Leita í fréttum mbl.is

Jólafílingur.....

Ég hef ákveðið að pakka niður þessum ömurlega líða ofan í kassa, setja fallegan pappír, festa slaufuna fast og ekki opna hann fyrr en eftir áramót.  Þarf að hrista mig aðeins til og reyna fara njóta þessara daga sem eru að koma, það verður erfitt en ég veit að ég mun geta það.  Ég er svo mikið jólabarn einsog restin af fjölskyldunni og mig langar að njóta þessara tíma með þeim glöð en ekki með endalausa magapínu, hey ég hef þau öll hjá mér yfir hátíðirnar en það eru ekki allir svo heppnir.  Njóta hvers dags alveg í botn. 

Þuríður mín Arna fór alltíeinu að borða á sunnudaginn og er farin að safna á sig grömmum sem er æðislegt og þá fór aðeins að lifna yfir minni, hún sefur ekki eins mikið og hún gerði þó hún sé kraftalítil en þá er hún öll að koma til.Smile  Ég er farin að finna smá spennu hjá henni útaf jólunum sem er ennþá betra, meira að segja farin að spurja mig hvað við gefum einsog Evu Natalíu frænku sinni og mundi það svo seinna um daginn þegar ég spurði hana.  Já mér finnst það mjög merkilegt því hún er ekki vön að spurja svona hluta hvað þá muna eftir þeim, bara best í heimi.  Hún er t.d ein af systkinum sínum sem hefur verið að vakna um nótt til að kíkja í skóinn og þá er nú mikið sagt, sýna þann spenning er æðislegt.

Hin tvö eru alveg að deyja úr spenning nema hann Theodór minn vill ekki fá sveinka í heimsókn ehhe, hann verður nefnilega alveg snar og fer allur að skjálfa þegar hann birtist.  Greyjið!  Samt ætlum við að fá sveinka til okkar hingað í sveitina á Þorlák en það er nú kanski meira gert fyrir stelpurnar enda voða skotnar í honum einsog flest börn.  Æjhi það er ótrúlega gaman að sjá hvað þau eru orðin spennt, Oddný Erla mín byrjaði nú að vera spennt í byrjun des ehe og pælir mikið í pökkunum en þetta er allt að koma hjá henni Þuríði minni.  Ég verð orðið að læsa herberginu mínu svo Þuríður komist ekki þangað inn eheh einsog í fyrra kom ég að henni uppí rúmi og búin að opna nokkra pakka thíhí og vávh hvað hún var glöð hvað hún var dugleg að opna gjafirnar þannig rétt fyrir jól í fyrra var í því að pakka gjöfum aftur inn.  Dóóhh!!  Sem betur fer voru þetta bara gjafir sem við ætluðum að gefa en ekki sem þau áttu að fáWink.

Það er búið að flýta myndatökunum hjá Þuríði minni, þær áttu ekki að verða fyrr en í febrúar því henni hafði liðið svo vel og kom allt svo gott úr síðustu myndatökunum en það er búið að flýta þeim um miðjan janúar og vonandi ekki flýtt en meira.  Þeim yrði nefnilega flýtt en meira ef henni færi að líða aftur eitthvað illa eða fengi aftur svona höfuðverkjakast einsog um daginn en ég vona svo heitt og innilega ekki.

Jámm ég hef verið í litlu bloggstuði síðustu daga, ég er bara orðin svo langþreytt en fólk á ö-a erfitt með að skilja það en þá kemur mesti kvíðin og þeytan þegar vel gengur.  Þó síðustu þrjár vikur hafa verið mjög erfiðar og tekið mikið á þá er maður aðeins að geta slakað á núna en þá verður líðan manns helmingi verri.  Ég hélt að ég væri eitthvað öðruvísi en aðrar mömmu í þessum "bransa" en nei svo er ekki sem betur fer, ég hef nefnilega verið að ræða við nokkrar og þær lýsa þessu alveg eins hjá sér.  Skrýtinn heimur!  Ég er orðin algjörlega máttlaus af þreytu og kvíða en ég er að fara pakka þessu inn þó það verði erfitt en ég get, ætla og skal. 

Það hafa margir beðið mig um að senda sér myndina af mér með geislabaugnum en því miður er ég búin að vera senda nokkrum en mailið mitt höndlar ekki svona sendingar.  Annaðhvort fer myndin ekki eða hún fer 10x til sömu manneskjunnar en ég fyllti t.d. mailboxið hjá pabba af sömu myndinni ehe, mailið mitt er eitthvað að klikka allavega með svona myndir að gera þannig ég er að hugsa mig um að birta hana hérna þó ég ætlaði ekki að gera það.

Best að fara pakka þessum ömurlegu tilfinningum í kassa og herða slaufuna vel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl. Ég fylgist alltaf með ykkur og mér líst vel á þessa hugmynd hjá þér að ætla að leggja þetta til hliðar. Það er ótrúlegur styrkur að geta það. þú er mér mjög sterk fyrirmynd.

 kv Birna

Birna Hrönn (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 09:01

2 identicon

Elsku Áslaug.  þetta er góð hugmynd hjá þér, að pakka niður erfiðum hugsunum og tilfinningum og geyma bara þar til..... .einhverntímann !

Reyndu að hvíla þig, eiga góðu augnablikin með börnunum og þá færðu örugglega jólatilfinninguna í  hjartað.    Ég vona svo innilega að þið eigið sem best jól, því ef einhverjir eiga sanna jólagleði skilið, þá ert það þú og fjölskyldan þín.  Bestu kveðjur,  Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 09:20

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Gott að elskan litla sé hressari. Þú ert sterk og dugleg kona og greinilega alveg frábær mamma -

Gleðileg jól!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 20.12.2007 kl. 09:45

4 identicon

Nei Áslaug þú ert sko ekki eina mamman sem átt þetta til. Þegar illa gengur eða eitthvað er erfitt í veikindunum á maður til auka kraft, svo kemur spennufallið þegar hlutirnir fara uppá við aftur.  Ég þekki það vel líka.  Það sem heldur mér á floti og hjálpar mér við að höndla veikindi sonar míns er einfaldlega sú auðvelda speki að hugsa um EINN DAG I EINU.  Um leið og ég fer á flug að hugsa fram í tímann kemur kvíðahnúturinn í magann.  Mér tekst hins vegar að tækla lífið ágætlega með þessu einfalda ráði.  Og að vera þakklát fyrir það sem maður þó hefur í dag. :)  Knús og jólakveðjur til þín 

þóra Pálsdóttir 

Þóra Pálsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 10:05

5 identicon

æ mér líst ótrúlega vel á það að pakka þessum kvíðahnút aðeins niður, vertu ekkert að skreyta hann neitt, enda ekki skemmtilegur pakki :) vona svo innilega að þið náið að njóta jólanna í botn og komast í fílinginn! svo að sjálfsögðu mun ég og fjölskyldan mín reyna að okkar bestu mannlegu getu að færa ykkur kraftaverk í jólagjöf, við erum allavega búin að biðja hann uppi að gefa allavega eina stóra góða jólagjöf til ykkar!

Gleðileg jól kæra Áslaug og fjölskylda

Með jólakveðju Anna

Anna ókunnug (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 10:45

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

knús á þig og ykkur öll Áslaug mín, gott að heyra af kassanum og áhyggjunum auðvitað er Þuríður kraftaverkastelpan að koma til, hún ætlar að  njóta jólanna eins og systkini hennar Frábært með matarlystina og þyngdaraukningu.

Knús og meira knús, njótið svo daganna sem eru framundan og svo ég tali nú ekki um komu jólasveinsins hehehehe. 

Guðrún Jóhannesdóttir, 20.12.2007 kl. 12:17

7 identicon

Gott hjá þér að pakka inn kvíðanum. Það er frábær ákvörðun sem þú getur leitað í ef þú færð ónotatilfinningu.

Vá það hljóta nú bara allir að skilja hvað þú ert langþreytt.

En þú ert samt ofboðslega dugleg og þið öll í fjölskyldunni.

Og það er satt þegar betur fer að ganga þá er andlega hliðin oft ekkert að funkera það. Virkar eins og bilað tannhjól

En leyfið spenningnum að koma hjá ykkur öllum og einbeitið ykkur að slaka á og ná í skottið á jóla jóla og haldiði bara fast.

Frábært að snúllan er farin að bæta á sig.

Skil Theodór.... var sjálf skíthrædd við svona kalla þegar ég var lítil.

jólaknús

gunna

gunnaG (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 12:23

8 identicon

Knús á ykkur - gangi ykkur allt í haginn

Berglind Elva (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 13:27

9 identicon

Frábært hjá þér. Gott þú hefur tekið þessa ákvörðun og ætlar að leyfa þér að njóta, þú átt það svo mörgum sinnum skilið.

Gleðilega hátíð fjölskylda.

elva (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 13:28

10 identicon

Þetta er góð ákvörðun hjá þér Áslaug mín; að pakka kvíðanum niður.

Ég skil reyndar eiginlega vel að kvíðinn hellist yfir þig þegar vel gengur, það er erfitt að útskýra það, en þá hefurðu sennilega mestan tíma fyrir hvað ef hugsanir og leyfir þér að hugsa lengra fram í tímann...

