Leita í fréttum mbl.is

Beta biður að heilsa

Við mæðgur erum mættar á svæðið aftur en við skruppum yfir helgina til London og gistum hjá Dísinni vinkonu minni og höfðum það ofsalega notanlegt.  Oddný Erla mín skemmti sér rosalega vel, fékk smá dekur, skruppum í Hamleys þar sem hún fékk að velja afmælisgjöfina sína frá systkinum sínum og til Þuríðar frá þeim sem henni fannst ofsalega gaman, kíktum í Disney búðina þar sem hún fékk að koma við allt prinsessudótið og lét sig dreyma.  Vávh þetta fannst henni æðislega gaman og að sjálfsögðu fékk hún að velja pakka handa Þuríði og Theodóri þegar við komum heim, keyptum nokkrar flíkur fyrir sumarið og ekki fannst henni leiðinlegt að fá að máta.  Þess á milli knúsuðumst við og höfðum það ofsalega gott.  Auðvidað var kíkt í te til Betu en Kalli var ekki heima þannig við hittum hann ekki, var víst á skitteríiW00t.  Það var sem sagt æðislega gaman hjá okkur. 

Næst á dagskrá er að safna vildarpunktum fyrir mig og hetjuna mína sem þarf líka á þessu að halda (en ég átti heilan helling af vildarpunktum sem ég nýtti í þessa ferð fyrir mig og perluna mína), ekki bara fá mömmutíma á spítalaheimsóknum, sjúkraþjálfun eða veikindum hérna heima.

Ég var einmitt að koma úr einni sjúkraþjálfunarheimsókninni með hetjunni minni en hún er á fullu í greiningum þar fyrir næst komandi haust og það gengur svona lala.  Bara einsog við vissum þá eru grófhreifingar hennar á við 2-2 og hálfs árs börn, þannig það kallar bara fram meiri þjálfun fyrir hana, hittum sálfræðing seinna í vikunni, talmeinafræðing í næstu viku og svona mætti lengi telja. Hún stendur sig samt ótrúlega vel.

Á morgun er svo stóri dagurinn en þá er svæfing og myndatökur og mikil magapína fyrir foreldrana, fáum niðurstöður úr því síðasta lagi á miðvikudag og þá verður áframhaldið ákveðið með krabbameinsmeðferðina og vonandi fær hún að byrja aftur í henni í þessari viku.  krossa alla putta og tær.

Læt fylgja nokkara myndir úr ferðinni okkar Oddnýjar minnar, njótið:
P4100018
Mætt í flugvélina og farin að hlusta á Gosa

P4100019
Perlan mín að fara sofa, fannst ofsalega sniðugt að vera með þetta fyrir augunum.

P4110024
Erum á leiðinni í bæinn, kunni ekki alveg að snúa myndinni.  dóóhh!!

P4130037
Á leiðinni heim og Oddný perlan mín svakalega spennt að hitta systkin sín og auðvidað pabba sinn líka.  Þegar við hittum þau á flugvellinum þá var það fyrsta sem Þuríður mín sagði við hana "þú ert svo fín og sæt" eheh.  Þuríður hefur heldur aldrei verið jafn ánægð að hitta systir sína, saknaði hennar greinilega mjööööög mikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Sætust

Ragnheiður , 14.4.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Þórhildur Daðadóttir, 14.4.2008 kl. 12:06

3 identicon

Við njótum þess svo sannarlega að sjá skvísuna.Góðar óskir með morgundaginn sem og alltaf.Bestu kveðjur

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 13:14

4 identicon

Bara æðislegt :)

Kveðja frá einni ókunnugri.

Binna (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 13:26

5 identicon

Takk fyrir myndirnar af fallegu stelpunni.  Bið Guð um að gefa ykkur styrk á morgun.

Kristín (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 13:37

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frábært hjá ykkur að skreppa til Betu. Þetta hefur aldeilis verið góð helgi sem þið hafið svo sannarlega átt inni. Augnhlífarnar eru bara hrein snilld. Krossa alla putta fyrir morgundaginn. Guð veri með ykkur Fríða 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.4.2008 kl. 14:13

7 Smámynd: Hanna

Þetta hefur verið yndislegt :)  Er ánægð fyrir ykkar hönd.

Gangi ykkur vel í vikunni.

Hanna, 14.4.2008 kl. 14:53

8 identicon

Frábært hjá ykkur að fara til London     Hugsa til ykkar áfram

Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 15:00

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Ædislegt hvad ferdin var ánægjuleg Gangi ykkur súpervel á morgun,krossa allt sem krossast getur

María Guðmundsdóttir, 14.4.2008 kl. 15:03

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Bara

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.4.2008 kl. 15:27

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Sorrý-eitthvað var mín að flýta sér

Það átti að standa - bara flottust og til lukku með helgina góðu

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.4.2008 kl. 15:29

12 identicon

Frábært að þið áttuð svona fína helgi saman Gott að Oddný fær að njóta sín með þér og þú með henni.

Bið fyrir styrk og blessun ykkur til handa fyrir morgundaginn

Knús á mömmu þína og hlý kveðja frá Sunnevu til ykkar allra

Díana (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 15:35

13 Smámynd: Þórunn Eva

knús á ykkur sætu mæðgur....

Þórunn Eva , 14.4.2008 kl. 15:55

14 identicon

En yndislegt hvað þið mæðgurnar áttuð góðar stundir saman í dekri út af fyrir ykkur. Það er ómetanlegt að geta átt svona tíma með börnunum sínum. Þið eruð alltaf í bænunum okkar elsku vinir. Vonandi sé ég ykkur fljótlega. Knús og kossar. Kristín Amelía.

Kristín Amelía (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 15:58

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gaman að heyra hvað Londonferðin gekk. Það er svo mikils virði að eiga gæðatíma með börnunum sínum. Gangi ykkur vel á morgun.

Helga Magnúsdóttir, 14.4.2008 kl. 16:21

16 identicon

Dásamlegt að allt var svona gaman hjá ykkur, enda örugglega fáir sem kunna að njóta á þann hátt sem þú gerir, því miður.

Sendi ykkur kærleiks og styrktarkveðjur og bið um kraftaverk fyrir ykkur öll á morgun sem og auðvitað alla daga..

með kærri kveðju

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 21:45

17 identicon

Hugsum til ykkar! Gott að þið áttuð góða helgi saman;)

Katrín Ösp og Ólöf Alda (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 09:41

18 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Fæ bara sting í hjartað

Bestu kveðjur

Steinþór Ásgeirsson, 15.4.2008 kl. 09:52

19 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Frábært að þið skuluð hafa átt góða helgi saman

Guðborg Eyjólfsdóttir, 15.4.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband