7.3.2008 | 09:18
Jákvæð og hamingjusöm
Ég er ákveðin í því að vera jákvæð og hamingjusöm, hverjar sem aðstæðurnar eru, því ég hef lært af eigin reynslu að stór hluti af hamingju okkar og að sama skapi vansæld okkar byggist á viðhorfi okkar en ekki kringumstæðum.
Martha Washington
Haldiði ekki að hetjan mín hafi farið í leikskólann og svona líka hamingjusöm með lífið og að sjálfsögðu verður mín það líka að sjá hana líða svona vel en ekki hvað? Svona án gríns þá var besti dagurinn hennar í marga marga marga mánuði í gær, gekk svona líka vel uppá spítala, beint í sjúkraþjálfun sem hún stóð sig hrikalega vel en síðustu mánuði hefur hún ekki haft orku í að gera neitt þar en þarna flaug hún í gegnum allar æfingarnar einsog atvinnumanneskja, þegar heim var komið fór stúlkan út að leika með systkinum sínum og var eiginlega að sofna eftir það því hún ákvað ekkert að leggja sig um daginn sem hefur heldur ekki gerst í endalaust marga mánuði, fyrst að það lá svona vel á minni ákváðum við fjölskyldan ásamt mömmu og pabba að kíkja á Fridays og ís í eftirrétt í Smáranum. Oh mæ god hvað þetta var góður dagur hjá hetjunni minni og ég meir að segja mátti setja teygju í stúlkuna sem var frábært því ég hef ekki mátt gera það í ég veit ekki hvað lengi því hún er ö-a alltaf með hausverk, bara yndislegast.
Núna liggur vel á mér......
Ætlum að skreppa í sumarbústað um helgina með mömmu og pabba, borða góðan mat, ég kokkurinn á að elda handa þeim í kvöld. Slurp slurp. Afhverju er ég ekki að læra kokkinn? Kanski vegna vinnutíma? Er búin að vera horfa á Jóa Fel og læra af karlinum, jiiii hvað ég er spennt. Vonandi verður hægt að kíkja í pottinn og svo ætlum við bara að hanga á náttfötunum alla helgina. Ekki leiðinlegt.
Það er mömmudagur í dag hjá okkur Oddnýju Erlu minni í dag, stúlkan er núna að klæða sig í pils og gera sig fína. Erum að fara með Oddnýju systir að máta brúðakjóla því stúlkan er að fara gifta sig í sumar, ætli við röltum ekki einn hring í Toys'r us, hún mun ö-a biðja mig að koma með sér í einhverja glingurbúðina til að koma við allt glingrið eheh og svo lengi mætti telja.
Var að fá eina einkunnina í enskunnni, ekki sátt við kennarann. Jújú ég fékk 7,75 (fékk 9,13 í síðasta prófi) sem ætti nú að kallast gott á mínu mælikvarða í ensku en hún kellan lækkaði mig um einn eða tvo heila (man ekki hvort) því ég gat ekki skrifað mína skoðun um álverið hérna á klakanum, hvernig í andskotanum (sorrý) á ég að geta skrifað um eitthvað sem ég hef enga skoðun á eða hugmynd um? Sendi henni líka mail tilbaka, ótrúlega pissst. Ætla samt ekkert að grenja lengi útaf þessu ehe.
Vávh hvað mér líður annars vel í dag, ætla njóta dagsins í botn og helgarinnar og krossa alla putta og tær um að hetjan mín fái ekki hita á morgun en það er tíminn hennar ef þetta ætti að vera einsog síðustu mánuði. Hey hún er hress í dag og að sjálfsögðu njótum við þess og bíðum sallaróleg eftir niðurstöðum úr blóðprufunum samt væntanlega einhver enn ein önnur sýkingin sem væri sú þriðja á þessu ári.
Eigiði yndislega helgin og munið "hamingja er ákvörðun".
Knúsumst fast í tilefni dagsins.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá hvað maður hefur lært að meta það sem maður á af því að lesa bloggið þitt, viðhorf þitt til lífsins er einstakt og mættu sko margir taka til fyrirmyndar og reyna að læra af. Takk fyrir að leyfa okkur hinum að fylgjast með og eigið góðan mæðgnadag!
Kveðja EH
Eyja (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 09:24
Til hamingju með þetta allt , ég er svo glöð að lesa það að allt gangi vel . Njóttu þín og þinna.
Eigðu yndislega helgi
Kv
Sigga
Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 7.3.2008 kl. 09:44
Rosalega er gaman að heyra þetta. Les alltaf síðuna ykkar en hef aldrei kvittað. Gangi ykkur rosalega vel. Þið eruð sannar hetjur ;)
Njótið helgarinnar og mömmudagsins í botn.....
Hrönn (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 09:50
Mikið er yndislegt að lesa þessa færslu! Bara alveg frábært að heyra hvað snúllunni líður vel Vonandi er þetta bara byrjunin á einhverju góðu og langvarandi!
Eigðu yndislega helgi með fjölskyldunni,
Kveðja Heiða
Heiða (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 09:54
Gott að heyra hvað ykkur líður vel. Góða helgi. kveðja, Helga.
Helga (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 10:16
Yndisleg færsla Áslaug mín :) Ofsalega er ég líka glöð að lesa að þið fenguð ekki bara snjó í gær - hehe - þó að ég hafi "beilað" ;) Njótið mömmudagsins í botn og mundu að taka myndir af litlu siss í flottustu kjólunum!
Góða hamingjusama helgi ;) KNÚÚÚS
Elsa Nielsen, 7.3.2008 kl. 11:01
æðislegt að lesa þessa færslu !! Njótið helgarinnar
kveðja Unnur og Sigurður Garðar
Unnur (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 11:17
Það sem er gull hjá einum er öðrum einskis virði.
Þessi málsháttur á vel við hér. Því miður reikna allt of margir með einhverju í lífinu en taka aldrei tillit til þess að ekkert í heiminum er sjálfsagt.
Frábært að heyra hvað ÞA er hress. Vonandi helst það hér eftir.
Njótið lífsins. Eins og mitt blogg ber yfirskriftina: Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur
Helga Linnet, 7.3.2008 kl. 11:23
Frábært að heyra hvað gengur vel núna
Óska ykkur góðrar helgar...
Hulla Dan, 7.3.2008 kl. 11:24
Frábært að heyra, njótið helgarinnar. Kveðja Mæja
María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 11:32
Var að skríða á fætur og þá er tilvalið að kíkja á bloggið þitt. Þvílík morgunhressing, þetta er bara á við heilann kassa af vitamími, orku og kærleika. Mikið eruð þið undursamleg fjölskylda og þú undursamleg manneskja Áslaug. Hún Þuríður Arna er undursamlegt kraftaverk. Guð blessi ykkur oll og góða helgi. Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.3.2008 kl. 11:34
Frábært að henni líður betur, það er bara vonandi að það haldist.
Eigið góða helgi.
Linda litla, 7.3.2008 kl. 12:15
Yndislegt hvað ykkur líður öllum vel og til hamingju með það, mér líður ekki eins vel þar sem ég ligg í flensu, en það er eitthvað sem lagast þannig bara horfa fram á við og vera glaður
Guðborg Eyjólfsdóttir, 7.3.2008 kl. 12:26
Hæ hæ svo langt síðan að ég hef kíkt hér inn , frábært að lesa að hún sé hressari og það verði áfram
Eigið góða helgi , við erum með hugan hjá ykkur .
knús
Dagrún (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 13:28
Yndislegt að heyra og vonandi helst hún hitalaus sem lengst. Æðislegt að lesa þetta, kemur öllum í gott skap. Með hækkandi sól og bjartsýni í hjarta líður öllum betur. Eigðu góðan dag með Oddnýju litlu, áhyggjurlaus í smá stund, þið hafið báðar gott af því.
góða helgi
Lísumamma (ókunnug) (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 13:53
En gott að heyra! Komin tími til að Þuríði, og ykkur öllum líði betur... njótið helgarinnar, knús, Ásdís.
Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 14:23
Mikið til í þessum upphafsorðum, við ættum öll að reyna að tileinka okkur þau. Kíki reglulega á bloggið þitt en hef aldrei kvittað áður en ég varð bara svo glöð að sjá hvað gengur vel hjá ykkur að ég gat ekki þagað lengur:)
Vonandi eigið þið frábæra helgi saman!
Kristín Akureyri (ókunnug) (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 15:16
Yndislegt að lesa þetta Áslaug, gefur manni gott kickstart inn í helgina! Guð blessi ykkur og hamingju ykkar!
Ylfa Mist Helgadóttir, 7.3.2008 kl. 15:17
til hamingju med thetta,thetta er BARA ædislegt ad lesa oh hvad madur getur rétt ímyndad sér hvad thid erud glød eigid svo bara ædislega helgi í bústad og slakid vel á i pottinum og étid á ykkur gat
baráttu og kærleikskvedjur frá DK
María Guðmundsdóttir, 7.3.2008 kl. 16:03
FRÁBÆRT!!!!
Góða helgi!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 7.3.2008 kl. 17:00
Æ, mikið voru þetta góðar fréttir. Megið þið eiga yndislega helgi saman.
Kristín (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 20:54
Yndisleg færsla
Maður fylgist svo mikið með ykkur fjölskyldunni hérna á blogginu að þið eruð orðin þekkt á þessu heimili. Ég er viss um að ég myndi biðja um eiginhandaráritun ef ég hitta ykkur á Íslandi næst þegar ég er þar
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.3.2008 kl. 21:45
Innilegar hamingjuóskir með þennan góða dag og vonandi eigið þið frábæra helgi þið eigið það svo sannarlega skilið.
ókunnug frá Eyrarbakka (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 22:00
Knús knús og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.3.2008 kl. 22:16
Frábært að heyra í þér í dag, reyndar alltaf, því þú ert svo mikil hetja og þá meina ég að geta gert og hugsað á þeim nótum sem þú gerir.
Sendi ykkur stórfamilíunni mínar stærstur óskir um góða helgi og ósk um að þú sláir í gegn i eldamenskunni og svo verði allir í náttfötum sem lengst og "okkar" hetja nái að njóta með sínu fólki.
kærleikskveðja frá Sólveigu.
Sólveig (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 22:23
Frábært Áslaug, hvað allt hefur snúist til bjartari og betri vegar.
Njótið ykkar í botn um helgina og knúsist, pottist og slakið á. Kærar kveðjur til m&p. þíns. Stella A.
Stella A. (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 23:16
Svanhildur Karlsdóttir, 8.3.2008 kl. 01:13
Mikið rosalega var gaman að lesa þessa færslu, vonandi heldur þetta svona áfram. Hef aldrei kvittað fyrr en kíki alltaf á ykkur á hverjum degi og kveiki iðulega á kerti fyrir ykkur. Gangi ykkur vel.
Sólveig (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 18:27
Hamingjan er svo sannarlega ákvörðun Ég fékk að sjá það svart á hvítu í Indlandi.. þar voru fátæk börn oft þau sem brostu mest og bros þeirra var svo innilegt og heillandi að maður gat ekki annað en brosað sjálfur og því fylgdi ótrúleg gleði þrátt fyrir skelfilegar aðstæður.
Mikið fanst mér gott að lesa þessa færslu. TAKK
Vona að þið hafið átt góða helgi.
Díana (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 23:51
Yndislegar fréttir af hetjunni Þuríði Örnu. Megi kraftverkið umvefja hana og gef henni langa og farsæla ævi.
kveðja
Kristbjörg
Kristbjörg (ókunnnug) (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 11:56
Rosalega er gaman að heyra svona góðar fréttir af ykkur! Vonandi verður þetta bara svona hjá ykkur framundan.
Arna (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.