22.2.2008 | 11:38
Sárþjáð en hamingjusöm
Síðustu vikur eða mánuði hafa bloggin mín verið rosalega þung enda kanski ekkert skrýtið því staðan hjá Þuríði minni er búin að vera erfið, hún léttist endalaust mikið, alltaf með hita, orkulítil og oft frekar óhamingjusöm greyjið og þegar henni líður illa þá líður mér illa. Kanski lesið þið í gegnum bloggið mitt að lífið mitt sé ömurlegt og það er ekkert hægt að vera glaður með neitt en það misskilingur. Ég er ótrúlega hamingjusöm, ég á yndislegasta mann ever sem ég elska mest í heimi sem er tilbúinn að gera allt fyrir mig og börnin, börnin mín þrjú eru litlu kraftaverkin mín sem ég dýrka meira en allt, ég er ótrúlega heppin að lenda hjá foreldrum mínum sem eru þau bestu sem ég gæti óska mér og gera allt sem þau geta fyrir okkur fjölskylduna svo okkur líði vel eða allavega til að reyna láta okkur líða betur og svona lengi mætti ég telja. Ég er ótrúlega heppin með þetta allt saman og er mjög hamingjusöm kona því ég er ótrúlega heppin og hef fengið margt sem aðrir hafa ekki fengið og geta kanski aldrei fengið, bara það að hafa fengið þá gjöf að geta átt börn er ómetanlegt, heilbrigð börn og það er ekkert svona sjálfsagt einsog mörgum finnst. Já ég er mjög hamingjusöm en á móti líka sárþjáð, hvernig er það eiginlega hægt? Að horfa á kraftaverkin mín þrjú er það yndislegasta í heimi en á móti líka að horfa á hetjuna mína þjást nánast daglega er hrikalegur sársauki. Einsog oft áður hef ég spurt mig, hvursu ósanngjarnt er það? Já þetta er erfitt.
Hetjan mín fór í leikskólann í gær og fyrradag því hún var búin að vera hitalaus í tvo daga hérna heima en auðvidað sló henni niður í nótt og var komin með mikin hita í morgun og að sjálfsögðu var hringt beint uppá spítala og þangað var brunað með hana. Loksins á að fara gera eitthvað fyrir hana og reyna láta henni líða betur, búin að bíða alltof lengi. Hún hefur nefnilega ekki neitt til að verjast öllum þessum sýklum í kringum sig þó hún sé ekki í meðferðinni sinni sem hún fær vonandi að byrja aftur í, öll gildin hennar eru góð þannig hvað er þá að? Því vanalega þegar börn eru í hörðum meðferðum mega þau ekki vera innan um önnur börn vegna sýkla en svoleiðis er ekki með Þuríði mína í þessari meðferð en samt fær hún allar pestir, börn mega ekki anda á hana þá er hún komin með hita. Jú hún heldur áfram að léttast, fór í vigtun í morgun og að sjálfsögðu búin að léttast enda nærist hún nánast ekkert og viti menn það er búið að taka ákvörðun með það. Hibbhibbhúrrey! Reyndar var magasérfræðingurinn lasinn í dag en krabbameinslæknirinn tók þá ákvörðun að hún mun fá tappa í magan svo við getum gefið henni næringu þangað og það verður allt rætt í næstu viku hvenær hún fari í aðgerðina og allt þetta. Við Skari erum ótrúlega stressuð fyrir þessu en samt mjög glöð yfir ákvörðuninni, maður þarf að fara í smá kennslu og þetta verður ö-a erfitt til að byrja með. Við verðum nefnilega ekki þau einu sem þurfum að læra á þetta, allir þeir sem hafa verið að passa Þuríði mína eða eiga eftir að þurfa líka að læra þetta.
Mig langaði aðallega að pikka þessar línur til ykkar en núna langar mig að leggjast hjá Þuríði minni sem sefur uppí mömmu og pabba-bóli og reyna aðeins að hvíla minn lúinn líkama.
Kveðja
Áslaug hamingjusama og sárþjáða
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gangi ykkur vel kæra fjölskylda, þið eruð ótrúlega sterk.
Helena (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 11:47
Þú ert sterk, dugleg og góð kona. Og eflaust miklu meira. Það les ég úr skrifum þínum. Megi öll heimsins birta og hlýja hjálpa þér og ykkur á þessum erfiðu tímum. Farðu og kúrðu hjá elskunni þinni litlu
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 22.2.2008 kl. 11:53
gangi þér vel sæta og sætu.... knús og koss á ykkur.....
Þórunn Eva , 22.2.2008 kl. 12:02
Sæl Áslaug!
Mikið er gott að lesa að þú takir svona á málum þínum. Þetta verkefni sem þú og fjölskylda þín þurfið að takast á við er erfitt og þarfnast mikils styrks til að leysa.
En þið eruð svo sannarlega á réttri leið og þú Áslaug ert ótrúleg kona. Skrifin þín hér á síðunni þinni hafa kennt mér að skammast mín fyrir að finna til smá depurðar bara vegna þess að það er vont veður.........
En reyndar er þetta alveg ótrúlega leiðinlegt veður. Ertu ekki sammála ???
Jæja mín kæra! (Leifi mér að kalla þig það)
Ég vona að þú eigir góða helgi framundan en ég ætla að henda mér út í þetta veður og fá mér hressandi göngutúr.............Allt sem þarf til þess er góður fatnaður.......góðir skór ......... járnvilji ..........og fullt af góðu skapi
Sendi þér rosalega stórt knús
Baráttukveðjur
Helga Möller
Helga Möller (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 12:03
Ég tek undir þessi orð hér að ofan þú ert allt þetta Áslaug og eflaust miklu meira en það. Sendi ykkur allar mínar hlýjustu bænir. Kærleikskveðjur til ykkar allra
Gróa (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 12:03
Gott að heyra að læknarnir hafi loksins gert eins og þið vilduð. Þeir þykjast vita allt saman en þegar uppi er staðið þá þekkja foreldrarnir börnin sín best og vita hvað þau þarfnast. Við (mæðurnar) erum oft svoltið á undan þeim (læknunum) að sjá hvað það er sem þau þarfnast mest. Gott að lesa bloggið en um leið átakanlegt, svo gott að sjá það jákvæða í kringum sig þegar allt virðist svo svart og erfitt. Bestu kveðjur að norðan:*
Katrín Ösp (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 12:12
Svanhildur Karlsdóttir, 22.2.2008 kl. 12:28
Sæl mikla dugnaðar kona. Það er alltaf frábært að lesa bloggið þitt og þetta sem þú skrifar í dag er svo frábærlega gott og hvetjandi bæði fyrir þig og okkur hin sem sitjum á hliðarlínunni fylgjumst með. Þú ert að taka sjálfa þig og okkur hin í bakaríið á mjög jákvæðan og heiðarlegan hátt og takk fyrir það.
Yndislegt að heyra að nú á að koma hetjunni til hjálpar og það er best í heimi. Auðvitað eruð þið óörugg til að byrja með og það er bara eðlilegst af öllu. Ég er svo glöð í hjartanu fyrir ykkar hönd. Guð veri með ykkur Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.2.2008 kl. 12:36
Ég er ein hinna fjölmörgu sem fylgist með þér og hetjunni þinni. Ég athuga hvað er að frétta á hverjum degi og hef áhyggjur ef eitthvað langt líður milli færsla hjá þér. Þú ert heilsteypt kona og fyrirmynd öllum foreldrum. Að sjá ljósið í þínum aðstæðum er afrek út af fyrir sig. Samt er það auðvitað þannig að þessar djúpu tilfinningar - hvort sem þær eru gleði eða sorg - eru svo nálægt hverri annarri. Ég vona að ég fari rétt með ljóðið hennar Ólafar frá Hlöðum, sem er einhvern veginn svona;
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga
tárin eru beggja orð.
kveðja góð, Anna Sigrún
Anna Sigrún Baldursdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 12:46
Adda bloggar, 22.2.2008 kl. 12:48
Áslaug mín, á hverjum degi finnst mér þið vera hetjur, hef stundum velt því fyrir mér hvernig fólk í ykkar aðstæðum kemst í gegnum daginn, dáist endalaust að ykkur.
Gott að það er eitthvað að gerast í málum hetjunnar og vonandi gengur það allt vel.
Risaknús til ykkar og fullt af ljósi og orku
Guðrún Jóhannesdóttir, 22.2.2008 kl. 12:57
Gangi ykkur vel. Hlakka til að sjá ykkur í næstu viku. Knús, Oddný
Oddný (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 14:21
hæhæ Skvís
Það er gott að heyra að læknarnir ættli nú að gera eitthvað fyrir hana og þetta er nú alls ekki það versta og engu að kvíða. Hef ekki kynnst þessi sjálf en bæði Petra og Stella þurfa að gefa börnum í gegnum sondu og þeim gengur bara vel með það. Stella er reyndar bara ný byrjuð að þurfa gefa sondu. Alltaf hægt að fá ráðleggingar hjá þeim.
En já það er satt, þú er ótrúlega heppin með fjölskyldu og vini. Maður væri allavega til í að eiga svona góðan mann og geta átt með honum æðislega fleiri gullmola. Þú lætur mig bara vita þegar þú hefur fundið upp klónunina og þá mundi ég vilja eitt stikki klón takk fyrir
Luv Magga
Magga (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 14:23
Þetta var góður pistill Slauga mín. Bæði fallegur og vel orðaður. Nú ætla ég að kveikja á kerti fyrir þig og hetjuna. Góða helgi og Guð blessi ykkur öll.
Ylfa Mist Helgadóttir, 22.2.2008 kl. 14:31
Mig langaði að segja þér, að þegar sondan er komin þá er eitt krem sem hefur virkað alveg svakalega vel á magaopið, það er móu kremið. Það er einnig notað við bruna hjá börnum og fullorðnum. Heyrði svo af því að kremið er notað mikið á sambílum, fyrir sem er með sondu.
Það fæst í heilsubúðinni. Með kærleikskveðju Frú Dís.
Frúdís (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 14:33
Bestu kveðjur og knús til litlu hetjunnar og ykkar allra.
Sigurrós (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 14:46
Elsku fallega fjölskylda. Vona svo innilega að með tappanum geti Þuríði farið að líða betur og fái orku því hún þarf á hverjum orkumola á að halda. Þú Áslaug er falleg kona jafnt innan sem utan og pislarnir þínir eru einlægir og yndislegir. Að finna þjáninguna og sársaukann er erfitt og standa til hliðar og geta ekkert gert nema tendra ljós og biðja bænir það er leitt...en nú gerum við það sem fyrr.
Bið guð um góða daga fyrir ykkur öll, alla engla um vernd og ljós til ykkar. Mundu,þið standið ykkur vel og ást ykkar fyrir hverjum degi er skilyrðislaus og falleg.
Með kærleik 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 15:20
Gangi ykkur allt í haginn. Bara eitt: þú velur hvað þú tekur inn af "ráðleggingum" frá fólki Áslaug.
Það er alltaf einhver sem veit "betur" en allir hinir, sem hefur gert allt, kann allt og veit allt.
Ekki hlusta á svoleiðis lið
Steinþór Ásgeirsson, 22.2.2008 kl. 15:43
Sæl aftur!
Ég henti mér út í veðrið í göngutúrinn en ákvað að koma við á snyrtistofunni í hverfinu í leiðinni til að fá lit og plokk .... og nú er ég algjör skvísa. Þegar ég kom út af snyrtistofunni var brostið á með þvílíkri sól og blíðu sem var frábært og gerði göngutúrinn enn ánægjulegri. Og svona alveg í trúnaði...he..he... þá tala ég við sjálfa mig.....alveg satt. Ég man þegar ég var lítil og sá fólk tala við sjálft sig þá stimplaði ég það skrítið en þetta er ótrúlega gefandi og fullt sem kemur út úr þessum samræðum.
Göngutúrinn tók um klukkuststund og það besta við þessa göngutúra er að þeir kosta ekkert....og maður getur stokkið út hvenær sem það hentar.
Áslaug mín!
Með þessum hvatningarorðum vona ég að þú skellir þér í kuldagallann og gönguskóna og fáir þér hressandi göngutúr þegar þinn heittelskaði kemur heim úr vinnunni og talaðu bara fullt við sjálfa þig....ég segi engumOg ég lofa þér.... að þú kemur heim....rjóð í kinnum....með bros á vör...... og tilbúin að halda áfram með þitt krefjandi verkefni.
Gangi þér vel mín kæra!
Ennþá stærra knús en áðan.
Helga Möller
Helga Möller (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 16:39
Þú og maður þinn: Hetjur hversdagsins
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.2.2008 kl. 16:50
Sendi ofurknús fyrir helgina til ykkar og allra þeirra sem standa ykkur nærri og veita ykkur stuðning á einn eða annan hátt í ykkar baráttu
Kveðja,
Margrét
Margrét (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 16:51
Sæl og blessuð. Ég les bloggið þitt daglega og fylgist með ykkur. Tappinn verður ekkert mál fyrir ykkur, ég hef reynslu af því. Gangi ykkur sem allra best.
A.Gestsd (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 16:59
Knús og kram og kraftastraumar til ykkar kæra fjölskylda.
vonandi fara að koma bjartari tímar.
Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 17:09
Mér hefur einhvernveginn aldrei thótt thú óhamingjusøm,bara thjád yfir veikindum barnsins thins. Mér hefur einmitt thótt thú alveg ótrúlega dugleg ad einblina á jákvæda hluti,thakka fyrir thad sem thú átt og ert svoooooooooooo mikil mamma og madur sér alveg hvad thad gefur thér mikla hamingju.En almáttugur,hver væri ekki ordin threyttur í sálartetrinu eftir allan thennan tima og kannski erfitt á stundum ad sjá jákvæda hluti i thessu. En mikid er gott ad their ætla nú loksins ad gera eitthvad fyrir hana i sambandi vid næringu,thad er bara must til ad hressast eitthvad allavega.
baráttukvedjur frá dk.
María Guðmundsdóttir, 22.2.2008 kl. 18:41
Sæl Áslaug. Ég er ein af þeim sem fylgjast daglega með ykkur fjölskyldunni. Núna loksins er eitthvað að fara að gerast sem þið hefðuð viljað láta gera fyrir löngu. Mér finnst frábært að heyra það og er þess full viss að þá fari ónæmiskerfið að lagast hjá henni Þuríði. Það er yndislegt að lesa um það hvað þið eruð samrýmd hjónin og góðir vinir. Margir væru búnir að gefast upp en þið standið alltaf uppi. Ég sendi ykkur baráttukveðjur og vona það besta. Risaknús, Ásdís
Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 20:31
ég dáist af þessu æðrileysi.....sendi ykkur hlýja vinda.
Einar Bragi Bragason., 22.2.2008 kl. 21:09
Æðinslegt að það eigi loksins að gera eitthvað fyrir Þuríði. Gangi ykkur vel með þetta allt saman
Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.2.2008 kl. 22:42
Elsku sárþjáða og hamingjusama unga kona
Þú ert sú heilbrigðasta sem ég get ímyndað mér með þína reynslu, og þó ekki væri.
Þið eruð öll ALGERLEGA einstök.
Megi Guð og allir englarnir fara að gefa sér tíma fyrir ykkur.
með kærustu kveðju frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 23:25
Elsku Áslaug.
Sendi þér orku og hlýja strauma. Farðu vel með þig. Helgarkveðjur og knús Stella A.
Stella A. (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 00:35
Bestu kveðjur og vonandi verður helgin ykkar góð.
Ástarkveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.2.2008 kl. 11:04
Komdu sæl og takk fyrir góðan pistil. Þetta finnst mér einmitt vera málið, hvað maður er blessaður og heppinn þótt á ýmsu gangi á. Og þið eigið hvert annað og eruð sterk. Það er ómetanlegt.
Óska ykkur gæfu, styrks og góðs gengis.
Kveðja, Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir, 23.2.2008 kl. 11:28
Maddý (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 12:48
mikið er gott að heyra að það se að reyna hjálpa sólargeislinum þínum svo að hún getið nærist ,elsku Áslaug mín og ég fek svona gæsahúð með góða tilfinningar að vita hvað þú átt góða fjölsk sem standa þér næs óska ykkur innilega góða helgi kveðja Ólöf Jónsdóttir
lady, 23.2.2008 kl. 13:37
Það er smá mál að læra á tappann hef reynslu af honum. Guð veri með ykkur og gamgi ykkyr vel.
Guja (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 15:29
ó það mætti miskilja þega ég segi "smá mál" þetta er ekkert mál í raun mjög auðvelt.
Guja (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 15:33
Gangi ykkur vel, og gott að það er búið að taka ákvörðun varðandi lilluna ykkar.
Vil hvetja þig til að fara að ráðum Helgu Möller og skreppa út ef færi gefst og spjalla við sjálfan þig.
Hef góða reynslu af þessu sjálf.
Knús
GunnaG (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 15:43
M, 23.2.2008 kl. 16:12
Ég dáist að ykkur.
Gangi ykkur sem allra allra best.
Kveðjur frá danaveldi.
Hulla Dan, 23.2.2008 kl. 16:49
það er alltaf ljós í myrkrinu
Berglind Elva (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 17:29
Halló hetju fjölskylda
Vildi bara kvitta fyrir mig, ég kíkji mjög oft á síðuna en kvitta sjaldan en vildi láta ykkur vita að þið eruð ávalt í bænum mínum
Gangi ykkur vel
kv. Inga Birna
Inga Birna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 18:45
Hæ.Heyrðu góða, spurðu tengdamömmu þína um pokann sem ég lét hana fá fyrir x tíma síðan og einn tengdasonurinn á að vinna úr og þú færð svo,ef vilt.Vinarkveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.