8.2.2008 | 07:59
Hamingjan stóð ekki lengi :(
Hvað er málið? Afhverju má henni ekki líða vel? Ég var orðin svo bjartsýn í gær í svo langan tíma og þorði að skrifa um það því ég veit alltaf þegar ég hef skrifað hvað henni líður vel og allt svo yndislegt þá fer henni að "hraka" aftur. Viti menn það gerðist líka í gærkveldi, ég var varla búin að ýta á "save" hnappan þegar ég leit inní herbergið hennar og fannst hún vera að hitna en hélt kanski og jú vonaði að mér fannst þetta bara því mér var sjálfri svo kalt. Vitlaus var ég, klukkutíma síðar vaknar hetjan mín og svona líka brennandi heit (ég fékk blöðrur þegar ég kom við hana) og að sjálfsögðu rak ég Skara minn í það að koma með mæli og stíl því ég vissi að það væri ekki góð útkoma. Andskotans, helvítis (sorrý en ég leyfi mér að blóta þegar ég er orðin virkilega reið og leið) en stúlkan var komin með 40,2 í gærkveldi og nóttin var hræðilega erfið. Hún kvartaði mikið um verki í tönnunum og svo núna kvartar hún yfir því hvað hún sé þreytt enda var ekki sofið mikið í nótt og svo er hún náttúrlega mjög slöpp. Tók mér einmitt núna 5 mínútna pásu í að skrifa til að setja hana uppí rúm því hún vildi fara sofa en samt nývöknuð, ég bíð ekki í það ef hún verður aftur svona einsog í des. Þegar ég var að setja hana uppí rúm hafði hún nú samt að ropa það útur sér að hún væri að fara í skóla eheh, yndislegust! Er svo ótrúlega spennt þessi elska.
Ég bara skil ekki þennan tilgang með að pína hana svona, er hún ekki búin að fá nóg? Má hún ekki fara að njóta lífsins og geta leikið sér almennilega? Afhverju þarf alltaf að láta hana vera svona slappa? Ég er virkilega reið og hrikalega leið þessa stundina, líðan hennar breytist alltof hratt, þetta er svo mikill rússíbani sem við lifum í. Ég sem var svo glöð í gærkveldi og fann virkilega góðan líðan í hjartanu sem ég hef ekki funndið lengi.
Þetta líf er svoooo ósanngjarnt.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stórt Knússss til ykkar
Luv Magga
Magga (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 08:12
Kærleikskveðjur til ykkar allra, kveiki á kerti fyrir hetjuna.
Gróa ókunnug (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 08:40
Æi elsku litla hetjan mín,það á ekki af þér að ganga..ég segi eins og þú Áslaug mín,,af hverju er þetta svona og hvaða tilgangi þjónar þetta?Sennilega fáum við engin svör við því.En ég bið góðan guð og allar góðar vættir að senda henni orku-og batastrauma með von um betri líðan...kærleiksknús
Björk töffari (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 08:43
Æi, þetta er svo erfitt.... hugsa til ykkar...
Katrín Ösp (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 09:40
SigrúnSveitó, 8.2.2008 kl. 10:27
Elsku Áslaug og co
Gefðu henni Þuríði minn
allan kraft sem hún á inni
til að komast í gegnum þessa þraut
láttu alla sjúkdóma hverfa á braut
þið eruð í bænum mínum ALLTAF
kveðja Ása
asa (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 10:30
Ohh ég vildi að ég hefði völd til að geta bætt líðan litlu stúlkunnar ykkar.... Maður finnur til í hjartanu... eða eins og börnin segja.. fær illt í hjartað við þessa lesningu Vona að litla skottið hressist fljótt.. Batakveðjur og risa knús...
Sólrún, 8.2.2008 kl. 10:46
Haltu uppi trúni - vonini þetta á eftir að ganga vel.
kv sj
Sigríður Jónsdóttir, 8.2.2008 kl. 10:52
BATA KNÚÚÚÚS !
Elsa Nielsen, 8.2.2008 kl. 11:28
Knúskveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 12:58
en leiðinlegt að heyra þetta - ég brosti einmitt út að eyrum eftir síðustu færslu hjá þér... var virkilega með von um betri tíð hjá Þuríði skvísu. Ef það væri nú eitthvað sem ég gæti gert til að laga þetta þá væri ég löngu búin að því... Þessi raun er svo erfið og ég vona svo sannarlega að lífið farið betri höndum um litlu elskuna þína og alla fjölskylduna, því þið kveljist jú líka að horfa svona upp á hana.
Sendi ykkur kærleiksstrauma
Berglind Elva (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 13:29
En hvað þetta er sorglegt. Ég kveikti á kerti fyrir hana og vona svo sannarlega að það nuni lýsa ykkur og Þuríði fari að líða vel sem fyrst.
Kær kveðja til ykkar.
Guðrún (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 13:38
æ og ég var svo glöð
Vonandi lagast þetta fljótt elsku krakkar mínir. Sendi ljós og orkustrauma til ykkar
Guðrún Jóhannesdóttir, 8.2.2008 kl. 13:41
Elsku þið öll, sendi endalaust mikinn kærleik til ykkar það er HRIKAEGT hvað þið eruð að glíma við.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 13:43
Haltu samt í vonina, þetta gæti verið eitthvað meinlaust, en þar sem hún er svo viðkvæm fyrir þá er það þrefalt erfiðara fyrir hana en aðra. Vertu jákvæð (þó það sé erfitt). Kannski vill kallinn þarna uppi að hún jafni sig alveg, en það þurfi að fórna e-u öðru til að það gangi, eins og að hún fáir allar þessar umgangspestir og svona. Æji skilurðu hvað ég miena...
Bjarney (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 14:18
Vonandi hressist hún sem fyrst. Knús, Oddný
Oddný (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 14:41
Vona að þetta sé bara tímabundið bakslag, kinnholubólgur og flensa og að hún verði fljót að hrista það af sér, já ég trúi því, hún er svo mikil kraftaverkastelpa.
Anna Lilja (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 15:11
Sendi ykkur innilega batastrauma.... Langar að senda þér link á video sem ég fann og hreyfir alltaf við mér....líkt og baráttuþrekið og trúin ykkar. Það er einmitt ótrúlegt hvað fólk þolir og gerir þegar á reynir eins og þið hafið svo sannarlega sýnt okkur.
http://www.heilsufrettir.is/viewStory.php?distributor=&curDistributor=xyz&storyID=2739&pageType=prod&noFollowStory=
Vona að linkurinn virki ef ekki þá er það allavega hér www.heilsufrettir.is/xyz fyrir miðju á forsíðunni....
Kveðja, Halldóra
Fallega fólkið í Leeds, 8.2.2008 kl. 15:26
Æ elsku fjölskylda, þúsund knús og góðar bænir til ykkar .Baráttu kraftaverkskveðjur.Hrönn..
Hrönn (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 16:38
Æ. mér fannst himneskt af öllu að lesa færsluna þína í gær.Bið að litla kraftaverkabarnið hressist fljótt.
Kristín (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 17:07
Sendi ykkur bestu batakveðjur til snúllunnar, vona að þetta verði yfirstaðið sem fyrst svo hún geti haldið áfram að valhoppa og hlakka til skólans, elsku dúllan.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.2.2008 kl. 18:31
Æi elsku litla stelpan. Það á ekki af henni að ganga. Vonandi getið þið hvílst um helgina og að snúllunni ykkar fari að líða betur, mér finnst þetta löngu orðið gott.
Baráttukveðjur
Ingibjörg (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 18:45
knús
Bergdís Rósantsdóttir, 8.2.2008 kl. 19:39
Koss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 8.2.2008 kl. 22:13
Knús knús og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.2.2008 kl. 22:31
Knúsog kertaljós fyrir ykkur.
Sólveig Jónsd (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 22:47
Baráttukveðjur
Guðborg Eyjólfsdóttir, 9.2.2008 kl. 08:55
En leiðinlegt að heyra, það var svo æðislegt að lesa færsluna þína í gær. Vonandi gengur er þetta ekki alvarlegt. Baráttukveðjur Mæja PS. ótrúlegt myndband.
María (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 09:25
Halló elsku fjölskylda.
Fyrst svona rosalega góðar fréttir og svo ömurlegar strax á eftir. Reynið að fara vel með ykkur elsku vinir í þessar endalausu baráttu. Hugsa mikið til ykkar og bið fyrir ykkur. Knús og kossar Kristín Amelía.
Kristín Amelía (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 09:39
Batakveðjur til hetjunnar!!!
Ylfa Mist Helgadóttir, 9.2.2008 kl. 11:30
æ hvad thetta er leidinlegt,eins og var gaman ad hún var svona hress og farin ad likjast sjálfri sér. Alveg ótharfi ad leggja enn meira á hana,má hún bara ekki fá stundarfrid blessad barnid en bara baráttukvedjur hédan frá DK
María-ókunnug (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.