Leita í fréttum mbl.is

Myndir tilefni dagsins

Þið eruð heppin í dag en ég ætla að leyfa ykkur að njóta skemmtilegra mynda frá nágranna afmælinu þegar hún Halla Hrekkjusvín mætti á svæðið og skemmti börnunum.  Njótið!

P1239087
Svona góðar móttökur fær besta vinkonan hennar Þuríðar minnar alltaf frá henni þegar þær hittast. Sjáið hvað Þuríður Arna mín lygnir aftur augunum, var svoooo glöð að hitta hana.

P1239094
Theodór minn Ingi var ekki jafn glaður að hitta hana eheh.  Hann er skíthræddur við allar fígúrur en þykist hann alltaf vera svo kúl á því.

P1239111
Þarna er afmælisdrengurinn búinn að jafna sig og farinn að skoða það sem hann fékk í afmælisgjöf og var svakalega ánægður með alla bílana.

P1239117
Systurnar svakalega glaðar hjá henni Höllu sinni.

Læt þetta duga handa ykkur, geymi hinar fyrir ættingjana, sorrý þið.Cool Halla lét alla að sjálfsögðu standa upp og gera nokkrar leikfimisæfingar sem var bara gaman sem minnir mig á það að þurfa fara mæta í ræktina.  dóóhh!!  Hef ekki mætt í tæpa tvo mánuði vegna statusinnar á hetjunni minni og ég líka finn það í grindinni hvað hún er á niður leið og farin að verkja allsstaðar.  Þarf aðeins að tuska mig til og fara mæta í nýju hreyfinguna, maður verður bara svo latur þegar ég hef ekki mætt svona lengi og erfitt að koma manni afstað aftur.  aaaargghhh!!

Bóndadagurinn í dag, en við Skari erum ekki vön að gera eitthvað þannig séð tilefni svona daga nema hann fær að ráða hvað verður í matinn í kvöld og það kæmi mér virkilega á óvart ef hann myndi ekki velja grillmat.  slurp slurp!!  Foreldrar okkar koma svo í mat annað kvöld, húsbóndinn á heimilinu á nefnilega stórafmæli á þriðjudaginn og ætlar ekki að halda uppá það en við ætlum frekar að gera eitthvað skemmtilegt fyrir okkur sjálf í staðin. InLove

Þuríður mín fór ágætlega hress í leikskólann áðan svaka ánægð með nýju stafabókina sína sem henni var gefið í gær (langaði svo að sýna öllum á leikskólanum hana), ótrúleg sniðug bók og góð fyrir hana.  Hún ætlaði að fá að vera fram yfir hádegismat því það er nefnilega "þorrablót" á leikskólanum og hún má nú ekki missa af því.  Verður gaman að sjá hvernig hún mun höndla það.

Þuríður mín þarf líka að fara í aðra lyfjamælingu, læknirinn okkar hringdi nefnilega í okkur í gær og fannst þetta svo skrýtnar niðurstöður og vildi fá aðrar til að ath hvort þær væru réttar.  Jú ef þær eru réttar er hún að fá alltof stóran skammt af flogalyfjunum einsog okkur hefur grunað síðustu daga því hún hefur verið dáltið lyfjuð.  Verst að ég fæ bara í magan við þá tilhugsun að það þurfi einhverjar lyfjabreytingar hjá henni, maður er svo svakalega hrædd við krampa hennar.  Svo hrædd við að hún byrji að fá þá aftur en við viljum heldur ekki hafa lyfjadrukkna þannig það þyrfti eitthvað að gera í þessu.

Er það svo ekki bara náttfatapartý í stofunni í kvöld fyrir börnin?  Færa dýnurnar fram og kaupa fullt af nammi og leigja sér eitt stk videospólu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Raunveruleiki húsmóður.  - Hausmynd

Fallegar myndir og takk að deila þeim með okkur kæra blog-vinkona. Ástarkveðja.Linda og fjölsk

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.1.2008 kl. 11:16

2 identicon

Mikið er frábært að heyra að Þuríður hafi komist í leikskólann í dag :) Hún hefur pottþétt verið ánægð með það daman :)

Sigurrós (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 13:40

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þú ert rosalega góð og dugleg mamma

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 25.1.2008 kl. 16:18

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frábærar  myndir af fallegum börnum. Það er nú kanski von að maður skæli þegar heilt hrekkjusvín kemur í heimsókn. Gott að Þuríður er að braggast og er ekki flogahættan að minnka þegar lyfin eru of mikil. Eð hvernig virkar svona lyfjamæling. Hafið það gott um heigina. Ég er að fara í afmælispartý að morgun því nú eru tvö börnin mín komin á fimmtigsaldur, pælið í því og mamman svona ung!!. Góðar kveðjur og Guðsblessun Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.1.2008 kl. 16:18

5 identicon

Æj hvað myndin er sæt af Þuríði þar sem hún tekur á móti Höllu, greinilega góðar vinkonur:)

Guðrún (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 17:49

6 identicon

Æj hvað þetta er sæt mynd af þeim vinkonum og leynir sér ekki hvað það ríkir mikill kærleikur á milli þeirra tveggja.  En mig langaði líka að segja þér Áslaug hvað viðtalið í Vikunni var gott, einlægt, kærleiksríkt og myndirnar af þér fallegar.  Þú ert mögnuð kona, mundu það

Eigið góða helgi og ég tendra ljós fyrir litlu hetjuna og ykkur öll

kærleikskveðja 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 19:32

7 Smámynd: Calvín

Gleðilegt að lesa og finna að sólin sé að rísa og svo kemur vorið. Farið vel með ykkur.

Calvín, 25.1.2008 kl. 19:36

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Áslaug. Er búin að kaupa Vikuna, lesa viðtalið og skoða þessar flottu myndir af konunni. Viðtalið er gott eins og þín var von og vísa og svo er litmyndin af þér inni í blaðinu alveg frábær. Auðvitað er myndin á forsíðunni fín en þessi inni i blaðinu er mjög flott og þú myndast svo vel. Þú ert frábær og glæsileg kona. Gangi þér allt í haginn kveðja Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.1.2008 kl. 21:49

9 identicon

ó mæ gooddddd las ekki bloggið í gær og "hitti" þig svo bara í minni Bónusbúð áðan, ekkert smá flott, ertu ekki fyrirsæta ?  Spurning um snarann frama þar

Takk fyrir myndirnar, flottust ever þessi krútt, auðvitað Halla hrekkjusvín, hvernig gat ég klikkað á því.

Slauga mín aldrei klikka á að leggja vel inn á bóndadeginum fyrir konudeginum heheheheheh

 Látið ykkur líða vel, ég efa ekkiað það er eitthvað klikk í lyfjunum hennar Þuríðar sem veldur þessum slappleika hjá dömunni, því verður örugglega kippt í liðinni í vikunni eða hvað

Ég var að hugsa, geymirðu það sem þú og aðrir skrifa á síðuna ykkar, bara að pæla þegar Þurðiur verður orðin fullorðin þá væri fróðlegt fyrir hana að lesa þetta allt

Kv Sigga 

sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 21:59

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.1.2008 kl. 23:17

11 identicon

Sniðugt þetta með náttfatapartýið. Börnin mín eru uppkomin, en ég á tvær 2ja ára gamlar kisur sem eru börnin mín, mjallahvítar, Mikki og Malla. Ef ég vildi þá gæti ég gert allt við þær, klætt þær upp og alles.

Er samt ávallt með ykkur í huganum, hef fylgst með blogginu ykkar, því það er ekki annað hægt - þið eruð frábærir foreldrar  :-Þ

Bestu kveðjur til ykkar og Guð blessi ykkur ávallt,

Hanna (fyrv. samstarfsm. í Suðurbæjarlaug). 

Hanna (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 03:04

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

fallegustu börnin

Flottar myndirnar.

Vona að það komi eitthvað gott út úr þessu með lyfin hjá elsku skottinu. Guð veri með ykkur

Gunna  

Guðrún Jóhannesdóttir, 26.1.2008 kl. 11:19

13 identicon

Guð hvað þetta er innileg og falleg mynd af Þuríði og Höllu ég fékk bara tár í augun að sjá hana.

Gangi ykkur vel,

kv Jóhanna 

Jóhanna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 22:00

14 identicon

Æðisleg efsta myndin, Þuríður er einhvað svo innileg og líður vel hjá Höllu sinni... Bara sæt mynd..

Nía (ókunnug) (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 09:43

15 identicon

Loksins komin með meðvitund ég og talvan,þó aðallega ég.Hamingjuóskir með strákinn... þann yngri.Gott og gaman að Þuríður getur mætt í leikskólann,nei þorrablótið má ekki klikka.Frábærar myndir og vænt umhyggjan allsráðandi.Takk fyrir þær.Topp módel og topp kona engin spurning þar sem þú ert annars vegar góða.Já vona að stutt sé í mömmu og ömmu dag fyrir hetjuna hana Oddnýju.Og ykkur tvö.Takk fyrir kveðjuna.Náttfata kveðja  frá Dóra.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband