo sannarlega.
Baráttu og orku kveðjur á ykkur öll áfram.
Þið eruð í bænum mínum.
Sigrún (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 19:15
Hæ,
Að lesa þetta blogg fær mann eins og svo oft áður til að fá tár í augun. Það er svo frábært að heyra þessar fréttir af fallegu stúlkunni ykkar og einnig er gott að heyra hvað það er gott hljóðið í þér sjálfri, greinilega þungu fargi af þér létt.
Þú minnir okkur daglega á það að þakka fyrir það sem maður hefur og það er svo óskaplega dýrmætt.
Takk, sjálf, fyrir að leyfa okkur öllum sem lesum bloggið þitt að fylgjast með og um leið kenna okkur svo margt í leiðinni.
Kveðja,
Margrét
Margrét (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 20:41
Mikið eru þetta góðar fréttir, og gaman að geta sent stuðkveðjur í bland við hinar hefðbundnu baráttukveðjur. Bloggið þitt ætti að vera skyldulesning fyrir alla foreldra því það minnir okkur á að vera þakklát fyrir hvern dag sem börnunum okkar líður vel.
Ég óska þess að Þuríður hafi það sem allra best, og sömuleiðis allar hinar hetjurnar í fjölskyldunni þinni.
Jón Agnar Ólason, 14.11.2007 kl. 20:51
Mikið er ég glöð með hvað batinn hennar Þuríðar gengur vel. Ég hef haft svo sterka tilfinningu fyrir því að hún væri á batavegi og það er sko rétt. Ég fer ekki að snúa baki við ykkur núna þó vel gangi. Ég var að hlusta á Jóhönnu Sigurðardóttir í kvöld og fréttina um frumvarpið sem hún var að kynna um úrbætur fyrir fólk eins og ykkur. Þó maður vilji alltaf gera betur þá er verið að laga stöðuna mikið og það er ég ánægð með. Kærar þakkir fyrir hlýju orðin þín. Gefðu Oddnýu og Theodór stórt ömmuknús frá mér og auðvitað henni Þuríði. Guð blessi ykkur öll og haldi áfram að senda henni Þuríði bataFríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.11.2007 kl. 21:13
Er hetjan sem þú talaðir um með blogsíðu eða ljósasíðu svo hægt sé að senda bænir og ljós. Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.11.2007 kl. 21:16
ohhh það er svo dásamlegt að lesa bloggið þitt og fá þessar fréttir. Bið fyrir að svona gleðfréttir haldi áfram að streyma til ykkur og heitast af öllu að Þuríði líði ávallt vel.
Katrín (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 22:10
tárin bara streyma niður og ég ræð ekkert við það !
get þá rétt svo ýmindað mér hvernig ykkur líður!!!
gott hjá þér að taka svona mömmudaga, tek þá reglulega með minni stelpu og þeir eru æði :)
held áfram að biðja og biðja, þessi uppi bara hlýtur að heyra það!
knús og kveðjur frá einni ókunnugri út í bæ
bestu kveðjur
Anna
Anna ókunnug (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 22:29
Hæ Áslaug og þið hetjufjölskylda.
Stórt knús frá mér til ykkar. Alveg er það stórkostlegt hvað börnin gera mikil kraftaverk. Þú færð líka hrós fyrir mömmudag - það ættu allir foreldrar að gera pláss fyrir. Gangi ykkur sem best og ég sendi ljós og kveðjur á kertasíðunni hennar Þuríðar. Stella A.
Stella A. (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 22:29
Innilega til hamingju með þessar æðislegu fréttir!
Fylgist alltaf með hvernig hetjunni þinni gengur og ótrúlegt þó svo ég þekki ykkur ekkert þá finnst manni þetta vera yndislegt:)
Hún er algjört kraftaverk hún dóttir þín:)Og öll börnin þín eru svo falleg að það hálfa væri hellingur....
Gangi ykkur áfram svona vel og eruð þið í bænum mínum í kvöld eins og öll hin:)
Bið góðan guð og alla englana hans að vaka yfir ykkur og senda ykkur kraftaverk áfram því ég er alveg viss um að þessi sterka stelpa þín nái sér:)
knús á línuna og njótið lífsins til fulls
Kv.Nína
Nína E. (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 22:42
Kæra fjölskylda ! Frábærar fréttir sem þið hafið fengið og án efa besta jólagjöf sem nokkur getur fengið. Þið eruð frábær og ég fer alltaf annað slagið inn á síðuna til að lesa skrifin þín því að þú ert greynilega ótrúleg manneskja. Það eru ekki allir sem gætu skrifað svona eins og þú um það hvernig þér líður og allt annað sem þú ert að segja frá. Takk fyrir að leyfa okkur að lesa þetta og gangi ykkur vel í ykkar baráttu. Kveðja Ella.
Ella (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 23:47
Til hamingju með þessar frábæru fréttir. Kv. Elsa Lára á Skaganum.
Elsa Lára (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 00:27
ég er svo ánæsð að lífið er að gæla við ykkur núna ,,,,,,, æðislegt að kraftaverkin gerast ennþá knús til ykkar og ég hugsa til ykkar alla daga
heyrustum á msn elsku dúllan mín =)
kv Lára og Binni minn
Lára (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 00:30
Hæ, og innilega til hamingju með þessar fréttir. Guð minn góður hvað þið eigið þær líka loksins skilið:O
Njótið þess, og hafið það sem allra allra best!
Knús til ykkar allra
kv
Odda
odda (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 01:23
Þetta eru hreint alveg dásamlegar fréttir. Það er greinilega allt hægt! Hugsum til ykkar á hverjum degi, stórt knús til ykkar
Sif og fjölsk. (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 08:24
Maður er svo ánægður fyrir ykkar hönd, alveg hreint frábært að allt gangi svona vel. Stórt knús til ykkar.
Steinunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 09:13
Fallega fjölskylda!
Þegar ég las færsluna þína í morgun Áslaug, kveikti á kerti og hugsaði til Þurðíðar þá hugsaði ég þetta og ákvað að senda þetta til Þuríðar Örnu.
Lítil hetja á lífsins braut
fer í gegnum hverja þraut
Bænin mín er bænin þín
þú ein er mér svo falleg sýn
dio. 15/11 07
Elsku litla fallega stúlka þú stendur þig svo vel. Ég mun halda áfram að biðja fyrir þér og tendra ljós hvern dag. Haltu áfram að vera svona dugleg og mundu þú átt einstaka fjölskyldu sem endalaust kennir okkur hinum hvað við eigum að þakka fyrir.
knús á ykkur 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 09:40
Elsku þið öll, Þetta er allt eins og einn stór yndislegur draumur. En samt raunveruleiki.
Gleðst með ykkur af öllu hjarta.
kær kveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 09:42
Sagan af Þuríði Örnu kennir manni að maður á aldrei að missa vonina. Þetta er svoooo frábært. Bestu kveðjur í "sveitina". Sigga mamma Oddnýjar og Ara.
Sigga Odds (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 11:27
Gaman að heyra að þið hafið fengið svona góðar fréttir, Þuríður ætlar sko að sanna að kraftaverkin gerast
Kveðja Benný
Benný (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.