Leita í fréttum mbl.is

Bwaaaahh

Þessi leiðinda pest er búin að vera bögga okkur fjölskylduna síðan á föstudag en Þuríður mín Arna er reyndar sú eina sem hefur sloppið sem er gott enda hefur hún ekki gott af því að fara gubba öllu sem hún lætur uppí sinn munn.  Hún er farin að borða svo vel, varla búin með hádegismatinn sinn þegar hún spyr hvað eigi að vera í kvöldmat ehe.  Yndislegust.

Hún er ágætlega hress, reyndar fljót að þreytast og fer alltaf snemma að sofa á kvöldin en það skemmtilegast finnst mér hvað hún er farin að sýna miklar tilfinningar.  Hún er orðin rosaleg frekja, ef hún fær ekki eitthvað fer hún í fílu, gargar eða hleypur inní herbergi og skellir á eftir sér.  Jamm þetta finnst mér gaman að sjá því þetta er ekki vaninn að sjá hjá henni.

Mömmuhelgin okkar Oddnýjar Erlu minnar hefst seinni partinn á morgun og líkur um miðjan dag á sunnudag, bara gaman!!  Jú mamma og Oddný systir verða með í för, sem sagt helgi hjá mér með þremur Oddnýjum ehe.  Við mæðgurnar ALLAR erum að deyja úr spenning og hlökkum mikið til.

Systurnar byrjuðu á sundnámskeiði í gær sem þær fíla í botn, 3x í viku, 45 mín í senn.  Þetta er fljótt að rifjast upp fyrir þeim, ég má ekki hjálpa Oddnýju með neitt því hún segist kunna þetta allt saman sem er næstum því rétt hjá henni reyndar.  Þetta er ótrúlega góð hreyfing fyrir Þuríði mína sem kafar einsog selur um alla laugina og verður orðin eldklár fyrir skólann næsta haust.Joyful  Theodór minn var reyndar frekar fúll þegar hann sá að hann fengi ekki að koma með svo hann sagðist bara ætla í pottinn með mömmu sinni á meðan ehe well það verður ekki langt í það að hann fái að koma með.

P4050214
Töffarinn minn hann Theodór Ingi úti á palli í sólbaði um helgina.

P4050259
Oddný Erla "sjónræningi" (er alltaf í öskdagsfötunum sínum ehe) að leika sér í Wii tölvunni okkar sem þær "Survivor" stelpur gáfu okkur fyrir páska.  Þvílík önnur eins snilld er þetta tölva, ótrúlega góð einsog fyrir Þuríði mína með fínhreyfingarnar að gera sérstaklega þegar það kemur að boxinu einsog þið sjáið Oddnýju mína gera en hún er að boxa við annan mann í tölvunni.  Þetta er hrikalega sniðugt og skemmtilegt.

P4050233
Þuríður Arna verðandi kokkur að hjálpa pabba sínum að grilla um helgina(fengum fullt af gestum sem skelltu kjöti á grillið), einsog þið sjáið þá hangir taska á henni en hana tekur hún með sér nánast hvert sem er því hún er alltaf á leiðinni í skólann að læra.  Finnur sér alltaf til nesti (kex og epli) setur í töskuna og svo dröslar hún með þetta útum allt.

Hafi það ótrúlega gott, ég er allavega ákveðin í því að njóta helgarinnar í botn, löööööng helgi framundan og skemmtileg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Njóttu helgarinnar. Gaman að sjá myndirnar af þeim

Ragnheiður , 9.4.2008 kl. 09:50

2 identicon

Frábært    Hafið það sem allra best kæra fjölskylda, njótið lífsins í botn, hvar og hvenær sem ykkur best hentar

Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 10:02

3 Smámynd: Elsa Nielsen

Ohhh - yndislegar myndir :) Njótið helgarinnar í botn... bið að heilsa Dísinni ;)  KNÚÚÚÚS

Elsa Nielsen, 9.4.2008 kl. 10:27

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gubban gengur yfir, það besta er að Þuríður skuli sleppa. Frábært hvað hún er að vakna til lífsins. Guð blessi ykkur Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.4.2008 kl. 11:01

5 Smámynd: Lovísa

Innlitskvitt

Kveðja, Lovísa.

Lovísa , 9.4.2008 kl. 11:11

6 identicon

Ljúft að lesa - njótið þið ykkar Oddnýjarnar þrjár og þú    Gaman að myndunum, takk fyrir þær.  Bestu kveðjur til mömmu þinnar Áslaug mín.  XXX  Stella A.

Stella Aðalsteinsd. (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 11:25

7 identicon

Það er frábært að skottan sleppur við æluna,enda ekki gott fyrir hana.En ég segi nú bara njótið helgarinnar sem framundan er og slakið á eins og þið getið.Ég veit að þetta verður skemmtileg helgi.Bið að heilsa hetjunni minni og sendi ykkur knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 11:48

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Frábært ad hetjan sé farin ad FREKJAST  svona á thad ad vera.

Ædislegar myndir  og eigid svo bara ÆDISLEGA helgi skvísurnar

María Guðmundsdóttir, 9.4.2008 kl. 12:10

9 Smámynd: Hulla Dan

Frábært hvað er bjart hjá ykkur núna. Vona að það verði þannig áfram. Altaf.
Góða helgi til ykkar.

Hulla Dan, 9.4.2008 kl. 12:11

10 identicon

Skemmtileg færsla og bara bestast að Þuríður er bæði að frekjast og ekki að gubba.  Sterk eins og sönn hetja....þú ert bara fallegust  og gaman að sjá myndir af þér svona glöð og sterk.  Haltu svona áfram og guð gefi ykkur góða dag með gleði í hjarta.  Njótið helgarinar.

 Tendra ljósin fyrir ykkur

með kærleik 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 12:39

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flott að Þuríður sé farin að láta til sín taka. Vona að mömmu-frænku-ömmu helgin verði fín.

Helga Magnúsdóttir, 9.4.2008 kl. 12:46

12 identicon

Greinilegt að vel er skammtað á ykkar bæ.  Og frábært að litla manneskjan er með besta móti.

Sendi ykkur öllum kærar kveðjur og óskir um að þið njótið mömmuhelgarinnar og hinir sem ekki eru með, ekki síður sinnar helgar.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 13:03

13 identicon

Snilld að sjá að dýrin (börnin mín) mín eru ekki þau einu sem vilja vera í búningum hvert sem þau fara. Dóttir mín fer í leikskólann eins og ofskreytt jólatré á hverjum degi og það eina sem gleður elskulega móður hennar er að hún amk sýnir ótúlegt "sjálfstæði" í klæðaburði :)

Knús og kossar frá Survivor

Inger Ericson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 15:26

14 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

   

Frábært að heyra og sjá gleðina og birtuna hjá ykkur öllum

Ótrúlega flottir krakkar sem þú átt!

Njóttu helgarinnar!

Bergljót Hreinsdóttir, 9.4.2008 kl. 17:55

15 Smámynd: Þórunn Eva

Love á þig sæta mín... hlakka til að heyra í þér þegar að þú kemur heim aftur... vá hað ég væri til í að vera að fara með ykkur út... vávává....

en við stefnum á haustið sæta mín LONDON eða jafnvel USA var þaggi ???? 

Þórunn Eva , 9.4.2008 kl. 19:44

16 identicon

Eigið frábæra helgi þið dömurnar,sem og hin að sjálfsögðu.Frábær börn.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:55

17 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.4.2008 kl. 22:51

18 identicon

Híhí... bara flottust með töskuna :) Æ þau eru svo mikil krútt! Gangi ykkur vel öll sömul.

kveðja Guðrún

Guðrún (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 23:37

19 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Skemmtið ykkur vel, þið eigið það svo innilega skilið.  Gott að heyra að litla daman er með hressasta móti og vonandi sleppur hún við þessa flensu ! 

En hvar fást svona tölvur?  Hef aldrei séð þetta eða heyrt neitt um þessa tegund tölvu og vissi ekki að þetta væri til.  Virkar mjög sniðugt! 

Emma Vilhjálmsdóttir, 10.4.2008 kl. 00:22

20 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Skemmtilegur aldur  Man eftir eldri dóttur minni þegar hún var að fara að byrja í skóla var hún alltaf að æfa sig með töskunni, og vildi hún helst sofa með hana  njótið helgarinnar

Kristberg Snjólfsson, 10.4.2008 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband