14.2.2008 | 14:48
Ömurlega leiðinlegt
Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að skrifa, hetjan mín er ennþá mjööööög slöpp með yfir 40 stiga (40,2) hita og liggur alfarið bara fyrir. Var reyndar ágætlega hress í morgun þegar við mættum uppá spítala en þá var hitin að koma aftur og svo bara búúúúmm lögst fyrir og ömurlegt að sjá hana í þessu ástandi. Er ekki komið gott? Það var eiginlega komið gott fyrir þremur árum, aaargghh! Við fengum nú það í gegn að setja hana í allar þessar myndatökur á morgun til að ath hvort það sé eitthvað að bögga hana þannig það verður spítalinn á morgun.
Hún er ótrúlega föl og það væri óskandi að læknar myndi mæla með því að maður færi í sólina til að láta han líta aðeins betur út ehe!! Mikil óskhyggja! .....og auddah heldur hún ekkert áfram að þyngjast, búin að léttast aftur um það sem hún þyngdist í síðustu viku.
Ég er ekki alveg að nenna skrifa hérna, alltof sjaldan sem ég hef góðar fréttir að segja frá. Hundleiðinlegt!
Enda þessa færslu bara á þremur myndum:
Hetjan mín með bestu vinkonu sinni sumarið '06
Með þeim flottustu KR-ingum sem ég þekki, Theodór Ingi minn nokkra vikna í bangsa-KR-búningnum hans afa Hinriks.
Oddný Erla þriggja mánaða, þarna er hún stödd á Þingvöllum í sirka 30 stiga hita. Bara yndislegt.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æji snúllan ekki gott.En gott að það sé verið að fara í myndatökur... Gegjaðar myndir.. koss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 14.2.2008 kl. 14:50
Leitt að heyra hvað hetjunni okkar líður ílla. Þetta eru erfiðir tímar og stöðugar áhggjur, skil það vel. Skrifaðu bara bara það sem Þú vilt vinan, við sem lesum gerum það (vonandi öll) til að styðja ykkur í baráttunni og reynum eftir megni að taka við og bera áhyggjurnar með þér (ykkur) Gangi ykkur sem allra best í læknastússinu
Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 15:01
Svo krúttlegar myndir. Kveiki á kerti og bið þess að ykkur gangi vel í myndatökunum. Guð blessi ykkur.
Kristín (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 15:04
Svanhildur Karlsdóttir, 14.2.2008 kl. 15:13
Þetta er ekki gott að heyra. Og skil þig að þig langi að setja inn góðar fréttir. Elsku Áslaug gangi ykkur vel og ég sendi ykkur baráttukveðjur.
Ég bið fyrir Þuríði, ég er búin að bæta henni í mínar bænir á kvöldin.
Linda litla, 14.2.2008 kl. 15:58
Knús á ykkur og baráttukveðjur.
kv. Guðrún
Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 16:06
Bið Guð að það finnist ástæðan fyrir öllum þessum hita sem er að hella sér í hana Þuríði. Guð veri með ykkur Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.2.2008 kl. 16:45
Elsku fjölskylda, ég veit það kemur einföld og góð skýring á hitanum á myndnum eitthvað sára einfalt. Knús og kærleikur til ykkar á degi ástarinnar.
Endilega leyfðu okkur að fylgjast með þótt það séu ekki bara góðar fréttir.
sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 17:05
Alltaf jafn flottar myndir af gullmolunum ykkar.
Slæmt að heyra að hetja litla sé með allan þennan hita dag eftir dag.
Vonandi gengur ykkur vel á morgunn og svo fara að koma inn góðar fréttir frá þér. Vertu vongóð og knús og kossar á ykkur öll
GunnaG (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 17:32
Hún er Þuríður litla er svo sannarlega heppin að eiga svona yndislega mömmu eins og þig Áslaug mín.Þið eruð svo sannarlega með í mínum bænum.Knús
Agnes Ólöf Thorarensen, 14.2.2008 kl. 19:49
Elskuleg,sendi ykkur stuðningskveðjur.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 20:12
Baráttukveðjur
Berglind Elva (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 21:49
Sendi ykkur fullt af ljósi og kærleik, haltu áfram að skrifa, hugsa til litlu Þuríðar Örnu og ykkar. Gangi ykkur vel
Sæunn (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 00:33
Elsku Áslaug...hugsa til ykkar og bið að fallega hetjan fái betri líðan og allt verði í lagi.Sendi ykkur kærleiksknús og baráttukveðjur
Björk töffari (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 03:11
Elsku litla Hetjan fallegasta þetta er sárt að heyra, með allan þennan hita og svo að léttast aftur.
Ég bið alla mína guðs engla að vaka yfir henni og senda henni styrk, hún og þið eruð alltaf í huga mínum.
Þau systkinin eru svo falleg öll sem eitt, ég segi að börn séu kraftaverk og stend fast við það, Þuríður Arna er mjög mikið kraftaverk og ég trúi á að kraftaverk gerist með hana.
Enn Áslaug mín, þú skrifar bara þegar þú treystir þér til, þú ert ekki þvinguð til að skrifa, láttu engan segja þér annað.
Sendi ykkur risastórt knús og kram og gangi ykkur vel í dag. Hef trú á því að það komi gott úr myndatökunum og að skýring finnist á þessum hita hjá elsku fallegu hetjunni.
Bestu batakveðjur hér frá DK
Halla Rós í DK (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 08:01
Baráttukveðjur og knús til ykkar
Brynja skordal, 15.2.2008 kl. 12:58
sendi ykkur ljós og orku elsku Áslaug mín, get ekkert annað, því miður. Tala við kallinn þarna uppi um hana Þuríði á hverjum degi.
Knús til ykkar og nú á hún Þuríður svona smá "galdrakerti" sem hefur verið hreinsað og "tileinkað" henni alveg sérstaklega núna í dag hjá skagakellingunni henni Gunnu (hún á nú reyndar alltaf kerti hérna, en það er annað mál)
Enn og aftur knús til ykkar endalaust duglega fjölskylda
Guðrún Jóhannesdóttir, 15.2.2008 kl. 13:29
p.s. fallegir ungarnir ykkar
Guðrún Jóhannesdóttir, 15.2.2008 kl. 13:31
Sæl og blessuð Áslaug,
takk fyrir þetta fallegu orð sem þú fekkst lánaðan frá Ástu Lóvísu ,Guð blessa hennar minningu.Það er oft sem ég hugsa til þess að fyrir rétt rúmlega ár síðan byrjaði ég að kíkja inn á þessu síða ásamt öðrum í gegnum Þórir í ameríku hreppi.Það er fallin frá Ásta Lóvísa,Hildur Sif ,Gíslína ,Guðbjörg lóa ,Tómas,Þórdís Tinna og Sigríður og margt margt fleira sem er ekki að blogga ,það er alveg rétt hjá þér maður á að meta það sem manni á en ekki að vera að kvarta um lítilsvægi munir sem skiptar ekki máli, en það er allt í lagi að eiga sér von og láta sig dreyma ,Þú ert örugglega orðin hundleið á að heyra að maður fer með bænir fyrir ykkar og fá ráð um hvað á að gera og svo framvegis ,en ég lit nú upp til þín stundum ,ég hreinlega dáist af því hvað þú og Óskar er jákvæð og sterk í gegnum allt þessi veikindi og allt sem gengur á ,ertu samt til í að skrífa og segja tilfinningar þínar og leyfa okkur að fylgjast með, þú ert dásamleg!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég vona svo innilega að litla hetjan okkar mun hressast sem fyrst( því já hún er nú einlega hluti af okkurdaglegt líf þessi dásamleg hetja) og að allt gengur upp og hún verð bara hið hressasti þegar hún byrjar í skólan í haust.Hún Þúríðar er algjört kraftaverk og meira til og lífsviljan hennar er bara ótrúlegt ,vægast sagt, allt sem hefur verið lagt á þessa lilta kropp og hún heldur ótrauð áfram að berjast og berjast ,Ég bið Guð að gæta og styrkja ykkur öll ,Guð geyma þig og ganga þér sem allra best,Kær kveðja Dee
Dolores (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 14:07
vonandi hefur ykkur gengid vel i dag midad vid adstædur,og gud gefi ad elsku barninu fari ad fá ad lida betur thetta er bara of mikid á litla hetju lagt.
Baráttukvedjur frá DK.
María-ókunnugn (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 16:24
Æ þetta er svo óréttlátt. Búið að leggja nóg á hana og ykkur. Samt ertu alltaf jafn dugleg. Fallegar myndirnar
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.2.2008 kl. 17:00
Sendi ykkur eins mikið af ljósi og orku eins og ég get - Guð veri með ykkur.
Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 20:26
Elskulega Áslaug!
Bið fyrir ykkur öllum daglega og dáist að hversu sterk og dugleg þið eruð. Það er ekki auðvelt að horfa upp á barnið sitt í svona ástandi en á meðan maður trúir á kraftaverk, þá gerast þau.
Bið Lóuengilinn minn að safna liðstyrk og vaka yfir litlu hetjunni þinni.
Kærleikskveðja
Begga, frænka Lóu blómarósar.
Bergljót Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.