Leita í fréttum mbl.is

Sagan endalausa

Þuríður mín byrjaði aftur í krabbameinsmeðferðinni sinni á fimmtudagskvöldið og var látin hætta að hádegi á föstudaginn vegna mikils hita og slappleika.  Veit ekki hvenær hún er látin byrja aftur en hún er hitalaus en ekki með mikla orku.  Vonandi mun þetta ekki vara lengi hjá henni allavega ekki einsog síðasta pest eða í tvo mánuði, mig langar bara svo að fara komast aðeins út, mæta reglulega í ræktina, læra almennilega og hafa kanski eitt stk mömmudag fyrir hin tvö en Oddný Erla mín er farin að heimta það.  Henni langar svo að kíkja í glingurbúðirnar með mömmu sinni og skoða allt prinsessudótið í Toys'rus, ótrúlegt en satt þá dugar henni oftast að skoða en ekkert endilega að kaupa.

Ég þessari baráttu finnur maður mjög mikið fyrir því hverjir eru sannir vinir og hverjir ekki, ég er farin að finna fyrir því að fleiri eru farnir að tínast úr ferðinni.  Afhverju skyldi það vera?  Er það því ég er ekki alltaf síhringjandi í alla?  Því ég get ekki mætt í allar samkomur sem eru í boði?  Því miður hef ég oftast ekki orku eða löngun í að mæta í þessi boð og þykir það ofsalega leiðinlegt.  Ég veit ekki afhverju ég pirra mig stundum á þessu, kanski vegna þess ég sakna þessara fólks en afhverju að sakna þegar þetta eru ekki sannir vinir.  Æjhi manni finnst þetta allt svo asnalegt og skrýtið, maður þarf að kynnast þessum hlut því ég eignast barn með illvígan sjúkdóm.  Ég veit líka að margir höndla ekki svona hluti og eiga erfitt með að umgangast mann en ég veit allavega að það er ekki vegna þess að ég er alltaf sívælandi þegar ég er í kringum fólk því helst vil ég sleppa því að ræða veikindin hennar þegar ég er innan einhvern fjölda og njóta þess að vera bara ÉG. 

Ég veit samt líka að ég á sanna vini sem hafa ekki gefist uppá mér þó ég geti ekki alltaf hitt þá eða hef samband af fyrra bragði, þó þeir hringi ekki en þá senda þeir mér oft falleg mail og hringja stundum í mann gegnum msn-ið (beint til sumra ehe). 

Ég held að þetta sé gallin að vera með svona heimasíðu því þá hættir fólk líka að hafa samband, getur lesið allar fréttir hérna og þurfa ekkert að hringja og spurjast fyrir. 

Æji ég veit ekki afhverju maður pirrar sig yfir þessu, kanski vegna þess maður saknar sumra en afhverju að gera það ef þeir eru ekki einu sinni sannir? 

Ætla leggjast uppí rúm með hetjunni minni en ótrúlegt en satt þá er stúlkan ekki sofnuð og klukkan að verða tíu, bara gott!  Hin tvö sofnuð þá ætla ég að njóta þess að kúra með henni og Skara mínum.

Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Skil þig vel með fólkið sem fer.

Fjóla Æ., 9.2.2008 kl. 22:31

2 identicon

Já það koma tímar í lífi margra sem reyna á vinasamböndin og virðist sem alltof margir vinir bregðist. Að hringja öðru hvoru eða senda hlý sms er nóg en sumir virðast ekki hafa vilja í það þegar þeir fá ekkert í staðin á stundinni.
Það er sárt að komast að því að vinir manns eru ekki vinir í raun en þess í stað gott að styrkja vinasambönd við góðu vinina enn frekar og sanka að sér góðu fólki smátt og smátt í lífinu og muna svo eftir þeim þegar þeir þurfa á að halda.
Gangi ykkur vel

Stína ókunnug (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.2.2008 kl. 23:01

4 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 10.2.2008 kl. 00:27

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Kannski finnst sem þeir mundu trufla. Hræddir að vita ekki hvað er við hæfi  að segja! Hvað er við hæfi þegar barnið er mjög alvarlega veikt.

Ég á erfitt með að tala við fólk. Ég ætti erfitt að tala um barnið...er hún að lagast, spyr maður..en þá kannski hefur eitthvað komið uppá og hún er kannski verri.  þá bara ómæ god ó mæ god

Ég held að það sé þessi aulalega afsökun að fólk er hrætt við að spyrja og veit ekki hvernig það á að vera.

Ég þurfti að hjálpa barni mínu í gegnum strembinn sjúkdóm (fyrir utan klumbufætur sem tók sextán ár að laga það sem komið er)

Hún var amk þrisvar lögð inn og fékk lyf vegna sjúkdóms sem fáir tala um....Þetta var erfitt..vegna þess að sumir fjölskyldumeðlimir áttu ekkert gott með að tala um þennan stóra sjúkdóm. Ég veit að það var pískrað í hverju horni, en ekki sála ekki EIN sála kom til mín að spyrja mig beint hvað væri að ske og hvernig henni liði!

Á endanum verða æknarnir bara vinir manns...ekki amalegt....þeir eru margir ægilega sexy

Bið að heilsa  mömmu þinni...segðu henna að ég sé Rúna, dóttir Unnu og Dodda! Hún skilur.

Gangi ykkur sem allra allra best. Ég hugsa til ykkar af og til..ekki annað hægt þegar ég sé litlu krakkana hraust og glöð busla í snjónum

Kveðjur.

Rúna Guðfinnsdóttir, 10.2.2008 kl. 01:36

6 identicon

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 03:47

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Æi það er svo eðlilegt að pirra sig þegar maður stendur í þeim sporum sem aðrir í kringum mann eru ei í.  Mikið rétt, vinum INUM fækkar en voru þeir sem fóru vinir.  Vinir eru þeir sem þola allt með manni í sorg og gleði, að því kemur að maður uppgötvar að þeir eru bara á annan vænginn. 

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 10.2.2008 kl. 04:46

8 identicon

Ég kannast við þetta í tengslum við föður minn - hann hefur verið viðriðin félagsmál og sveitapólítík í sveitarfélaginu sínu í 30 ár en fyrir 2 árum lennti hann í slysi og lamaðist. Eftir að hann flutti aftur í sveitarfélagið þá vorum við viss um að fleiri mundu heimsækja hann en svo er ekki raunin... En aftur á móti æskuvinur hans og annar gamall vinur úr Kiwanis hafa komið rosalega sterkir inn en þeir búa í Reykjavík og geta því ekki heimsótt hann mikið. Það er rosalega sárt að horfa upp á þetta og ég þekki þessa tilfinningu og horfi á pabba minn og er sár og reið fyrir hans hönd. Hann er lamaður frá hálsi og niður og notar raförvun á þinndina til að geta andað, en stundum notar hann öndunarvélina.  Veit að fólk er hrætt við allt svona en eftir því sem það dregur það að heimsækja þeim mun erfiðara er það.  Mér finnst að fólk eigi að brjóta odd af oflæti sínu og láta sig hafa það að halda sambandi þó það sé ekkert auðvelt. A.m.k ekki eins erfitt og fyrir þá sem lifa stöðugt við sína fötlun eða veikindi. 

Hugur minn er ansi oft hjá ykkur Áslaug Ósk - ég vona svo sannarlega að það birti upp hjá ykkur - núna

Berglind Elva (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 08:28

9 identicon

Kæra mín, reyndu bara að vera sterk áfram með þínum Skara og þínum skara af börnum, engin veit ævina fyrr en öll er.  Þuríður  Arna era komin til að vera og verður hér alltaf, hugsanlega ekki alltaf í sömu mynd en alltaf hjá foreldrum sínum og systkinum og hjá öllum okkur hinum sem þykir svo vænt um hana á blogginu þínu.

Ég bið þess,  að ef hversstaðar verða kraftaverk, þá verði þau hjá litlu stúlkunni þinni. Kv. Unnur.

u (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 08:51

10 identicon

 knús og kossar

Luv músin

Magga (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 10:15

11 Smámynd: Linda litla

Það er örugglega erfitt þegar vinir hætta að hafa samband, og er það örugglega hræðsla við veikindin og það veit ekki hvernig það á að haga sér í kringum þig. En auðvitað á fólk bara að haga sér eins og vanalega við þig, eins og það var fyrir veikindin hjá Þuríði.

Ég skil að þetta sé erfitt en ég get alls ekki sett mig í þín spor og ég vona að ég eigi ekki eftir að lenda þar.

Hafið það gott og notaðu allan þinn tíma sem að þú færð til að vera með hinum börnunum þínum.

Batakveðjur frá mér til ykkar.

Linda litla, 10.2.2008 kl. 12:14

12 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Sendi þér stórt knús...stóran smell á Þuríði Örnu...

Agnes Ólöf Thorarensen, 10.2.2008 kl. 12:21

13 identicon

Kæra Áslaug......

Finn til með ykkur og vona að Þuríði ykkar fari að líða betur - það er ótrúlegt hvað er lagt á þessa litlu stelpu og ykkur að þurfa að horfa uppá þetta og geta ekkert gert, það er jú okkar að veita börnunum okkar allt sem þau þurfa.

Ég trúi því að það sé sárt að finna þetta með vinina - það er þá bara betra að eiga fá en góða ;o)

Knús á ykkur kæra fjölskylda - ég sendi þér jákvæða orku og vona að einhver ofur styrkur haldi áfram að koma til þín.

Gangi ykkur vel - ég kíkka alltaf reglulega.

Katrín (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 12:22

14 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

  Guð styrki ykkur

Kv

Sigga 

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 10.2.2008 kl. 12:31

15 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ sæta... ég er í sama pakka og er einmitt alltaf að sannfæra sjálfa mig um að þetta hafi ekki verið raunverulegir vinir.... ég á tvær mjög góðar vinkonur og nokkrar góðar... svo kemur fjölskyldan alltaf sterk inn... ég á mikið af frænkum á sama aldri og einhverja hluta vegna þá treysti ég að þær fari ekki því þær eru nú einu sinni frænkur mínar þú skilur... en það er alltaf ég sem þarf að hringja og segja fólki hvernig gekk og annað því fólk er ekki að hringja í mann... skil ekki alveg en ég hringi þá bara og fólk er mjög ánægt með það.... en svo verður fólk fúlt ef ég gleymi því.... þá fer maður að hugsa hva af hverju hringdir þú ekki.... æji veistu ég held ég sé að verða búin að læra það að vera ekki að hugsa um þetta of mikið það er nógu mikið að hugsa um þó svo að þetta dragi mann ekki niður líka....

koss og knús á þig sæta mín.... 

Þórunn Eva , 10.2.2008 kl. 14:41

16 identicon

Stundum þarf maður bara að leiða svona hjá sér og vera ekki að kalla eftir vinskap við fólk sem ekki hefur samband. Neikvæðni dregur úr manni alla orku og með endalausri neikvæðni ýtir maður fólki frá sér.

nafnlaus (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 14:52

17 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það er nú einu sinni svo að þegar maður er að kljást við erfið veikindi og allt það sem því fylgir, er ekki tími til að rækta vináttuna. Öll orkan fer í þann sjúka og að halda fjölskyldunni á floti. Líðanin oft þannig að maður treystir sér ekki til að hringja út og suður og láta í sér heyra, hvað þá að mæta á mannamót.
Þetta eiga vinir að skilja og að mörgu leyti vegur bloggið upp sambandsleysis. Þar geta vinir og vandamenn fylgst með gangi mála. Ég hef alltaf sagt að vináttan snúist um gæði en ekki magn. Hún á ekki að glatast vegna þess að það dregur úr samskiptum.

Hitt er svo annað mál að við sem erum í stöðu sem þessari hefðu gott af því að vera í meiri tengslum við aðra en við gerum. Kúpla okkur aðeins út úr veikindastandinu og vera við sjálf, þó ekki sé nema stutta stund í einu. Þannig er hægt að hlaða batteríin. Það getur hins vegar verið þrautin þyngri að finna tíma, orku og ,,nennu" til þess þegar maður er alltaf örmagna. Efitt við að eiga. Það skilja sannir vinir manns.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.2.2008 kl. 15:18

18 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 16:57

19 Smámynd: Þórunn Eva

já endilega vertu í bandi ;) hlakka til

Þórunn Eva , 10.2.2008 kl. 17:53

20 identicon

Mig langar aðeins að leggja hér orð í belg. Þar sem ég hef verið nákvæmlega í sömu sporum. Við getum ekki búist við þó erfiðleikarnir séu hjá okkur elskurnar að allir hætti að lifa sínu lífi og þjóni okkur. Oft eru þetta sannir vinir sem hreinlega ekki hafa tíma og þannig aðstæður í lífinu að þeir geta ekki verið á vaktinni að hringja eða koma. Síðan er spurningin erum við þessir vinir? hugsum við alltaf um hina? held ekki og þar á ég líka við þig Áslaug og ekki illa meint þar sem ég þekki þig ekki! hefur þú ávallt verið sannur vinur? held þó erfiðleikar séu að líta frekar á hvernig vinur er ég ekki hvernig hinir eru við mig!! ég hef misst og sumir ekki hringt en veit að þeim þykir vænt um mig og mig þá það koma aðrir tímar til að við ræktum vináttuna. Síðan hefur ég verið í gengdarlausri þjónustu við aðra sem ekki hafa sýnt mér til baka þá tók ég bara sjálfamig í geng og skoðaði hvar ég vil forgangsraða vinunum. Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar maður les um sanna vini og ekki sanna sem er vissulega rétt, en oft líka ótrúlega eigingjarnt.

Ég er góður vinur og sýni það og á fullt af góðum vinum sem sýna það mismikið en þeir eru samt vinir mínir og eru hreinlega mismunandi að gerðum og háttum í að hafa samband og annað. Viss um mín kæra að þú átt fullt af vinum og hringdu í þá ef þarf og ef þig vantar aðstoð og talaðu mannamál ef þarf ekki vera að undrast og vona að allir detti inn um dyrnar hjá þér því fólk vil einnig gefa fólki í erfiðleikum frið. Hef verið þarna og skil þetta mæta vel og fullt af vinum mínum hafa útskýrt af hverju þeir voru ekki til staðar og ég skil þá vel í dag.

gangi ykkur sem best og guð og gæfan fylgi ykkur! mundu bara að vera góður vinur sjálf.

nafnlaus (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 20:55

21 identicon

Kæra Áslaug.

Ég skil ekki alveg þetta með vinina að ef að eitthvað bjátar á að þá  fara þeir bara , þegar maður þarf mest á þeim að halda  :o/

Ég á eina vinkonu sem lenti í því að barnið hennar veiktist alvarlega, ég fór til hennar á hverjum degi.  Það tók mig hálftíma að keyra á milli en ég lagði það á mig því að ég fann það að hún þurfti á því að halda, þó að ég stoppaði kannski ekki nema hálftíma það var alveg nóg. Vona svo innilega að vinir þínir Áslaug mín fari að ranka við sér. Gangi ykkur vel í ykkar baráttu. Kveðja Ella.

Ella (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 23:06

22 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sendi ykkur mínar bestu óskir og bænir Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.2.2008 kl. 00:45

23 identicon

Oooohh,skil vel að þú verður pirruð á hvernig fólk getur verið. Maður veit sko sannarlega hverjir eru vinir sínir þegar maður eignast langaveikt barn eða lendir sjálfur í veikindum. Hef reynslu af hvoru tveggja! Og margt sem þú talar um á blogginu kannast ég svo innilega við þegar þú ert að lýsa því hvernig þér líður. Stundum sér maður bara ekki ljósið í myrkrinu! En það kemur að því. Þið eruð afskaplega dugleg,samheldin fjölskylda og það skiptir miklu máli að sama hvað er að þá má maður ekki gleyma að rækta sjálfan sig.Hlúið bara vel að ykkur og þessir svokallaðir "vinir"geta bara verið úti í kuldanum!! Les alltaf bloggið þitt en þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa.Mundu af fara vel með þig og ekki láta "einhverja" aðra "úti í bæ" stjórna því hvernig þér líður. Þið eruð ótrúlega dugleg og megið vera svo stolt af því!Knús og kossar til ykkar fallega fjölskylda

Rr(ókunnug) (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 01:26

24 identicon

Þegar á reynir koma vinirnir í ljós.  Ég var sár á sínum tíma þegar vinir mínir gáfu skít í mig þegar ég veiktist og ég var sár fyrir hönd fjölskyldu minnar þegar við stóðum uppi alein í veikindum pabba þegar hann var að kljást við heilaæxli árum saman.  Í dag er ég þakklát að hafa fengið að átta mig á því hvaða mann þetta fólk hafði að geyma.  Ef það stendur ekki við bakið á sínum ástvinum í veikindum þá eru þau ekki þess virði.  Vertu bara ánægð að losna strax við þetta fólk því þau eru ekki vinir þínir.  Maður reyndar heyrir oft að fólk treysti sér ekki til þess að takast á við svona aðstæður, treysti sér ekki til þess og veit ekki hvernig það á að haga sér.  Mér finnst það samt asnaleg afsökun og tek hana ekki gilda.  Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um þroskaleysi.  Ef viðkomandi þekkir ekki slíkar raunir á eigin skinni þá er ekki skrýtið að það vanti uppá þennan tilfinningaþroska hjá einstaklingnum og hann hreinlega kann ekki að standa með sínum.  Ekki af því að hann vill það ekki heldur vegna þess að hann skortir skilning og þroska. 

Ég skil rosalega vel hvað þú og þið eruð að ganga í gegnum.  Ég hugsa daglega til ykkar og bið Guð að gefa ykkur styrk og vernda ykkur og lækna litlu hetjuna.  Kraftaverk gerast og ég trúi því að hún geti náð fullum bata með tímanum.  Ég óska þess að litla hetjan þurfi ekki að þjást og geti farið að njóta lífsins aftur og þið öll. 

Ég skil vel að þú vilt komast út og anda.  Ég skil líka mjög vel að þú þurfir að gefa hinum krílunum tíma enda er það mjög mikilvægt fyrir alla og bara eðlilegt. 

Gangi ykkur vel og Guð verndi ykkur og styrki. 

Emma Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband