15.11.2007 | 13:45
Jólin snemma í ár :)
Ég er ennþá brosandi hringinn og er ekki alveg að ná mér niður enda þarf ég heldur ekkert að ná mér niður ehe!! Þetta er svoooo mikill léttir, ég er loksins farin að sofa þessu lyf sem ég fékk alla leið frá Boston eru að gera það gott. Well ég kalla það að vera farin að sofa þó ég vakni nokkrum sinnum yfir nóttina og get alltaf sofnað aftur heldur en að liggja andvaka alla nóttina. Hin lyfin gerðu mig þunglynda, mjög svo, þreytt allan daginn þó ég hafi sofið um nóttina en þessi sem ég er á núna þá er ég meira vakandi og get gert meira heldur að liggja bara uppí rúmi. Bara gott.
Jú svo fékk maður þær góðu fréttir frá henni Jóhönnu Sigurðar að hún ætlar að reyna gera betur fyrir foreldra langveikra barna. Hverju mun það breyta fyrir okkur? ÖLLU. Fyrir 5 manna fjölskyldu sem er bara ein fyrirvinna og ég fæ 0kr í "laun" fyrir að eiga veikt barn breytir þetta öllu fyrir okkur. Það er nú ekki búið að samþykkja þetta en ég trúi ekki öðru en þetta verði samþykkt, ég meina það eru 10 fjölsk. sem eru að fá greiðslur vegna langveikra barna sinna en það eiga 220 fjölsk. rétt á þessu. Hvursu asnaleg lög eru þetta? Fáránlegasta í heimi. Við vorum bara svo "óheppin" að barnið okkar veiktist fyrir 1.janúar 2006 og þá eigum við engan rétt. Ég verð eiginlega kjaftstopp að hugsa um þetta. Það er nógu erfitt fyrir foreldra þessara barna að hugsa um barnið sitt og vera með magapínu yfir því hvernig barninu mun líða og hvernig það mun takast á við veikindin sín heldur en líka að þurfa vera með magapínu yfir því hvernig það eigi að borga reikningana sína um mánaðarmótin? ...eða hvort þau geti haldið jólin? Ég meina foreldrar eiga ekki að þurfa líka að hafa peningaáhyggjur hitt er barasta miklu meira en nóg. Ég allavega hrópa húrra fyrir Jóhönnu Sigurðar og hennar fólki fyrir að taka þetta skref því þetta er stórt skref frammá við. Knús til hennar.
Annars var önnur tían að bætast í hópinn (var í prófi á sunnudadaginn), hmmm leiðinlegt eða ekki. Ótrúlegt en satt þá er ég alveg að brillera í þessu námi held að það sé bara einum of létt fyrir svona mikið brain einsog mig eheh!! Skil ekki afhverju bankinn sé ekki búin að hafa samband við mig og bjóða mér einhverja forstjórastöðu? Ekki það að ég gæti tekið henni en skil það samt ekki ehe!
Púúúfffh ég hef svo mikið að segja en get bara ekki skrifað meir núna, þarf nefnilega að þjóta. Dagarnir fljúga frá mér og það er alveg brjálað að gera, prófin að byrja. Þó ég þurfi kanski ekkert mikið að læra fyrir þau en þá er kanski ágætt að kíkja rétt yfir bókina svo ég fái bara tíur, maður fær fullkomnaráráttu þegar maður verður svona "gamall" og sættir sig ekkert við neitt annað en 10. Ohh boy!!
Endilega kveikið á kertum fyrir hetjurnar sem eiga erfitt núna, megið nota síðuna hennar Þuríðar minnar. Var nefnilega að frétta af annarri hetju í gær sem á erfitt, erfitt að vera í þessa litla "samfélagi" (styrktarfélaginu) og tengjast öllu þessu fólki sem eiga veik börn. Svoooo ósanngjarnt. Nei þessar hetjur eru ekki með heimasíður eða kertasíður en þá er líka alveg hægt að nota okkar.
Þið eruð best og flottust, takk fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig og mína.
Hérna eru stelpurnar mínar á afmælinu sínu ásamt bestu vinkonum sínum Skoppu og Skrítlu sem kíktu við í afmælið.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 4870799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guðrún Jóhannesdóttir, 15.11.2007 kl. 14:21
Gleði ,gleði ,gleði, til hamingju með árangurinn Áslaug
Guðrún ( Boston) (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 14:36
Þú ert ótrúleg - að fá 10 - með allar þessar áhyggjur og álag - ég tek ofan fyrir þér og hneigi mig djúpt!! Þú ert æðisleg!!!
Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 16:00
Vá yndislegt hvað fallega hetjan fékk góða skoðun, já og auðvitað til hamingju með tíurnar allar
Eydís (ókunnug) (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 18:15
O happy days. Já það eru virkilega góðar fréttir að nú skuli Jóhanna vera farin að taka til í flórnum eftir Dabba og Dóra. Og það er enginn smá flór. Hún er mjög mikill vinnuþjarkur og rekur stíft á eftir sínum nefndum. Svo það koma örugglega fleiri góð frumvörp frá henni á næstunni. Hennar tíma er kominn svo tekið verður eftir. Það væri nú skárra ef þingið mundi ekki samþykkja málin frá þessari réttsýnu konu. Ó hvað þau eru sæt litlu skottin í myndinni í nýjast blogginu þínu. Þú ert nú meiri garpurinn, með tíurnar í bunum, það munar ekki um það. Gleðifréttir smita og ég fer bara á smá flug með ykkur. Guð blessi ykkur öll og ég kveiki á nokkrum kertum fyrir litlu hetjurnar sem eru svo veikar. Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.11.2007 kl. 21:42
til hamingju með 10urnar. Gangi þér vel.
Inga Steina Joh, 16.11.2007 kl. 05:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.