Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðing um heppni

Ég heyri það oft að ég sé heppin.

Ég velti orðinu heppni fyrir mér vegna þess að það er mjög oft notað í umræðunni um 14 ára dóttur mína sem er langveik og fötluð.

Ég heyri að ég sé heppin að hún hafi svona góða kennara/þroskaþjálfa í skólanum.

Ég heyri að hún sé heppin að fá fullan stuðning í skólanum.

Ég heyri að við séum heppin að skólinn skuli vera svona jákvæður gagnvart veru hennar þar.

Ég heyri líka að hún sé heppin að geta stundum tekið þátt í einu og öðru í tengslum við félagsstarf skólans.

Við séum heppin að hafa fagmenntað starfsfólk sem vinnur með henni.

Ég heyri að hún sé heppin að eiga mig sem móður.

Hvers vegna verður fólk hissa og talar alltaf eins og það sé heppni þegar maður segir að það gangi svo ljómandi vel með skólagöngu fatlaðrar dóttur minnar í almennum grunnskóla?

Er það heppni eða sjálfssögð mannréttindi?

- Kristín Steinarsdóttir

Kristín Steinarsdóttir. (2008, mars). 10 ára afmællisrit - Einstök börn. Hugleiðing um heppni.

Ég "stal" þessari hugleiðingu frá þeim Freyju og Ölmu.  Jú við höfum fengið að heyra það ansi oft hvað við erum heppin og hvað fólk verður hissa þegar við erum að segja frá allri aðstoðinni sem Þuríður okkar fær þegar hún fer í skólann sinn hérna í sveitinni í haust.  Við erum sjálf dáltið hissa og lítum á okkur heppin þó við eigum ekki að gera það því það er ekki sjálfsagður hlutur því verr og miður að fötluð eða langveik börn fái alla þessa aðstoð sem hetjan mín mun fá og hefur fengið alla sína leikskólagöngu.  Auðvidað eru þetta sjálfsögð mannréttindi það eru ekki allir skólar svona, þeir eru líka alltaf að spara en einsog verðandi okkar skólastjóri sagði við okkur "Þuríður fær allt sem hún þarf á að halda og ef það koma ekki peningar með henni þá búum við þá bara til og förum framúr áætlun". 

Okkar verðandi skólastjóri er líka svo drífandi og liðið sem við höfum hitt úr skólanum, tilbúnir að leggja allt sitt að mörkum til að gera skólagöngu Þuríðar góða fyrir hana.  Þegar hún er í meðferðinni sinni þá þarf hún alltaf að leggja sig í hádeginu og oftast líka þegar hún er ekki í henni, orkan er ekki alveg einsog hjá heilbrigðum 6 ára krökkum og þá var ekkert sjálfsagðara í skólanum sem hún fer í að það verður búið til svokallað "hvíldarherbergi" fyrir hana svo hún muni geta hvílt lúin kropp.  Þegar skólastjórinn spurði okkur á hverju hún þyrfti á að halda svona til að létta henni lífið í skólanum þá sögðum við í gríni að hún þyrfti á ipod að halda því henni finndist svo gaman að hlusta á tónlist eheh og viti menn skólastjórinn sagði að það væri ekkert sjálfsagðara að redda því ef þess þyrfti.  En við vorum nú bara að grínast ehe enda á stelpan að fá það í afmælisgjöf því hún ELSKAR tónlist, getur gleymt sér í marga í klukkutíma bara að hlusta á tónlist.  Yndislegust!! 

Jú meðan ég man Halldór minn "takk fyrir plöturnar, afi Hinrik er að breyta þeim yfir í cd svo það verði hægt að setja tónlistina á ipodinn hennar þuríðar minnar".  Bara flott!

Auðvidað á það að vera sjálfsagt að börnin okkar fái alla þá aðstoð í skólanum sínum, ég bara skil þetta ekki?  Þannig ég verð bara að álita mig heppna að hafa flutt í þetta góða hverfi sem við búum í og lent í þessum frábæra skóla þó ég eigi ekki að gera það.

11 dagar í myndatökurnar sem ég er svona næstum því ekkert stressuð fyrir finn samt hnútinn koma þó henni líði súper vel og kvarti lítið.

6 dagar í helgina okkar Oddnýjar Erlu minnar sem við erum hrikalega spenntar fyrir.

26 dagar í afmælið hennar Oddnýjar Erlu minnar sem hún telur niður dagana í eheh, svo hrikalega spennt og er sko alveg búin að ákveða hvar hún ætli að halda uppá það og hvert þemað eigi að vera sem hún var reyndar búin að ákveða fyrir langalöngu.  Reyndar ákváðu þær systur það í sameiningu þar sem afmælið þeirra er alltaf haldið saman (bara þrjár vikur á milli afmæla).  Dóra explorer.

Skemmtileg helgi framunda, Skoppa og Skrítla í leikhúsi, barnaafmæli og ferming.  Stuð stuð stuð!!

Eigið góða helgi kæru lesendur, verið góð við hvort annað.
Ekkert stress, veriði hress, bless bless.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Thad á varla ad túlkast sem "heppni" thegar fólk fær thad sem thad á rétt á. Ætti frekar ad athuga betur med thær stofnanir sem virdast ekki geta sinnt theim børnum sem thar eru og fá ekki sitt. Bara frábært ad skólastjórinn tekur svona á málunum,audvitad á hetjan ad fá ALLT og then some 

Eigid góda helgi kæra fjølskylda ,Skoppa og Skrítla bara geggjad,getur ekki klikkad baráttu og kærleikskvedjur frá dk

María Guðmundsdóttir, 4.4.2008 kl. 09:23

2 identicon

Elsku Áslaug duglega og frábæra.

Jákvæðnin, gleðin og bjartsýnin þín er svo endalaust yndisleg.  Ég er viss um að hjá fólki sem hefur allt og ekki veikt barn er allt svo sjálfsagt að það vantar því miður þessa gleði.

Sendi ykkur mínar kærustu kveðjur í húsið öllum hópnun.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:31

3 identicon

Það er mjög áhugavert að lesa um þetta heppnina. Auðvitað eru þetta sjálfsögð mannréttindi.

Ég les síðuna þína á hverjum degi og mér finnst ég læra ótrúlega mikið af þér. Það er ekkert sjálfsagt í þessum heimi og við megum ekki gleyma því . Takk kærlega fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.

Ég er rosalega glöð að heyra hvað það gengur vel hjá ykkur:o)

Kveðja

Harpa

Harpa (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:58

4 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Hafðið það gott um helgina.

knús og kram

Bergdís Rósantsdóttir, 4.4.2008 kl. 10:09

5 identicon

Les síðar.Góða helgi.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:49

6 identicon

Sæl Áslaug. Ég hef komið hér við svo til daglega í langan tíma.  Þið eruð svo jákvæð og gefið mikið af ykkur.  Mig hefur lengi langað að skrifa hér inn og læt loksins verða af því.  Ég á fatlaða dóttur sem er að verða fimm ára.  Ég skil svo vel þessa tilfinningu hjá þér þegar barnið getur eitthvað, þó svo að önnur börn á sama aldri gátu sama hlutinn fyrir ári eða árum síðan.  Okkur hlýnar um hjartaræturnar þegar okkar börn geta gert hlut sem er í raun sjálfsagður að geta.  Það er ekki hægt að miða sig við normalið, hver áfangi er sigur.  Ég kannast líka við þetta heppnis tal.  Og við segjum "já við erum heppin að fá gott fólk, góðan stuðning, góðan skilning".  En eins og ein benti á þetta eru mannréttindi fyrir börnin/fólkið sem þarf á því að halda.  Og það eru ekki allir svo heppnir að þurfa EKKI á því að halda.  Góðar kveðjur til þín og þinna

Hermína

Hermína (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 15:32

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Kannski eru allir heppnir miðað við eitthvað annað.  Kannski veit fólk bara ekki alveg hvað það á að segja og vill vera jákvætt og hvetjandi.  En það er engin heppinn að vera veikur eða þurfa að horfa upp á einhvern sem maður elskar vera veikur.  Heppin/nn er mjög óheppilegt orð.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.4.2008 kl. 15:41

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já það er svo gott að hafa heppnina með sér. Viðhorf okkar skipta svo miklu máli og það sem einum finnst vera heppni, finnst öðrum sjálfsagt. Ekki meira um það en mikið er gott að skólakerfið á Íslandi skuli vera eins gott og raun ber vitni. Þar erum við öll heppin. Bið Guð að blessa ykkur öll Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.4.2008 kl. 17:38

9 Smámynd: Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

Nanna mér finnst ég reyndar heppin að vera fötluð  .. Ótrúleg forréttindi!

En eins og þú segir Áslaug þá dettum við sjálf í að finnast sjálfsögð mannréttindi vera ,,heppni" vegna þess að þau eru ekki sjálfsögð og kosta eilífa baráttu. Auðvitað erum við öll misheppin í lífinu og verðum þakklát þegar hlutirnir ganga vel.

En auðvitað á þetta ekki að snúast um heppni heldur örugg mannréttindi sem við göngum að.

Mér hlýnar nú bara um hjartarætur þegar að ég heyri um mannréttindavirðingu Þuríðar í skólanum. Ég hlakka til að fylgjast með skólaferðalagi hennar í þessum flotta skóla - hún á eftir að rúlla þessu öllu upp daman.

Eigið góða helgi!

Kv. Freyja

Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 4.4.2008 kl. 17:56

10 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Góða helgi elskurnar.

Ylfa Mist Helgadóttir, 4.4.2008 kl. 18:38

11 identicon

hææj ég kolbrún sem misti mömmu sína.. en hvílig hepni en verð að fara .Skrifa næst... bæææj bææj...

kolbrún (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 20:43

12 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Guð minn góður  , við erum fallegust ,sterkurst , og ríkust . Þetta sem þú talar um að sé heppni  þetta eiga  bara að vera mannréttindi á Íslandi , en svo er ekki það er fólk búið að berjast fyrir þessum réttindum í mörg ár , og en er ekki nóg gert . Foreldrar langveikra barna eiga að fá fullan stuðning á allan þann hátt sem þeir kjósa . Við eigum langt í land

Góða helgi  

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 4.4.2008 kl. 21:47

13 identicon

Ég kannast aðeins við þessa "heppni"... ég á fatlaðan son sem er að byrja skólagöngu í haust og hann er svo "heppinn" að fá þá þjónustu sem hann á skilið í sínum heimaskóla.

Ég hef einmitt heyrt þetta líka mjög oft hvað við séum "heppinn" með þá þjónustu sem hann er að fá í leikskólanum og kemur til með að fá í grunnskóla...

ókunnug (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 22:43

14 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda.

Lít við og hugsa til ykkar daglega.  Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með ykkur.  HEPPNI er orð sem ekki á að misnota.  Það er ekki heppni að veðra að berjast fyrir sínum mannréttindum.

Með bestu kveðju frá Þorgerði. (er mamma Grétu vinkonu Oddnýja)

Þorgerður H.Halldórsdóttir (þhh) (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 13:40

15 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

sannarlega er orðið heppni misnotað, ja eða erum við ekki bara aðeins að mistúlka það, við notum það yfir svo margt sem i raun er ekki heppni en erum kannski að tjá ánægju okkar yfir að eitthvað ákveðið gangi vel eða er það ekki?

Ættum að geta fundið orð í íslenskunni sem tjáir það sama og það sem við meinum þegar við segjum að einhver sé heppinn að fá það sem honum ber, íslensk tunga er rík af orðum svo þetta ætti að ganga, ef við erum HEPPIN

En ákaflega gleðilegt að skólastjórinn sé svona opinn fyrir réttindum ofurhetjunnar okkar og bara yndislegast hversu glöð hún er yfir því að byrja í skóla,það er tæplega hægt að bíða haustsins

Góða helgi öll sömul

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.4.2008 kl. 15:03

16 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Hafið það gott og góða skemmtun um helgina..

Agnes Ólöf Thorarensen, 5.4.2008 kl. 17:46

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og kveðjur til ykkar elsku fjölskylda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.4.2008 kl. 18:07

18 Smámynd: Blómið

Kæra Áslaug.

Ég á ekki langveikt barn, ég á ekki barn sem þarf að þola allt það sem þið og dóttir ykkar hafið þurft að upplifa.  

Ég á tvo frábæra stráka sem eru svo yndislegir að það hálfa væri nóg  Báðir guttarnir eru lesblindir og þvi ekki gjaldgengir í hvaða skóla sem er.   Báðir hvílíkt klárir í öllu sem snýr að verklegum þáttum, en ekki nógu góðir á bókina:)  En ég veit að þeir eru það frábærir báðir að þeir eiga eftir að spjara sig, sama hvað lífið bíður upp á og ég verð á hliðarlínunni til að hjálpa ef á þarf að halda
Ég efast ekki um það að Þurríður Arna Óskarsdóttir á eftir að gera hluti sem eftir verður tekið.  Númer 1 þá verður hún eftirtektarverð fyrir það að sigrast á krabbameini sem hún átti ekki að geta, en ullaði framan í alla og kláraði það, og eftir það þá gerir hún eitthvað svo svakalegt að hvorki ég né nokkur annar getur ímyndað sér það   Enda erum við bara að tala um HETJU og maður getur ekki séð það fyrir hvað HETJUR gera

Blómið, 5.4.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband