Leita í fréttum mbl.is

Þetta er gott, þetta er gaman.

Ég ætlaði að skrifa svakalega færslu um myndatökurnar hennar Þuríðar minnar og síðustu mánuði og ár en ég finn að öll orkan mín er að sogast úr mér þannig það eru engir kraftar til þess svo er ég líka að lognast útaf hérna fyrir framan tölvuna.  Samt sofnaði ég með börnunum mínum kl hálf níu í gærkveldi og svaf í alla nótt sem gerist svona sirka 1-3x á ári, orkuleysið sem sagt að mæta á svæðið en það er bara gott og gaman vegna þess við fengum svo svakalega góðar fréttir í dag.

Jebbs doktor Halldóra hringdi í mig rúmlega þrjú í dag og tilkynnti mér þær frábæru fréttir að æxlið hafði minnkað og þá meina ég ekkert um einn millimeter eða svo, tjah ekki alveg bara svoooo miklu betra.  Í síðustu myndatökum voru svokölluðu blöðrurnar inní æxlinu hjá Þuríði minni (sem hafa verið að stækka og engin veit hvað það hefur merkt) 2,2cm x 2,3cm en í dag voru þær 1,6cm x 1,4 eða mig minnir að doktorinn hafi sagt mér þessar tölur, allavega mjög nálægt þeim.  Þvílíkt og annað eins kraftaverk hefur sjaldan séð.  Þvílíkur draumur í dós.  Reyndar hefði það komið okkur á óvart að það væri einhver stækkun þannig við bjuggumst bara við því að það héldist eins en NEI, krabbalyfin hennar hafa gert sitt.  En þessi lyf sem hún var á annað hvort gera þau kraftaverk eða bara ekki neitt og þau greinilega eru að vinna sína vinnu.  Þuríður mín fær samt ekki að byrja aftur á þeim alveg strax, læknarnir vilja að hún fái að halda áfram að safna kröftum fyrir næsta stríð og þá í sumar myndi hún byrja aftur í meðferð eða það eru svona grófar niðurstöður en við erum eftir að funda almennilega með öllum teaminum og vitum meira þá.  Æxlið sjálft hefur líka minnkað eða skuggamyndunin kringum það er orðið miklu minni en síðast en ég veit ekki alveg hvursu minna.  Mér er líka alveg sama, Þuríður mín er bara að sanna það að læknavísindin vita ekki allt þó við viljum það oftast en þá viljum við það ekki í þetta sinn sem hún er bara að sanna fyrir okkur.

Þessi færsla átti nú ekki að vera svona löng þó löng sé ekki (þannig séð) enda gjörsamlega búin á því einsog ég sagði en það er bara spurning hvernig við fjölskyldan eigum að halda uppá þessar fréttir?  Hugmyndir?  Skella sér til London mhúhahaha!!  Djók!!  Kanski við förum og fáum okkur eitthvað gott í gogginn á morgun sem sagt útað borða, hmmmm!!

Allavega bestu fréttir sem við höfum fengið síðustu mánuði.
Þetta er gott, þetta er gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Innilega til hamingju með frábærar niðurstöður...

Ragnheiður , 15.4.2008 kl. 19:25

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta eru bar þær bestu fréttir sem ég hef fengið mjög lengi. Innilega til hamingju með þennan gríðarlega áfanga. Þarna hefur allt, já ég meina allt lagst á eitt það hefur virkað. Guð blessi þennan frá bæra dag. Sofið vel og mikið Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.4.2008 kl. 19:33

3 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Þetta er æðislegar fréttir,til hamingju með það.Það er engin spurning að þessi litla stúlka er algert KRAFTAVERKA barn..Stórt knús á línuna.

                                                      Kisses 





Agnes Ólöf Thorarensen, 15.4.2008 kl. 19:47

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábærar fréttir, til hamingju með það. Mikið er gaman að lesa svona jákvæðan og góðan pistil um Þuríði litlu. Enn og aftur til lukku.

Helga Magnúsdóttir, 15.4.2008 kl. 20:08

5 identicon

Elskuleg fjölskylda,til hamingju með þennann áfanga.Hún er algjört Furðu og Kraftaverk þessi hetja.Ekki má gleyma ykkur.Gleðikveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:13

6 Smámynd: Helga

Innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir , hún er algjör hetja þessi skvísa og auðvitað þið líka.

Voandi gerið þið eitthvað skemmtilegt til að halda upp á þessar frábærur fréttir.

En og aftur ; Frábærar fréttir,

kveðja

Helga Hrönn

Helga , 15.4.2008 kl. 20:21

7 Smámynd: Hulla Dan

Æðislegar fréttir  Til hamingju með þetta.
Þið eruð frábær og standið ykkur hrikalega vel.
Vona innilega að þetta haldi bara áfram á þessari braut.

Góða nótt, Og óskir um hamingju til ykkar.

Kveðja frá dk

Hulla Dan, 15.4.2008 kl. 20:23

8 identicon

Elskulega fjölskylda - innilega til hamingju - kraftaverkin gerast enn - Guð veri með ykkur öllum, alla daga - það er greinilega spennufall hjá þér og ekki skrítið. Gangi ykkur sem best!

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:24

9 identicon

Yndislegt og bros mitt (sem ekki sést) er eins og Visa segir Priceless.  Mikið eru þetta yndisleg tíðindi fyrir ykkur kæra fjölskylda og mitt litla hjarta tók auka slag við að lesa þessi gleðitíðindi.

 fagnið "your style" og njótið alls sem þið eigið í hvort öðru :)

 Inger

Inger E (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:25

10 identicon

Þetta eru frábærar fréttir. Vona að krabbalyfin haldi áfram að hjálpa Þuríði Ernu hetjustelpu.

Brynja Hrönn 

Brynja Hrönn (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:31

11 identicon

Æðislegt að lesa þessar GÓÐU fréttir :) hún er náttúrulega ein mesta hetja sem ég veit um.

Gangi ykkur áfram vel og æðislegt að sjá hvað þið eruð jákvæð :)

Kveðja

Lilja í Hafnarfirði

Lilja (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:31

12 Smámynd: Dísa Dóra

Frábærar fréttir - samgleðis ykkur innilega

Til hamingju með þetta og megi allar góðar vættir halda í höndina á ykkur í baráttunni sem er framundan. 

Dísa Dóra, 15.4.2008 kl. 20:40

13 identicon

þetta er bara frábært og til hamingju með þessar niðurstöður

Ellen (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:52

14 identicon

Til hamingju með þessar góðu fréttir  Þetta er gott, þetta er gaman 100% góðar fréttir 

Sessa (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:53

15 identicon

Ég er ein ókunnug sem fylgist reglulega með og vill óska ykkur til hamingju með þessar æðislegu fréttir. Hún Þuríður er sko að sanna það hversu sterk hún er. ótrúlegt hvað máttur hugans er sterkur. Haldiði áfram að vera svona frábær:)

ókunnug (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:01

16 Smámynd: Inga Dóra

æðislegar fréttir,  innilegar hamingjuóskir með þær

Inga Dóra, 15.4.2008 kl. 21:04

17 identicon

JIBBÝ!!!!

Elva - ókunnug (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:05

18 identicon

 Frábært

hm (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:12

19 identicon

Til hamingju með þessar frábæru fréttir.  Hún Þuríður Arna er algjört kraftaverk.     Þetta er bara ææðislegt.    Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:28

20 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Frábærar fréttir. Stórt skref í erfiðri baráttu sem hetjan mun vinna 

Kristberg Snjólfsson, 15.4.2008 kl. 21:30

21 identicon

Til hamingju með glæsilegar fréttir!

kv... Þórir - Minneapolis

Þórir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:39

22 identicon

Frábærar fréttir

Dagrún (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:41

23 identicon

Yndislegar fréttir. Er búin að bíða í allan dag eftir þessu góðu fréttum og eins gott að þið farið að fagna á morgun með góðum mat nammi gott.

Knús frá okkur hérna í DK

kv. Brynja og co.

Brynja (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:44

24 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Glæsilegt til hamingju elsku fjölskilda.

Eyrún Gísladóttir, 15.4.2008 kl. 21:50

25 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Vá en frábærar fréttir og þvílíkt kraftaverk sem dóttir þín er.  Hjartanlega til hamingju með þessar góðu fréttir.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.4.2008 kl. 21:52

26 identicon

Kæra fjölskylda!

Já, til hamingju...þið eigið það sko skilið að skjótast til London öll fjölskyldan eða í tívolí...við söfnum og þið skjótist.heheh

enn og aftur til hamingju...

kv.. Andrea

Andrea (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:55

27 identicon

Gleðitár laumuðust í augun mín fyrir ykkar hönd... til hamingju!!!! Ég er handviss að hún sigrar þennan krabba labba!!!

Gunnhildur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:10

28 Smámynd: Þórunn Eva

LOVE á ykkur öll frá okkur öllum í njarðvíkunum... js er farin að spyrja þegar að hann kemur í TBR hvar er Áslaug heheheheheh

vantar eitthvað í gogginn. heheheheh

vonandi sjáumst við sem fyrst sæta mín... endalaus hamaingja... maður bara tárast hérna megin...

LOVE

Þórunn Eva , 15.4.2008 kl. 22:12

29 identicon

 Elsku Þuríður mín...ég er svo glöð að lesa þessa færslu hjá mömmslunni þinni og óska ykkur innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir.Guð er góður og ég veit að þú hetjan mín vinnur þessa baráttu...knús til ykkar

Björk töffari (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:21

30 identicon

Vá hvað það var gaman að lesa þetta blogg hjá þér. Innilega til hamingju öll sömul, þetta er æðislegt. Kveiki á kerti til að viðhalda kraftaverkinu. Enn og aftur til lukku með bestu fréttirnar.

 Luv Magga mús

Magga (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:25

31 identicon

Yndislegt, frábærar fréttir og mikið samgleðst ég ykkur   Hlakka ofboðslega til að fylgjast með áfram og ekki síst þegar daman byrjar í skólanum í haust   Njótið lífsins öll sömul

Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:35

32 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta voru æðislegar fréttir. Innilega til hamingju, kæra fjölskylda!

Guðríður Haraldsdóttir, 15.4.2008 kl. 22:53

33 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Innilega til hamingju með þetta, frábærar fréttir!...

Kveðja að austan

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 15.4.2008 kl. 23:01

34 identicon

til hamingju með þessar fréttir, mikið er dásamlegt að vita að þið hafið fengið svona góðar fréttir í dag.

Katrín (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:05

35 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Til hamingju!!!  Sannar að kraftaverk gerast og litla dóttir ykkar er greinilega mikið kraftaverk!  Til hamingju, elsku fjölskylda!  Þið eruð hetjur!

Líðan hennar undanfarið, þ.e. bætt líðan, segir okkur líka að æxlið hlýtur að hafa minnkað og ég bið þess að litla dóttir ykkar losni við þennan meinvald, alveg. 

Ég bið fyrir ykkur og vona að allt haldi áfram á þessari leið. 

kv. Emma

Emma Vilhjálmsdóttir, 15.4.2008 kl. 23:52

36 identicon

Til hamingju með þessar yndislegur fréttir, og takk fyrir að deila þeim með okkur, lesendum þínum.  ég fæ tár í augun yfir þessum góðu fréttum eins yfir því sem Þuríður sagði við Oddnýju á flugvellinum.  Þær eru svo miklar dúllur þessar dætur þínar.  Mikið eru þetta góðar fréttir, virkilega vermir mann að innan sem utan.

Áfram Þuríður 

Lísumamma (ókunnug) (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 00:51

37 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Til hamingju með þessar niðurstöður

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.4.2008 kl. 06:39

38 identicon

Má nú til með að kvitta hingað inn, les þessa síðu á hverjum einasta degi og finnst þið öll alveg yndisleg það er greinilegt að Guð og allar hans stjörnur eru í kring um ykkur þið eruð í bænum mínum . Ætla að láta fylgja hingað inn það sem kom upp á dagatalinu mínu í dag. Staldraðu við stutta stundog hallaðu þér aftur á bak ístólnum, lokaðu augunum oghugsaðu um einhvern sem þérþykir vænt um. Elskaðu hann íbæn þinni og biddu Guð um aðblessa hann og varðveita.  

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 06:48

39 identicon

Frábærar fréttir vááá fékk gæsahúð og tár í augun!!

Haldið áfram að vera svona ótrúlega dugleg og sterk!

KV. Sonja Sif

Sonja Sif (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 07:52

40 identicon

Innilega til hamingju og njótið hverrar einustu sekúndu. Þetta kallar á góða steik og djúsí eftirrétt í það minnsta.

Kveðja frá einni ókunnugri sem fylgist með og biður fyrir ykkur.

Ingunn (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 08:33

41 identicon

Frábært. Til hamingju með stórkostlegar fréttir. Þuríður er greinilega kraftaverkakona.

Álfheiður (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 08:43

42 identicon

Þetta eru bestu fréttir sem hægt er að hugsa sér. Ég samgleðst ykkur innilega. 

Þórunn (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 09:11

43 identicon

Innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir af Þuríði Örnu

Fylgist með baráttu ykkar daglega en hef aldrei kvittað áður,svolítið gaman af því að ég sá ykkur uppá Barnaspítala í gærmorgunn um níuleytið og ætlaði að fara að heilsa ykkur,manni finnst maður þekkja ykkur eftir að fylgjast daglega með blogginu..En frábærar fréttir,ylja manni vel um hjartarætur.....Njótið dagsins öll sömul

Guð geymi ykkur

Bjarghildur Káradóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 10:08

44 identicon

Já nú runnu tárin en það er gott að gráta gleðitárum.  Yndislegt og bara yndislegast!  Ég veit líka í hjarta mínu að þú litla hetja átt eftir að verða stór, endalaus falleg með augun þín og fallega hárið þitt og þú munt kenna heiminum allt það góða í framtíðinni.  Elsku fjölskylda haldið áfram að vera þið, þannig eruð þið langbest og mundið þið standið ykkur vel og takk fyrir að lofa okkur að fylgjast með

Bænir mínar verða bænir fyrir þig Þuríður, endalaust!

með kærleik og gleði í hjarta  

4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 10:18

45 identicon

Til lukku með þessar frábæru fréttir!

Gangi ykkur áfram vel, þið eruð ávallt í bænum okkar.          Baráttukveðjur Guðrún,Jói og dætur

Guðrún Bergmann (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 10:54

46 identicon

Elskurnar mína

Já þetta eru æðislegar fréttir og sína að húN  er allgjört kraftaverk

kveðja

ása (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 11:10

47 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

ÆÐI, ÆÐI, ÆÐI !!!!!

Þórhildur Daðadóttir, 16.4.2008 kl. 11:39

48 identicon

Elsku fjölskylda. Ég gleðst innilega með ykkur:) Les bloggið þitt mjög reglulega og þú/þið hafið kennt mér rosalega mikið um að meta lífið og ekki vera að væla yfir einhverju sem hægt er að leysa. Innilega til hamingju með þetta allt saman. Knús til ykkar. Kær kveðja Þórunn

Þórunn(ókunnug) (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 11:51

49 identicon

 vá ég á ekki orð, bara tár og bros. Hjartanlega til hamingju með þessar frábæru fréttir  til ykkar elskurnar

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 11:54

50 identicon

Æðislegar fréttir :) Sjáumst vonandi sem fyrst. Kv. Oddný

Oddný (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 12:45

51 identicon

Kæra fjölskylda,

innilega til hamingju með þessar fréttir. Hún er kraftaverka-tjelling hún Þuríður Arna   Orkukveðjur sendum við ykkur. Þið eruð áfram í bænum mínum.

Sigrún (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:03

52 identicon

Kæra fjölskylda.

Samgleðst ykkur innilega.

Kær kveðja Þorgerður.

Þorgerður H. Halldórsdórrir (þhh) (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:54

53 identicon

Yndislegt að lesa þessar fréttir hjá ykkur í dag Hún er eitt kraftarverk þessi stúlka, til lukku með daginn elskurnar og njótið lífsins

Guðrún Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 14:18

54 identicon

Mikið samgleðst ég ykkur öllum ,en einkum litlu hetjunni, sem er búin að berjast mikið og á þetta svo skilið. Góðar fréttir og góður dagur. Kveðja, Helga (Ókunnug).

Helga Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 14:31

55 Smámynd: María Guðmundsdóttir

  

 TIL HAMINGJU TIL HAMINGJU TIL HAMINGJU 

  

María Guðmundsdóttir, 16.4.2008 kl. 15:11

56 identicon

Yndislegt!  Smile  

Innilega til hamingju yndislega fjölskylda. Þetta eru frábærar fréttir! Guð veri með ykkur!

 Kisses Valgerður



Valgerður (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 16:06

57 identicon

Yndislegt að heyra. TIL HAMINGJU - TIL HAMINGJU. Höldum áfram að biðja um hjálp fyrir hana Þuríði og þá tekst þetta. Kveðja að vestan.

Halla (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 16:07

58 identicon

Til hamingju med tessar frabaeru frettir

Eirika (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 16:28

59 identicon

Frábærar fréttir- ég samgleðst ykkur af öllu hjarta.

Dísaskvísa

Dísaskvísa (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 16:38

60 identicon

Vildi bara skrífa nokkur orð kíki oft inn á síðuna ykkar til að fylgjast með hetjunni  en hef aldrei kvíttað fyrir mig ........ en mikið er ég glöð fyrir ykkar hönd, hún er algjört kraftaverkar barn, ég brosi út af eyrum þegar ég las bloggið þitt í dag..... haltu áfram að vera svona dugleg Þuríður sendi ykkur bestu kveðjur héðan frá Noregi Silja (ókunn)

silja sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 16:58

61 Smámynd: M

lega til hamingju öll sömul.

M, 16.4.2008 kl. 17:20

62 identicon

Gangi ykkur áfram vel!! Knúúús 

Súsanna (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 18:07

63 identicon

Elsku besta fjölskylda innilega til hamingju með þessar niðurstöður sem eru BARA æðislegar. Ég hef sagt það áður og segi það aftur að ég held alltaf að hún Þuríður Arna muni sigra þennan sjúkdóm.

ókunnug frá Eyrarbakka (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 18:08

64 identicon

Húrra,húrra,húrra

Þetta er nátturlega algert kraftaverk og ég sendi ykkur mínar stærstu og bestu hamingjuóskir.

með kærri kveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 18:20

65 identicon

Frábærar fréttir.

Gangi ykkur vel

KVeðja Benný

Benný (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 18:29

66 identicon

Innilega til hamingju með þessu góðu fréttir:) En ég er viss um að þetta er bara byrjunin á fullkomnum bata!!

Ásdís Ingimarsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 19:42

67 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Frábært

Svanhildur Karlsdóttir, 16.4.2008 kl. 20:04

68 identicon

Til hamingju með frábærar fréttir

°Hanna Fríða (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 20:12

69 identicon

Dásamlegt Til hamingju með fallega kraftaverkakrúttið

 Knús  Helga Björg Óskars mamma

Helga Björg Dagbjartsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 20:54

70 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Innilegustu hamingjuóskir með þessar dásamlegu fréttir!! Guð blessi ykkur og gefi henni Þuríði áframhaldandi bata!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.4.2008 kl. 20:57

71 identicon

Frábærar fréttir :) áfram svona!

Marín, ókunnug (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 21:31

72 identicon

TIL HAMINGJU með þessar fréttir þetta er bara bara það sem koma skal við frænkurnar gefum okkur ekki og höldum okkar striki.

Kveðja Birgitta

Birgitta (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 21:33

73 identicon

Bara frááábææært. Þetta er allt að koma. Til hamingju Þuríður og fjölskylda.

Stokkseyringur (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 21:39

74 identicon

Yndislegt bara yndislegt. Til hamingju  þið öllsömul. Gangið glöð út í vorið.

knús

Gunnag (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 22:31

75 Smámynd: Elsa Nielsen

YNDISLEGAST!!! Frábærar fréttir - er ekki frá því að það hafi bara runnið gleðitár Njótið!!! KNÚÚÚÚÚS

Elsa Nielsen, 16.4.2008 kl. 22:35

76 identicon

Æðislegar fréttir. Til hamingju öllsömul.

Kristín (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 22:36

77 identicon

Eftir þessum gleðitárum hef ég beðið lengi. Yndislegt, til hamingju, kæra fjölskylda. Kærleiks og áframhaldandi batakveðjur. Sólveig.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 23:12

78 identicon

Já, þetta er gott og gaman, yndislegar fréttir  elsku fjölskylda

KVeðja,

Hanna  

Hanna G Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 23:13

79 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.4.2008 kl. 23:30

80 Smámynd: E.R Gunnlaugs

en dásamlegt að lesa svona frábærar fréttir rétt fyrir svefnin!

E.R Gunnlaugs, 17.4.2008 kl. 00:00

81 identicon

Váááá... ég er eins og margir aðrir, hef lesið þessa síðu í svolítinn tíma án þess að kvitta en nú er ekki annað hægt en að skilja eftir nokkur orð því að þetta eru bara yndislegar fréttir og vona ég og bið að krabbalyfin haldi áfram að virka svona vel (þegar hún fær að byrja á þeim aftur) á GULLMOLANN.

Kærar kveðjur úr vorrigningunni í DK, Begga

Begga Kn. (ókunnug í DK) (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 06:47

82 identicon

 innilega til hamingju með æðislegar niðurstöður! Þetta er það sem koma skal, endalausar góðar fréttir 

Bestu kveðjur úr Hvalfjarðarsveit

Ingibjörg(Skarði)

Ingibjörg Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 07:30

83 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Kjartan Pálmarsson, 17.4.2008 kl. 09:25

84 Smámynd: Bryndís Guðmundsdóttir

Frábært að heyra  með þessar niðurstöður. Til hamingju. Dóttir ykkar er algjör hetja

kv. Bryndís (ókunn) 

Bryndís Guðmundsdóttir, 17.4.2008 kl. 09:49

85 Smámynd: Bergrún Ósk Ólafsdóttir

Kraftaverkið:) já hún sannar það sko fyrir okkur enn og aftur þessi elska að kraftaverkin gerast.. kossar og knús

Bergrún Ósk Ólafsdóttir, 17.4.2008 kl. 10:13

86 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda og að sjálfsögðu heltjan sjálf Þúríður Arna.

Innilega til hamingju, frábærar fréttir. Kærleikur, samheldni og bænir færa vissulega fjöll!

Stórt knus og kram frá mér og mínum til ykkar allra.

Anna Lind (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:45

87 identicon

Yndislegar fréttir af Kraftaverka stelpunni - Guð veri með ykkur

Kristbjörg ókunnug (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband