8.1.2008 | 09:22
Hér sitjum við mæðgur og bíðum
Þuríður mín nývöknuð og situr í fanginu hjá mér og spyr mig spurninga "mamma viltu hringja á spítalann?". Það er munur að vera svona spennt að mæta þangað enda líður henni ofsalega vel þar enda besta starfsfólk í heimi. Fyrir ekki svo löngu hefði hún ekki sitið svona góð hjá mér vildi óska þess að hún væri ekki sitjandi svona góð hjá mér þessa stundina því þá vissi ég að henni liði vel, ég vildi óska þess að hún væri forvitin um alla hlutina í kringum okkur og væri að skoða þá, þá vissi ég líka að allt væri í lagi og henni liði vel. Vildi óska þess að hún væri ofvirk og hvatvís þessa dagana því þá vissi ég líka að allt væri í lagi en því miður verður mér ekki að ósk minni. Þuríður mín vill helst sitja í rólegheitunum hjá mér og ekki gera neitt eða mesta lagi horfa á eitthvað í imbanum sem er orðið æj sjaldnar því henni verður ö-a illt í augunum við það. Ohh afhverju er ekki allt einsog það á að vera? Ég vildi að ég þyrfti að hafa meira fyrir henni, afhverju er ekki allt eðlilegt eða einsog það var? Barnið mitt þarf ekki að vera heilbrigt, það má alveg hafa dáltið fyrir sér enda er það ekki það versta í heimi en hún má bara hætt að þjást og líða vel einsog henni leið. Hafa sinn stuðning á leikskólanum og láta þær hafa dáltið fyrir sér, lauma sér yfir á Oddnýjar deild eða Theodórs án þess að þær taki eftir því eheh, hún er ótrúlega lúmsk þegar henni líður sem best og laumar sér alltaf í burtu thíhí án þess að þær taki eftir því. Afhverju getur hún ekki verið svoleiðis þessa dagana? Nei hún getur ekki mætt í leikskólann, við knúsumst allan daginn þó að mér finnist það ofsalega notanlegt en þá væri það miklu betra ef hún hefði orku í hitt. Ósanngjarnt!
Við mæðgur bíðum bara eftir því að klukkan verði hálf ellevu en þá á hún að mæta uppá spítala en hún er síðust í röðinni í svæfingu og kemt ö-a ekki að fyrr en um hádegi sem er ótrúlega vont því hún þarf að fasta þanga til og þó að hún borði ekki mikið þessa dagana þá þarf hún að borða. Þurfum líka að láta læknana skoða hana betur því hún kvartar mikið um í maganum og það er ekki allt eðlilegt þarna hjá henni, við höfum tekið vel eftir því.
Þuríður mín farin að kvarta vegna svengdar og ekkert má ég gefa henni, hún er líka lögst hérna í sófan hliðina á mér og farin að kvarta því hún er orðin svo þreytt en samt bara búin að vera vakandi í tuttugu mínútur.
Ætla að veita henni meiri athygli og reyna láta hana "gleyma" svengdinni, megið krossa alla putta og tær fyrir myndatökunum. Er ekki bjartsýn að við fáum að vita eitthvað í dag en við fengum það síðast en það verður í síðasta lagi á morgun þannig um leið og við fáum góðu fréttirnar þá mun ég blogga.
Slaugan og Þuríður Arna
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sendi bestu og hlýjustu hugsanir mínar til ykkar.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.1.2008 kl. 09:45
Elsku mæðgur, ég vona svo heitt og innilega að góðar fréttir berist ykkur fljótt, og Þuríður litla verði hressari - krossa alla putta og tær og bið þann sem öllu ræður að vera hjá ykkur.
Vala
Vala (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 09:48
Guð veri með ykkur, við biðjum fyrir góðum fréttum.
Baráttukveðjur Guðrun, Jói og dætur
Guðrún Bergmann (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 09:59
Eldk fjölskylda!
Gangi ykkur vel í dag, er búin að kveikja á kerti fyrir ykkur. Þið eruð hetjur.
kv Anna
Anna (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 10:07
Elsku fallega fjölskylda.
Hið bjarta ljós sem berst til mín
með blessun sendi heim til þín
og með því kveðju kæra.
Megi það líkna og lækna þá
sem lífið kærleiksríka þrá.
Gleði og frið þeim færa
Gangi ykkur vel í dag.
Knús á ykkur. 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 10:15
Elsku mæðgur ,gangi ykkur rosa vel í dag,krossa fingur,sendi hlýja bæn ,baráttukv.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 11:08
Guð veri með ykkur Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.1.2008 kl. 11:19
Kæra fjölskylda ég sendi ykkur mína bestu og heitustu strauma.... Ég krosslegg tær og fingur og vona svo innilega að þið fáið góðar fréttir...
Baráttukveðjur elskurnar þið eruð ótrúlegar hetjur, ofurhetjur
Ragnheiður...
Ragnheiður (ókunn) (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 11:41
Knús, kremjur og krossleggingar elsku fjölskylda. Hugsa statt og stöðugt til ykkar.
Lilja Kópavogi (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:38
Vonandi verða fréttirnar góðar og ástandið ekki jafn slæmt og það hljómar.
Knús og kram og ég sendi alla mína bestu strauma til ykkar.
marianna (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:48
Elsku mæðgur.
Æ já hvað ég vildi að hún væri bara lítill "óþekktarrass" sem þú þyrftir að' eltast svolítið við, og hafa fyrir, hversu mikil hamingja væri það ekki, en nú er Þuríður mín ofurhetja örugglega komin í svæfingu, ég bið fyrir henni og ykkur báðum Áslaug mín að allt gangi vel.
Lítil falleg bæn fyrir hetjuna okkar:
LEIDDU MÍNA LITLU HENDI
LJÚFI JESÚ ÞÉR ÉG SENDI
BÆN FRÁ MÍNU BRJÓSTI SJÁÐU
BLÍÐI JESÚ AÐ MÉR GÁÐU.
Guðrún Jóhannesdóttir, 8.1.2008 kl. 13:03
Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 13:09
gangi ykkur vel sætu mæðgur...
Þórunn Eva , 8.1.2008 kl. 13:41
Baráttukveðjur
Sólveig Jónsd (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 14:05
VIð krossleggjum allar okkar 100 fingur og tær á heimilinuog vonum svo að Þuríður fara að verða svolítið óþekkstórt knús til ykkar allra
Brynja í vesturberginu (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 14:16
Elskulega fjölskylda,
ég er buin að fylgjast með ykkur daglega og fer inn á bloggið amk einu sinni á dag til að fá fréttir af Þuríði. Ég hef aldrei kvittað áður fyrir komu minni á þessa síðu en ákvað að gera það núna.
Ég virkilega vona og bið þess að niðurstöðurnar verði góðar og Þuríður hressist og alltaf trúi ég á kraftaverkin.
Ég vil bara segja þér að skrif þín eru falleg og snerta mig djúpt, það er ótrúlegt hvað barn sem ég þekki ekki neitt og hef ekki einu sinni séð hefur mikil áhrif á mig. Ég óska einskis heitar þessa dagana en að Þuríður sigri þennan viðbjóðslega sjúkdóm sem rústar lífi heilu og hálfu fjölskyldnanna.
Hugur minn er hjá ykkur. Kærleiksknús
Kveðja, nágrannakona
Nágranni í Norðlingaholtinu (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 16:21
Kristín (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 16:32
Halló elsku mæðgur.
Vonandi gekk vel í myndatökunni og að þið hafið fengið svar strax. Það er ömurlegt að henni skuli líða svona illa elsku litlu prinsessunni. Megi guð og allir englar alheimsins hlusta á bænir okkar allra og gera kraftaverk fyrir hana. Biðjum fyrir ykkur. Knús og kossar. Kristín Amelía.
Kristín Amelía (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 17:37
Er búin að hafa alla putta og allar tær í kross í alllan dag dag, vona það allraallra besta. Megi allir englar og bjarvættir vaka yfir henni og ykkur öllum
knus Sigga
sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 17:52
Mikið hvað ég óska þess heitt að myndatökurnar komi vel út, eða eins vel og hægt er. Er búin að vera að biðja mikið fyrir ykkur síðustu daga og held áfram að gera.
Er með kveikt á kertum fyrir elsku fallegu Þuríði Örnu.
Knúsar og kram og það má sko alveg gráta, það er gott að gráta Áslaug mín
Halla Rós (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 18:19
Stuðningskvitt
Eygló , 8.1.2008 kl. 18:34
Gangi ykkur vel elsku mæðgur.....er með kveikt á kertum fyrir ykkur....
Kv katrín
Katrín (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 19:31
sendi allar mínar bestu hugsanir til ykkar
Svanhildur Karlsdóttir, 8.1.2008 kl. 20:21
Gangi ykkur super vel, sendi ykkur mínar bestu hugsanir
bestu kv Eydís
Eydís (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 20:28
Er svoooo krossløgd núna ad ég get mig ekki hreyft Megi gud gefa ad nidurstødurnar verdi svo bara gódar gódar gódar.Elsku litla hetjan okkar allra, hún á bara allt gott skilid,sem og thid øll. Sendi minar hlýjustu hugsanir og bænir til ykkar.
baráttukvedja frá danmørku.
Maria-ókunnug (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 20:41
Er að hugsa til ykkar og vona að myndatakan í morgun hafi gengið vel og niðurstöðurnar séu góðar bið alla góða vætti að vera með ykkur og hjálpa til við að fá góðar fréttir af hetjunni. kærleiks knús Guðrún ókunnug
Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 20:55
Vona að allt hafi gengið vel hjá ykkur í dag...
Kveðja
Kolla
kolla (ókunn) (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 21:53
Kæra fjölskylda
Hugur minn er hjá litlu hetjunni ykkar vonandi verða niðurstöðurnar góðar úr myndatökunni. Þið eruð í bænum mínum
Bestu kveðjur
Hanna
Hanna Fríða (ókunn) (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 22:30
Hef hugsað mikið til ykkar og bið svo innilega að niðurstöðurnar gefa von um bjartari og ánægjulegri daga.
Kveðja Halla (mamma Lóu)
Halla (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 22:59
Krossleg putta og tær :) Vonandi fáið þið góðar fréttir.Kveðja María (ókunnug)
María (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 23:16
Knús til ykkar ég krossleggi alla putta og tær og vonadi verða niurstöður góðar .knús Gunna
Guðrún unnur þórsdóttir, 8.1.2008 kl. 23:24
niðurstöður á að standa þarna knús Gunna
Guðrún unnur þórsdóttir, 8.1.2008 kl. 23:25
Elsku fjölskylda, hugur minn er hjá ykkur. Og ég vona að þið fáið góðar fréttir
knús
gunna (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 23:35
Elsku þið öll, leit inn í von um að væru komnar fréttir, en því miður engar.
Óttast að það sé vegna slæmra yfirvofandi frétta, ætla samt að vona að það sé mín endalausa "hjartveiki" og áhyggjuárátta.
En hvað með það, sendi bara ENDALAUST STÓRAR KÆRLEIKSKVEÐJUR í húsið.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 17:37
Bestu baráttukveöjur til ykkar. Við kveikjum á kertum fyrir ykkur.
Ásta ókunnug og fjölskylda. (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 17:53
Ég hugsa mikið til ykkar núna. Vona svo innilega að niðurstöðurnar hafi verið góðar. Ég kíki mikið hingað inn en hef ekki kvittað áður.
Góðir straumar alla leið til ykkar
Ég ætla að kveikja á kerti fyrir Þuríði litlu
Þóra (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 18:28
Elsku fjölskylda. Hef fylgst með ykkur í langan tíma en aldrei skrifað. Gangi ykkur vel og vona að engar fréttir séu góðar fréttir.
Er búin að kveikja á kerti og bið heitt og innilega að þið hafið fengið/fáið góðar fréttir.
Ókunnug (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.