Leita í fréttum mbl.is

Að fljúga á bleiku skýji

Hafiði einhverntíman prufað það?  Ég get allavega sagt hafa gert það og geri enn, þetta er rosaleg tilfinning og vonandi hættir hún aldrei, hrikalega gaman.  Fréttirnar sem við fengum í fyrra dag voru alveg rosalega góðar og við erum orðin hrikalega bjartsýn á það að hún mun vinna þetta stríð, einsog ég hef oft sagt áður þá ætti hún að vera búin að tapa eða einsog læknarnir sögðu okkur fyrir einu og hálfu ári en það þarf miklu meira til svo að hún Þuríður mín gefist upp.  Hún er baráttu kona og lætur ekki svona smámuni taka sig frá okkur, hún getur, ætlar og skal og er bara að sýna það og sanna að KRAFTAVERKIN gerast.  Víííí!!  Sannkallað kraftaverk.  Einn daginn mun hún koma fram í Opruh til að sýna það og sanna, bíðið bara.

Við fórum á fund með doktorunum hennar Þuríðar minnar í morgun svona til að ræða framhaldið með meðferðina og svona en núna verður henni leyft að safna saman kröftum, leyfa henni að borða og safna smá spiki ehe og leyfa henni aðeins njóta þess að vera til án þess að vera í einhverri meðferð.  En að sjálfsögðu þarf hún að hafa krafta til að geta barist áfram og núna söfnum miklu af því og leyfum henni að borða einsog "hestur" en hetjan mín er búin að bætast á sig einu og hálfu kg síðasta rúman mánuð sem er æðislegt enda var hún alveg að fara fá tappan í magan þegar hún ákvað sjálf að þetta gengi ekki lengur og núna þyrfti hún að fara nærast.  Hún fer í næstu myndatökur í júlí væntanlega 15.júlí og þá verður ákveðið framhaldið hvort hún byrji þá í meðferðinni eða seinna?  En við viljum annaðhvort hún fái að byrja þá eða seinna í vetur því hún er náttúrlega að byrja í skóla í haust og við viljum ekki byrja að taka það frá henni að mæta í skólann loksins þegar það kemur af því.  Búin að bíða svo lengi eftir því.  Þannig hetjan mín ætlar bara að njóta sumarsins án allra krabbameinslyfja allavega til miðjan júlí og njóta þess að fara á kanski einhver námskeið.

Við fengum að sjá myndirnar af æxlinu sem voru teknar í vikunni og þvílíkur og annar eins munur þá sérstaklega frá þeim myndum sem voru teknar í júní í fyrra þegar æxlið var farið að stækka aftur.  VÁVH!!  Í júní var æxlið farið að þrýsta á miðjuna á heilanum og var alveg að fara yfir og þá var hún drifin í seinni geislana sína og viti menn í dag þá er æxlið ekki nálægt miðjunni (ef ég get orðað það þannig) búið að minnka svo heilan helling.  Hver hefði trúað því fyrir einu og hálfu ári eða tíu mánuðum að þetta myndi ske?  Ö-a ekki læknarnir allavega en við höfum alltaf trúað því að hún myndi ekki láta svona buga sig, maður verður að hafa trúnna.  Vávh ég flýg alveg.InLove

Við kíktum á Ruby Tuesday í gær til að fagna ásamt mömmu, pabba, Oddnýju systir og fjölskyldu en ekki hvað ef það var ekki tilefni til að fagna þá veit ég ekki hverju maður ætti að fagna?  Jíbbíjeij!!

Það er brjálað að gera með Þuríði mín á greiningarstöðinni, púúffhh þvílík og önnur eins vinna að greina eitt barn.  Þuríður mín hefur ekki úthald nema kanski í 45mín þannig þá verður maður bara að mæta daginn eftir til að halda áfram og það eru frekar margar manneskjur sem eru að greina hana þannig það er eins gott að maður er ekki í vinnu. hemmhemm!!  Ekki það að ég gæti það hvorteðer ekki en allavega þetta gengur svona upp og ofan hjá henni, einn daginn mun hún ekki þurfa á þessum greiningum á að halda eða þegar hún verður hætt að vera veik.Sideways  ...og farin að kunna nota allt þetta sem hún kann, hún bara veit ekki hvernig en einn daginn mun hún geta það.  Ég veit það bara einsog ég veit að æxlið mun hætta bögga hana einn daginn, ekkert annað í boði.

Allavega takk æðislega fyrir öll fallegu kommentin og mailin sem þið hafið sent mér, ómetanlegur stuðningur sem segir ofsalega mikið fyrir mig/okkur.  Þið vitið ekki hvursu mikið ég met það, þið eruð æðisleg, alveg ótrúlegt hvað margir fylgjast með baráttu hetjunnar minnar og hugsa fallega til hennar.  Þið eruð best!!Whistling

Knús í krús......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Guð blessi ykkur og megir þú njóta þess sem mest að vera uppí skýjum ;  ) Elska bleikan lit.

kv Sigríður 

Sigríður Jónsdóttir, 17.4.2008 kl. 14:56

2 identicon

En frábærar fréttir, alltaf gaman að heyra þegar vel gengur í baráttunni, við samgleðjumst ykkur og sendum kærar kveðjur!

Gunnur og fjölskylda

Gunnur (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 15:44

3 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Til hamingju með þessar góðu fréttir!  Hún mun sigra, það er á hreinu, enda komin mikið lengra en búist var við.  Ég hugsa mikið til ykkar og bið fyrir ykkur og vona að henni muni líða áfram vel/betur. 

Læknarnir reyna alltaf að vera neikvæðari, því þeir verða að geta staðið við það sem þeir segja, þ.e. þeir mega ekki gefa falskar vonir.  Litla hetjan ykkar er greinilega með mein sem læknast við geislameðferð, það sýnir sig vel og eruð þið mjög lánsöm að því leiti til.  Ég er mjög þakklát fyrir ykkar hönd og finnst dásamlegt að fá að fylgjast með framgangi mála, því ég veit að einn daginn verður hún alveg laus og heilbrigð. 

Ég bið Guð að umvefja ykkur og styrkja. 

Þið hafið gengið í gegnum miklar þrengingar og erfiðleika, áföll og sorg og mér finnst þið ansi sterk og dugleg og jákvæð og bjartsýn.  Það væru ekki allir svona duglegir í ykkar sporum.  Það að blogga um veikindi litlu hetjunnar, hefur einnig  opnað augu margra, sem ekki hafa kynnst veikindum í nálægð.  Upp fyrir ykkur!

Enn og aftur, til hamingju!  Reynið að hlífa litlu hetjunni fyrir of miklu áreiti í bili því allt álag er ekki til góðs.  Þetta mun ganga hjá ykkur, það er á hreinu.  Til hamingju!!!

Þetta er besta og jákvæðasta frétt á mbl.is í þessum mánuði  og um að gera að halda vel uppá það. 

Emma Vilhjálmsdóttir, 17.4.2008 kl. 15:51

4 identicon

Vildi bara segja að við samgleðjumst ykkur alveg innilega með myndatökurnar. Hún Þuríður er sannkölluð kraftaverkastelpa og henni er ætlað e-ð mjög stórt þegar hún verður fullorðin...það er alveg á hreinu !!  Kveðjur frá Englandi !!

Jófríður og fjölskylda (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 15:53

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er eins og lygasaga, svo ótrúlegt.  Algjört kraftaverk.  Hún á greinilega sterka verndarengla og góða að.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.4.2008 kl. 15:54

6 identicon

Mér er orða vant...........

....................................................segið svo að kraftaverkin gerist ekki!

Elva (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 16:23

7 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef svo oft lesið með tárin í augunum, löngu áður en ég kom sjálf á Moggabloggið. Nú les ég enn með tár í augunum en nú eru það gleðitár...

Ragnheiður , 17.4.2008 kl. 16:30

8 identicon

Vá ekkert smá yndislegar fréttir hún er sannkölluð hetja þessi stúlka.sendi knús og kram á línuna eigið þið yndislega daga framundan. Gleðilegt sumar

Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 16:57

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta eru nú bara bestu fréttir sem ég hef fengið lengi. Hef þekkt fullorðið fólk sem var alveg að bugast undir krabbameinsmeðferð svo ég geri mér grein fyrir hvað hún er ótrúlega sterk og dugleg. Hún er algjör hetja, hún Þuríður. Til hamingju.

Helga Magnúsdóttir, 17.4.2008 kl. 16:57

10 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Alveg dásamlegar fréttir elsku Áslaug mín, ég sit með gleðitárin í augunum og langar mest til að hoppa og hlægja

Auðvitað rúllar hetjan þessu bara upp og sigrar!  enda eins og þú segir ekkert annað í boði. Þið verðið nú sem fyrr í bænum mínum

Knús frá Gunnu í Olís 

Guðrún Jóhannesdóttir, 17.4.2008 kl. 17:00

11 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Stórkostlegt að lesa þessar síðustu færslur Áslaug, gleðin og bjartsýnin skína í gegn og maður finnur kvíðann og óttann leysast upp...finn orkuna streyma frá þér.

Þuríður Arna er eitt af kraftaverkunum, það er engin spurning!

Gangi ykkur vel í greinigarferlinu, þetta kemur allt með tímanum!

Bergljót Hreinsdóttir, 17.4.2008 kl. 17:08

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 hún er bara gangandi kraftaverk stelpan og ekkert annad og thangad hefur hún komist sjálf med sinni baráttu og audvitad ykkar lika Samgledst ykkur svooooooooooooooooooooooosit bara hér brosandi vid tølvuskjáinn 

Eigid góda helgi kæra fjølskylda

María Guðmundsdóttir, 17.4.2008 kl. 17:24

13 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Til hamingju með þessar nýjustu fréttir. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og styðja.

Rúna Guðfinnsdóttir, 17.4.2008 kl. 17:58

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég vissi það - ég vissi það - hún er eingu lík þessi stelpa svo ekki sé nú talað um fjölskylduna hennar. Til hamingju þið öll og reyndar við öll. Guði séu þakkir.  Mikið er ég glöð og hamingjusöm með þessar fréttir sem eru það frábærasta sem gerist í svona málum. Góðar kveðjur og þakkir fyrir frábær orð til okkar bloggvina. Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.4.2008 kl. 19:01

15 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ sæta mín... vá hvað ég er innilega ánægð fyrir ykkar hönd... gátuð ekki fengið betri sumargjöf....

verðum að fara að hittast sæta mín knús og koss á línuna í sveitinni.... LOVE 

Þórunn Eva , 17.4.2008 kl. 19:12

16 identicon

Þetta er ekkert annað en kraftaverk.  Algjörlega dásamlegt. Þessi frumburður ykkar er stórkostleg hetja.  Guð veri með  ykkur áfram.  Ég held áfram að kveikja á kerti fyrir hetjuna og ykkur fjölskylduna.

Njóttu vorkomunnar og leyfðu þér að hlakka til sumarsins.   Stella

Stella A. (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 20:31

17 identicon

Áfram svo kraftaverkin mín.Gleðikveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 20:33

18 identicon

Innilega til hamingju með hreint út sagt æðislegar fréttir!! mikið er ég glöð fyrir ykkar hönd!! oh fæ alveg gæsahúð :)

hafið það sem allra allra best og fagnið vel og lengi!

tek að ofan fyrir ykkur hetjunum og sérstaklega fyrir ofurhetjunni henni Þuríði Örnu sætu :)

Anna (ókunnug) (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 20:45

19 identicon

Hæ,

Innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir. 

Kveðja,

Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 21:54

20 identicon

Yndislegt að lesa hér og ekki hægt annað en að kommenta.  Ég á mér uppáhalds ljóð og langar að senda Þuríði það. 

Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.

Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.

Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.

Guð passi þig alla tíð litla hetja.  Kærleikskveðja

4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 22:17

21 identicon

Þetta eru virkilega góðar fréttir! :) Innilega til hamingju!

Sigurrós (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 23:53

22 identicon

Ég samgleðst ykkur frá mínum dýpstu hjartarrótum - dásamlegt að lesa síðustu færslur

Berglind Elva (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 05:18

23 Smámynd: Hanna

Yndislegt að heyra elsku Áslaug.  Ég samgleðst ykkur innilega :)

Hanna, 18.4.2008 kl. 08:47

24 identicon

Frábært að lesa þessa færslu,yndislegar fréttir.

Gangi ykkur allt í haginn,ég samgleðst ykkur innilega. 

Jóhanna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:54

25 identicon

Eigið yndislega helgi  og já Áslaug hún getur, ætlar og skal og vá jú hún kemst sko alla leið .. Gleymi ykkur aldrei í bænum mínum og veistu ég er með gæsahúð eftir lestur þessara bloggs og klökk eiginlega.. þú ert æðisleg

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 11:25

26 identicon

Þið eruð æðisleg öll

Fræábærar fréttir, maður fær bara tár í augun af hamingju fyrir ykkar hönd.

Yndislegast

Bestu kveðjur frá Danmörk

Halla Rós (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband