Leita í fréttum mbl.is

Undirbúningur fyrir skóla hafin...

Jámm einsog ég sagði í fyrradag byrjaði Þuríður mín í undirbúningi fyrir skóla næsta haust í gærmorgun, fyrsti undirbúningur er að skoða fínhreyfingar hennar eða allt sem við kemur hennar hreyfingum.  Reyndar hefði hún átt að fara í framhald af því í dag en sjúkraþjálfarinn er veikur þannig það bíður bara um viku.  Ég varð reyndar fyrir smá vonbrigðum hvernig henni gekk með það allt, æjhi þó ég viti alveg hvernig hennar þroski er í öllu þá vonar maður samt að það komi betur út.  Sumar hreyfingar hennar eru alveg á við 18 mánaða börn, hún t.d. getur ekki hoppað jafnfætis en það getur litli pungsi minn hann Theodór Ingi sem er nú bara nýorðinn 2ja ára en þetta er nú stóra ástæðan fyrir því að hún er í sjúkraþjálfun til að hjálpa henni með allar sínar hreyfingar og einn daginn mun þetta allt saman takast. GETUR; ÆTLAR, SKAL.

Hún er ennþá hress og kát, hún er farin að tala svo mikið, hún þarf að segja frá svo miklu sem er ákveðið þroskastig sem hún er að taka sem er æðislegt að fylgjast með.  Hún hefði átt að fá tappan í magan á fimmtudaginn en við foreldrarnir tókum þá ákvörðun að setja hann ekki í bili því hún er ALLTAF svöng, borðar einsog ég veit ekki hvað?  Hún er varla búin með hádegismatinn þegar hún spyr okkur hvað er í kvöldmatinn eheh.  kanski mun þetta allt saman breytast þegar hún byrjar aftur í krabbameinsmeðferðinni um miðjan mánuð (vonandi, ef allt kemur vel útur myndatökunum) því kemur væntanlega aftur ógleðin og þess háttar en við skulum vona ekki.

Ég skil ekki þessa orku sem ég hef þessa dagana eheh, kanski vegna þess það er svo mikið að hlakka til á næstunni, mikið að gera hjá okkur fjölsk.  Mánuður eftir að skólanum og ég er loksins farin að geta lært almennilega eða rétt fyrir páska þannig ég mun alveg brillera í prófunum allavega ef þetta heldur svona áfram. Reyndar hefur mér alveg gengið vel þannig séð þó staðan hafi verið erfið en ég mun kanski halda mér við meðaleinkunnina 9 einsog fyrir áramótW00t.  Svo fyrsta útskrift um áramótin, jíííhhaaaaa!!

Best að skella mér í ræktina og svo er það því miður eitt af því erfiðasta sem ég geri (alltof margar síðustu mánuði) að fara í jarðaför.Frown 

Knús til ykkar allra.
Slauga hin orku-mikla

- Ef þú vilt ná háleitum markmiði þá verður þú að vera tilbúinn til að taka einhverja áhættu -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: katrín atladóttir

helv er gott að heyra í þér svona hressri vinkona

gangykkurvel:) 

katrín atladóttir, 1.4.2008 kl. 09:19

3 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Gott að hetjan er hress og kát.

Eyrún Gísladóttir, 1.4.2008 kl. 09:37

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Yndislegt að lesa um svöngu hetjuna sem er að undirbúa sig fyrir skólann. Frábært hvað þú hefur mikla orku og gengur vel, svona á þetta að vera. Votta ykkur öllum samúð vegna piltsins sem verið er að jarðsetja í dag. Guð blessi ykkur Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.4.2008 kl. 10:58

5 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Gott að heyra að snúllan litla er hress og það er gaman að gefa svöngum börnum að borða!!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 1.4.2008 kl. 11:01

6 Smámynd: Ragnheiður

Yndisleg að lesa þetta. Veistu, hún Þuríður Arna nær upp því sem ekki er komið á rétt ról -það kemur bara seinna. Frábært að hún er farin að borða vel.

Af þér og prófunum hef ég sko ekki áhyggjur, þú rúllar þessu upp.

Kærleikskveðjur til þín og þinna

Ragnheiður , 1.4.2008 kl. 11:01

7 Smámynd: Helga Linnet

Viktoría mín var með honum í skóla (og í nokkrum fögum) og ætlar í jarðaförina líka í dag ásamt mjög mörgum skólasystkinum. Hún talaði um það að fara og ég studdi hana í því.

Þetta er ömurlegt hvað þetta mein fellir marga....vægast sagt ömurlegt.

Ég hef samt trölla trú á að Þuríður Arna nái hesta heilsu og brilleri á fullorðinsárum

Helga Linnet, 1.4.2008 kl. 11:22

8 identicon

Mikil snilli er að lesa síðuna hjá þér núna, já þetta er allt að koma. Ég segi nú bara þótt þroskinn sé á við 18 mánaða á örfáum sviðum þá er hann það þó og mér finnst það frábært miðað við allt og allt.

Bara gleði sem er æðislegt, áfram svona

Sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 12:12

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Yndislegt ad heyra ad hetjan sé alltaf svøng vonandi heldur thad áfram bara endalaust

baráttu og kærleikskvedjur frá dk

María Guðmundsdóttir, 1.4.2008 kl. 14:58

10 identicon

Æ hvað er gaman að lesa færsluna þína núna vonandi verður þetta svona áfram er ekki sagt að maður eigi að taka einn dag í einu og njóta hans .

ókunnug frá Eyrarbakka (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 15:39

11 identicon

Enn hvað það er gaman að fylgjast með ykkur þessa dagana.

Bið GUð að gefa að þetta ástand VARI, þitt þakklæti og þín gleði yfir því sem við hin teljum sjálfsagt að sé að gerast hjá börnum, er lærdómsríkt og gefandi.

Þú og þið eruð bara frábær.

kær kveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 17:45

12 identicon

Mikið er gaman að lesa þessa færslu þó hún endi ekki skemmtilega.  Frábært að Þuríður sé farin að vera dugleg að borða og ég tali nú ekki um að þú sért svona orkumikil.  Gangi ykkur allt í haginn eftirleiðis,

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband