Leita í fréttum mbl.is

Vissu þið að....

- Fyrir einu og hálfu ári síðan var Þuríður mín orðin mjög veik og henni ekki gefið mikla framtíð eða bara nokkra mánuði?

- Hún krampaði 10-50 krampa á dag

- Hún var uppdópuð af lyfjum, vissi varla hvað hún hét

- Hún þurfti að ganga með hjálm á höfðinu vegna allra krampana sem hún fékk sem hún kippti sér nú lítið yfir.  Við bjuggum líka í íbúð með flísum á gólfum sem er ekki mjög sniðugt fyrir fólk með illvíga flogaveiki.

- Hún var orðin mjög lömuð og var að lamast hægt og rólega.

- Hún var komin með hjólastól og við þurftum stuttu síðar að flytja af annarri hæð niður á jarðhæð í íbúð fyrir hjólastóla.

- í dag sýnir hún ENGA lömun, erum að fara skila hjólastólnum, hefur ekki krampað í rúmt ár, á framtíðina fyrir sér (að sjálfsögðu erum við meðvituð um að þetta getur allt breyst á ekki svo löngum tíma), er að fara byrja í skóla (hver hefði trúað því?), notar ekki hjálm lengur, er ótrúlega hress (þó hún þurfi stundum að leggja sig yfir daginn enda ennþá á miklum lyfjum sem eru ekkert að fara minnka), farin að leika sér við systkin sín og svona lengi mætti telja.

KRAFTAVERKIN gerast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísaskvísa

Þetta er svo dásamlegt- ég samgleðst ykkur af öllu hjarta

Dísaskvísan

Dísaskvísa, 18.4.2008 kl. 11:59

2 identicon

Frábært, frábært og enn meira frábært.  Síðan ég fór að fylgjast með ykkur hef ég aldrei efast eina mínútu að þessi litla hetja á eftir standa sig með prýði.  Í þessu ferli eru engar reglur, ekkert ákveðið.  Bænir, ljós og jávætt hugarfar gerir kraftaverk.  Kærleikur manna á milli gerir kraftaverk og því skiptir hann svo miklu máli.  Þið sýnið okkur hinum sem fylgjumst með mikinn kærleik, það má ekki gleymast.  Áslaug, þú ert heiðarleg og falleg jafnt utan sem innan og ykkar fjölskylda er sterk og stór.  Það er ekki hver sem er sem getur tjáð sig á eins fallegan hátt og þú gerir hér á þessari síðu. Þú hefur líka sýnt öðrum sem sárt eiga kærleik í verki og orði.  Kærleikurinn fær okkur til að hugsa fallega og meta allt það sem líf okkar hefur upp á að bjóða. Það hafa margir sagt hér að þú kennir okkur hinum svo mikið, bara einföld setning "Ég elska þig" er allt í einu orðinn mikilvægari og þessi einfalda setning segir svo margt bæði fyrir þann sem segir hana og þann sem á hlýðir.  Virðing gagnvart ykkur sem fjölskyldu stendur upp úr hjá mér í dag.  Þið eruð einfaldlega 5 hetjur

Góða helgi 4 barna mamman.

4 barna mamman (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 12:07

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já kraftaverkakonan Þuríður Arna er frábær og það hefur glatt okkur ósegjanlega mikið að fylgjast með henni upp þann bratta stiga sem hún hefur klifið undanfarna mánuði. Það geta allt breyst á einu augnabliki hjá okkur öllum. Þuríður er ekki ein um það. Núna er hún að ná betri og betri heilsu með hverjum deginum sem líður og það skiptir öllu máli. Við trúum á það góða og þá fáum við það góða. Þið öll hafið verið mér ómetanleg hvattning undanfarna mánuði. Guð blessi ykkur og góða helgi Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.4.2008 kl. 13:34

4 identicon

Já hún Þuríður Arna á framtíðina fyrir sér engin spurning og engann efta takk, engann efa Áslaug mín. Leynarmálið er að trúa og við trúum og hún skal og ætlar og vil og vil og vil.

Þetta eru yndislega fréttir og einmitt það sem við vildum heyra og svona mun þetta halda áfram. Gaman gaman.  Góða helgi og gangi ykkur vel áfram.

kv Sigga

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 14:13

5 identicon

engir smá sigrar - verður að segjast alveg hreint frábært.  Góðir hlutir gerast hægt  - gangi ykkur öllum rosalega vel - þið eruð búin að standa ykkur frábærlega undir öllum kringumstæðum - auðvitað misglöð, skiljanlega en eruð að uppskera dásamlega hluti eftir erfiða baráttu.  Vona að þessu jákvæðu straumar haldi áfram að leika um ykkur - bestu kveðjur

Berglind Elva (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 14:58

6 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Já kraftaverkin gerast enn & Þuríður lifandi sönnun þess. Njótið lífsins með þeim kostum & göllum sem það hefur upp á að bjóða. Samgleðst ykkur meir en orð fá lýst. Þið eruð öll saman sigurvegarar & mætti hver sem er vera stoltur að hafa hluta af ykkar kærleik & hlýju

Eigið góða helgi & hlökkum til að halda áfram að fylgjast með ykkur

Dagbjört Pálsdóttir, 18.4.2008 kl. 16:20

7 Smámynd: Helga Linnet

Það má líkja henni við Jesú...gangandi kraftaverk

Frábært að heyra hvað henni hefur gengið vel og hvað það kom gott út úr myndatökunum.

Helga Linnet, 18.4.2008 kl. 17:12

8 identicon

Þessi stelpa er mesta hetja sem ég hef lestið um, hún á örugglega (vonandi) eftir að verða 100 ára og eiga góða og bjarta framtíð.  ´´Otrúlega dugleg og sterk.

kv. frá útlöndum, gangi ykkur rosalega vel í framtíðinni

Ókunnug erlendis (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 18:33

9 identicon

Kraftaverk gerast !!!!! Maður verður ALLTAF að halda í vonina. Þetta var frábært að lesa. Gangi ykkur vel.

Sólveig (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 21:16

10 identicon

Æðislegar fréttir, guð vakir yfir litla kraftaverkinu ykkar.

Jenný (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 22:12

11 identicon

Dásamlegar fréttir. gangi ykkur allt í haginn.

ókunnugur (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 22:26

12 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Vá þetta er yndislegt, fullkomið, dásamlegt!!!

Ég samgleðst ykkur og vona að litla rósin ykkar haldi áfram á þessari braut. 

Hún er svo sannarlega mikið kraftaverk!

Guð og gæfan fylgi ykkur fjölskyldunni.

Emma Vilhjálmsdóttir, 18.4.2008 kl. 22:59

13 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þetta eru stórir sigrar og kraftaverk. Til hamingju, þetta eigið þið svo sannarlega skilið. Baráttukveðjur

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:09

14 identicon

Þetta er yndislegt! Áfram svona fallega hetja.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 23:17

15 identicon

Þetta er að sjálfsögðu yndislegt og segir okkur bara eina ferðina enn að maður á aldrei að segja aldrei, alltaf að trúa á það jákvæða besta og muna að læknavísindin eru ekki heilög.  Ég hef fulla trú á að framhaldið á eftir að vera allt í þessa átt, allt upp á við!

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 10:33

16 identicon

Þetta eru bara frábærar fréttir.  Samgleðst ykkur innilega. Held áfram að hugsa hlýtt til ykkar allra og kveikja á kerti fyrir Þuríði Örnu. Góða helgi. Kv.  Stella A.

Stellla A. (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 13:49

17 Smámynd: Calvín

Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Kraftaverkin gerast á hverjum degi. Þegar svona gerist hlýnar manni um hjartarætur.

Calvín, 19.4.2008 kl. 14:29

18 Smámynd: Þórunn Eva

LOVE..... þið eigið þetta svoooo skilið að fá orðu.... LVOE

Þórunn Eva , 19.4.2008 kl. 19:45

19 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Til hamingju með lífið elskurnar.

Eyrún Gísladóttir, 19.4.2008 kl. 20:47

20 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 19.4.2008 kl. 22:05

21 identicon

 

Frábært að lesa þetta , hún er kraftaverkastúlka

Dagrún (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 22:51

22 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Yndislegt, til hamingju  

Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.4.2008 kl. 23:38

23 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Dóttir þín er kraftaverk, rosalegt hvað hún hefur gengið í gegnum.
Óska ykkur fjölskyldunni það allra besta

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.4.2008 kl. 23:53

24 identicon

Mikið ofboðslega er gaman að geta lesið svona skemmtilegt frá þér!  Hún dóttir ykkar er alveg ótrúleg og þið sjálf alveg ótrúlega frábærir foreldrar.  Gangi ykkur áfram svona vel.

Ásdís (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 13:15

25 identicon

Rakst á grein á dagblaðs á fjóni í danmörku, þar sem að ungur strákur fór í tilraunameðferð á krabbameini í heila og mænu til þýskalands sem gekk frábærlega.  Ótrúleg kraftaverkasaga.

http://www.fyens.dk/article/978934:Odense--Mads-blev-til-miraklet-paa-OUH

ókunn (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 14:07

26 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Yndislegar fréttir  Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 20.4.2008 kl. 16:20

27 identicon

Yndislegt, bara yndislegt. Haldið áfram að trúa á kraftaverk.

knús gunnag

Gunna G (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 16:23

28 identicon

Var að lesa síðustu færslur og þetta eru frábærar fréttir.  Þuríður Arna er enn og aftur að sína hvað hún er mikill harðjaxl og baráttukona. 

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 08:33

29 identicon

Yndislegt hvað gengur vel. Það gleður mig mjög að heyra svona góðar fréttir og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með. Áslaug, þú hefur smitað út frá þér kærleik og látið mig og marga aðra kunna að meta lífið betur................smá væmið, en satt... kveðja, Ásdís.

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 10:27

30 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Dásamlegt að lesa þetta. Til hamingju og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.

Helga Magnúsdóttir, 21.4.2008 kl. 10:31

31 identicon

Frábært að lesa þetta. Þið eruð alveg búin að sýna það og sanna að maður á aldrei að gefast upp. Til hamingju með góðar fréttir. Knús Oddný

Oddný (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 17:13

32 identicon

Þið eruð hetjur :) það er gaman að fylgjast með þegar gengur vel og við höldum áfram að senda ykkur jákvæða strauma.

ingibjörg (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband