Leita í fréttum mbl.is

Trú, von og þrá

Síðustu rúmlega þrjú ár hafa verið svakalega erfið einsog flestir sem lesa hérna vita, svona barátta á ekki að vera svona löng.  Ég meina meðaltal þessara barátta eru kanski tvö ár en maður spyr víst ekki hvað þetta eigi að vera löng barátta og það er ekki víst til nein regla en mér finnst þetta alveg komið nóg.  Þuríður mín má alveg fara njóta þess að alveg að vera sex ára sem hún talar stanslaust um þessa dagana, hún er alveg að vera sex ára (maí) og er að fara í X skóla og er svona líka spennt.  Það er svo gaman að sjá gleði hennar, hamingju og spennu fyrir þessu öllu, hún er sem sagt farin að sýna tilfinningar sem er best í heimi og hvað er langt síðan að hún sýndi það?  Mmmmm man ekki?  Ég er farin að þurfa segja henni að fara inní herbergi ef hún er að gera hitt og þetta sem hún má ekki sem er líka best í heimi, það er alveg yndislegt að þurfa skamma hana á ný.  Ekki misskilja mér finnst ekkert gaman þegar börnin mín eru óþekk og hlýða ekki en með Þuríði mína að gera er að alveg frábært.Blush  Þuríður er að koma til baka.

Vonin og þráin er búin að vera svakalega sterk hjá okkur og við höfum aldrei misst hana, alveg sama hvursu lasin hún hefur verið. Það hefur oft verið erfitt að standa í fæturnar í þessari baráttu en við höfum ekkert haft neitt val um neitt annað, við verðum að vera sterk með henni og standa þétt við bakið á henni.  Hún getur, hún ætlar og hún skal.  Hún er hörku kona hún Þuríður Arna mín og lætur ekkert buga sig, hún ætlar sér að vinna þessa baráttu og ég hef mikla trú á því að hún gerir það. 

Trúin er orðin það sterk að ég veit að hún mun vinna þetta.  Þessi rússíbanaferð er búin að vera sú erfiðasta sem ég hef upplifað og ég held að það sé ekki hægt að upplifa það verra.  Horfa uppá barnið sitt þjást, uppdópað og svo lengi mætti telja er svakalega eriftt og alltaf langar mig að þetta sé frekar ég en hún.  Lífið væri þá miklu auðveldara og bloggið mitt væri líka þá miklu skemmtilegra, ég gæti þá gert grín að hlutunum, veikindum mínum og öllu þessu sem viðkæmi veikindum mínum en lífið er ekki svo einfalt.  Mér finnst ég ekki geta gert grín að veikindum Þuríðar minnar einsog ég myndi gera ef þetta væri ég en mér finnst samt alltaf gaman að tala um litla "furðuverkið" mitt hana Þuríði mína því hún segir það sjálf og öskrar oftast um alla kringluna þegar við förum þangað "ég er furðuverk".  Henni finnst það nefnilega svo gaman því það glymur oft skemmtilega í kringlunni og líka þegar við löbbum langa ganginn uppá barnaspítala.  Yndislegust! 

Reyndar fannst okkur Skara dáltið gaman að sjá hana reyna valhoppa í kringlunni síðasta laugardag, Oddný systir hennar valhoppaði um alla kringlu og svo kom Þuríður á eftir og reyndi eftir bestu getu að herma eftir systir sinni.  Oh mæ god hvað hún var fyndin og hamingjusöm.  Hún ræður nefnilega ekkert við fínhreyfingar sínar (en þetta er allt að koma) en hún lætur ekkert stoppa sig og "valhoppaði" svona líka fallega og við Skari lágum í krampa því við vorum líka svo hamingjusöm að sjá hana svona.Halo

Hetjan mín er sem sagt á uppleið, fór í sína vikulegu vigtun í dag uppá spítala og viti menn stúlkan var búin að þyngjast um 800gr, bara draumur í dós en var samt raunverulegur draumur.  Hún lítur svo vel út, sjáið gleði hennar vera brjótast út, gengur svakalega vel í leikskólanum og hún sefur ekki nema 45 mín á dag sem er bara met.  Hún sem var einsog ég veit ekki hvað frá lok nóv þanga til svona sirka í síðustu viku en núna bara alltíeinu gangandi kraftaverk.  Kraftaverkin eru til!Grin  Búin að vera fá sýkingar ofan í aðrar sýkingar, einsog í síðustu viku uppgvötaðist önnur sýkingin sem hún fékk en hún er öll að lagast af henni, hún má við svo litlu þannig hún liggi algjörlega útur heiminum.

Í kvöld byrjaði hún aftur í krabbameinsmeðferðinni sinni, hibbhibbhúrrey.  Við erum reyndar ofsalega hrædd við hana og hún verði aftur óleikskólahæf því hún þarf svo á reglunni að halda en við trúum því að þetta er allt að koma hjá henni, búið að minnka flogalyfin hjá henni og engir krampar komnir, vííí!!

Þuríður mín er svo hamingjusöm, hún lítur svakalega vel út, ekki svona veikluleg einsog hún var og það er svo mikill spenningur hjá henni fyrir komandi hausti.  Bara gaman! Einsog ég hef oft sagt áður en þá kemur þreytan í ljós hjá mér og kvíðin þegar henni líður svona, loksins getur maður slappað af og reynt kanski að hugsa um lærdóm en þá er það oft erfiðara. kanski ég fari bara að plana næstu "æfingabúðir" hjá okkur Skara mhúhaha og hugsa um eitthvað skemmtilegra.W00t  Allavega margir skemmtilegir dagar framundan hjá okkur sem ég hlakka mikið til.

Ég er algjörlega búin á því en svo þegar ég horfi á öll þrjú kraftaverkin mín fæ ég smá vítamínsprautu í rassgatið og sé hvað ég er heppin að eiga þau öll, ekki sjálfsagt og nýt þeirra í botn og dekra of mikið við þau eða svo er mér sagt.  Hmmm!!  Hey til hvers að eignast öll þessi kríli ef maður má ekki ofdekra þau?Woundering

Ætla að leggjast uppí sófa með tærnar útí loft áður en ég tek upp enskubókina mína og reyni að læra smotterí sem ég hef lítið geta gert síðustu fjórar vikur eða svo en samt fæ ég "bara" níur og tíur í öllu sem ég tek að mér og hélt að ég væri ekki að meika lærdóminn.  Hvernig væri þetta eiginlega ef ég gæti BARA einbeitt mér að lærdómnum?  Gaman væri að vita það.Tounge

Munið að við verðum að vona og trúa því að allt getur gerst, ótrúlegustu kraftaverkin gerast.  Belive me!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bara ÆÐISLEGT!! vá hvað það er gaman að lesa svona hamingjusama færslu hjá þér :) brosti allan hringinn á meðan og bara fékk gleði í hjartað :) þú smitar út frá þér hehe

njóttu þess að ofdekra börnin þín og farðu vel með þig og Skara á meðan!

knús yfir til ykkar

Anna ókunnug (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 20:00

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ástarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.2.2008 kl. 20:05

3 identicon

Gaman að heyra hvað Þuríði líði vel, komin tími til.

Hafið það sem allra best

KVeðja Benný

Benný (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 7.2.2008 kl. 20:23

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Mikið er þetta dásamleg færsla elsku Áslaug mín, sannarlega er hún Þuríður OFUR  og KRAFTAVERKABARN

Risaofurknús, kærleikur og fullt fullt af ljósi og orkustraumum til ykkar

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.2.2008 kl. 20:41

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

p.s. það má dekra þessi litlu kríli, þau verða ekkert verri fyrir það, það er nokk öruggt

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.2.2008 kl. 20:42

7 Smámynd: Hanna

Það var yndislegt að lesa þessa færslu hjá þér :)  Takk fyrir að leifa okkur öllum að fylgjast með :)

Hanna

Hanna, 7.2.2008 kl. 20:43

8 identicon

frábært að heyra að litla snúllan ykkar sé að verða hún sjálf aftur ég hef sagt það áður og segið það en þið eruð algjörar hetjur

 bkv

amý(ókunug) 

amý (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 20:45

9 Smámynd: Elsa Nielsen

Yndislegast :)

KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 7.2.2008 kl. 20:46

10 identicon

ÞIÐ ERUÐ ÖLL KRAFTAVERK..sem er heiður að fá að fylgjast með, takk.Níur og tíur,þú ert gjörsamlega fullkom..........Skari haltu fast í  hana.Segið svo að KR og ÍA geti ekki verið í góðum æfingabúðum og samstarfi.Kveðja frá EKKI fullkomnum

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 21:05

11 identicon

Ohhh hvað það er yndislegt að lesa færsluna þína í dag...ég kíki hér á hverjum degi og stunum 2svar og 3svar (er maður crasy he he) og fylgist svo mikið með ykkur en kvitta ekki nærri því í hvert skipti. Þetta er bara yndislegt að lesa um litlu hetjuna í dag og hún á eftir að sigra þetta "verkefni" Ef þú bara vissir hvað þú ert búin að breyta mínum hug gagnvart lífinu og hvað þú hefur kennt mér og mörgum öðrum að meta lífið Knús á ykkur fallega fjölskylda og xtra knús á hetjuna þína

Guðrún Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 21:20

12 identicon

Það er svo gaman að lesa hér þegar fréttirnar af ofursúperhetjunni henni Þuríði Örnu eru svona góðar.

Ég trúi því svo mikið að þetta litla skott muni standa uppi sem sigurvegari í þessari baráttu. Hún bara verður, hún er alveg einstök.

Ég bið fyrir ykkur öllum og sendi ykkur ljós og orku.

Hafið það alltaf sem allra best og megi guð og góðar vættir vera með ykkur. 

Hildur ókunnug (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 21:51

13 identicon

ég er bara einhver 15 ára stelpa sem hefur aldrei commentað áður, samt fylgst með í nokkurn tíma :)

vá hvað það er gott að heyra að Þuríði sér farið að líða betur, manni léttir alveg rosalega :)

frábært líka að sjá að þér gangi svona vel :)

Kolbrún Helga (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 22:31

14 identicon

Bara falleg og góð færsla sem fær mann til að hugsa um líðandi stund og allt það góða sem er í kringum mann.  Bara yndislegt að lesa hvernig litlu hetjunni líður, brosandi, valhoppandi og þyngdin að aukast.  Frábært og aftur frábært!

 Knús á ykkur og þið verðið áfram í bænum mínum

með kærleikkveðju 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 22:43

15 Smámynd: Guðrún

frábært að heyra.....gangi ykkur allt í haginn......vonandi komu kjúllauppskriftirnar sér vel sem ég mailaði á þig....getur sko örugglega elda eitthvað gott handa familýjunni þinn

Guðrún, 7.2.2008 kl. 22:51

16 Smámynd: Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

Ahh, gott að lesa þessa færslu  

Kraftaverkin gerast svo sannarlega og er Þuríður eitt af þeim. Þegar ég horfði yfir þann sigurvegarahóp sem blasti við mér á unglingastarfinu í síðustu viku hugsaði ég með mér hvað trúin þeirra og allra í kringum þau hafi líklega verið sterk og komið þeim yfir þá stóru hindrun sem veikindi þeirra eru/voru.

Ég hlakka til að fylgjast með Þuríði fara í skóla og hitta hana svo í unglingastarfinu þegar þar að kemur. Var það ekki annars díllinn? Jú, ég held það nú

Gangi ykkur vel og haldið áfram að trúa, vona og þrá.....  

Kv. Freyja

Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 7.2.2008 kl. 22:55

17 identicon

  I Belive you

sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 23:05

18 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Gangi ykkur allt í haginn.  Þú ert frábær mamma.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 7.2.2008 kl. 23:45

19 Smámynd: Þórunn Eva

 hæ hæ sæta fjölskylda.... gaman að lesa þessa skemmtilegu færslu... vonandi að allt gangi sem allra best áfram....

p.s er þá ekki kaffihús bara á dagskrá fljótlega eins og við vorum einhverntímann búnar að ræða um ???

koss og knús á þig sæta.... 

Þórunn Eva , 8.2.2008 kl. 00:02

20 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þið eruð yndislegust og frábærust. Mikið er GAMAN að lesa þessa færslu þín Áslaug mín. Til að meta ljósið þarf að þekkja skuggana.      Guð veri með ykkur Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2008 kl. 03:59

21 identicon

 Frábært ad "heyra"  úff,thid erud svooooo dugleg ad thad hálfa væri hellingur

baráttukvedja frá danmørku  

María-ókunnug (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband