14.1.2008 | 08:47
Einmitt það sem hún þurfti á að halda, uuuu not!
Það er ekki á hana bætandi sko hana Þuríði mína. Loksins þegar stúlkan er farin að fá nokkra munnbita uppí sig og fá smá orku í kroppinn þá byrjar mín að gubba en það gerði hún svona líka í nótt. Greyjið litla! Það er greinilegt að það þarf að skoða þennan litla kropp eitthvað, ætlum að heimta smá rannsóknir á miðvikudaginn þegar við eigum að mæta í tjekk, ekki hægt að láta þetta ganga svona lengur. Alltof mikið álag á þennan litla kropp.
Þuríður mín hefur verið á uppleið um helgina en svo kemur þetta, maður veit ekki hvort þetta er gubban sem litli íþróttaálfurinn minn var með fyrir helgi eða álagið á magan hennar og fynndist það sko ekkert skrýtið ef svo væri?
Reyndar er ég orðin slöpp líka, maginn minn farinn að segja til sín. Þannig við mæðgur ætlum að liggja uppí rúmi í allan dag og setja eitthvað gott í imbann, hmm hvað ætli verði fyrir valinu? Kanski Emil í Kattholti sem er orðið mikið uppáhald þessa dagana og kanski fæ ég að setja heilsubælið í Gervahverfi í inná milli, fengum nefnilega flakkara í jólagjöf og það var verið að fylla á hann mikið af skemmtilegum myndum, bara gaman!
Púffhh farin að svima hérna við tölvuna, ætla leggjast undir sæng með Þuríði minni og horfa á það sem hún er að horfa á.
Hérna er ein ofsalega falleg mynd af hetjunni minni sem var tekin um helgina, eitthvað svo hugsi og mér finnst hún svo fullorðinsleg þarna enda barnið nálgast sex ára aldurinn og alveg að byrja í skóla sem hún hreinlega getur ekki beðið eftir.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi vonum að þetta sé samt "bara" gubban.... þá er þetta yfirstaðið hja henni... Hún er svo falleg, æðisleg mynd!
Katrín Ösp (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 09:00
Mér heyrist gubbupestin hafa náð til ykkar mæðgna. Sem betur fer gengur hún fljótt yfir en eins og þú segir réttilega;Þuríður litla mátt síst við slíkri pest núna. Vona að ykkur gangi að halda einhverjum vökva niðri í dag.
Yndisleg mynd af prinsessuskottinu, gullfalleg
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.1.2008 kl. 09:02
Æðisleg mynd af Þuríði
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.1.2008 kl. 12:24
Vonum að Þuríður sé bara með gubbuna sem þið eruð með og þetta taki nokkuð fljótt af. Myndin af henni er algjör gullmoli eins og stúlkan sjálf. Látið ykkur líða vel undir sænginni og Guð veri með ykkur Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2008 kl. 12:28
Mikið svakalega er þetta falleg mynd af hetjunni ykkar,alveg yndisleg.
Gangi ykkur vel og guð styrki ykkur öll.
Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 14.1.2008 kl. 13:22
Falleg mynd af fallegustu hetjunni. Held að það sé kominn tími á að doktorarnir geri eitthvað til að hjálpa henni til að hressa sig við æi litla skinnið þetta er svo vont. Bið mínar bænir til ykkar og vona að þessi vika verði betri.
Hamingjuóskir með litla kút
með kærleik 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 13:25
Mér heyrist á öllu að þetta sé gubbupestin eða vona það . Mikið er barnið fallegt , bið áfram fyrir ykkur og vonandi batnar ykkur fljótt. Kærleikskveðjur.
Kristín (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 13:40
Þetta er falleg mynd af litlu, fallegu telpunni þinni. Ég vona svo sannarlega að henni fari að líða betur.
Kolgrima, 14.1.2008 kl. 14:17
Æi en ömurlegt að gubbupestin sé að banka upp á hjá ykkur,Þuríður má nú engan vegin við því,en vonandi gengur þetta fljótt yfir.Þetta er alveg dásamlega falleg mynd af uppáhaldshetjunni minni og það er eitthvað svo mikil ró yfir henni...guð veri með ykkur elskurnar..
Björk töffari (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 14:58
vona sannarlega að þetta sé "bara" gubbupestin, tekur þá fljótt af.
Farið afar afar vel með ykkur.
Skagakveðja
Guðrún Jóhannesdóttir, 14.1.2008 kl. 16:32
jeminn eini já hún er guðdómlega falleg mig langar í eina svona
Gangi ykkur öllum rosalega vel
Dísa
Dísa (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:47
Flott mynd af prinsessuni
hugsun til ykkar
Dagrún (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:48
Þetta er algjör Hollywood mynd. Rosalega dramatísk og falleg!! Gangi ykkur vel á miðvikudaginn og vonandi er gubbupestin að lina tökin á heimilinu!!
Ylfa Mist Helgadóttir, 14.1.2008 kl. 19:25
Vonandi lagast litli mallakúturinn fljótlega. Það yrði svo sannarlega ekkert skrítið ef lyfin væru eitthvað farin að reyna á svona lítinn maga en vonandi er þetta frekar "bara" gubbupesti - því þá líður þetta fljótt hjá.
Tek undir með öðrum hér að ofan; þvílíkt gersemi og augnayndi þessi stelpa
Óla Maja (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 20:54
Hreinlega FALLEGUST.....
Þórunn Eva , 14.1.2008 kl. 22:27
Þetta gæti verið Audrey Hepburn á barnsaldri Falleg stúlka, falleg mynd.
Rúna Guðfinnsdóttir, 15.1.2008 kl. 08:54
Guðdómlega falleg mynd af Þuríði Örnu
KNÚÚÚS
Elsa Nielsen, 15.1.2008 kl. 09:17
Knús knús til ykkar.
Mestu og bestu baráttukveðjur úr Kópavoginum
Kjartan Pálmarsson, 15.1.2008 kl. 10:54
Yndisleg myndin af fallegustu Prinsessunni. Megi góður Guð blessa hana og vernda.
kveðja
Kristbjörg (ókunnnug)
Kristbjörg (ókunnnug) (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 13:55
Takk fyrir innlitið og ég get nú alveg sagt að þú átt nú bara guðdómlega falleg börn.
kv. Maggý og fjölskylda
Maggý (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 15:47
Bryndís R (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 19:56
Gvuð hvað hún er ofboðslega fallegt litla dúllan þín.
Maður fær svona sætabrauðssting í hjartað að sjá svona fallega mynd af henni. Gangi ykkur vel að losna við gubbubjakkið.
knús
GunnaG (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 20:56
Hæ elskurnar, jeminn hvað hún er hugsi þarna þessi fallega dama. Hún er svo þroskuð eitthvað og fullorðinsleg. Kannski engin furða af þessari líka flottu ætt
Ég er viss um að þetta er bara pestin. Verst að hún náði til ykkar því hún er svo ferlega orkufrek. Endilega liggið bara í bólinu og látið ykkur batna. Það er hvort eð er ekkert betra en kúra í rúminu með þeim sem maður elskar
sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 21:53
Knús knús til ykkar.
Mestu og bestu baráttukveðjurHulda Klara (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 21:55
Óteljandi kossar og knús til ykkar
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.1.2008 kl. 23:10
Elsku fjölskylda, mikið finn ég til með ykkur. Litla hetjan ykkar er gullfalleg.
Guð og gæfan fylgi ykkur.
kv. Emma
Emma Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 01:00
yndislega' falleg börn..Er búinn að vera að gæjast hér inn af og til Og hún er svo mikil hetja fallega stelpan og systkynin hennar líka þau eru jú með í þessari baráttu... koss og knúsar kv Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 17.1.2008 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.