3.3.2008 | 15:31
-ÞÚ VERÐUR AÐ HAFA TRÚ Á SJÁLFUM ÞÉR, ÞÓ ENGINN ANNAR GERI ÞAÐ. ÞAÐ GERIR ÞIG AÐ SIGURVEGARA -
Hetjan mín fór í ómunina í morgun sem gekk glimrandi vel og kom ekkert útur henni sem er væntanlega gott en það er samt eitthvað að hrjá hetjuna mína sem engin skilur hvað? Hún heldur áfram að léttast sem er engar nýjar fréttir, hrikalega erfitt að koma einhverju ofan í hana. Hún er drulluslöpp með mikin hita, liggur algjörlega fyrir og vill helst bara sofa eða horfa á sjálfan sig í sjónvarpinu og Höllu Hrekkjusvín vinkonu sína eða þegar þær hittust á afmælisdaginn hennar fyrir tveimur árum. Fór í blóðprufur í morgun, það er ennþá einhver sýking í blóðinu hjá henni en það verður sent í ræktun og við fáum ekkert meira að vita fyrr en í lok vikunnar. Bíða bíða bíða.... Hún er ennþá að fá of mikið af flogalyfjunum sínum en það er búið að vera minnka þau síðasta mánuðinn og því verður væntanlega haldið áfram næstu daga þar að segja að trappa þetta niður hægt og rólega. Í næstu viku halda svo áfram þessar rannsóknir, það gerist víst ekkert á einum degi á þessum blessaða spítala. En þá fer hún speglun á maganum og væntanlega aðgerð líka vegna tappans sem á að setja í magann hennar svo hún fari eitthvað að nærast, æjhi ég verð alltaf smeykari og smeykari við það. Alltaf einhver hætta..... Jú einsog ég hef oft sagt áður þá er þetta sagan endalausa og hún fer að verða dáltið langdregin.
Theodór minn fékk hita um helgina og að sjálfsögðu fórum við með hann með okkur uppá spítala í morgun og létum læknanna hennar Þuríðar minnar kíkja á hann og drengurinn og hann er kominn með í eyrun sem skýrir nætursvefninn hans. Hann er nefnilega farinn að vakna trilljón sinnum yfir nóttina og alveg gargandi brjálaður og ekkert hægt að gera fyrir drenginn sem er mjög óvanalegt. Oftast nóg að koma í mömmukot en það er ekki alveg að virka síðustu vikuna. Sem sagt kominn á sýklalyf sem vonandi virka strax, ég er gjörsamlega búin á því. Vávh hvað ég hefði ekkert á móti því akkurat núna að stinga af eitthvert útí buskann. Oddný systir og Sammi hennar eru að fara til New York um páskana og það væri ekki leiðinlegt að fara með þeim, verst að það yrði engin afslöppunarferð en samt alltaf gaman að koma til NY að skoða og versla. Hmmm verst að mér finnst ekkert gaman að versla á sjálfan mig, langar að fá þá tilfinningu aftur.
Skari minn alveg að fara koma heim með Oddnýju Erlu mína sem á ofsalega erfitt þessa dagana, æji ég finn svakalega til með henni. Við mæðgur fórum reyndar í bíó um helgina sem henni fannst æðislegt, verst hvað það er erfitt að finna svona tíma fyrir hana þessa vikurnar en hver mínúta gleður hana. Hún er þessa dagana einsog versti þunglyndissjúklingur, mjög grátgjörn, þarf lítið til, megum lítið segja við hana þannig henni sárni mjög mikið. Æjhi þetta er sárt. Þegar drengurinn kemur heim ætla ég að loka mig innií herbergi og læra, verkefnin búin að hlaðast upp. Dóóhh!! Engin tími til neins nema sinna hetjunni minni eins vel og ég get og finna tíma fyrir hin tvö.
Langar að enda á þessu spakmæli:Það sem aðrir hugsa um þig, skiptir þig ekki máli.Ef það að aðrir hafi trú á þér eða draumum þínum væru skilyrði fyrir velgengni, myndu flest af okkur aldrei koma neinu í framkvæmd.
Þú verður að byggja ákvörðun þína um hvað þig langar til að gera, á draumum þínum og þrám ekki á draumum, þrám, skoðunum og mati foreldra þinna, vina, maka, barna eða samstarfsmanna.
Hætta að hafa áhyggjur af því hvað annað fólk hugsa
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bestu kveðjur.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.3.2008 kl. 15:33
knús á þig snúllan mín.... ég skal sko koma með þér eitthvað út i buskann...... hvað segiru um helgina heheheheehhehee vá ég væri til í að fara bara eitthvað og slappa af.....
stendur þig vel sæta......
Þórunn Eva , 3.3.2008 kl. 16:21
knús
Ylfa Mist Helgadóttir, 3.3.2008 kl. 16:48
Ja hérna það er nú meira ástandið á bænum....... þú ert hetja að standast þetta álag - ég skil ekki hvernig þú ferð að þessu kona!!!!!!
Sendi þér orku og jákvæða strauma - takk fyrir þessi spakmæli - alltaf gott að minn sig á svona hluti ;o)
Þar til næst, kv Katrín.
Katrín (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 17:27
Hræðilegt er að heyra þetta. Það er ekkert erfiðara en að horfa á börnin sín þjást. Sendi ykkur baráttukveðjur.
Helga Magnúsdóttir, 3.3.2008 kl. 18:17
Kæra fjölskylda, bið Guð um að senda ykkur öllum styrk og betri andlega og líkamlega heilsu.
hm (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 19:01
KNÚS og bestu kveðjur.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 19:57
Sæl Áslaug.
Ég er ein þeirra sem fylgist með ykkur úr fjarlægð og hef dáist að dugnaði ykkar og einlægni þinni á síðunni. Þú ert greinilega yndisleg móðir með stórt og gott hjarta.
Mig langar að taka undir spakmæli þín, sérstaklega með það að manns nánustu (eins yndislegt og nauðsynlegt fólk það er) vill manni stundum "of" vel að því leyti til að maður má ekki reka sig á við það að láta drauma sína rætast. En, maður lærir oft ekki öðruvísi. Þetta minnir dálítið á söguna um heyrnarlausa froskinn. Veit ekki hvort þú kannast við hana.
Hverjir sem draumar þínir eru kæra Áslaug- hlustaðu á hjartað og innsæið í bland við örlitla skynsemi. Þá gengur allt vel.
Olga Björt (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 20:03
Orðin sem koma mér upp í huga eru ekkert nálægt því að vera næg þegar mig langar að lýsa þér, dugnaðurinn, harkan, ástin, allt þetta og mikið meira til er eitthvað sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Þú ert frábær og ég ber mikla virðingu fyrir þér...
kv. Gunnhildur
Gunnhildur (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 20:21
Kristín (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 21:14
Vissulega er gott að ekki sást neitt athugavert í maganum, því það hefði tafið enn freka að setja tappann. Já sýkingin í blóðinu bendir til þess að eitthvað sé að hrjá hana og það finnst vonandi sem fyrst einhvert gott lyf til að vinna bug á henni. Fór inn á síðuna sem þú vísar á og þar eru athyglisverðir hlutir á ferð sem ég mun skoða betur. Bið Guð að send Þuríði bata og meiti bata Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.3.2008 kl. 21:18
Litla stelpurófan..Ekki got að heira....koss og kús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 3.3.2008 kl. 21:30
Góðar hugsanir til ykkar allra Áslaug!
Ekki hafa áhyggjur af tappanum, þið venjist honum strax og mun hjálpa Þuríði þinni að nærast og ekki síður vökvast! Hún er vafalaust skraufþurr litli anginn og þarf meiri vökva (hitinn skýrist vafalaust að einhverju leyti af þurrkinum). Svo ég er viss um að um leið og tappinn er kominn í gagnið fer henni að líða betur. Knús!
Anna (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:33
Kærleikskveðjur frá dk.
Hulla Dan, 4.3.2008 kl. 00:33
Svanhildur Karlsdóttir, 4.3.2008 kl. 09:33
baráttu og kærleikskvedjur
María Guðmundsdóttir, 4.3.2008 kl. 10:32
úff elsku áslaug mín , megi guð stykja ykkur og veita ykkur allt það sem að hjarta ykkar þráir... þið eruð ávallt í bænum mínum ,. góð speki Áslaug.. þetta var einhvað sem að ég ritaði niður strax á gulan post it miða og setti á tölvuskjáinn..
Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:03
Þið eruð svo dugleg fjölskylda og ég er líka ein af þeim sem dáist af ykkur úr fjarlægð. Megi allar góðir vættir vaka yfir ykkur og vernda. Knús í kotið frá mér.
Gróa Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:13
Ég dáist líka af ykkur í fjarlægð.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.3.2008 kl. 11:53
Knús og kossar, dáist sömuleiðis að ykkur úr fjarlægð...
Sigríður Hafsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 11:58
sendi ykkur orkustrauma, ljós og kærleik elsku Áslaug.
Guðrún Jóhannesdóttir, 4.3.2008 kl. 13:02
Vil bara segja að þetta spakmæli er alger snilld, vildi að ég gæti lifað eins auðveldlega eftir því og þú Gangi ykkur vel.
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.