14.3.2008 | 09:07
Krabbamein er ekki smitandi...
Ég hef oft og mörgu sinnum fengið þá spurningu hvernig ég hafi þorað að eignast fleiri börn eftir að Þuríður mín greindist með krabbamein eða illkynja heilaæxli. Eru sumir einstaklingar svona "vitlausir" (sorrý að ég nota þetta orð) eða fáfróðir um þennan sjúkdóm og halda að öll börnin mín eiga eftir að greinast með krabbamein því hún greindist með hann? Eftir að ég eignaðist Theodór var ég einmitt spurð "hvernig þorðiru að eignast fleiri börn?" og ég var eiginlega mjög hissa á þessari spurningu. "Afhverju ætti ég ekki að þora því?" svaraði ég ofsalega glær en þá fattaði ég ekki heldur að það væri að spurja mig að þessu vegna Þuríðar minnar. Nei krabbamein er ekki smitandi, þú færð ekki þennan kúkalabba við að snertast og þetta er ekkert í genunum hjá okkur þannig að öll börnin okkar smitist. Jú ég verð alltaf hrædd ef eitt af börnunum verður veikt og fær mikin hita og held alltaf að eitthvað slæmt sé að ske en það eru mjög litlar líkur á því, það verða bara allir foreldarar (að ég held) ef það á barn með illvígan sjúkdjóm og eitt af hinum verða veik.
En hey þó ég eigi barn með illvígan sjúkdóm er ég ekki hrædd við að eignast fleiri börn og vonandi verð ég heppin í framtíðinni að eignast fleiri því ég reyni að láta okkar allra drauma rætast þó oft á tíðum sé erfitt en það stoppar okkur ekki í neinu sem okkur dreymir um. Við skipuleggjum okkur með margra mánaða fyrirvara en ég hef heyrt að það eru mjög fáir sem þora því sem kljást við svona "pakka" en auðvidað verðum við að halda áfram að lifa og hafa eitthvað til að hlakka til. Við t.d. ákváðum í október síðastliðin hvað við ætluðum að gera í sumar en það er okkar árlega sumarfrí sem við öll fjölskyldan förum saman sem krakkarnir hlakka endalaust til og njótum þess í botn. Við verðum ALLTAF að hafa eitthvað til að hlakka til alveg sama hvað það gengur á, það er svo auðvelt að breyta ef það tekst ekki að halda við plönin.
Þetta lærði ég af einni konu sem er reyndar ekki meðal okkar í dag, hún var með illkynja heilaæxli og hún var svo dugleg að skipuleggja sig og gera einhverja skemmtilega hluti og plana þá með margra mánaða fyrirvara ef hún var mjög veik þegar ákveðnir hlutir áttu að gerast breytti hún bara planinu og frestaði því um óákveðin tíma. Þessa ákveðnu konu hitti ég reyndar bara einu sinni en lærði svo mikið af henni þennan hálftíma sem ég talaði við hana og leit svona líka upp til hennar. Kraftarkona!!
Útí annað en það fer ofsalega í mig þegar ég les um það þegar fólk óskar þess að það væri frekar með krabbamein en þennan ákveðna sjúkdóm sem það er með, djöh verð ég reið þegar ég les svoleiðis eða heyri. Afhverju í andsk.... vill maður vera frekar með krabbamein? Ekki vildi ég óska þess að Þuríður mín væri með einhvern annan sjúkdóm, auðvitað vildi ég helst af öllu að hún væri heilbrigð og væri ekki búin að berjast við þennan krabba í þrjú og hálft ár (og stelpan alveg að verða sex ára) sem sagt meira en hálfa sína ævi og þekki ekkert annað en það er bara ekkert svo einfalt því verr og miður. Æjhi ég ætla kanski ekkert að tjá mig mikið um þetta því ég veit að þetta gæti farið útí tóma vitleysu og ég kanski sært einhverja, en maður óskar sér samt ekkert um krabbamein frekar en annað.
Jú enn og aftur er helgina framundan, börnin fara öll uppá Skaga eftir leikskóla og vera þar í eina nótt og á meðan ætlum við Skari að gera eitthvað. Hmmm!! Hvað eigum við að gera? Hugmyndir? Bíó, Sálin, út að borða, "æfingabúðir" ehe, video eða .......?
-Ekki eyða lífinu..... Njóttu lífsins!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
266 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björk töffari (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 09:21
Ég er innilega sammála þér Áslaug með það að maður þarf alltaf að hafa eitthvað til að hlakka til! Gott að hafa eitthvað til að stefna að!
Mikið held ég að það verði fjör hjá dúllunum þínum í kvöld eða hjá ykkur turtildúfunum! Skemmtið ykkur rosa vel í kvöld!
Knús, Heiða
Helga Heiða Helgadóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 09:24
Krabbamein er hærðilegur sjúkdómur. Ég hef horft upp á mjög nákomna manneskju tærast upp og deyja og get ekki með nokkru móti skilið að nokkur maður óski sér þann sjúkdóm.
En það er líka margt sem ég ekki skil...
Ég óska þess af öllu hjart að litla stúlkan ykkar verði heilbrigð aftur og lifi góðu og löngu lífi
Njótið kvöldsins í botn
Hulla Dan, 14.3.2008 kl. 10:02
Onei krabbamein er alveg engan vegin smitandi, alveg merkilegt hvað fólk getur verið illa upplýst og vitlaust.
Ég hef líka lent í því að fólk tali um að það vildi frekar vera með krabbamein heldur en hitt og þetta annað. Þetta fólk hefur bara ekki hugmynd um hvaða helvíti þetta er (án þess þó að ég sé að gera lítið úr þeirra sjúkdómum). Krabbamein er bara algjör fjandi frá A-Ö.
Aðalatriðið er að halda í góðu stundirnar og að gera okkar besta til þess að gera þær fleiri á hverjum degi:)
Gangi ykkur sem best, ég hugsa til ykkar
(þó við þekkjumst ekki)
Álfheiður Sverrisdóttir, 14.3.2008 kl. 10:08
Veri börnin velkomin á Skagann.Og í strætóbílstjórinn býður þeim velkomin ef vil og komin fyrir hættutíma hjá strætó.Eigið þið bara klassastundir saman.Knús og kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 10:21
SÁLIN auðvitað
ég verð þar og held það verði klikkað stuð Hlakka bara til að sjá ykkur 
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 10:37
Ég mæli með Sálinni í kvöld og við rifjum upp ballið á Selfossi hér forðum daga :) já og öll hin böllin líka
Hafið það allavega rosaleg gott í kvöld hvað sem þið gerið. En þú veist af öllum á Sálinni :)
Unnur Ylfa (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:11
hæ hæ sæta mín... knús og koss á þig og hafið það gott í kvöld... LOVE á þig frá mér
Þórunn Eva , 14.3.2008 kl. 11:21
hæhæ
Mig langaði bara að skjóta inn smá kommenti af því þú varst að tala um að þetta komi bara skref fyrir skref, það er til svo skemmtilegt lag þar sem skref fyrir skref kemur fyrir í viðlaginu. Ég man engan veginn hvað það heitir en datt það í hug þegar ég las bloggið þitt.
Baráttu kveðjur til hennar Þuríðar og bestu kveðjur til systkinanna.
Hafið það gott á YKKAR degi,
Kv. Ásrún
Ásrún (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:19
Þó fræðsla um krabbamein hafi stóraukist á undanförnum árum, er enn margt sem fólk ekki veit og segir því afar skrýtna hluti. Ég óska eingum að fá krabbamein og ég veit líka að það er ekki smitandi. Ég hef líka umgengist sjúkdóminn inn á mínu heimili og á Heibrigðisstofnunum. Mikð er ég glöð að ekkert er talað um í blogginu þínu undanfarna daga að ekkert er talað um það hvað Þuríður sé lasin, sem þýðir að hún er hress þessa dagana. Góða helgi Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.3.2008 kl. 12:45
BÚIN AÐ KAUPA MIÐA SKVÍSA... OG ERUM Á LEIÐ Í DINNER TIL ÞÍN LÍKA.....
HLAKKA SVOOOOOOOOOOOOO TIL..... 
Þórunn Eva , 14.3.2008 kl. 12:48
Æfingabúðir með öllu tilheyrandi og svo góður og langur afslappandi (svona eftir atvikum alla vega) svefn - þegar þér hentar, þegar þér sýnist.
Góða skemmtun elskurnar
Súsanna (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 13:18
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.3.2008 kl. 14:27
Fólk segir svo margt í hugsunarleysi ,Guð hjálpi því. Fólk mér nákomið hefur dáið úr þessum fjanda,en margir líka læknast sem betur fer. Hafið það gott um helgina
. Kærleiks og baráttukv.
Kristín (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 15:56
Já á Sálina med ykkur bara og trylltur dans frammá nótt
gód útrás og kannski ad gleyma øllu um eins og eina kvøldstund ,thótt thad sé ørugglega mun erfidara en madur kannski heldur. Ædislegt ad fá svona hjónatíma
Baráttu og kærleikskvedjur frá DK
María Guðmundsdóttir, 14.3.2008 kl. 17:04
Vona ða þið njótið helgarinnar og að Þuríður haldi áfram að vera hress. (mér allavega skilst á skrifum þínum að hún´sé með hressara móti núna?) Og svo hittumst við vonandi í fermingunni á Skaganum þann sjötta???
Love, Ylfa
Ylfa Mist Helgadóttir, 14.3.2008 kl. 17:16
Njótið helgarinnar alveg í botn gullin mín, veit að vel fer um börnin hérna á skaganum og að þau njóta örugglega tilverunnar þar sem þau verða, en þetta er YKKAR TÍMI
Guðrún Jóhannesdóttir, 14.3.2008 kl. 18:12
Góður pistill Áslaug og orð í tíma töluð
Auðvitað er það Sálin, engin spurning
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.3.2008 kl. 19:37
Flott og vel orðað. Eigðu góða helgi.
Linda litla, 15.3.2008 kl. 01:20
Ásdís Emilía kom með flott komment "Heilbrigður maður hefur margar óskir en veikur bara eina"
Takk fyrir að deila þér með okkur Áslaug mín
Ég mæli líka með að við njótum lífsins
Díana (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.