Leita í fréttum mbl.is

Uppá spítala..

Kemur ekki á óvart að hetjan mín sé með hita en hún er með um 40 stiga hitaFrown og svakalega slöpp.  Erum á leiðinni uppá spítala með hana og erum að heimta smá rannsóknir á henni, þetta er bara komið gott.  Hvað segiði komið um þrír mánuðir síðan þessi hiti byrjaði, margir foreldrar væru orðnir gráhærðir að hanga með barninu sínu heima í viku eða tvær og ég vildi óska þess að það væri bara svoleiðis með Þuríði mína að gera.  Vildi að yfirmaðurinn minn væri orðinn verulega pirraður á mér því barnið mitt væri búið að vera svo veikt þar að segja flensuna og ég orðin virkilega gráhærð á þessu ástandi.  Því miður er það ekki svoleiðis og mín er ekki á leiðinni á vinnumarkaðinn þó glöð ég vildi og ég er búin að sætta mig við það að fá ekki bara níur eða tíur þessa önnina þar sem ég hef ekki geta einbeitt mér í heilar tíu mínútur í þessu blessaða námi mínu (reyni að ná tíu mín hér og þar yfir daginn en þess á milli er ég að sinna hetjunni minni).  Einbeit mér núna bara að ná þó mér gangi ótrúlega vel nema í einni greininni minni en ég á líka súper góðan kennara sem er tilbúinn að taka mig í einkatíma í sínum frítíma.Shocking

Hún hefur borðað betur síðustu þrjá daga en síðustu uuuuu einhverjar vikur en múttan mín er svo yndislega góð og hefur komið hingað í kvöldmatnum og matað hana og það þýðir ekkert fyrir hetjuna mína að segja nei ehe, bara gott.

Well við mæðgur þurfum að gera okkur reddí fyrir spítalann, eini staðurinn sem Þuríður mín fær að fara þegar hún fer út.  Ömurlega leiðinlegt.

Knús í krús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Áslaug

 Vona að hitinn fari að lækka og Þuríði fari að líða betur.

Kveðja Benný

Benný (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 11:27

2 identicon

Stórt knús til ykkar  vonandi fer hún að verða hitalaus

Brynja í Vesturberginu (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 11:33

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hreint óbilandi kjarkur.

Vonandi fást menn til að skoða gimsteininn ykkar betur og komast að því HVAÐ veldur þessum sífellda hita.

Mikið eiga sum börn gott, að eiga baráttufólk að foreldrum.

Vonandi liggu rþað í genunum og baráttuþrek hetjunnar dvíni ekki.

hugheilar kveðjur frá ókunnum manni úti í bæ.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 25.2.2008 kl. 11:37

4 identicon

Gangi ykkur vel í dag. Það er vonandi að hún fari að losna við þennan hita og geti verið að hitta krakkana á leikskólanum

Sandra (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 12:06

5 identicon

Gangi ykkur vel. Þið eruð í mínum bænum.

Kv. Agnes (ókunn) 

Agnes (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 12:18

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Batakveðjur eins og alltaf frá okkur í Bolungarvík með von um að nú finni læknirinn hvað er að valda þessum hita hjá þessarri elsku.

Ylfa Mist Helgadóttir, 25.2.2008 kl. 12:50

7 Smámynd: lady

sendi batakveðju til elsku prinsessuna þína kveiki á kertum í kvöld og bið fyrir Þuríði okkar

lady, 25.2.2008 kl. 13:00

8 identicon

Gangi ykkur virkilega vel á spítalanum og vonandi fer litla ljúfan að hressast!

Sigurrós (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 13:10

9 Smámynd: Hulla Dan

Gangi ykkur sem allra best.
Kveiki á kerti fyrir ykkur.

Hulla Dan, 25.2.2008 kl. 13:16

10 identicon

Elsku Áslaug og co,sendi ykkur baráttukveðjur og vona að Þuríði fari nú að líða betur.Kveiki á kertum handa þér elsku stelpan mín og sendi þér orku og kraft.Guð veri með ykkur...knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 13:37

11 identicon

Gangi ykkur vel á að fá greiningu hversvegna BROSdúllan er með hita megi góður GUÐ vaka og vernda ykkur alla fjölskylduna,baráttukveðjur.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 13:46

12 Smámynd: Ragnheiður

Kær kveðja til ykkar og vonandi fer þetta að skýrast og eitthvað ráð finnist til að hjálpa henni skinninu litla, annars tek ég heilshugar undir orð Bjarna Kjartanssonar.

Ragnheiður , 25.2.2008 kl. 14:02

13 identicon

Sko! Ef það á að fara að senda hana heim þá bara neitarðu! Neitar að fara með hana heim, neitar að fara af sjúkrahúsinu, neitar bara öllu nema því sem er best  fyrir hana.

Sendi ykkur svakaknús.

hm (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 16:34

14 identicon

æi knús og kram á ykkur vonandi fer litla hetjan að ná sér úr þessu hita veseni og geti farið að fara í leikskólann sinn.  Annars tek ég undir orð Bjarna eins og hún Ragnheiður þið eruð hetjur.

kær kveðja Guðrún ókunnug

Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 16:36

15 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

vonandi kemur nú eitthvað gott út úr ferð ykkar á spítalann.

Kær kveðja af skaganum

Gunna 

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.2.2008 kl. 16:44

16 Smámynd: Linda litla

Mikið er óskandi að það fari að koma í ljós hvað sé að blessaða barninu, bestu batakveðjur til ykkar mæðgna.

Linda litla, 25.2.2008 kl. 19:18

17 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Gangi ykkur vel og vonandi geta their gert eitthvad fyrir hana óbilandi dugnadur sem thid øll hafid og thad fer langt med ykkur í thessari baráttu.

baráttukvedjur frá DK

María Guðmundsdóttir, 25.2.2008 kl. 19:45

18 identicon

Áfram hetjur,þið eruð engum lík.Knús og kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 20:09

19 Smámynd: Sólrún

Bata og baráttukveðjur til ykkar allra. Þið eruð öll hetjur

Sólrún, 26.2.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband