Leita í fréttum mbl.is

Elsku Þvörusleikir

Viltu vera svo vænn að gefa okkur stelpunum gloss í skóinn og Theodóri Playmo.  Við ætlum að reyna vera góðir krakkar.
Þínir vinir
Þuríður Arna, Oddný Erla og Theodór Ingi.

Þetta bréf voru stelpurnar að skrifa til þvörusleikis og áttu hugmyndina sjálfar eða réttara sagt Oddný Erla mín og eru að setja í skóinn og vonandi verður sveinki að ósk þeirra. 

Höfum ekkert heyrt frá spítalanum í dag og ég er ógeðslega fúl, allir doktorarnir í fríi þar að segja okkur og þeir eru nú ekkert fáir.  Allir bara komnir í jólafrí?  Þannig við þurfum að bíða framyfir helgi eftir niðurstöðum, grrrrrr!!

Þuríður mín hefur nú borðað alveg heila kleinu í dag og frostpinna og það er nú bara aldeilis mikið hjá henni, æjhi vonandi er þetta í áttina hjá henni.  Við erum stanslaust að ota í hana mat en gengur frekar erfiðlega.  Hún er aðeins hressari en síðustu tvær vikur, hefur "bara" lagt sig tvisvar í dag sem er nú bara frekar gott.

Hey ég verð nú aðeins að minnast á einkunnir mínar en ég var að fá lokaniðurstöður rétt í þessu, trallalalala!!  Smá misskilingur með bókfærsluna ehe en ég fékk nú bara 10 í lokaeinkunn í henni thíhí! Ömurlegt eða þannig.  Í tölvum fékk ég 10, stærðfræði 9 og íslenski 6.  Bwaaahhh ég er svo hrikalega léleg í þessari íslensku sem ég var að læra að hálfa væri miklu meir en nóg þannig stefnan er kanski ekki sett í að vera ritari Bankastjóra Glitnis ehe þó hann vilji ö-a ólmur fá mig í það starf en þá þarf ég að vera betri í þessari íslensku.  Dóóóhh!!  Sendi líka mail á kelluna sem sér um brautina sem ég er á og var að ath hvort ég gæti nú kanski bætt við mig í fjármálageiranum sem mig langar að læra þegar ég verð búin með þetta sem ég er að læra eða tekið fleiri greinar á minni braut en í boði eru bara fjórar en bara svona til að flýta útskrift.  Ég er bara svo klár.  Æjhi kanski yrði það of mikið en þá veit ég líka að mér finnst gott að geta kúplað mig aðeins útur öllu og hugsað um lærdóm og ekkert annað, mér finnst gott að hafa mikið að gera og vera undir smá pressu.  Hey maður getur alltaf hætt við einhverjar greinar ef mér finndist það of mikið.

Best að fara leggjast í sófan með tærnar útí loft, jehh right einsog það sé í boði?  Kanski eftir svona klukkutíma þegar allir eru sofnaðir og þá mun ég væntanlega leggjast útaf líka er orðin hrikalega þreytt á sál og líkama.

PC117979
Stelpurnar mínar kátar í prinsessuvagninum í jólatívolíinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Ekkert smá flottar einkunnir hjá þér.  Þú ættir nú að geta fengið starf sem ritari hjá þessum bankaköllum.  Eru þeir ekki allir farnir að tala ensku .  Minnsta kosti voru þeir eitthvað að tala um það í Landsbankanum.

Sendi ykkur orkustrauma.

knús og kram

Bergdís Rósantsdóttir, 14.12.2007 kl. 20:38

2 identicon

Vona svo sannarlega að sveinki komist til byggða.Stofnar bara sjálf fyrirtæki góða.Sendi svo viðbót af orkustraumum.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 20:48

3 identicon

Til hamingju með frábærar einkunnir!! Þú ert ótrúlega dugleg og frábært hjá þér að vera í námi því þú verður bara sterkari við það og getur þá gefið fjölskyldunni meira af þér því svona nærir þú sjálfa þig .

Kv. Hafdís.

Hafdís (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 21:00

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

til hamingju með einkunnirnar.. frábær árangur

Vonandi mun ganga betur að koma mat í litlu hetjuna.. gaman að sjá myndirnar, ofsalega falleg börnin þín.

Ég væri líka til í að fá gloss í skóinn, vonandi hefur þvörusleikir nóg af slíku í pokanum handa telpukrílunum....

Guðríður Pétursdóttir, 14.12.2007 kl. 21:02

5 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ég les oft bloggið þitt!

Ég kveð nú bloggheim í bili og sný aftur til Afríku.

Þar sem ég bý er útilokað að blogga en ég les bloggið þegar ég get.

Jólagjöfin frá mér til þín er HÉR = http://vilhelmina.blog.is/blog/vilhelmina/entry/391293/

Gleðileg Jól!

Vilhelmina af Ugglas, 14.12.2007 kl. 21:19

6 Smámynd: Þórunn Eva

Hlökkum til að sjá ykkur á morgun...

koss og knús 

Þórunn Eva , 14.12.2007 kl. 22:26

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bréfið til Þvörusleikis er hrein snilld. Ég ætla bara rétt að vona að hann eigi svona dót.  Gloss er alveg frábært ef maður er í prinsessuleik og svoleiðis. Gott að Þuríður er aðeins farin að narta og farin að sofa minna. Eru þetta ekki lyfin sem hafa gert hana svona veika og svo aðlagast hún smátt og smátt. það kemur svo sterkt inn í hugann minn. Eigið þið góða helgi og reynið endilega að setja áhyggjurnar til hliðar, það mætti til dæmið setja þær í frost.

Heyrðu, næstum búin að gleyma prófunum og þessum flottu tölum. Þú átt endilega að halda áfram, ef svona sjený fara ekki í skóla, þá veit ég ekki hver á að gera það. Svo er það ágætis leið til að loka á veikindi Þuríðar, sem er frábært.

Góða helgi og Guð veri með ykkur Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.12.2007 kl. 22:50

8 identicon

Þú ert nú alveg ótrúleg að fá þessar einkunnir - til hamingju með það - sendi ykkur allar mínar bestu óskir, ljós og bænir um að allt fari að ganga betur. Guð veri með ykkur.

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 23:10

9 identicon

Þið eruð öll alveg rosalega dugleg.  Frábærar einkunnir og fallegar myndir.  Maður verður nú sjálfur svakalega slappur og svimar ef maður borðar lítið tala ekki um ef maður er slappur kannski fyrir og missir 3 kg!! Sendi ykkur orkukveðjur og batakveðjur.

hm (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 00:21

10 identicon

Veistu Áslaug, að ég tek að ofan fyrir þér. Þú ert held ég dugegasta manneskja sem ég veit um.

 Ég vona að þið getið átt góð og yndisleg jól. Og náið að njóta þess að vera saman,

Hafið það öll sem best .

Gleðilega jólahátíð.

Kveðja Halla Rós og Sturla Símon

Halla Rós (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 00:26

11 identicon

Hæ Hæ.

Ég sagði það um daginn þú ert bara haus Innilega til hamingju.

Vonandi fer nú litla prinsessan að borða meira um helgina. Já og ég ætla rétt að vona að þvörusleikir eigi gloss í fórum sínum. Örugglega ekkert verra að það sé með bragði. Playmo  hefur hann nú örugglega.

Eigðið svo góða helgi og svo fáið þið vonandi bara góðar fréttir hjá doksunum eftir hana.

knús Gunna

Gunna (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 01:38

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

mæli með aðferðinni hennar Fríðu setja áhyggjur í frost

Bara ef það væri nú hægt!

Knús á fjölskylduna

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.12.2007 kl. 12:58

13 identicon

Mikið er gott að sjá að þið náðuð að njóta ykkar aðeins í baunlandinu, alltaf gaman að koma til kóngins köben. Auðvitað fáið þið góð jól ekki gefna neinu öðru séns elskurnar, þetta er bara smá bakslag og ekkert annað hjá litlu frænku minni. Ég trúi að hún njóti sínum um jólin og sé að safna kröftum til að geta tætt í sig pakkana með systkinum sínum Trúin flytur fjöll og Þuríður Arna hefur svo oft sannað það að hún fer ekkert að hætta því núna Gangi ykkur allt í haginn elskurnar.

sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband