30.12.2007 | 18:14
Komin heim
Þá er stórfjölskyldan mætt í sveitina og búin að hafa það yndislega gott í "hvíldarbústaðnum" hjá styrktarfélaginu. Við gerðum allt og ekkert, sváfum þegar okkur langaði að sofa, börðumst úti í kuldanum, kíktum í pottinn, horfðum á Latabæ, kveiktum á nokkrum stjörnuljósum, las bókina Póstulín sem ég mæli hiklaust með og þið lærið heilmikið af því að lesa hana, spiluðum og slappað bara endlaust vel af. Við öll höfðum svo gott af þessari hvíld, Þuríður mín að sjálfsögðu mest og gat legið í leti alla dagana enda ekki mikil orkukona þessa dagana og það var bara yndislega gott. Við grilluðum að sjálfsögðu, við fengum humar síðasta sumar (jámm síðasta sumar) og ég er búin að passa svo vel uppá gullið mitt ehe eða til gott tækifæris einsog núna síðustu daga og við tókum hann með okkur og fengum la grill humar að hætti Skara. Slurp slurp. Vávh hvað ég elska þennan mat og hvað maður fær hann alltof sjaldan enda ekki fyrir venjulega manneskju að versla sér svona gull. Sem sagt þessi ferð var æði í alla staði, alltaf gott að komast í kyrrðina og helst vera með tærnar útí loftið allan tíman. Æði gæði!!
Þuríður mín Arna er sæmileg þessa dagana, þreytt og sefur dáltið mikið og verður að fá að sofa þegar hún vill og þarf sofa. Hún er t.d. núna að taka sinn annan dúr í dag en svefninn hennar hefur eitthvað verið að aukast síðustu daga, þreytan að segja til sín en vonandi er hún bara að safna orku fyrir nýja árið. En við erum búin að fá flýti á myndatökunum hennar en hún fer í þær 8.janúar, læknarnir gera flest allt sem við biðjum þá um líka bara til að halda okkur góðum og minnka stressið í manni sem hefur verið að "drepa" mann síðustu daga. Ekki þægilegar tilfinningar.
Krakkarnir eða þá aðallega stelpurnar eru svakalega spenntar fyrir morgundeginum, urðu ennþá spenntari þegar við gáfum þeim nokkur stjörnuljós í gærkveldi og vilja sko líka bombur. Sjáum hvað við gerum á morgun, hvort við blæðum ekki í nokkrar litlar bombur handa þeim.
Ætla ekki að hafa neinn áramótapistil fyrir árið, þið vitið hvernig það hefur verið. Algjör rússíbani. Árið er búið að vera hrikalega erfitt, reynt mikið á allar tilfinningar, vissi ekki að það væri hægt að finna svona til í hjartanu. Vonandi verður árið 2008 betra en þetta og það þarf nú ekki mikið til.
Ætla enda á nokkrum myndum af fallegustu börnunum mínum:
Hérna eru systkinin og Eva frænka að bíða spennt eftir að sveinki mæti í sveitina í smá heimsókn á Þorlák.
Systurnar glaðar að fá sveinkana inní stofu á tjattið en samt smá feimnar.
Systkinin á aðfangadagskvöld, þarna eru þau alveg að springa úr spenning að fá að opna alla pakka sína. Bara gaman!
Systkinin hjálpuðust öll að á aðfangadagskvöld við að opna ALLA pakkana alveg sama hver átti að fá hann sem var bara gaman.
Að sjálfsögðu var farið útí snjóinn hérna í sveitinni og búið til eitt stk snjóhús á pallinn. Systurnar skemmtu sér vel við það þá sérstaklega að kíkja í heimsókn inní snjóhúsið einsog hér má sjá.
Læt þessar myndir duga í bili enda þarf ég að sinna hetjunni minni sem er eitthvað svo pirruð og þreytt(var að vakna), ætla að reyna gleðja hana aðeins og leyfa henni að fara í bað. Jámm það þarf ekki mikið til og vonandi hressist hún við það.
Gleðilegt ár kæru lesendur, gangið hægt um gleðinnar dyr á morgun og verið varkár með sprengjurnar en vonandi get ég jú eða Skari sprengt nokkrar bombur fyrir allar hetjurnar okkar á morgun.
Kveðja
Slaugan og fjölskyldan
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Áslaug og fjölskylda, ég óska ykkur innilega gleðilegs árs og óska af heilum hug að það verði ykkur gott, að það verði ár kraftaverksins sem við öll óskum svo heitt eftir.
Yndislegt að heyra að bústaðarferðin var góð, og takk fyrir að deila þessum frábæru myndum með okkur bloggvinum þínum.
Knús á línuna hjá þér vinan.
Ykkar bloggvinkona á skaganum
Gunna
Guðrún Jóhannesdóttir, 30.12.2007 kl. 18:44
Velkomin úr hvíldarsetrinu og glæsilegt að þar var bara gagn og gaman.Yndislega samhentar hetjur í einu og öllu.Æ snjóhús toppurinn,hef ekki gert snjóhús síðan í sveitinni minni fyrir um 100 árum...með von um að þið getið dundrað upp hressilega og árið 2008 verði sem allra allra best.Þúsund þakkir fyrir fá að fylgjast með ykkur hetjurnar mínar.Ég hef skánað sem persóna og er það þrekvirki,þökk sé ykkur.Guð blessi ykkur.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 19:20
Guð gefi ykkur gleði og góða daga á nýju ári, eigi einhver það skilið eruð það þið. Takk fyrir að lofa okkur hinum að fylgast með baráttu ykkar fyrir betra lífi fyrir ykkur öll.
., 30.12.2007 kl. 20:17
Oooh hefði verið til í að liggja í leti uppi í sumarbúst og hafa það næs. Það er alltaf svo gaman í sumó. Vonandi að það verði fleyri og betri kraftaverk sem gerast á næsta ári, ég trúi því :o) þú átt eftir að brillera í skólanum og fara að finna fyrir meiri orku og kyrrð í hjartanu. Ég er að varða eins og völvan hahahah en þetta allt mun og skal koma heir heir
Hlakka til að fá að vera með ykkur á komandi ári og gleðjast saman. Hafið það sem allra best um áramótin í faðmi allra. Við mæðgurnar ættlum allavega að hafa það gott SAMAN :o)
Gleðilegt ár og takk fyrir allt gamalt og gott og allar færslunar þínar hérna Áslaug mín
Luv Magga
Magga (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 21:25
Gleðilegt ár kæra fjölskylda og megi næsta ár verða eintóm gleði hjá ykkur, eigið það alveg inni.
Kveðja Ella.
Ella (ókunnug) (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 22:24
Yndislegir litlu gimsteinarnir ykkar. Eigið þið góð áramót Guð gefi ykkur gleðilegt komandi kraftaverkaár..
Kristín (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 23:07
Gott að þið gátuð hvílt ykkur vel kæra fjölskylda. Það er svooo nauðsynlegt og hollt. Litla hetjan þreytt þessa dagana og hún er ekki ein um það blessunin. Ég held svei mér þá að myrkrið og allar þessar veðrabreytingar geri marga þreytta og til í að sofa út í eitt. Myndirnar af þessum elskum eru frábærar eins og vænta mátti. Vonandi verður rokið ekki of mikið á morgun svo það verði hægt að sprengja nokkrar bombur. Guð blessi ykkur öll. Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.12.2007 kl. 23:26
Gleðilegt nýtt ár með von um bjartari og betri tíð fyrir ykkar hönd - gangi ykkur sem allra best í baráttunni - hugur minn er hjá ykkur
Berglind Elva (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 00:39
Dásamlegar myndir! Eigið himnesk áramót kæra fjölskylda og Guð blessi ykkur. Megi nýja árið færa ykkur heilsu, orku, hlýju og frið.
Ylfa Mist Helgadóttir, 31.12.2007 kl. 02:25
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.12.2007 kl. 13:35
Gleðilegt nýtt ár og megi nýja árið færa ykkur birtu og betri tið .
Dagrún (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 14:38
Gleðilegt nýtt ár og megi næsta ár koma með kraftaverk til fyrir Þuríði Örnu Hetju
Halla Rós (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 15:09
Gleðilegt ár og takk fyrir bloggkynnin á árinu sem er að líða.
Megi 2008 vera fyllt gleði og hamingju fyrir ykkur kæra fjölskylda.
Bergdís Rósantsdóttir, 31.12.2007 kl. 15:29
Elsku Áslaug og fjölskylda...guð gefi ykkur frið og gleði á nýju ári og vona að litla fallegasta hetjan á heimilinu verði frísk og glöð á nýju ári.Takk fyrir fallegt og hetjulegt bloggár.Áramótaknús til ykkar allra.
Björk töffari (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:25
elsku Áslaug og fjölskylda,,takk fyrir að minna mig á að heilsan er manni ekki sjálfgefin. Ég hef fylgst með baráttu Þuriðar siðan i vor,,og þakka guði fyrir hvern dag sem hún á. Þið eigið bara allt það góða skilið,,og meigi góður guð vera með ykkur öllum á nyju ári.
Bergþóra Guðmunds, 31.12.2007 kl. 19:19
Gleðilegt ár, kæra fjölskylda. Megi Guð og gæfan fylgja ykkur á nýju ári.
Kærleikur af Skaganum.
SigrúnSveitó, 1.1.2008 kl. 00:25
Var undir sæng með meiru,skíthræddur við bomburnar æææææ.Ætlar þessu ekki fara að linna?????.Gleðilegt ár og kærleikskveðjur.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 00:36
Gleðilegt nýtt ár elsku fjölskylda og takk fyrir góð blog-kynni á árinu sem liðið er og megi nýja árið verða ykkur farsælt og gott.kv.linda
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.1.2008 kl. 02:38
Gleðilegt ár
Ásta María H Jensen, 1.1.2008 kl. 15:48
Gleðilegt ár duglega fjölskylda.
Hulda Klara (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 18:54
Gleðilegt ár kæra fjölskylda.
Kær kveðja Dee
Dolores (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:30
Kæra fjölskylda. Gleðilegt nýtt ár. Sendi mínar bestu baráttu kveðjur.
Megi góði guð vera með ykkur í þessari erfiðu baráttu.
Kveðja Auður Matt.
Auður Kristín Matthíasdóttir, 2.1.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.