Prófaðu að senda myndina á www.sendspace.com það er mjög sniðugt apparat og þitt pósthólf fer ekki í steik og pósthólfið hjá pabba þínum fyllist ekki ;)

Það er frábært að stelpan er að hressast og nú er bara að njóta hverrar mínútu.

Gleðileg jól kæru vinir

kv. Súsanna 

Súsanna (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 13:53

11 identicon

Mikið er gott að Þuríði Örnu líði betur, við hugsum alltaf hlýtt til ykkar ;) og biðjum einnig fyrir ykkur  Þið eruð svo dugleg.

Enn mér líst vel á að þú pakkir þessum líðan niður, mátt meira að segja senda það til mín hingað til Danmerkur, ekkert mál Áslaug mín, ég skal sjá um að geyma þetta fyrir þig.

Enn það er oft að þegar maður fer að slappa af og þegar það fer aðeins að róa til hjá manni að þá kemur þreytan, kvíðinn og allt hitt, því þá gefst kannski aðeins meiri tími...

Enn mikið hvað ég vona að þið náið að njóta jólanna.

Ég allavega bið algóðan Guð að gefa ykkur Gleði og hamingjurík jól. Og endalausa gæfu á komandi ári.

Jólaknúsar til ykkar kæra fjölskylda

Með kveðju Halla Rós, Sturla Símon og fjölskylda

Halla Rós í DK (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 14:27

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl elsku Áslaug. Hún lætur ekki að sér hæða ljónynjan sem í þér býr. Ætlar bara að pakka kvíðanum í kassa og geyma inni í skáp. Mikill er þinn kjarkur og mikil er þín einbeyting. Þó þú sért einstök þá eru eins og við öll að eftir álagstíma kemur bakslag og við bara botnum ekki neitt í neinu, því þá eigum við  að vera svo hress.

Frábært að Þuríður mín er farin að þyngjast og hressast, það verður basta jólagjöfin í ár.

Heyrðu, er það ekki frábær viðskiptahugmynd að selja svona kassa undir áhyggjur og kvíða? Guð blessi ykkur öll Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.12.2007 kl. 14:40

13 identicon

Mikið er gott að heyra að Þuríði litlu er farið að líða betur. Ég bið Guð að styrkja þig og hjálpa þér að pakka áhyggjunum og kvíðanum niður.  Ég vona svo innilega líka að þið eigið góð og gleðileg jól.

Kristín (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 15:08

14 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Guð blessi ykkur

kv sj

Sigríður Jónsdóttir, 20.12.2007 kl. 17:18

15 identicon

Sæl Áslaug.  Guð blessi þig og varðveiti og gefi þér og Þuríði , Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Þess óskar Rósa Aðalsteinsdóttir Vopnafirði

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 21:06

16 Smámynd: Anna Steindórsdóttir

Frábær kona og dugleg. Góð hugmynd að hugsa um einn dag í einu þessi líðan er eðlileg, ég þekki hana sjálf. Kvíðahnúturinn er erfiður. Frábært að stelpan þín þyngist og er hressari. Sendi þér bestu jólakveðjur og allri fjölskyldunni. Ég var sjálf í þessari líðan fyrir ári síðan, sonur minn var veikur fann það ráð að fara í göngutúr á hverjum degi ein með sjálfri mér og öðlaðist mikinn styrk við það

Anna Steindórsdóttir, 20.12.2007 kl. 21:46

17 identicon

Kæra fjölskylda.

Góð hugmynd að pakka leiðum tilfinningum niður um sinn. Það sama ætla ég að gera, takk fyrir hugmyndina. Þið hafið kennt mér margt með dugnaði og jákvæðni og eruð alltaf í bænum mínum þó ókunnug séuð.  Megið þið eiga góð og gleðileg jól.

Ingunn

Ingunn (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 21:47

18 identicon

Pakka pakka jólastúlka.Kv

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 21:53

19 identicon

Hæ Áslaug.

Frábært að heyra að Þuríður Arna er að borða og hvað hún er spennt.

Þig skil ég vel, spennufallið eftir erfiðan tíma. En bara tær snilld hjá þér að ætla að pakka ónotalegum tilfinningum niður í kassa.

Þið eruð frábær fjölskylda. Bið Guð að styrkja ykkur og senda ykkur orku og hlýja strauma.

Áslaug, við söknum þín í ræktinni. Okkur vantar taktinn þinn, núna erum við að lullast í gegnum hringinn án þín. 

Gleðileg jól og stórt knús frá mér.

Anna Lind (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband