22.1.2008 | 08:55
Á uppleið?
Mig langaði dáltið að blogga á sunnudagskvöldið og segja að Þuríði mín væri á þvílíkri uppleið því helgin var svo "góð" hjá henni (ákvað samt að vera ekki of fljót á mér því oft dettur það aftur niður um leið og ég er búin að skrifa) en svo í gærmorgun þegar ég vakti hana var allt á niðurleið. Hún stóð ekki í lappirnar, hélt varla augunum opnum og grét stanslaust. Ég ákvað samt að fara með hana í sjúkraþjálfun enda hefur stúlkan ekki getað mætt í þessa tíma almennilega síðan í byrjun des vegna slappleika og hélt kanski að hún myndi hressast við að fá aðeins að hreyfa sig. Mikið hafði ég vitlaust fyrir mér, meir að segja sjúkraþjálfarinn gafst upp eftir 20mín og þá er nú mikið sagt en hún er ekki vön að gefast auðveldlega upp og hefur mikla þolinmæði með Þuríði mína að gera en þarna sá hún bara að það var engin orka til staðar. Hún lét hana ekki fara í "leikfimishringinn" sinn, sat bara á dýnunni og æfði fínhreyfingarnar sem var reyndar ekki að virka, við fórum bara beint heim og hetjan mín fór að sofa og svaf frammað hádegi.
Í morgun vaknaði hún reyndar á sama tíma og systkinin sín án þess að vera vakin enda erum við líka hætt að vekja hana á morgnanna nema á mánudagsmorgnun því þá þarf hún að mæta í sjúkraþjálfun ef orkan er til staðar. Hún er öll að koma til með matinn, farin að borða aðeins meira en hún er t.d. á þriðja Lucky charm disknum sínum (hún fær allt sem hún biður um) sem er mjög gott en það er samt eitt sem er að bögga okkur mikið hvað hún er slöpp. Hún á ekki að vera svona slöpp einsog hún er þessa dagana þó hún hafi ekki borðað mikið síðasta mánuðinn, hún er líka mjög þvoglumælt sem sagt mjög erfitt að skilja hvað hún er að segja. Ætli við heimtum ekki lyfjamælingu á flogalyfjunum á fimmtudaginn þegar hún á að mæta í vikutjekkið sitt, hvort hún sé að fá of mikið af flogalyfjunum því hún er búin að léttast svo mikið en þetta er allt miða við þyngd hennar. Maður er bara svo hræddur við að taka eitthvað út af lyfjunum því ég er svo hrædd við krampana. Þuríður mín hefur verið krampalaus næstum því í ár sem er bara best í heimi og það yrði hrikalega erfitt ef hún færi að krampa aftur, mjög erfið upplifun fyrir okkur öll. Tekur mjög á litla kroppinn hennar og svo myndi það ö-a alveg fara með hana Oddnýju Erlu okkar sem passar svo vel uppá stóru systir sína. Well þetta kemur allt í ljós á fimmtudaginn.
Litli íþróttaálfurinn okkar á afmæli á morgun, allir nágranna vinirnir verða boðnir í pizzupartý og foreldrar en ég bý bestu blokk ever og það er mikill samgangur hérna á milli íbúa á jarðhæðinni. Það eru sex íbúðir og að meðaltali 2 börn 6 ára og yngri í hverri íbúð, bara gaman!! Hef aldrei kynnst öðru eins og það mun mæta leynigestur í afmælið sem stelpurnar reyndar vita af en þið fáið ekkert að vita fyrr en þetta er liðið. Vííííi stelpurnar eru svooooo spenntar! Það er svo mikið af góðu fólki í kringum okkur og sérstaklega þessi leynigestur sem hefur gert góða hluti fyrir börnin okkarsem við munum aldrei geta þakkað nógu mikið fyrir.
Skólinn kominn á fullt og ég er ekki alveg kominn í gírinn, Þuríður mín þarf ágætlega ummönnunn hérna heima og þá er erfitt að kúpla sig aðeins út en þetta kemur með kalda vatninu eða?
Ætla að enda þetta á einni fallegustu mynd af hetjunni minni, tæplega þriggja ára gömul:
Psss.sss Ef þið hafið mikin áhuga á slúðri fræga fólksins mæli ég með því að þið kíkið á www.gossip.is síða sem minn athyglisjúki bróðir er með.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún er algjör hetja. Þið eruð í mínum bænum á hverju kvöldi.
Til hamingju með litla íþróttaálfinn ykkar
Bryndís R (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 09:05
hæ hæ sæta :) gott að heyra með lucky charmsið hehheh ;)
já hún er sko lang flottust þessi skvísa :) hafið það gott í pizza partýinu og vonandi verður litli kútur aðeins ánægðari með að eiga afmæli á morgun heheheeh :)
koss og knús á ykkur öll.....
Þórunn Eva , 22.1.2008 kl. 09:07
Til hamingju með litla kútGuð veri með ykkur og gangi ykkur vel.
Kristín (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 09:11
FALLEGUST!!!!!
Guðrún Bergmann (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 09:57
Hef kíkt öðru hvoru hingað til að sjá hvernig gengur, en hef ekki skrifað fyrr. Langar bara að senda ykkur stuðningskveðjur fyrir yndislegu Þuríði ykkar og óska ykkur til hamingju með íþróttaálfinn :)
Sigurrós (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:12
bara laaaangfallegust þessi stelpa já og til hamingju með litla íþróttaálfinn og morgundaginn
Þið eruð ætið í bænum mínum Áslaug mín, hugsa mikið til ykkar. Frábært að hún Þuríður sé svona dugleg að borða lucky charm, það er næring í því og það er fyrir öllu. Kannski fæst hún til að drekka kamillute með hunangi, ég er með tröllatrú á þeirri blöndu, veit að það hjálpaði á mínu heimili og eins kunningjakonu minni. Kamillute er gott fyrir alla, og ekki síst fyrir þig sjálfa, sumum finnst það vont, en það gerir svo gott.
Knús á ykkur elsku fjölskylda
Skagakellan Gunna
Guðrún Jóhannesdóttir, 22.1.2008 kl. 10:36
Elsku Þuríður mín,ég vildi óska þess að þér mundi líða betur,finn fyrir algjörum vanmætti að lesa þetta.En ég bið guð að vera með þér og gefa þér kraft og styrk.Skilaðu kveðju til Þuríðar ömmu með þakklæti fyrir fallegt comment á mína síðu..kærleiksknús
Björk töffari (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:46
gott að heyra frá þér kæra Áslaug. Þó enn sé ýmisleg ekki eins og það á að vera, þá eru þó skýr batamerki á himni. Gott mál. Til hamingju með litla Theodór Inga sem er nafni afa míns og eldri dóttur minnar. Gott að heyra að það sé svona gott sambýli í blokkinni þinni. Guð veri með ykkur öllum Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2008 kl. 11:21
Æ, hvað það er yndislegt að heyra að hún sé að fá matarlystina aftur. Bið Guð að gefa henni kraft og styrk. Ég man þegar ég sá þessa fallegu mynd af Þuríði Örnu í fyrsta skipti, fyrsta sem ég hugsaði: Guð, hvað hún er falleg.Kærleikskveðjur Sólveig.
Sólveig Jónsd (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 11:27
Mikið er þetta falleg mynd af stelpunni ykkar. Sendi ykkur baráttukveðjur.
Þóra og co
þóra pálsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 12:04
Hún er gullfalleg litla hetjan ykkar og systkini hennar líka.
Ég veit hve erfiður sjúkdómur þetta er bæði fyrir sjúklinginn og aðstandendur, því faðir minn var með heilaæxli í mörg ár og fór í hverja heilaaðgerðina á eftir annarri.
Ég bið fyrir ykkur og bið Guð að gefa ykkur styrk í þessari erfiðu baráttu.
Emma Vilhjálmsdóttir, 22.1.2008 kl. 13:25
Til hamingju með íþróttaálfinn ykkar.
Falleg mynd af fallegri dúllu.
Guð veri með ykkur
gunna (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 13:35
Vona að afmælið verði skemmtilegt. það er svo gaman að búa á stað þar sem mikill samgangur er. Gott að eiga góða granna, eins og þar stendur. Guð blessi ykkur!
Ylfa Mist Helgadóttir, 22.1.2008 kl. 15:30
Þetta er æðisleg mynd af hetjunni.
Es. Mér finnst allt í lagi að lesa fréttir um fræga fólkið, en ég hreinlega hata slúður.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.1.2008 kl. 16:52
Til hamingju með litla íþróttaálfinn. Sendi orkuknús á litlu hetjuna.
kærleiksknús Guðrún
Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 17:18
Bara fallegust litla hetjan ykkar. Augun hennar eru ótrúleg og segja mér svo margt.
knús á ykkur með von um góða daga 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 19:06
Kæru öll
Frábært hvað vel tóskt til með tónleikana, tók eftir því að Skari þinn gaf sér tíma í smá viðtal, ekki skrítið að þú sért hrifinn a þinum manni.
Verra með hetjuna okkar allra.
Sendi ykkur öllum kærleikskveðjur í fullan STÓRAN kassa.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 21:21
Dóttir þín er algjör engill að sjá. Megi Guð vaka yfir henni og styrkja. Að fara með Maríubænina á erfiðum stundum hefur alltaf hjálpað mér og fært mér frið:
Heil sé þér María, full náðar / Drottin er með þér, blessuð er þú meðal kvenna / Blessaður er ávöxtur lífs þíns Jesús / Heilaga María Guðs móðir bið þú fyrir oss syndugum mönnum nú og á dauðastundu vorri.
Calvín, 22.1.2008 kl. 22:15
Til hamingju með litla íþróttaálfinn
Myndin er alveg ofboðslega falleg af fallegu Hetjunni, þið eruð alltaf í mínum bænum, mikið hvað ég vona að hún fari að fá smá orku og að henni fari að líða betur.
Knúsar frá Dk
Halla Rós (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 22:53
Mátti til með að kvitta, ég þekki ykkur ekki neitt en fylgist með á hverjum degi. Mér var svo mikið hugsað til ykkar um daginn en litla dóttir mín veiktist, mikill hiti, var bara í móki og borðaði ekki neitt (þá ér hún mikið lasin). Hjá okkur voru þetta bara 3 dagar og fannst mér alveg nóg. Þið eruð ótrúlega dugleg og þakka ég ykkur fyrir að leyfa okkur að fylgjast með báráttunni. Myndin af hetjunni er æði, þvílíkt beauty sem og Oddný Erla og íþróttaálfurinn mikli.
Baráttukveðjur til ykkar allra
Ingibjörg (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.