23.2.2008 | 20:21
Helgin
Töffarinn minn hann Theodór Ingi. Hann er alltaf farinn að biðja múttu sína um krem í hárið ehe svo hann getur verið með kamb, ekki seinna vænna.
Ætlaði að setja inn nokkrar myndir en það er víst einhver stíflun hjá mogganum með að setja inn myndir þannig þið fáið bara að njóta að horfa á litla íþróttaálfinn minn, fallegastur!
Núna erum við farin að finna að þetta álag er farið að reyna á hann líka, skapið hans hefur breyst mjög mikið og hann lætur þetta mikið bitna á múttunni sinni, greyjið litli. Þetta er sem sagt farið að taka á alla í fjölskyldunni því verr og miður.
Ég mun annars eyða allri helginni útí TBR, vííí!! Er að leika mér aðeins í einu móti, lyfta gulu og rauðu spjöldunum og aðeins að aðstoða í mótinu. Svoooo gott að komast aðeins út og hitta alla. Ég var líka svo heppin í dag að hún Elsa mín kom með eitt stk kjól handa mér sem hún sérsaumaði á mig og ég er ótrúlega flott í honum þó ég segi sjálf frá ehehe, hefði viljað kíkja á tjúttið í kvöld og sýna nýja fína kjólinn minn. Var í honum í sirka klukkutíma hérna heima og var ekki að tíma fara úr honum því ég var svoooo hrikalega sæt og fín. Ég er nefnilega ekki þessi týpa sem er alltaf útí búð að versla mér föt, læt börnin mín ganga fyrir og vill frekar þau séu fín til fara. Ég er hvorteðer alltaf heima að læra eða sinna Þuríði minni þannig ég er alltaf í joggaranum og nenni oftast ekki að finna mig til en oh mæ god hvað ég fann þessa góðu tilfinningu að vera í einhverju fínu og vera fín til fara. Það segir greinilega mjög mikið að finna sig til, núna langar mig mest að fara í mollið og finna fullt af fötum á mig eða kanski ég fái bara Elsuna bara í vinnu hjá mér. Stóóóórt knús til þín Elsa mín, ég elska þennan kjól endalaust mikið og svona líka smellpassaði á mig. BEST!
TBR aftur á morgun og kíki svo með börnin í nágrannaafmæli, vonandi hefur Þuríður mín heilsu til að kíkja líka yfir í næstu íbúð. Eurovision að byrja og ég ætla að leggjast undir sæng og horfa á imbann.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fallegu börnin sem þið eigið
Vona að þið fáið frábæra helgi.
Kveðja frá Dk
Hulla Dan, 23.2.2008 kl. 20:28
Glæsilegt útlit á síðunni...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.2.2008 kl. 20:40
hæ hæ babý.... ég kíki kannski inní TBR á morgun u never know... hlakka til að sjá þig sæta mín .... koss og knús á þig......
Þórunn Eva , 23.2.2008 kl. 21:56
Mikið er töffarinn fínn með kambinn sinn. Það hlaut að koma að því að hann skynjaði ástandið, annað væri óeðlilegt og auðvitað bitnar það á mömmunni, hvað annað. Gott að þú komst út um helgina, ekki veitir af. Guð veri með ykkur og njótið samverunnar hvert með öðru. Já það er hægt að vera hamingjusöm þó á móti blási. Það er svo mikilvægt að sjá það góða og fallega, kveðja og enn og aftur, takk fyrir bloggið í gær, það síast inn í sálina og gerðir allt svo miklu betra. Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2008 kl. 23:09
Knúúús - frábært að heyra ;)... auðvitað kem ég í vinnu til þín
Elsa Nielsen, 23.2.2008 kl. 23:56
Flottur gutti þinn hann Theadorelsku Áslaug mín þú ert frábær mamma og þú mátt svo sannarlega vera stolt af þér og eins Óskar þinn,það er ekki auðvelt að eiga veikt barn og eiga önnur börn sem eru ekki veik,þau verða svo utanveltu og leið á meðan á því stendur,mín dóttir er ekki með krabbamein en hún er veik,enga síður og hefur átt við erfið veikindi,að stríða, frá því í febrúar fyrir ári síðan og hennar veikindi hafa svo sannarlega haft mikil áhrif á hinar systurnar á heimilinu,sem ekkert skilja,hve breytt systir þeirra sé og öll vilja þau sína athygli fá frá mömmu sín og pabba sín og þá þarf maður að skipta niður eins og þú gerir hafa sér mömmu dag og pabba dag fyrir hvern og einnEnn mundu að þú ert YNDISLEG,GÓÐ MAMMA OG ÞÚ ERT ÖRUGGLEGA DÁSAMLEG EIGINKONA,þú gefur svo mikið af þér elskan mín,að það er ekki skrýtið þó að þú dettir niður í gryfju en þú stendur alltaf aftur upp,með þvílíkum krafti,það er dásamlegt elskan mín, að fá að fylgjast með þér og þínum og við skulum vona að það birtir hjá ykkur.
Ástarkveðjur og ég sendi til ykkar hlýja strauma og hlýjan faðm af ást og hlýju.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.2.2008 kl. 00:11
Hann er sko sætastur þessi
Hvernig væri nú að láta mynda sig í kjólnum og leyfa okkur að sjá öll herlegheitin ??
Linda litla, 24.2.2008 kl. 10:49
Flottur gaur halló bara sætastur.
Flott hjá Elsu ad sauma á thig flottan kjól,thú átt svo skilid ad lida eins og prinsessu lika Fallega gert af henni. Já og drífdu thig bara á tjúttid kona,komin timi til ad sjæna sig til og sletta adeins úr klaufunum,gleyma sér um stund,gerir eflaust gott
Góda skemmtun i TBR og baráttukvedjr hédan frá DK
María Guðmundsdóttir, 24.2.2008 kl. 11:43
Ótrúlega flottur drengur hann Theodór þinn Til hamingju með kjólinn,efast ekkert um að þú ert glæsó í honum Ég vona að það fari að birta til hjá ykkur fjölskyldunni
Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.2.2008 kl. 14:41
jiiii hann er sætastur, reyndar eins og öll börnin ykkar.
En já, skondið hvað svona einfaldur hlutur eins og að klæðast nýjum flottum fötum, að vera fínn, getur haft góð áhrif á sálina. Það er svo gaman að vera fínn.
Júlíana , 24.2.2008 kl. 14:52
Flottur strákur og nýja útlitið á síðunni er flott
Svanhildur Karlsdóttir, 24.2.2008 kl. 15:45
Theodór bara flottastur
bestu kveðjur
Guðrún Jóhannesdóttir, 24.2.2008 kl. 20:04
Þú ert yndi:) mikið skil ég þig vel að vilja breyta útaf og vera fín af og til:) ég hef líka verið of upptekin af vinnu og börnum. Mæli með að þú setjir mynd af þér hér inn;) Guttinn er algert kjútý:):)
Diana Osk Oskarsdottir (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 20:42
Flott síða,glæsilegur strákur,frábær Elsa,flottust Áslaug.Fyrirmynd allra ert þú og fjölskylda þín.Takk fyrir og kveðja.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 21:27
Krúttgæi þessi strákur! Gott að þér leið vel í fína kjólnum, þú átt það skilið að njóta ÞÍN inn á milli!!!
Sigríður Hafsteinsdóttir, 25.2.2008 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.