4.3.2008 | 16:01
Hamingjan er ákvörðun (breytt)
Velgengni og hamingja eru tilfinningar sem allar manneskjur á jörðinni þrá í hjarta sínu. En samt leita flest okkar af hamingjunni á röngum stöðum, sem veldur okkur enn meiri vonbrigðum og kvöl.
Það er vegna þess að við erum að leita af hamingjunni fyrir utan okkur sjálf, eftir einhverjum hlut eða eftir því að einhver annar færi okkur hamingjuna.
Við förum frá herberbergi til herbergis í leit að demantshálsfestinni sem er utan um hálsin á okkur.
Við leitum að hamingjunni allstaðar, en við sjáum aldrei hvar hún raunverulega er, sem er í okkur sjálfum.
Ég held að við getum öll samþykkt að hamingjan kemur ekki frá veraldlegum hlutum, eins og að aka flottum bíl eða að vera með miklis metinn titil. ( þó að svoleiðis hlutir geti fært ánægju inn í líf okkar)
Hamningja veltur ekki á öðru fólki, eins og hvort við umgöngumst mikilvægt fólk eða ekki. Að hafa elskandi og styðjandi fólk í kringum sig, færir manni ánægju og skemmtun.
Hamingjan veltur ekki á því hvað gerist, svo ef þú ert á staðnum, þá er það gott og ef þú ferð þá er það líka gott.
Hamingju er ekki hægt að finna í ytri heimi.
Aðal fyrirstaða hamingjunnar er röng hugsun. Til dæmis að halda að einhver eða eitthvað færi manni hamingju.
Hvar finnur maður eiginlega hamingjuna? Hættu að leita fyrir utan þig, eftir einhverju sem aðeins finnst innra með þér. Taktu ákvörðun um að verða hamingjusamur einstaklingur.
Segðu upphátt:
Hamingjan veltur á ákvörðun minnu um að vera hamingjusamur einstaklingur.
Hugleiddu það, hefur þú einhvern tímann tekið meðvitaða ákvörðun um að vera hamingjsamur einstaklingur? Ég myndi giska á að svarið væri NEI.
Hér kemur ákveðið boð til þín um að vera hamingjusamur!
Sameinum orku okkar fyrir hamingju.
Segðu upphátt:
Ég , Áslaug Ósk Hinriksdóttir (samt ekki mitt nafn ehe), ákveð að vera hamingjusamur einstaklingur núna, þrátt fyrir hvernig veðrið er, hvernig heimurinn er eða það sem gerist fyrir mig. Ég veit að það er réttur minn að vera hamingjusamur. Ég fylli líf mitt af jákvæðni og lýsi allt innra með mér, ég endurheimti hamingjuna og hamingjan endurheimtir mig. Svona einfalt er þetta.
Ps.sssss. bætti aðeins við veikindasögunnar hennar Þuríðar minnar sem ég reyni að gera allavega annanhvern mánuð.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er fallegt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.3.2008 kl. 16:02
Falleg orð og sannarlega þörf!!!
Gangi þér vel kæra Áslaug og vertu áfram hugrökk og sterk...fyrir þig...og fyrir manninn þinn og börnin þín fallegu...og fyrir heiminn sem væri svo tómlegur án þín...
Kv.
Begga..
Bergljót Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:09
Snilldarboðskapur
Baráttukveðjur,
Ragna
Ragna (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:12
það er sko sannarlega mikið til í þessu.... knús og koss....
Þórunn Eva , 4.3.2008 kl. 16:14
Stella A,. (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:14
Mikill sannleikur er fólgin í þessum pistli Áslaug mín..takk fyrir kveðjuna og ég vona svo heitt og innilega að fallegasta hetjan fari að ná einhverjum bata og ég bið guð að vera með ykkur elskurnar....knúsí
Björk töffari (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:26
Heilagur sannleikur bara, og ekki vitlaust fyrir alla ad reyna ad temja sér thetta.Ég reyni mitt besta en oft má gera betur,er ad hugsa um ad geyma thennan texta til ad minna mig á takk fyrir thetta.
Baráttu og kærleikskvedjur frá DK
María Guðmundsdóttir, 4.3.2008 kl. 17:17
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.3.2008 kl. 20:25
Mikill sannleikur fólgin í þessum orðum
Knús
Sessasæta
Sesselja Óskarsdóttir, 4.3.2008 kl. 20:27
Sæl og blessuð,
Guð hvað ég gæfi til að geta hjálpað til ,en !stundum er það bara svona að það er ekki alltaf hægt.Þú ert óóóótrúlega dúgleg og ég er alveg sammála þér að hætta að hugsa um hvað öðrum finnst af manni, það brýtur manni niður, ég þekki það.Það er erfitt að vera sátt við sjálfan sig en þegar maður er það, þá líður manni miklu betur.Mamma sagði við mig segðu áhverjum degi" there are good things going to happen to me today" and think positive ,og vist þú það svín virkar!!!!!!Þetta er mjög góð dæmi sem þú ert að setja upp hérna líka og ég ætla líka að reyna það.Ég er alltaf að biðja og biðja fyrir ykkar öll og kveikja á kerti og ég óska þessi innilega að allt fer nú að léttist hjá ykkur og elsku Þuríður fær nú að fá frið frá þessu híta og slappleiki,ég óska þess líka að litla hetjan þín Oddný fær líka að létta lindinna litla engillinn ,það er svo erfitt fyrir hana greinilega gerir hún grein fyrir því hvað er að gerast við Þuríður.Manni hugsar hvað skuli hún vera að hugsa í hennar hug þegar hún fer að sofa og fer að pæla það er ótrúlegt hvað þessu litla englar getur verið næm stundum.Ég bið Guð að styrkja og gæta ykkur .Hafið það sem best þið eru öll frábær.Kær kveðja og stórt knús til ykkur öll, Kveðja Dee
Dolores (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 21:52
Mikið rétt, hamingja er ákvörðun og þá ákvörðun tekur enginn nema ég eða þú sjálf. Mikið er ég glöð og stolt fyrir þína hönd Áslaug að sjá þessi dásamlegu orð á blogginu þínu. Fyrir 20 árum var ég samfærð um að ég gæti ekki orðið hamingjusöm. Þá byrjaði ég að lesa jákvæðar bækur og svo heyrði ég þessa frábæru setningu. "það ekki atburðurinn í lífi þínu sem skiptir máli, heldur viðhorf þitt til hans" þetta tvennt sáði smá fræjum í sálina mína og síðan hef ég orðið hamingjusamari með hverju árinu sem hefur liðið. Bið Guð að viðhalda hamingjunni í hjörtum ykkar, kæra fjölskylda. Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.3.2008 kl. 22:38
Þetta er snildargrein hjá þér,læt fylgja hér mína uppáhaldsgrein sem hefur oft fengið mig til að hugsa.
Að vera ánægður ,
felst ekki í því að eiga allt
heldur að vera ánægður
með það sem þú átt.
Kveðja ellen
Ellen (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 22:52
Já góð lesning. Það verð ég að segja að sorg var endalaust í mínu lífi stanslaust við með stanslausa viðveru , hleyppti engu öðru að takk. Ég var jákvæð og bað ekki um neitt af þessum VERKEFNUM til að leysa né læra af. Í dag er líf mitt bara fínt, skólinn var strembinn, ég er samt viss um að ég hefði samt plummað mig fínt ...án þessa fornu verkefna takk.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 00:14
Guðrún unnur þórsdóttir, 5.3.2008 kl. 01:16
Þetta er alveg rétt hjá þér, einsog talað úr mínu hjarta. Ég hugsa daglega til ykkar og vona að læknarnir finni lausn til að hjálpa litlu hetjunni. Ég hef sjálf staðið í þeim sporum að vera aðstandandi sjúklings með heilaæxli (faðir minn) en sem betur fer var það ekki barnið mitt. Ég veit hvernig það er að horfa uppá ástvin sinn þjást og geta ekkert gert. Það versta sem til er í heiminum er samt að horfa uppá litlu börnin sín þjást. Ég veit að kraftaverk geta gerst og trúi því að litla dóttir þín fái lækningu.
Þegar heilaæxli föður míns greindist fyrst, var honum ekki hugað líf. Þeir voru í vafa um hvort þeir ættu að skera hann, enda var æxlið appelsínustórt og fimmtíu grömm. Við vissum hver áhættan var og pabbi vildi taka áhættuna, þ.e. að hann hefði getað dáið í aðgerðinni eða verið lamaður það sem eftir var. Sem betur fer fór hann í aðgerðina og þeir náðu æxlinu en ekki rótinni. Hann lifði í mörg ár eftir þetta. Þurfti reyndar að fara í níu heilaaðgerðir því æxlið óx alltaf aftur og dreifði sér svo útum allt höfuð eftir geislameðferðina. En tíminn sem við áttum saman varð ekki bara nokkrir dagar eða mánuðir, heldur mörg ár. Hann var veikur í tuttugu ár áður en æxlið fannst. Hann lifði svo í 14 ár eftir fyrstu heilaaðgerðina. Saga hans er algjör kraftaverkasaga og læknarnir trúðu því aldrei að hann gæti lifað svona lengi þrátt fyrir þennan hrikalega sjúkdóm.
Ég segi þér þessa sögu því mig langar til að þú vitir að kraftaverk gerast og þið eigið alveg möguleika einsog aðrir. Læknarnir geta ekki gefið jákvæðar vonir nema að geta staðið við þær. Því reyna þeir að vera hlutlausir eða frekar neikvæðir, en svo kemur oft mikið betra í ljós, sem betur fer.
Ég finn mikið til með ykkur að vera í þessum sporum og vona svo heitt og innilega að litla dóttir ykkar nái að vinna bug á þessum hræðilega sjúkdómi.
Guð veri með ykkur. Þið eruð mjög sterk og virkilega dugleg. Saga ykkar opnar örugglega augu margra og margir eru því miður í svipuðum sporum og þið. Ég bið fyrir ykkur kæra fjölskylda.
Emma Vilhjálmsdóttir, 5.3.2008 kl. 02:49
Góður pistill
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.3.2008 kl. 06:26
gott hjá þér, þetta er málið og engin spurning með það. Prenta þetta út og set á ísskápinn og tek þig 100% til fyrirmyndar
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 11:11
þetta er hverju orði sannara vona að allt fari vel hjá ykkur .og reynið nú að lifa fyrir daginn í dag , kveðja Jói.
Jóhann Frímann Traustason, 12.3.2008 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.