Leita í fréttum mbl.is

Á morgun

Hérna eru allir að deyja úr spenning fyrir morgundeginum og hádeginum á eftir.  Jólasveinarnir eru að koma í heimsókn til okkar á eftir og stelpurnar eru svakalega spenntar en Theodór minn er sko ekki spenntur að fá þá í heimsókn ehe, greyjið litli.

Oddný Erla mín pælir mikið í því hvað hún eigi að fá í jólagjöf, hvort hún fái playmo eða Dóru dúkkuna sem henni langar svo en Þuríður Arna mín pælir lítið í því en upplifir spenninginn í gegnum systir sína sem er bara gaman að sjá.

Oddný er á þessum "afhverju" aldri og spyr mikið og vill svör við öllu þó maður sé búin að svara þá kemur alltaf "afhverju" og það þýðir sko ekkert að segja "ég veit ekki", ótrúleg alveg.  Hún fór næstum því að gráta þegar við sögðum henni að Jesús væri dáinn og skilur ekkert í því að við erum að halda jólin því hann er dáinn og átti afmæli á jólunum?  Já það er erfitt að útskýra þessa  hluti fyrir henni.

krakkarnir allir eru komnir í tæp tveggja vikna frí frá leikskólanum en það verður sko engin leikskóli hjá okkur milli jól og nýárs, ætlum bara að njóta þess að vera saman og gera allt og ekkert.  Hanga á náttfötunum, vonandi getum við velt okkur í snjónum og bara sofið þegar okkur langar að sofa. Hlakka mikið til.  Ætlum líka að kíkja í sumarbústað um jólin og njóta þess að vera í pottinum og horfa á stjörnurnar.

Við eigum okkar hefðir um jólin, förum t.d. alltaf á Ítalíu að borða á Þorlák með mömmu, pabba, Oddný systir og fjölskyldu og skreytum svo jólatréð um kvöldið þegar við erum búin að kíkja á stressið í kringlunni eða Laugaveginum.  Kíkjum í kirkjugarðinn á aðfangadag, borðum möndlugrautinn uppá Skaga í hádeginu, svo förum við heim tökum á móti múttu með pakkana, leyfum krökkunum að setja pakkana undir tréð og svo er bara beðið eftir jólunum eftir jólabaðið.  Svona hafa okkar Skara jól verið síðan Þuríður mín kom í heiminn, bara gaman!

Ekkert stress á heimilinu þar að segja til að passa sig að engin ryk séu í hornunum, það skiptir minnstu máli hérna þó við þrífum að sjálfsögðu en þá erum við bara mest hamingjusöm að vera öll saman þessi jól sem við hefðum ekki átt að vera.  Best í heimi.

Ætla núna að fara gera ekkert.
Ekkert stress, veriði hress, bless bless.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól hetjurnar mínar og njótið ykkar í faðmi fjölskyldunnar.

Stórt jólaknús frá mér og ég mun hafa kveikt á kertum fyrir ykkur alla jólahátíðina.

Vilborg (ókunnug) (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 11:04

2 identicon

Megi þið eiga yndisleg jól og gott að lesa að það er gott í ykkur hljóðið svona þegar jólin eru alveg að fara detta inn.

kv.marianna  

maríanna (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 11:06

3 identicon

Glæsilegt að spenningurinn ræður ríkjum núna.Hefðirnar þær meiga ekkki klikka.Já það stærsta málið að vera saman,en ekki rykkorn hér og þar um húsið hjá fólki.Sendi til vara jólasvein og ?? á mailið þitt.Kv

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 11:14

4 identicon

Langar til að óska ykkur gleðilegra jóla gæfu og gleði á komandi ár.

Hugsa oft til ykkar og kveiki á kertum fyrir litlu snúlluna ykkar.

Guðbjörg (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 11:40

5 identicon

Kæra fjölskylda, Guð gefi ykkur gleðilega jólahátíð

Sigurlaug (norðan) (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 11:42

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gleðileg jól og farsælt komandi ár elsku fjölskylda og innilegar þakkir fyrir blog-samveruna á árinu sem er að líða,megi jólin vera sem allra best.kv.linda og fjölskylda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.12.2007 kl. 12:41

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já það  er yndislegt að vera saman og njóta þess að vera til. Njótum augnabliksins og hamingjunnar. Gleðileg jól öllsömul og Guð veri með ykkur. Þakkir fyrir þann mikla stuðning sem skrifin þín veita við ótrúlegustu aðstæður. Þú ert stórkostleg kona Áslaug Ósk. Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.12.2007 kl. 12:49

8 identicon

Frábært plan hjá ykkur  !!

Gleiðileg jól kæra fjölskylda !

Helena (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 13:02

9 identicon

Gleðileg jól öll sömul og gott nýtt ár :)

Knúss knúss úr þokunni í London.

Hrund og Tolli  

Hrundski (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 13:26

10 identicon

Elsku fjölskylda, Mikið er ég glöð að heyra hvað henni Þuríði líður mikið betur, ég samgleðst ykkur svo innilega.

Megið þið njóta alls hins besta nu um hátíðarnar og bara um alla tíð. Þið eruð svo miklar hetjur og ég lít upp til ykkar.  

Megi Guð gefa ykkur Gleði og frið um jólin.

Hafið það sem allra, allra best 

Með jólakveðju Halla Rós, Sturla Símon og skvísurnar 3 í Danmörk

Halla Rós (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 14:56

11 identicon

 Guð gefi ykkur Gleðileg jól, kæra fjölskylda. Með ósk um að nýja árið færi ykkur betri heilsu og mikla gleði svo þið getið notið þess öll að vera saman um ókomin ár. Megi árið 2008 vera " ár hetjanna". Jólakveðja Sólveig

Sólveig Jónsd (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 15:09

12 identicon

Elsku elsku,fjölskyldan öll yndislega,svona á að njóta jólana bara vera SAMAN og njótið þess,bestu jólakveðjur.Kv.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 15:22

13 identicon

Langað bara að óska ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.

og senda ykkur góða strauma til að takast á við komandi ár.

Guðrún ( Boston) (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 18:10

14 identicon

Elsku Áslaug,Skari og hinar hetjur heimilisins..guð gefi ykkur gleðileg jól og vona að þið eigið saman yndislegan tíma og að nýtt ár verði ykkur farsælt elskurnar.Jólaknús og kærleikskveðjur

Björk töffari (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 20:00

15 identicon

Óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Jólakveðjur

Þóra, Gunnar, Páll Axel og Ásdís María (SKB) 

Þóra Pálsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 20:28

16 identicon

Gleðileg jól til ykkar, hafið það sem allra best um hátíðarnar.

Ragga (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 20:37

17 identicon

Gleðilega hátíð!

 Kveðja,

Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 21:43

18 identicon

Óska ykkur heilsusamlegra, gleðilegra, dásamlegra og skemmtilegra jóla.  Guð blessi ykkur öll.

hm (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 21:49

19 identicon

Guð gefi ykkur gleðileg Jól og blessunarríkt komandi ár.  Njótið þess að vera SAMAN.

Kristín (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 23:02

20 identicon

Ég sendi ykkur öllum og stórfjöldskyldunni ykkar mínar bestu jóla og nýársóskir og að allt fari bara upp á við. Njótið líðandi stundar eins og hægt er.Ég kveiki á kertum fyrir ykkur og þið eruð í bænum mínum.

Guð blessi ykkur öll og varðveiti um ókomin ár.     Þess óska ég jólakveðja Birgitta

Birgitta (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 23:15

21 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Gleðileg Jól.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 23.12.2007 kl. 23:28

22 identicon

Elsku Óskar, Áslaug, Þuríður, Oddný Erla og Theodór 

Gleiðileg jól og hamingju ríkt ár. Megi lánið og hamingjan elta ykkur uppi hvar sem þið farið. Sé að þið kunnið að njóta jólanna, já svona á að gera þetta = ekkert stress

sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 23:34

23 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda.

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Bið þess í bænum mínum að allir heimsins englar vaki yfir ykkur. Tek ykkur til fyrirmyndar og nota móttóið ykkar óspart... ekkert stress!

Ég og börnin mín kveikjum á kertum fyrir hetjuna okkar og ykkur frábæra fólk! 

Hlakka til að taka á því með þér Áslaug í janúar. 

Knús knús,

Anna Lind (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 01:36

24 identicon

Kæra fjölskylda.

Guð gefi ykkur gleðileg jól og farsæld um ókomin ár. Megi almáttugur Guð lækna Þuríði. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 01:56

25 identicon

Sæl kæra fjölskylda,

                               mig langaði bara að óska ykkur Gleðilegan Jól.

Kær kveðja Dee

Dolores (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 02:28

26 Smámynd: Inga Steina Joh

  Gleðilega jólahátíð!

'Oskum ykkur gleðilegra jóla og haminjuríks árs  

Inga Steina Joh, 24.12.2007 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband