Leita í fréttum mbl.is

Sú fallegasta á svæðinu

P4050222
Hérna er fallega hetjan mín í gúddí fíling úti á palli um helgina og var að fylgjast með pabba sínum grilla ofan í liðið svo kom til okkar í grillveislu.  Slurp slurp!!  Þvílík augu.

P4040088
Hérna er hún í svaka stuði um helgina, hlustandi á ipodinn hans pabba sín og tjúttaði með.  Hún hreinlega ELSKAR tónlist og það er eitt af því fáa sem hún gleymir sér í að gera.

P4050191
Einsog ég sagði ykkur að við fórum á Skoppu og Skrítlu og að sjálfsögðu varð Þuríður mín að gefa þeim eitt nett knús tilefni dagsins sem hún er sko ekki óspar á við fólkið sem henni þykir svakalega vænt um.

Annars fór Þuríður í seinni hluta hreyfiþroska-prófsins í morgun og það gekk ekki alveg nógu vel, hafðist ekki að klára það því verr og miður.  Þuríður mín hefur nefnilega verið eitthvað að slappast niður en við höfum verið að reyna ýta því frá okkur og ekki viljað viðurkenna það og kanski héldum við bara að við værum ímyndunarveik eða eitthvað.  En sjúkraþjálfaranum fannst það líka og sagði það af fyrra bragði því verr og miður og þá fær maður ennþá stærri hnút í magan, æjhi hetjan mín er að fara í myndatökurnar sínar í næstu viku og þá stressast maður líka ennþá meira upp.  Ég hef reynt að hugsa lítið um þær og ef ég geri það þá bara á jákvæðum nótum en svo finnst manni þetta of gott til að vera satt því henni hefur liðið svo vel, hún hefur verið svo hress, farin að leika sér, tjá sig ótrúlega mikið, stundum einsog biluð plata ehe. 

Það er allavega eitthvað að bögga okkur Skara þessa dagana sem er vonandi ekkert, vonandi er hún bara að slappast því hún er að fá hita því það er náttúrlega miklu betra en slæmar fréttir í næstu viku.  Þessi hnútur fer náttúrlega aldrei alveg sama hvursu margar góðar fréttir við fáum í röð og þó læknarnir myndu halda að þær væru búnir að lækna hana.

Gubban er búin að vera hérna á heimilinu frá því fyrir helgi, Theodór minn fékk hana á föstudag og Oddný Erla mín er heima hjá mér núna, var gubbandi hálfan daginn í gær og í nótt en hún er að fíla þetta þar að segja vera heima hjá mömmu sinni.  Elskar svona rólegar stundir með mér og við erum báðar tvær að deyja úr spenning fyrir fimmtudeginum(til sunnudags), fyrir mömmuhelginni og ég held að mamma og Oddný systir séu líka álíka spenntar.  Oh mæ, bara gaman!!

Farin að sinna sjúklingnum mínum og kanski klára verkefnið mitt sem ég átti að skila í gær en fékk frestun þanga til í dag.

Hasta la vista.W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 7.4.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Þórhildur Daðadóttir, 7.4.2008 kl. 12:10

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Rosalega er hún falleg Já og bara öll börnin þín.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.4.2008 kl. 12:11

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

bara bjútíbolla thessi stelpa thín sem og øll børnin thín reyndar 

María Guðmundsdóttir, 7.4.2008 kl. 12:20

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

bros.....stórt

Einar Bragi Bragason., 7.4.2008 kl. 12:40

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

ÆI vonandi  hafið þið það bara gott áfram elsku fjöldskylda

Kristín Gunnarsdóttir, 7.4.2008 kl. 13:14

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Helga Magnúsdóttir, 7.4.2008 kl. 14:23

8 Smámynd: Linda litla

Krúttið, hún er ekkert smá falleg hún Þuriður þín. Hafið það sem best áfram.

Linda litla, 7.4.2008 kl. 14:35

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Bara flott þessi elskaeins hin tvö bara falleg og flott,knús knús og kveðjur yfir til ykkarallra og von um góðan bata

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.4.2008 kl. 14:56

10 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 15:52

11 identicon

Oooo  hún er með æðislega falleg augu, sæt og yndisleg, eins og hin börnin þín.  Vona að heilsufarið batni.  Knús til þín og þinna,

Stella A. (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 15:55

12 identicon

Vona að Þuríður sé ekkert að slappast og verði áfram svona hress eins og hún er búin að vera...bið guð um það að allt komi vel út í næstu viku...ég skil svo vel að þið séuð spenntar fyrir helginni og ég er viss um að það verður fjör hjá ykkur(ég veit hvað þið eruð að fara að gera)en sé ég þig á morgun?Knús,knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 16:38

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frábærar myndir af dömunni. Já það er stuttur kvíðaþráðurinn hjá ykkur og ekki nema von. Vonandi á þessi slappleiki sér skýringar sem ekki eru varasamar. Guð blessi ykkur Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.4.2008 kl. 16:45

14 identicon

Ooooo ekkert smá falleg mynd af Þuríði og augun hennar segja svo mikið...þessi litla hetja!  Tendrum ljós og förum með bænir og biðjum fyrir góðum dögum áfram og góðum fréttum í næstu viku.  Passaðu að hleypa ekki kvíðahnútum inn, njóttu dagana og hverrar stundar.  Þú ert svo dugleg, falleg og gefandi og merkasta mamma sem ég veit um.  Þú ert stór hluti af hinu fallega í heiminum og mundu það! Sendi ykkur mínar bestu kveðjur og bænir.

kveðja 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 17:18

15 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Fallegar myndir af fallegu barni.

Ylfa Mist Helgadóttir, 7.4.2008 kl. 19:14

16 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

OO..fallega og duglega stelpa......

Agnes Ólöf Thorarensen, 7.4.2008 kl. 19:58

17 identicon

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 20:18

18 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Knús

Svanhildur Karlsdóttir, 7.4.2008 kl. 21:11

19 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Ég kannast við þessa tilfinningu sem þú talar um.  Það er eðlilegt að kvíða og það er erfiðast að þurfa að bíða.  Bíða eftir myndatökunni og hvað kemur úr henni.  þetta er erfitt.  Haldið áfram að vera jákvæð og halda í vonina. 

Ég samgleðst ykkur að litla hetjan hefur verið hressari og vona að hún haldi áfram að vera hress og kát.  Hún er gullfalleg einsog þau öll systkinin. 

 Gangi ykkur sem allra best! 

kv. Emma

Emma Vilhjálmsdóttir, 8.4.2008 kl. 01:38

20 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Horfðu í þessi bláu augu og gleymdu öllum áhyggjum, laugaðu þreytu þína þar.  Þar er ástin skilyrðislaus, njóttu hennar.

 Þakkaðu Honum fyrir óvenjulegan þroska og kærleika hinna barna þinna í þinn garð og systur sinnar.

Þakkeiginmann þinn, sem ögugglega líður ekki minni pínu en þú og að auki telur sér skylt, að styrkja öll hin. 

Drengur góður.

Megi Guð vera með ykkur á þeim leiðum sem þið enn eigið eftir að ganga.

Miðbæjar, þú veist

Bjarni Kjartansson, 8.4.2008 kl. 11:35

21 identicon

Ekkert smá falleg  augu sem hún hefur, og skil þig vel að finnast hún fallegust allra, hún er það en vonandi gengur ykkur vel í baráttunni og bestu kveðjur

Ókunnug (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband