24.11.2007 | 12:20
Mánuður til jóla
Jiiiiihh þetta er svo fljótt að líða, áður en ég veit af eru jólin komin og mín nánast búin að gera allt. Oddný mín Erla er svakalega spennt fyrir jólunum, vissi ekki að þriggja ára barn gæti verið svona spennt eheh. Ég fór út í morgun og Oddný var ekki sátt við að ég væri að fara þannig ég lofaði henni að ég skyldi skreyta herbergið hennar og Þuríðar þegar ég kæmi aftir en það væri ekki gaman að skreyta það ef það væri svona mikið drasl einsog það var. Stuttu eftir að ég var farin segir hún við pabba sinn "pabbi ég ætla inní herbergi og gera það fínt", hún er nú ekki vön að taka til eftir sig en við reynum samt að láta þær systur taka allavega þátt í þrifunum. Óskar fer til hennar eftir smástund þá er mín búin að stafla öllu dótinu í eitt hornið eheh en hún var sko hörð á því að taka til svo ég muni skreyta með henni á eftir sem ég mun að sjálfsögðu standa við. Þannig við stelpurnar ætlum að skreyta herbergið þeirra og "pína" skara til að fara niðrí geymslu og ná í allt skrautið en honum finnst það heldur of snemmt til að skreyta, thíhí!! En við stelpurnar ráðum.
Einsog ég sagði í gær fórum við Þuríður í Toys'rus og versluðum jólagjöf handa Oddnýju, ég hélt að ég hefði falið gjöfina á góðum stað þannig að þær systur kæmust ekki í hana. Neinei ég var ekki svo klár eða Þuríður mín of klár til að vita um helstu felustaðina á heimilinu því mín fór inní skáp óg kom ótrúlega glöð framm með gjöfina og sýndi Oddnýju hvað hún hefði keypt. eheh!! Snillingur!
Díssúss mar hvað maður sefur ekkert eða jámm, mín er jú farin að sofa heilan dúr til sirka hálf fimm/fimm á morgnanna og sofna bara ekkert aftur. Aaaaaaaaaarghhh!! Ég er vöknuð nánast alla morgna um það leyti og alltaf þegar ég er að sofna aftur koma börnin mín uppí rúm en þá er líka klukkan orðin sjö. Ég er líka algjörlega búin á því núna, kanski ég geti sofið aðeins meira í vikunni þegar börnin eru farin á leikskólan þar sem ég er búin að gera öll verkefnin mín í skólanum og prófin bara eftir. Hrikalegur dugnaður í gangi.
Þuríður mín er einsog ég sagði þreyttari þessa dagana en venjulega, hún kvartaði mikið við mig í gær hvað hún væri þreytt en hún er ALLS EKKi vön að gera. Kvartar aldrei undan þreytu en hún núna byrjuð á því greyjið. Æjhi hún er líka að taka mikið af þessum krabbalyfjum og þá er ekkert skrýtið að hún verði þreytt, þessi litli kroppur þolir ekki endalaust mikið.
Erum á fullu í rannsóknarvinnunni fyrir læknanna og það er eins gott að þeir finni útur þessu, ok það væri náttúrlega best að þeir finndu ekkert en við vitum að það er eitthvað að bögga hana og þá viljum við fá svör.
Púúúúffffh er að deyja úr þreytu, langar mest að leggjast uppí rúm og vefja mig inní sængina mína en það er víst ekki í boðið allavega ekki strax, ótrúlega bissí og svo er það að sjálfsögðu skreyting í prinsessu-herberginu sama hvað húsbóndinn á heimilinu segir.
Njótið dagsins.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
snillingurinn Þuríður Arna
Njótið dagsins mæðgur, já og Skari líka hehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 24.11.2007 kl. 12:34
Þið Skari eruð ótrúlega dugleg og Áslaug ég vona innilega að þú fáir betri og dýpri svefn og meiri orku. Því það er verkefni að vera 3 barna móðir hvað þá gjörsamlega úrvinda. Gangi ykkur vel að skreyta.
hm (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 15:54
Algjörir snillingar.Skreytingakveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 16:02
Aldrei of snemmt að fara að skreyta . Var sjálf að setja seríu á svalirnar og í gluggana Lífgar svo uppá umhverfið.
HAKMO, 24.11.2007 kl. 16:27
Vildi senda ykkur risastórt orkuknús og það er sko í góðu lagi að skreyta snemma,enda lýsir það upp skammdegið.Eigið þið yndislega helgi og njótið þess að vera saman...baráttukveðjur
Björk töffari (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 20:13
gaman að sjá þig bæði í gær og í dag og p.s takk fyrir prinsinn minn í gær :) knús og koss.......
Þórunn Eva , 24.11.2007 kl. 21:16
*Innilegt knús til spæjaranna og ykkar allra. Mínir guttar snúa öllu við í leit að jólagjöfum því að eins og þú, fórum við í Toys´r´us og verlsuðum og þeir VITA það!! Klaufalegt af okkur, en svona er það.
Jólaljósin okkar eru líka að tínast upp eitt af öðru enda skammdegið að komast í hamark og ekki úr vegi að lyfta því upp með fallegum ljósum. Biðjum að heilsa jólabörnunum þremur. (tjah... ef ekki öllu fimm bara. Er fullorðna fólkið ekki jólafólk líka??? )
Knús og kossar.
Ylfa Mist Helgadóttir, 25.11.2007 kl. 12:19
Mikið hefði ég viljað vera fluga á vegg hjá Oddnýju þegar tiltektin stóð yfir. Hún er rösk eins og mamman þessi elska og vill að hlutirnir gangi. Þetta líkar mér, svona eiga komur að vera. Ó minnstu ekki á felustaðina, það er alveg með ólikindum hvað þessar elskur geta verið fundvísar bæði á gjafir og smákökur. Ég bíð spennt eins og allir, eftir að heyra frá Boston. Vona að þú getir sofið betur eftir að prófunum líkur og allar tíurnar eru komnar í hús. Mikið verður mín þá roggin (og á það skilið). Bið Guð að blessa ykkur öll og senda Þuríði fullt af bata Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.11.2007 kl. 19:58
Það er um að gera að fara að skreyta til að komast aðeins í jólastuðið.
Ég var einmitt að pæla í að fara að setja seríurnar í gluggana.
Hafið það bara gott kæra fjölskylda.
Bestu kveðjur
Silla Karen
Silla Karen (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.