Leita í fréttum mbl.is

Ég vildi óska þess...

...að Þuríði minni liði betur.  Hún er búin að vera hálf meðvitundarlaus síðustu daga sem er svakalega erfitt, hjartað hamast svo hratt hjá mér og hnúturinn stækkar ennþá í maganum og ég sem hélt að hann væri búin að þekja allan magan hjá mér.  Ég er enn eina ferðina hætt að sofa þó ég sé á þessum lyfjum en þau gera ekkert gagn, hausverkurinn er komin, máttleysið sem sagt álagseinkennin mætt á svæðið.  Stundum er einsog ég sé að reyna taka verkina frá Þuríði minni en því miður gengur það erfiðlega.

Á gamlársdag eyddi Þuríður mín í að sofa, hún vaknaði rétt fyrir kvöldmat og hafði að fá sér nokkra bita af matnum, sofnaði eftir hann en við vöktum hana þegar við kíktum út í fyrra skiptið til að kveikja á nokkrum ljósum, hún sofnaði aftur, við vöktum hana í lok skaupsins til að hún gæti komið með okkur út og fagnað nýja árinu.  Hún skemmti sér ágætlega við að horfa á öll ljósin en ástandið hjá henni hefði mátt vera betra þannig hún nýtur þess kanski á þrettándanum þegar við kveikjum á síðustu blisunum okkar en við geymdum nokkur sem hún vonandi getur notið næstu helgi.

Hún sefur og grætur mjög mikið, hún er með svo mikin hausverk þessa dagana og við höfum aldrei þurft að gefa henni jafn mikið af verkjalyfjum en þau hafa aukist ansi mikið eða bara alltof mikið.  Við höfðum að kíkja með hana í afmæli í gær uppá Skaga og við höfum aldrei farið í jafn rólegt barnaafmæli eheh þannig Þuríður mín naut sín þessa tvo tíma sem við gátum stoppað en þá fannst henni nóg komið og vildi fara heim og að sjálfsögðu förum við eftir hennar pöntunum.  Alla leiðina frá Skaga grét hún því hún var ö-a með svo mikin hausverk eða þanga til við gáfum henni verkjastillandi.  Hún vill helst vera inní lokuðu herbergi með allt dregið fyrir og ég haldi í hendina á henni sem er stundum erfitt þegar ég er ein heima með öll börnin einsog núna.  Við ákváðum að leyfa öllum að vera í fríi í dag frá leikskólanum en Oddný Erla mín mun skreppa til pabba síns á eftir í vinnuna á meðan ég fer með hetjuna mína í tjékk uppá spítala og litli íþróttaálfurinn minn mun koma með.

Þuríður mín heldur ekki neinu niðri eða það er búið að vera ansi lengi núna, það er ansi erfitt að horfa uppá hana í þessu ástandi.  Hún er svo veikluleg, líkaminn hennar er svo þreyttur enda vill hún sofa hálfan/allan sólarhringinn og að sjálfsögðu fær hún að sofa þegar hún þarf þess.

Ég vildi að ég gæti fundið uppá einhverju sem gæti hresst hana aðeins við?  Þetta er alveg svakalega erfitt, hún hefur alltaf verið með eitthvað smá til að klípa í en í dag eru það bara beinin sem stingast út hjá henni greyjinu.

Ég er ekkert í svakalegu stuði að blogga þessa dagana þó ég hafi bloggað þetta núna, þetta er erfitt og sárt.  Kvíðin eykst núna með hverjum deginum sem líður sérstaklega vegna þess að myndatökurnar eru á þriðjudaginn eftir viku.

Megið kveikja á kerti fyrir hetjuna mína hérna til vinstri á kertasíðunni hennar, takk takk.

Ætla að hætta núna, börnin mín líka öll heima og þau þurfa sína athygli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra fjölskylda,

megi guð gefa ykkur styrk og ljós í hjarta ykkar. Kertaljós mun loga fyrir litlu hetjuna ykkar

kv.Alda

Alda J.Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 10:35

2 identicon

Elskulega fjölskylda mig langaði bara að senda ykkur baráttukveðju og láta ykkur vita hversu dugleg þið eruð, ég á 4 börn og get ekki sett mig í þessi spor sem þið standið í, þið eruð algjörar hetjur öll... Megi nýtt ár færa ykkur birtu og yl.... Guð styrki ykkur... Ragnheiður

Ragnheiður (ókunn) (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 10:37

3 identicon

hugsa stíft til ykkar og sendi góða strauma, hvað getur maður sagt þegar svona stendur á. þið gerið allt sem þið getið og svo er það almættið sem ræður. einhver staðar stendur að mennirnir áætla en guð ræður þessi setning hefur hjálpað mér þegar á móti blæs og ekkert virðist ganga upp.kveiki á kerti

lilja (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 10:42

4 identicon

Elsku fjölskylda, megi allir alheimsenglar og vern, vaka yfir brosdúlluni,gefa ykkur styrk,þið erum svo yndisleg og góðar fyrirmyndir,bið fyrir ykkur og kveiki á kertum

Hrönn (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 10:52

5 identicon

Megi gud styrkja ykkur í baráttunni og láta henni Thurídi fara ad lída betur.Alltof mikid lagt á litla hetju:( Ætla ad kveikja á kerti fyrir hana ad sjálfsøgdu,erud í huga mér og sendi ykkur mínar hlýjustu hugsanir og bænir.

kvedja frá danmørku.

Maria-ókunnug (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:05

6 Smámynd: Bergþóra Guðmunds

æ,hvað þetta er erfitt,megi góður guð styrkja ykkur öll,og gefa litlu hetjunni betri heilsu.

Bergþóra Guðmunds, 2.1.2008 kl. 11:17

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Úff, þessi færsla nístir í móðurhjartað. 

Sendi ykkur fallegar hugsanir og kærleika af Skaganum. 

SigrúnSveitó, 2.1.2008 kl. 11:20

8 identicon

Ragga (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:37

9 Smámynd: M

Kveiki á kerti fyrir ykkur kæra fjölskylda og hugsa til ykkar

Meira get ég ekki sagt

M, 2.1.2008 kl. 11:46

10 identicon

Úff hvað er erfitt að lesa þetta. Ég hugsa til ykkar. Knús Oddný

Oddný (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:51

11 identicon

Kæra fjölskylda

 þið eruð í bænum okkar og við kveikjum kerti fyrir ykkur og hugsum fallega til ykkar.

Sibba (ókunnug) Akranesi (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:56

12 identicon

Æ hvað það er erfitt að lesa þetta. Við sendum ykkur alla góða strauma og kveiktum á kerti.

Elfa og fjölskylda (SKB) (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 12:09

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er erfitt að lesa um hana Þuríði núna. Ljósfælni, svefn, lystarleysi og höfuðverkur. Skil ótta þinn svo vel þó ég geti ekki sett mig vel i þín spor. Ég skil Þuríði betur því ég kannast við þessi einkenni eftir heilablæðinguna sem ég fékk og aðgerð í kjölfarið fyrir 11 árum. Hávaði var mjög erfiður lengi og mikið ljós. Kuldi á höfuð skapaði höfuðverk og afar mikilvægt að hafa vindþétta húfu á höfðinu þó bara væri kíkt aðeins út. Bið Guð að blessa ykkur öll og sendi ykkur ljós og kærleika. Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.1.2008 kl. 12:35

14 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

hvað getur maður sagt?

Elsku þið öll, megi góður Guð styrkja ykkur og gefa Þuríði betri líðan og styrk.

Vildi að ég gæti gert eitthvað, en maður er svo vanmáttugur. Bið fyrir ykkur öllum og alveg sérstaklega gullmolanum henni Þuríði.

Kveiki á kerti að sjálfsögðu.

Ykkar Gunna á Akranesi 

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.1.2008 kl. 12:53

15 Smámynd: lady

ég mun kveikja á kertum mínum og byðja fyrir elsku gullmolanum þínum sendi ykkur 5 hjörtu sem tilheyri ykkur börnunum 3 og ykkur hjónunum megu Guði vaka yfir ykkur að Þuríður nái ser hún er dugleg stelpa veit að þetta kemur allt saman kveðja Ólöf Jónsd

lady, 2.1.2008 kl. 13:28

16 identicon

Megirðu finna hamingju,megirðu finna frið,megirðu vera án þjáninga.Líkt og ég vil öðlast hamingju,frið og þjáningarleysi megir þú öðlast hamingju,frið og þjáningarleysi.Þess óska ég svo innilega elsku fallega hetjan mín.Það er erfitt að lesa hvað þér líður illa og ég bið þess svo heitt að þú öðlist bata.Guð veri með ykkur öllum..knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 13:52

17 identicon

Elsku fjölskylda.

Æi hvað það er sárt að lesa þessa færslu....af hverju á ég ekki eina ósk til handa ykkur.  Við skulum sameinast í bæn og kveikja á fullt af kertum handa hetjunni litlu!

Sendi ykkur kærleik, bæn og ljós.

knús 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 14:30

18 identicon

Erfitt að lesa þetta , hugsum til ykkar

 Knús

Dagrún (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 14:34

19 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hef engin hlýleg orð að koma með... læt næga að segja að ég les það sem þú skrifar með kökkinn í hálsinum og hugsa hlýlega til ykkar.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.1.2008 kl. 14:45

20 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 15:14

21 identicon

Kæra Fjölskylda! Megi algóður guð vera með ykkur öllum á þessum erfiðu tímum og veita ykkur styrk til að takast á við þetta verkefni sem á ykkur er lagt.Bið allt gott að vera með ykkur.

Kærleikur

 Dropi af sönnum kærleik,

 er meira virði en hafsjór af vísindum.

höf.A.H.Francke

Bestu kveðjur Sóley Rut

Sóley Rut Ísleifsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 15:31

22 identicon

GLEÐILEGT OG GOTT ár, segi og skrifa og óska þess af heilum hug,

Er eyðilögð að heyra hvernig ástandið er hjá þinni og okkar allra hetju, og ekki síður sem er 100% skiljanlegt hvernig þér líður.

Sendi ykkur baráttu og heitar kærleikskveðjur

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 15:53

23 identicon

Elsku Áslaug.  Mikið innilega vona ég að það komi eitthvað gott út úr myndatökunum hjá Þuríði í næstu viku.  Ég finn til með ykkur við þennan lestur og ekki er hægt að ímynda sér hversu erfitt þetta er fyrir ykkur.  Ég veit ekki hvað ég get skrifað meira en ofboðslega er erfitt að lesa þessar línur frá þér.  Ég dáist mikið að ykkur öllum og vona af öllu hjarta að verkirnir hennar Þuríðar og þreyta hverfi sem allra, allra fyrst.  Að sjálfsögðu er ég búin að kveikja á kerti fyrir hana.  Kv. Ásdís  (ókunnug).

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 17:15

24 Smámynd: Dísa Dóra

Megi allar góðar vættir veita ykkur vernd og styrk.  Hér er og verður kveikt á kerti

Dísa Dóra, 2.1.2008 kl. 17:31

25 identicon

Kæra fjölskylda. megi almáttugur veita ykkur vernd og gefa ykkur styrk. Sendi ykkur hjartaknús.

Gunna (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 18:12

26 identicon

Elsku hjartans Áslaug!

 

Það er svo ólýsanlega sárt að standa bara á hliðarlínunni og geta ekkert gert, ekkert sagt og ekkert huggað, maður er svo vanmáttugur eitthvað, vitandi að litla stúlkan ykkar þjáist og finna sársauka ykkar foreldranna nísta hjartað.

Sendi ykkur allar mínar heitustu bænir, kveiki á kerti fyrir litlu skottuna og bið alla góða engla um kraftaverk.Haldið áfram að vera sterk  fyrir Þuríði Örnu og systkini hennar og ALDREI missa trúna á það góða.Kær kveðja.Begga, frænka Lóu blómarósar.

Bergljót Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 18:13

27 identicon

við hugsum til ykkar elskurnar

leiðinlegar fréttir ! við vonum að hetjan nái að jafna sig fyrir 13ándan

kveikjum á kerti/alvöru kerti fyrir hetjunni

stórt knús STÓR koss

Lára og Binni

Lára og Binni (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 18:50

28 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Það er efitt að lesa bloggið þitt núna og geta ekkert gert fyrir ykkur.

Við biðjum fyrir ykkur og vonum að litla hetjan rísi sem fyrst upp úr þessu. Knús og kossar til ykkar

Bestu kveðjur Ingigerður.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 2.1.2008 kl. 19:05

29 identicon

Elsku fjölskylda!

Hugur minn er hjá ykkur öllum, er búin að kveikja á kerti fyrir Þuríði Örnu og vona að þið finnið samhug okkar allra sem fylgjast með ykkur og hugsa til ykkar.

Guð blessi ykkur ávallt.

Kveðja,

Hanna. 

Hanna (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 19:32

30 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ylfa Mist Helgadóttir, 2.1.2008 kl. 19:48

31 Smámynd: Halla Rut

Hvað er hægt að segja. Ég sendi ykkur mínar bestu kveðjur, hugur svo margra er hjá ykkur. Ég hugsa til ykkar á hverjum degi og dóttir þín er svo sannarlega barn Íslands, barn okkar allra. Fallegri stúlku hef ég aldrei séð og lagt hefur verið meira á hana en nokkurn sem ég þekki.

Sendi ykkur mínar sæðstu ástarkveðjur.

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 19:50

32 identicon

Kærleikskveðjur.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 20:12

33 identicon

Elsku fjölskylda ég vildi svo mikið að ég gæti eitthvað gert til hjálpar en maður getur víst ekkert gert nema biðja fyrir elsku litlu Þuríði Örnu og ykkur öllum og kveikja á kerti. Vonandi farið þið að líta bjartari tíma.

ókunnug frá Eyrarbakka (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 20:52

34 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ sæta mín og takk fyrir nýárskveðjuna í fyrradag og kortið var geggjað ætla sko að ramma inn hehehe

gleðilegt nýtt ár og vonandi verður þetta ár hið allra besta hjá ykkur... koss og knús og vonandi sjáumst við nú sem fyrst.....  

þín vinkona 

Þórunn Eva , 2.1.2008 kl. 21:08

35 identicon

Hugsa til ykkar duglega fjöslkylda og hetjunnar ykkar!! kveiki á kerti

Ásdís (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 21:24

36 identicon

þekki ykkur ekkert, en er búin að kveikja á kerti!

megi góður guð veiti ykkur helling af styrk, hvatningu og bata!

Guðrún (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 21:52

37 identicon

Ég hef kveikt á kertum fyrir litlu hetjuna ykkar, og bið góðan guð að veita ykkur styrk og kraft.

knús

Ragnheiður Ingadóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 21:58

38 identicon

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 22:13

39 identicon

KNÚS til ykkar allra. Megi allar góðar vættir heims umvefja ykkur.

Sigrún (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:15

40 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.1.2008 kl. 23:16

41 identicon

Kæru Óskar og Áslaug og fjölskylda.  Megi Guð almáttugur blessa ykkur og aðstoða, ég vona af öllu hjarta að verkirnir minnki hjá Þuríði Örnu og að þrekið komi á ný.  Mig skortir orð til að lýsa hversu mikið ég og fleiri finnum til með ykkur.  Ég get ekki ímyndað mér kvöl ykkar og þjáningar.  Guð blessi ykkur.

hm (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:42

42 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Elsku besta fjölskylda. Það er erfitt að reyna að setja sig í spor ykkar. Sendi ykkur innilegar stuðningskveðjur með von um að rætist úr sem fyrst.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.1.2008 kl. 23:53

43 identicon

Elskulega fjölskylda. Mikið var erfitt að lesa þetta og ég finn svo innilega til með ykkur öllum. Það er ekki skrýtið þó hnúturinn sé stór og vanlíðanin mikil hjá þér Áslaug mín. Undanfarið hef ég kveikt á kerti fyrir Þuríði Örnu á hverjum degi og þessi dagur er þar engin undantekning. Kveikti líka á kerti á síðunni og vona að sem flestir gefi sér tíma til að gera það og hugsa um leið fallega til ykkar. Ég hef fulla trú á að máttur góðra hugsana og bæna sé mikill og ef margir leggja saman hlýtur að verða góð orku- og heilunarbylgja úr því.

Knús og hugheilar óskir um betri líðan hjá litlu hetjunni

Óla Maja (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 00:37

44 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elsku Þuríður Arna,Áslaug,Óskar ,Oddný og litli Íþróttaálfur,við kveiktum einu kerti á handa ykkur um von um að guð og guðsenglarnir verndi ykkur og umvefji ykkur ást og hlýju elsku fjölskylda og sendum ykkur hlýjan faðm af ást og hlýju og von um betri líðan hjá litlu Þuríði Örnukv.linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.1.2008 kl. 01:07

45 Smámynd: Benna

Benna, 3.1.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband