Leita í fréttum mbl.is

Oddný mín Erla perla

Ég og Oddný perlan mín áttum smá samtal í gærmorgun, hún er að sjálfsögðu mikið að pæla í veikindum Þuríðar minnar og við reynum að svara henni eins hreinskilnislega og við getum sem er oft á tíðum mjög erfitt en það var einsog hún áttaði sig alltíeinu á alvarleikanum í gærmorgun sem var frekar erfitt.
Oddný: "mamma er Þuríður hætt að vera lasin"
Ég: "nei Oddný mín, hún er ekki með hita en hún mjög lasin núna.
Oddný: "hún er ekkert rosalega lasin?"
Ég: "jú Oddný mín, hún er mjög lasin.  Hún er með stórt óó í höfðinu.
Oddný:"en hún er samt ekkert rosalega rosalega lasin?"
Þarna var þetta orðið mjög erfitt og ég átti mjög erfitt með að svara henni en að sjálfsögðu sagði ég henni að hún væri mjög lasin því við reynum að vera eins hreinskilin við alla í kringum okkur og leynum engu og heldur ekki við Oddnýju okkar Erlu.  Hún átti líka orðið mjög erfitt og barðist við tárin sín einsog hún vildi ekki að við sæjum hana gráta og svo byrjuðu tárin að renna hjá henni og að sjálfsögðu mér líka.  Æjhi shit hvað þetta var erfitt og það var einsog hún áttaði sig á því að Þuríðar hennar sem henni þykir endalaust vænt og gerir nánast allt fyrir hetjuna sína er mjög lasin.  Við grétum saman þarna mæðgurnar því við reynum líka að kenna börnunum okkar að það er alltílagi að gráta ef maður er sorgmæddur og maður þarf ekkert að skammast sín fyrir það þó maður reynir oft að leyna þeim því, því maður vill ekki að þau sjái mann oft gráta sem maður gerir ansi oft þessa daga.  Jújú ég reyni sjá að leyna því fyrir flestum hvað ég er sorgmædd og illt í hjartanum nema Skara mínum en veit það samt að maður þarf þess ekki en samt gerir maður það, afhverju?  Ég þarf ekkert að vera sterk, ég meina barnið mitt er mjög lasið og afhverju þarf ég að skammast mín fyrir það að mér líður illa yfir því?  Ég hef heldur ekki meiri orku í það að reyna vera svona sterk sem ég er ekki, get ekki eytt mínum síðustu orkum í að reyna vera eitthvað sem ég er ekki.  Þetta er hrikalega erfitt, það er hrikalega erfitt að horfa á Þuríði mína í þessu ástandi.

Besti dagurinn hennar var í gær í marga daga/vikur en svo vaknaði hún í morgun algjörlega orkulaus og lítur ekkert svakalega vel út.  Vávh hvað mér kvíður fyrir morgundeginum eða deginum þar á eftir þegar við fáum svörin úr myndatökunum, kvíður því versta en vona það að sjálfsögðu það besta.  Hún borðar líka mjög lítið þessa dagana og er ö-a að léttast dáltið sem er mjög slæmt, borðaði reynar eina ristaða brauðsneið í morgun og hálft kók glas.  Jámm núna gapa ö-a allir og segja "gafstu barninu kókglas í morgunmat?" Já hún Þuríður mín fær ALLT sem hún biður um og líka kók í morgunmat bara svo hún nærist eitthvað og okkur er alveg sama hvað það er.  Hún verður að fá einhverja orku í litla kroppinn sinn.

Hetjan mín sem situr hjá mér núna vill fá að komast uppí rúm og hvíla lúinn kroppinn sinn og þangað ætlum við að fara saman núna.  Þið megið halda áfram að kveikja á kertum á síðunni hennar hérna til hliðar, kvíðadagar framundan og vonandi fer hún eitthvað að hressast greyjið.  MJÖG ERFITT.

Knús til ykkar allra.

psss.sss vildi nú bara nefna það en það er uppselt á styrktartónleikana sem hefðu átt að vera milli jól og nýárs en verða í staðin 20.janúar.  Allir þeir sem voru búnir að kaupa sér miða fyrir þann tíma geta mætt en þið hin verð ég að syrgja ykkur með því að það er UPPSELT.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Ég þurfti bara að lesa þennan pistil ´
og ég táraðist. Knús-kveðjur.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.1.2008 kl. 10:38

2 identicon

Æi litlu skinnin, guð hvað þetta er erfitt. Nei Áslaug þú þarf ekki að vera sterk en þú ert það! Þú ert sterk á einstakan hátt og mátt vera stolt af sjálfri þér því þú ert bara hetja í augum okkar sem fylgjumst með.  Tendra ljós fyrir Þuríðii og ykkur öll því þið þufið svo sannarlega á því að halda elsku fjölskylda.  Gangi ykkur vel á morgun og guð gefi ykkur góða daga.

p.s. og það er sko bara allt í fína að gefa dömunni smá kók í morgunmat

með kærleik 4 barna mamman.

4 barna mamman (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 11:05

3 identicon

Áslaug! Ekki eyða orku í að pæla í hvað öðrum finnst um það hvað þú gefur hetjunni í morgunmat! Þótt þú mataðir hana á Cocoa Puffs, kók og súkkulaðisnúða í morgunmat þá held ég að enginn hugsi tvisvar út í það.  Hvernig þið orkið að hugsa um heimilið, börnin og að draga andann er mér óskiljanlegt, þið eruð svo rosalega dugleg  og ég vona af öllu hjarta að myndatakan á morgun sýni minnkun á vibbanum og hún komist yfir þröskuldinn sem þarf til þess að þetta verði læknanlegt. Megi Guð og góðar vættir styrkja ykkur, og blessa.

Takk fyrir að gefa þér tíma að skrifa. 

hm (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 11:10

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Æ littla krúttið. Börn skilja meir en maður gerir sér grein fyrir.  Ég kveiki á kerti fyrir hana bæði á síðunni og heima fyrir.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.1.2008 kl. 12:19

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú ert hreinskilin og það er svo mikilvægt að þú skulir geta tjáð þig svona opið hér á síðunni. Sendi Oddný Erlu hlýjar bænir og kveðjur, hún á erfitt og kannski erfiðar en margur gerir sér grein fyrir. Hún er skýr stelpa og er örugglega með miklar pælingar um veikindin í sínum litla kolli. Bið Guð um góðar fréttir af hetjunni okkar á miðvikudaginn.

Kæra Áslaug, bið Guð að vaka yfir ykkur foreldrunum og veita ykkur styrk til að komast í gegnum þá daga sem framundan eru. Fríða 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.1.2008 kl. 12:29

6 identicon

Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með, og mér finnst yndislegt að lesa það hvað þú ert frábær mamma, t.d. þetta með að leyfa Oddnýju þinni að gráta, víst er það að þau hafa miklar tilfinngingar og þær á ekki að byrgja inni.  Kveiki á kerti fyrir Þuríði á hverjum degi.  Kærleikskveðjur.

Gróa (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 12:46

7 identicon

KNÚS á línuna.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 12:59

8 identicon

Æji, þú ert yndisleg Áslaug!  Ég kveiki á kerti fyrir ykkur öllum og bið til Guðs að þið fáið góðar niðurstöður. Knús, Heiða

Heiða (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 13:26

9 identicon

Takk fyrir skrifin. Eitthvað  þarf barnið að fá ofaní sig. Gráturinn elsku fjölskylda gerir bara gott léttir pínulítið á hnútnum í maganum.   Bið Guð um góðar fréttir á miðvikudaginn og kveiki ljós fyrir litlu hetjuna og ykkur öllum . Kærleikskveðjur.

Kristín (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 13:28

10 identicon

Tek undir með öllum hér fyrir ofan. Bið Guð um GÓÐAR fréttir á miðvikudaginn, svo við getum grátið af GLEÐI. Baráttukveðjur Sólveig.

Sólveig Jónsd (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 14:31

11 identicon

Æ hvad thetta er sorglegt en hvad thú ert dugleg ad koma tilfinningunum i ord og losa um,thad hlýtur ad hjálpa thótt í  míkrómynd sé. Bid gud ad thid fáid gódar fréttir og sendi mínar hlýjustu hugsanir og bænir.

kvedja frá Danmørku.

Maria-ókunnug (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 17:31

12 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Auðvitað getur þú ekki og þarft ekki alltaf að vera sterk undir svona erfiðum kringumstæðum. Hins vegar ertu það og þið öll, ótrúlega kjörkuð og sterk. Það er hins vegar ekkert eðlilegra en að bogna á stundum, hvernig má annað vera. Ég hefði áhyggjur ef þið gerðuð það ekki.

Sendi ykkur hlýja strauma og baráttukveðjur, vona af einlægni að fréttirnar verði ekki slæmar og að um sé að ræða þær aukaverkanir lyfjanna sem þú nefndir í upphafi þessarar meðferðar.  

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 7.1.2008 kl. 18:54

13 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ylfa Mist Helgadóttir, 7.1.2008 kl. 18:57

14 Smámynd: Þórunn Eva

knús á ykkur sæta og gangi ykkur vel í fyrramálið.... kók er nú ekki það versta hehehe.... ALLT sem þau biðja um þegar að ástandið er svona og ekki hafa áhuggjur af þvi hvað öðrum finnst.. þú veist hvað er best fyrir litlu HETJUNA þína.... og enginn annar.... 

koss og knús á ykkur 

þín vinkona

Þórunn Eva , 7.1.2008 kl. 20:08

15 Smámynd: Auður Kristín Matthíasdóttir

Elsku Áslaug. Ef allar mæður væru eins sterkar og þú. Þakka þér fyrir að leyfa mér að fylgjast með ykkur. Sendi ykkur mínar heitustu óskir um að  þriðjudagur og miðvikudagur verði ykkur góður. Bið góðan guð að vera með ykkur alltaf.  Gangi ykkur vel með framtíðina. Kveðja.

Auður Kristín Matthíasdóttir, 7.1.2008 kl. 20:10

16 identicon

Elsku Áslaug og co..sendi ykkur endalaust ljós og kærleika og bið guð um að niðurstöðurnar verði góðar.Til uppáhaldshetjunnar minnar sendi ég baráttukveðjur,með von um að þér fari að líða betur elskan...knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 21:12

17 identicon

Æ kæra hvað ég finn til þegar ég les skrifin þín. En gott að þú getur komið því frá þér hvernig þér líður. Það er nefnilega smá plástur að geta tjáð sig og bara helst grátið Nílarfljóti með. Allt svona losar um spennuna sem vitanlega er allan daginn og alla daga að hlaðast upp hjá þér. Greinilegt að Oddný litla er greind ´lítil stúlka sem er heilmikið að spá í lífinu og tilverunni.

Og í öllum bænum ekki vera að spekulera hvað öðrum finnst hvort þú gefur barninu coke í morgunmat. Fáðu þér bara coke með því og súkkulaðisnúða og bara allskonar sætabrauð með. Litla snúllan bara burstar á eftir, og ykkur veitir örugglega ekki af allri þeirri orku sem hugsanlega er í boði. Vá, og  það er örugglega engin hætta hjá þér að þú fitnir af þessu. Please borðiði bara allskonar jammi jamm bara að fá orku.

Koss og knúsar til ykkar og ég bið fyrir dögunum framundan

gunna (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 21:42

18 identicon

Það er fínt að fá kókglas í morgunmat, ég tala af reynslu:-)

Vona svo innilega að þið fáið góðar fréttir á miðvikudaginn.

Kveðja frá okkur öllum..

ABB (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 21:45

19 identicon

Ég

Dolores (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 22:25

20 identicon

GleðilegT Ár ,

                        ég vildi bara segja hvað þú ert ofsalega hreinskilin og sterk kona,það er ekkert annað hægt en að tárast þegar svona saklaus engill áttar sig allt í einu á það að systur hennar er svo lasin.Ég vona svo innilegfa að þið fáið bara góð fréttir .Ég bið Guð og englar hans að gæta og styrkja ykkur öll.Ég kíki við alltaf en er ekki að kvitta eions oft og áður .Hafið það sem allra allra best ,Kær kveðja Dee

Dolores (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 22:28

21 identicon

prayer%2C%20praying%20hands%20with%20red%20rose

 I said a prayer for you today
And know God must have heard
I felt the answer in my heart
Although He spoke no word!
I didn't ask for wealth or fame
(I knew you wouldn't mind)
I asked Him to send treasures
Of a far more lasting kind!
I asked that He'd be near you
At the start of each new day
To grant you health and blessings
And friends to share your way!
I asked for happiness for you
In all things great and small
But it was for His loving care
I prayed for most of all!

              (Frank Zamboni)

 

Guðný

 .

Guðný (ókunnug) (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 22:32

22 identicon

Risaknús frá mér og mínum og gangi ykkur vel á morgun og hinn!

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 01:09

23 identicon

Gangi ykkur vel í dag

kveðja

Peta

Petrína Ottesen (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 09:17

24 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús og kossar,ástarkveðjur,kveikt á kertum á hverju kvöldi og hugsa hlýtt til ykkar,knús knús.linda og co.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.1.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband